Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Morgunblaðið/Árni Sæberg FULLTRÚAR Hljóðbókaklúbbsins, Helgi Hjörvar og Gísli Helgason, afhentu Birni Bjarnasyni fjórar íslendingasögur á hljóðbók. Fjórar íslendingasögur til viðbótar á hljóðbók • FULLTRÚAR Hljóðbóka- klúbbsins afhentu sl. þriðjudag menntamálaráðherra, Bimi Bjama- syni, Islendingasögur sem hafa komið út á þessu ári. Eyrbyggja í lestri Þorsteins frá Hamri, Ljós- vetningasaga í lestri Vésteins Óla- sonar prófessors, Svarfdælasaga og Valla-Ljótssaga í lestri Jóhanns Sigurðarsonar leikara og Sigrúnar Eddu Björnsdóttur leikkonu, Víg- lundarsaga og Krókarefssaga í lestri Helgu E. Jónsdóttur leikkonu og Amar Amasonar leikara. Hljóð- bókaklúbburinn er nú langt kominn með að gefa út allar Islendingasög- umar á hljóðbók. Stefnt er að því að ljúka útgáfunni um aldamót. Ritstjórn og umsjón með verkinu hefúr Ömólfur Thorsson miðalda- fræðingur. Hljóðbókaklúbburinn hefur gefíð út alls um 70 hljóðbæk- ur og um þessar mundir em liðin 10 ár síðan Hljóðbókagerð Blindrafé- lagsins hóf að framleiða hljóðbækur fyrir almennan markað. Vegur hljóðbókanna fer ört vaxandi og nýtast þær almenningi, börnum jafnt sem fullorðum. A þessu ári hafa nú þegar komið út allnokkrar bækur: Arið hófst með útgáfu bókarinnar Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar eftir Da- víð Oddsson, sem hann les sjálfur. Þá era Norðurljós Einars Kárason- ar að líta dagsins ljós í lestri höf- undarins, auk þess sem Borgin bak við orðin eftir Bjama Bjarnason er komin út í lestri Hjalta Rögnvalds- sonar leikara. Þá var Kristrún í Hamravík í lestri höfundarins og Arna Tryggvasonar leikara gefin út í aldarminningu Guðmundar G. Hagalín. Fleii’i bækur era væntanlegar. Sögumar era allar hljóðritaðar og fjölfaldaðar hjá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Innréttingarnar BÆKUR Sagnfræði ÍSLANDS HLUTAFÉLAG Rekstrarsaga innréttinganna Safn til Iðnsögu íslendinga, XI. bindi, eftir Lýð Björnsson. Ritstjóri. Ásgeir Ás- geirsson. Hið íslenzka bdkmenntafé- lag, Reykjavík, 1998, 199 bls. ALLT frá því í barnaskóla hef ég lesið sitt af hverju um Innrétt- ingar Skúla fógeta, eins og ég heyrði þær oftast nefndar. En hvort sem það stafar af lítilli eftir- tekt minni, ónógum lestri eða of litlu lesefni, finnst mér sem hug- myndir mínar umn þetta fyrirbæri hafi verið heldur óljósar og brota- kenndar. Það er fyrst nú við lestur þessarar bókar Lýðs Björnssonar, sagnfræðings, sem ég fæ góða sýn, að ég held, yfir það mikla fyr- irtæki sem Innréttingarnar voru. Þær vora nefnilega hreint ekkert smáræði, jafnvel á mælikvarða nú- tímans. Atvinnureksturinn var margþættur: Margháttuð ullar- vinnsla og vefnaður af ýmsu tagi, þófaramylla, sútun, kaðlagerð, brennisteinsvinnsla, útgerð til fiskveiða, fjárbúskapur, innflutn- ingur danskra og norskra bænda til að kenna kornrækt og jarð- yrkju. Stofnkostnaður var feikna- mikill. Heilt þorp var byggt í Reykjavík, skútur og árabátar keyptir og öll ósköp af tækjum og tólum. Um allt þetta var stofnað hlutafélag, fyrsta hlutafélag Is- landssögunnar og vora hluthafar mestu mektarmenn þjóðarinnar: landfógeti, amt- og stiptamtmenn, biskup og sýslumenn. En hlutafé dugði skammt til allra þessara framkvæmda. Konungur sýndi fyrirtækinu áhuga og velvild og lagði því til ómælt fé. Eins og áður sagði vora Innréttingarnar fyrsta íslenska hluta- félagið, sem sögur fara af, og síðar eignar- haldsfélag, eftir að aðrir tóku við rekstr- inum. Og hvernig gekk svo? Fyrri lestur minn skildi eftir sig tilfinn- ingu um, að þetta hafi allt gengið á afturfót- um og tilraunin hafi mistekist. Aðra sögu tel ég mig lesa af þess- ari bók. Innréttingarnar voru ekki hugsaðar sem gróðafyrirtæki. Þær vora framar öðra mennta- stofnun, skóli, fyrsti Iðnskóli Is- lendinga. Sem slíkur vann hann töluvert gagn, þó að meira hefði mátt verða. Og þau ár sem Inn- réttingarnar vora í eigu hins upp- runalega hlutafélags og undir stjórn þess (1752-1764), gekk reksturinn raunar nokkuð vel a.m.k. sumir þættir hans, að byrj- unarerfiðleikum yfirstignum. Mik- ill fjöldi fólks starfaði við Innrétt- ingarnar þegar flest var. Höfundi telst svo til að árið 1760 muni starfsmenn hafa verið um 94, álíka margir 1761-1763, en öllu færri á fyrri hluta sjötta áratugarins. Allt starfsfólk var íslenskt að undan- skildum fáeinum yfirmönnum. Innréttingarnar sameinuðust Almenna verslunarfélaginu 1764, sem þá tók við öllum rekstri. 1779 höfðu svo hluthafar selt öll hluta- bréf sín, og sköðuðust víst ekki. Almenna verslunarfélagið hafði hætt rekstri 1774 og yfirtók kon- ungur þá verslunina og varð svo til 1787. Endanlega lauk starf- semi Innréttinganna árið 1803, en síðustu áratugina var hún að- eins svipur hjá sjón. Engu að síður var hér um hálfrar aldar starfsemi að ræða, sem vissulega mark- aði spor í þjóðlífið, átti meðal annars stærstan þátt í því að þéttbýli myndaðist í Reykjavík. Höfundur rekur í þessari bók rekstrar- sögu Innréttinganna í stóra og smáu frá upphafi til endaloka. Það er vissulega fróðleg lesning og raunar talsvert af henni að læra fyrir nútímamenn, ef vel er lesið. Höfundur hefur rannsakað sögu Innréttinganna í aldarfjórðung og er sennilega sá Islendingur, sem mest veit um allt er að henni lýtur. Það virðist einnig svo, að við grannskoðun heimilda hafí hann um sumt komist að öðrum niður- stöðum en forverar hans. Auðfundið er að bókarhöfundur hefur mjög gott vald á efninu. Þó að magn þess sé mikið, er frásögn hans einkar læsileg. Bókin er prýðilega útgefin eins og aðrar bækur í þessu ritsafni. Rammatextar eru allmargir, svo og myndir. Aftast í bók er úrdráttur á ensku og skrár miklar: Tilvísana- skrá, Heimildaskrá, Myndaskrá, Atriðisorðaskrá og Nafnaskrá. Hér er því allt það, sem vera skal í fræðibók. Sigurjón Björnsson Lýður Björnsson Tölvuskrímsl- ið ógurlega BÆKUR It a r n a b ó k KERLING VILL HAFA NOKKUÐ FYRIR SNÚÐ SINN Guðrún Hannesdóttir myndskreytti söguna. Forlagið, 1998. - 26 s. Á UNDANFÖRNUM áram hafa komið út myndskreyttar útgáfur af gömlum íslenskum ævintýrum. Má þar nefna myndskreytingar Brians Pilkingtons á Gilitratt og Bakka- bræðram, myndir Gylfa Gíslasonar af Sálinni hans Jóns míns og Sög- unni af Gípu og myndir Hrings Jó- hannssonar af Búkollu svo einhver dæmi séu nefnd. Eru þessar útgáf- ur ákaflega kærkomnar því þetta er sá sjóður íslenskrar menningar sem ekki má glatast. Menningar- arfurinn verður að komast til bama til að vega á móti einhæfni og hugmyndafæð. Myndlistarmenn eiga ótæmandi sjóð í þjóðsögunum okkar og sá er kosturinn að þessar útgáfur era sígildar og falla ekki úr gildi eins og sögur sem samdar era í kringum nútímann. BÆKUR Barnabók BRÁÐUM KOMA DÝRÐLEGJÓL Ragnheiður Gestsddttir valdi og myndskreytti jólasöngva. 24 si'ður. Mál og menning, Reykjavík 1998. BRÁÐUM koma dýrðleg jól er falleg bók sem unun er að syngja sig í gegnum. Ragnheiður Gests- dóttir á heiðurinn af bókinni en hún valdi bæði jólasöngvana sem í henni era og myndskreytti. Bókina ^ tileinkar hún foreldram sínum og minningunum um dýrðleg Gömul þjóðsaga í spari- fötum Guðrún Hannesdóttir hefur sent frá sér nokkrar myndskreyttar bamabækur, fyrst við gamlar barnavísur, þá framsaminn texta og nú við gamla íslenska þjóðsögu. Sagan um huldumanninn Kiðhús og kerlinguna sem vildi fá eitthvað fyrir gullsnúðinn er tekin úr Þjóð- sögum Jóns Árnasonar og er text- inn óbreyttur frá gömlu útgáfunni. Myndir Guðrúnar era sérkenni- legar og fallegar, einfaldar en þó með ýmiss konar smáatriðum sem nota má til að vekja athygli ungra lesenda. Persónurnar era sýndar með alls kyns svipbrigði. Kerlingin bemskujól. Það eykur gildi bókar- innai- að hún skuli gerð af svo ríkri væntumþykju sem úr orðunum má lesa. Sannarlega er notalegt að sjá þama gömlu og góðu söngvana sem eiga svo ríkan þátt í að gera jólin að sönnum, íslenskum jólum. Innan um era líka vísur sem ekki era oft sungnar og eflaust era margir að sjá sumar þeirra í fyrsta sinn. Svo er a.m.k. um þá sem hér ritar. Síðustu þrjú erindin í Bráð- um koma blessuð jólin eftir Jó- hannes úr Kötlum komu t.d. þægi- lega á óvart. Þá er ekki síður fróð- legt að sjá hvaðan kvæðin era og hverjir era höfundar þeima. Aftast er glöð með gullsnúðinn sinn, síðan kemur undranarsvipurinn þegar snúðurinn er horfinn og tungan er komin í munnvikið yfir pottinum þegar von er á góðum graut. Lita- val er í samræmi við sjónarhornið og t.d. í myndinni sem sýnir karl- inn í heimsókn hjá Kiðhús era litir mjög dökkir enda er sjónarhornið hóllinn, heimkynni huldumannsins, en hann sjálfan sjáum við aldrei. Texti þessa gamla ævintýrs er hljómfagur en eflaust eru einhver orð og orðatiltæki sem ekki era nú- tímabömum töm, þó ekki sé nema kall Kiðhúss til komumanns: Hver „bukkar“ mín hús? og svo að kerl- ing skuli biðja um „ákast“ á graut- inn. Það hefur þó sýnt sig að börn hafa gaman af að leika sér að orð- um sem þau ekki fullkomlega skilja og það eflir máltilfinningu hvers barns að fyrir því sé höfð kjarngóð íslenska. Þótt siðaboðskapur þessa ævintýris sé ekki eins skýr og í mörgum öðram þá er sagan mjög myndræn og geymir jafnframt al- þýðuskýringu á skófum og blettum á steinum. í bókinni að að sjálfsögðu sálmur- inn Heims um ból - en því miður einungis fyrsta erindið. Bókin er myndskreytt með skýr- um og fallegum myndum. Þær eru svo jólalegar að maður þarf ekki annað en að fletta í gegnum bókina til að komast í ósvikið jólaskap. Þetta er bók sem gott er að draga fram á aðventunni og hafa við höndina þar til síðasti jólasveinn- inn er farinn til fjalla. Og gott er að hafa í huga versið á fyrstu blaðsíðu bókarinnar: Ef þú skyldir eignast kverið/ ætlar það að biðja þig/ að fletta hægt - og fara alltaf/ fjarska- lega vel með sig. María Hrönn Gunnarsdóttir BÆKUR B a r n a b 6 k MÁLFRÍÐUR OG TÖLVUSKRÍMSLIÐ eftir Sigrúnu Eldjárn. Forlagið, 1998. - 32 s. TÖLVUR era mikill áhrifavald- ur í lífi íslenskra barna og unglinga og í þessum sýndarheimi lifa þau langar stundir. Eflaust era sum þeirra ekki alltaf viss um hvað sé veraleiki og hvað ímyndun í tölvuheimi. Tölvuskrímsli er því ofur eðlilegt fyrir- brigði í sýndarveröld og eflaust fyndist mörgum stórkostlegt ef þeir gætu skapað eitt slíkt. Höfundur bókanna um Kugg, Málfríði vin- konu Kuggs og mömmu hennar, hefur á undanfómum árum tengt saman hluti sem í huga fólks eiga ekki saman, t.d. er það ein- kenni á peysufatakonum höfundar að þær era í strigaskóm. Kuggur og þessar gömlu konur era að öllu leyti ólíkir leikfélagar, en leikur þeirra er alveg sjálfsagður í sögun- um. Það er því í samræmi við annað í þessari sögu að Málfríður smíðar sér sérstaka tölvu sem á lítið skylt við þau tæki sem hægt er að kaupa í tölvuverslunum landsins. Tölvan er með trekkjara eins og þá sem notaðir vora til að halda gömlum klukkum gangandi og einnig er tölvan skreytt með slöngu og trekt þótt ekki sé ljóst hvaða safi það er sem rennur um æðar hennar. En auk þess er þetta töfratölva og myndirnar sem teiknaðar era lifna við. Móðir Málfríðar og Kuggur teikna skelfilegt skrímsli með rana og annan handlegginn lengri en hinn. Auk þess er skrímslið með hjól undir öðrum fætinum. Það er ekki að sökum að spyrja að skrímslið sættir sig ekki við að vera í feluleik með skapara sínum heldur kemst út og hrellir saklausa borgara. Sagan er alger ærslasaga þar sem allt getur gerst. Heimili þeirra mæðgna er óvenjulegt og töfrandi. Amma rólar sér í Ijósakrónunni og ekki má heldui- gleyma töfrakökunni sem er blá- og grænröndótt og skreytt með legókubbum. Mynd- irnar eru fullar af þessum sömu töfram og ærsla- gangi og fylgja sögunni vel. Þó era í myndunum þrjár aukapersónur sem ekki koma fram í textanum. Það er glaðlyndur, grár köttur sem fylgist vel með þessum töfram, músin skemmtir sér líka vel en blái fuglinn er líklega ekki jafnviss um að þetta sé sniðugt. Tölfríður er þó áreiðanlega tölva sem allir krakkar mundu vilja eiga! Sigrún Klara Hannesdóttir Sigrún Klara Hannesdóttir Jólasöngvar í fallegri bók Sigrún Eldjárn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.