Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 51
Sigurður
Svavar Sigurðs-
son fæddist í
Reykjavík 20. apríl
1952. Hann lést í
Reykjavík 2. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Sigurður Svavar
Gíslason og Jóna
Salvör Eyjólfsdóttir
á Urðarstíg 14. Sig-
urður átti fimm
systkini.
Hinn 24. maí 1980
giftist Sigurður
Matthildi Pálsdótt-
ur, f. 31. júlí 1960. Þau eignuð-
ust þijú börn saman, en Sigurð-
Fjórir spegilgljáandi túkallar
liggja í rennusteininum fyrir utan
húsið hans Fúsa, á horninu á Urð-
arstíg og Njarðargötu. Heil auðævi
fyi-ir litla stráka. Siggi litli og ég
tíndum peningana upp varlega og
virtum þá fyrir okkur. Gat þetta
verið? Túköllunum var skipt bróð-
ur átti eitt barn frá
fyrra hjónabandi.
Börnin eru Hall-
dóra Guðríður, f.
19. september 1975,
Róbert Þórir, f. 29.
september 1981,
Rósa Svava, f. 12.
ágúst 1983, og Páll
Sigurður, f. 16. des-
ember 1992. Sig-
urður átti eitt
barnabarn, Söndru
Sif, f. 17. mars
1995.
Utför Sigurðar
fer fram frá Garða-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
urlega og síðan var vinur okkar,
kaupmaðurinn í Víði, heimsóttur í
búðina. Þá var nú glatt á hjalla.
Tveir fjögurra ára guttar bruna á
kassabílnum sínum niður Njarðar-
götuna. Mömmurnar koma á
harðahlaupum á eftir, en þeir ná
samt að renna sér alla leið frá
Bergstaðastræti yfir Laufásveginn
og niður að Hljómskálagarði.
Kannski ekki alveg eins gaman
þegar mömmurnar höfðu hlaupið
sömu vegalengd og náð í skottið á
þeim. Og þó ...
Við veiddum silung í Rauðavatni,
sigldum um á vindsængum, köfuð-
um og heilsuðum upp á brunn-
klukkurnar eða bara lágum í sól-
inni við bústaðinn sem Jóna og
Siggi stóri höfðu reist. Það var víst
alltaf sólskin á þessum árum. Lék-
um okkur í fótbolta, voram vinir og
frændur, héldum um axlir hvor
annars. Við urðum líka stundum
ósáttir og flugumst á. En við urð-
um vinir strax aftur.
Við vorum leikfélagar í æsku,
fjarlægðumst á unglingsáninum og
sáumst sjaldan eftir að við urðum
fullorðnir. En við voram samt
alltaf meira en bara frændur, við
vorum alltaf vinir í hjartanu og í
minningunum. Minningabrotin
leiftra og lýsa hugann. Þau era of
mörg til að telja upp hér en þau
gleymast ekki. Það er sagt, að á
meðan einhver er á lífi sem man sé
maður ekki dáinn. Þannig munt þú,
Siggi litli frændi minn, lifa, meðan
ég lifi.
Tryggvi Þór Tryggvason.
SIGURÐUR SVAVAR
SIGURÐSSON
TOMAS
GRÖNDAL
Tómas Gröndal fjölmiðla-
fræðingur fæddist í Reykja-
vík 27. maí 1955. Hann lést á
Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í
Gautaborg og fór útför hans
fram í Partille í Svíþjóð 27. nóv-
ember siðastliðinn.
Tómas Gröndal, vinur minn, er
allur.
Það er langt síðan ég sá hann
fyrst í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Myndarlegur, hávax-
inn piltur gekk í gegn um salinn
eins og hann ætti allan heiminn.
Grági-ænn jakkinn flaksaðist til við
hvert spor. „Hmm, hvaða gervigæi
er þetta?“ hugsaði ég með sjálfri
mér, „sá er góður með sig.“ Engu
að síður gat ég ekki stillt mig um
að horfa á eftir honum. Eitthvað
hafði hann við sig, þessi maður.
Ekki man ég hins vegar hvernig
við kynntumst, en víst er að af
þeim kynnum spratt vinátta sem
stóð allt til dánardægurs Tomma.
Brölluðum við ýmislegt saman í
kjallaranum á Miklubrautinni og
átti sameigilegur áhugi okkar á
tónlist þar drjúgan þátt. Vora
kunningjar okkar alls ekki á eitt
sáttir hvers eðlis samband okkar
var og pískraðu margt um það.
Höfðum við af því lúmskt gaman.
Þótti þeim víst skrítið þegar
Tómas fór að vera með stúlku, að
ég hélt samt sem áður áfram að
venja komur mínar heim til hans.
Tómas átti gott með að tala, og var
vitnað til þess í útskriftabók okkar
MH-inga, að svo væri maðurinn
mælskur, að sæjust margar tungur
á lofti er hann talaði. Oftar en ekki
vora það gamansögur sem frá hon-
um komu og umfram allt var
skemmtilegt að vera návistum við
hann.
Eftir að hann fór til Svíþjóðar
sendi hann mér ófá bréf, sem fengu
mig til að brosa, og síðar meir var
það tölvupóstur sem bar kveðjur
okkar yfir hafið. Síst af öllu átti ég
von á því að Tómas, þessi lífsglaði,
orkumikli vinur minn, ætti eftir að
kveðja okkur hin svo fljótt. Sökn-
uðurinn fyllir huga minn er ég
hugsa til hans, en gömlu minning-
arnar sem ég á um samverastundir
okkar og samskipti, munu ætíð
kveikja bros á vöram mínum, og
þakklæti í hjarta mínu. An kynna
okkar hefði líf mitt orðið snauðara.
Sendi ég Milvi, konu Tómasar,
foreldrum hans og bræðram, mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur. Megi
minningarnar um Tómas ylja þeim
um hjartarætur um ókomna tíð.
Linda S. Gísladóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA VALGERÐUR ANDERSEN,
(f. Friðriksdóttir, Bakka, Bakkafirði),
lést sunnudaginn 29. nóvember sl. í Nyköping, Falster.
Jarðarförin hefur farið fram.
Knud Bernt,
Helen og Peter, Lis og Rasmus,
Jon og David, Sara og María.
t
Þökkum innilega þeim fjölmörgu sem sýndu
okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför
systur okkar, mágkonu og frænku,
BERTU STEFÁNSDÓTTUR
frá Hóli,
Stöðvarfirði.
Hjördís Stefánsdóttir,
Maggý Ársælsdóttir,
Arthur Stefánsson, Helga Þorsteinsdóttir,
Carl Stefánsson, Ásta Tómasdóttir,
Stefán N. Stefánsson, Ragnheiður Pálsdóttir
og fjölskyldur.
+
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður og afa,
JÓNASAR SIGURÐSSONAR
frá Hellissandi.
Jarþrúður Jónasdóttir,
Lárus Skúli Jónasson,
Auður Jónasdóttir, Trausti uuiasun,
Sigríður Jónasdóttir, Sigurður A. Böðvarsson,
Vilhjálmur Hafberg, Svala Geirsdóttir,
Sigurþór Jónasson
og barnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar SIGURÐAR S. SIGURÐSSONAR verður lokað
frá kl. 12 — 16 í dag, fimmtudaginn 10. desember.
Vörumerking ehf., Hafnarfirði.
Ævar Harðarson, Sigríður Karlsdóttir,
Sonja Harðardóttir, Þorvaldur Karlsson,
Kristjana Harðardóttir, Karitas Rósa Karlsdóttir,
Þórður Harðarson, Júlíus Karlsson,
Kristín Á. Harðardóttir, Guðmundur Karlsson,
Ástþór Harðarson.
+
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
ÁSGEIR ARNGRÍMSSON,
Brekkusíðu 18,
Akureyri,
iést af slysförum þriðjudaginn 8. desember.
Fyrir hönd fjölskyldu,
Baldvin Hermann Ásgeirsson,
Bjarni Hrafn Ásgeirsson,
Brynjar Helgi Ásgeirsson,
Bjarni Sigmarsson,
Arna Hrafnsdóttir
og systkyni hins látna.
+
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir okkar,
tengdafaðir og bróðir,
BJÖRN KJARTANSSON,
Mávahlíð 44,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi
þriðjudagsins 8. desember.
Sóley Oddsdóttir,
Jóna Sæmundsdóttir, Grétar Leifsson,
Oddur Sæmundsson, Jónína Guðmundsdóttir,
Sigurveig Sæmundsdóttir, Haildór Snorrason,
Margrét Kjartansdóttir,
Jónína Kjartansdóttir,
Þorleifur Gunnarsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir og amma,
STEFANÍA ÞÓRUNN SÆMUNDSDÓTTIR
húsfreyja í Syðra-Vallholti,
Skagafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, laug-
ardaginn 5. desember.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju, laugar-
daginn 12. desember kl. 14.00.
Jarðsett verður í Víðimýrarkirkjugarði.
Gunnar Gunnarsson,
Jónína Gunnarsdóttir,
Trausti Hólmar Gunnarsson,
Sæmundur Jónsson
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi
og langafi,
GUNNAR P. ÓSKARSSON,
Sólvallagötu 4,
Reykjavík,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
fimmtudaginn 3. desember sl., verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11.
desember nk. kl. 10.30.
Sonja Schmidt,
Gylfi H.S. Gunnarsson,
Geir H. Gunnarsson,
Hólmfríður Gunnarsdóttir, Guðmundur B. Sigurgeirsson,
Sigríður Soffía Gunnarsdóttir, Már Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.