Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Helgi Hannes-
son fæddist á
Dynjanda í Jökul-
fjörðum 18. apríl
1907. Hann lést á
Sólvangi í Hafnar-
firði 30. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
þau Hannes, sjó-
maður á Isafirði, f.
21.1. 1880, d. 17.11.
1973 Helgasonar
bónda í Nesi í
Grunnavík, Helga-
sonar bónda í
Barðsvík og
Furufirði, og kona hans Jak-
obína Ragnheiður, f. 27.9. 1879,
d. 12.12. 1952, Guðmundsdóttir
húsmanns á Hrauni í Hnífsdal,
Markússonar. Albræður Helga
voru þeir Sigurður Hermann
bifreiðastjóri á ísafirði, f. 14.7.
1910, d. 22.8. 1993, og Ólafur
Sigurjón símritari á Isafirði, f.
2.10. 1917, d. 2.8. 1971. Hálf-
systkini Helga, sammæðra,
voru þau Emil Sigurður Ge-
orgsson, f. 1903, d. 21.9. 1911,
og Salóme Margrét Georgsdótt-
ir, f. 1904, d. 10.4. 1920.
Elsku afi Helgi.
Nú er komið að þeirri stund sem
ég hef lengi kviðið fyrir. Þú ert far-
inn frá mér yfir í annan heim en
sem betur fer sitja eftir allar þær
yndislegu og góðu minningar sem
ég á um þig. Það var alltaf svo gott
að koma í Stigahlíðina til þín og
ömmu Tótu þar sem hlýja, elsku-
legheit og velvild voru í fyrirrúmi
og það er enn jafngott að koma
þangað en það er öðruvísi þegar þú
ert ekki þar. Það sem rifjast fyrst
upp í huga mínum er þegar ég
skreið upp í rúm til þín og sagði:
„Afi viltu segja mér sögur frá því
þú varst lítill." Eg gat hlustað á
sögurnar af æskuárum þínum aftur
og aftur og þú gafst þér alltaf næg-
an tíma til að segja mér sögur.
Einnig minnist ég þess þegar ég,
þú og amma Tóta fórum stundum
um helgar á gula „Cometnum" þín-
um á Sprengisand og fengum okk-
ur að borða og fórum svo í bíltúr.
Menntun skipti þig afar miklu
máli og má segja að þú hafir lagt
grunninn að menntun minni. Þú
kenndir mér að lesa og reikna þeg-
ar ég var sex ára. Þú sýndir mér
mikla þolinmæði þegar við sátum
við borðstofuborðið í Stigahlíðinni
og lásum og reiknuðum af miklu
kappi, betri kennara hefði ég ekki
getað óskað mér. Þú sýndir námi
mínu ætíð mikinn áhuga og hjálp-
aðir mér mikið og velgengni mína í
námi á ég ekki hvað síst þér að
þakka. Við sátum stundum klukku-
stundum saman og lærðum stærð-
fræði, sem var einmitt sérgrein þín,
og einhvem veginn tókst þér alltaf
að fá mig til að skilja hlutina enda
varstu einstakur kennari. Þú sýndir
mér gömlu ensku- og þýskubæk-
umar þínar og reyndir einnig að
kenna mér svolítið í esperanto. Þú
varst alltaf spenntur að fá að vita
hvernig mér gengi í skólanum og
ég hringdi í þig í hvert skipti sem
ég fékk einkunnir úr prófum, sama
hvort það voru skyndipróf, jólapróf
eða vorpróf. Síðast þegar ég hitti
þig þann 8. nóvember sl. á Sólvangi
varstu orðinn langt leiddur en þú
vaknaðir augnablik, tókst í höndina
á mér og spurðir mig hvernig mér
gengi í skólanum og hvort ég hefði
tekið próf nýlega. Ahugi þinn á
námi mínu virtist aldrei ætla að
dvína.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig, elsku
afi minn. Þú varst mér svo mikils
virði, lífið hefði orðið svo miklu
tómlegra án þín. Eg veit að nú líður
þér vel hjá Guði og ert laus við alla
verkina en söknuðurinn er alltaf
sár. Eg trúi því elsku afi minn að
þú sért enn á meðal okkar og
fylgist með stúdentsprófunum mín-
Fyrri kona Helga
var Margrét Þorleifs-
dóttir, f. 27. nóvem-
ber 1907, d. 9. ágúst
1981. Börn þeirra
eru Haukur Helga-
son, fv. skólastjóri í
Hafnarfirði, f. 24. júlí
1933, maki Sigrún
Davfðsdóttir, og Erla
Margrét, hjúkrunar-
framkvæmdastóri í
Hafnarfirði, f. 15.
júní 1948, maki
Gunnar G. Vigfússon.
Seinni kona Helga er
Þórunn Bjarney
Garðarsdóttir, f. 2. september
1918. Börn þeirra eru Helgi Þór,
kennari í Hafnarfirði, f. 4. janú-
ar 1956, maki Guðbjörg H.
Gylfadóttir, og Hanna Ragnheið-
ur, húsmóðir, búsett í Dan-
mörku, f. 22. janúar 1961, maki
Steffen Simbold. Stjúpbörn
Helga eru Garðar Halldórsson
bankamaður, f. 6. nóvember
1941, maki Inga Jónsdóttir,
Kristín Jóna Halldórsdóttir
skrifstofumaður, f. 3. mars 1947,
Anna Þórunn Halldórsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 9. sept-
um. Elsku amma Tóta, missir þinn
er mikill en ég bið góðan Guð að
styrkja þig. Elsku afi Helgi, minn-
ingin um þig mun ætíð lifa í hjarta
mínu.
Þín
Guðrún Þóra Helgadóttir.
Afi minn er látinn háaldraður. Til
síðustu stundar barðist hann hetju-
lega. Þrátt íyrir aldur og sjúkleika
átti hann sterkt hjarta og ótrúlega
skýran huga fram í andlátið.
Afi minn var stórmenni. Hann
var ekki bara stór og glæsilegur að
vexti, hann var einnig stórhuga og
hafði kjark og dug til að fylgja eftir
hugsjónum sínum og stefnumálum.
Frásagnir afa af þeirri baráttu sem
háð var hér á landi fyrr á öldinni
fyrir mannréttindum og mannsæm-
andi kjörum eru hetjusögur fyrir
mér og mikill fjársjóður. Þar var
hann ekki bara sögumaður heldur
einnig virkur þátttakandi.
Eg sé fyrir mér ungling labba
veturlangt slóðann milli Hnífsdals
og Isafjarðar til að sækja sér
menntun í kvöldskóla. Berandi dag-
lega þungan mjólkurbrúsa inn á
Isafjörð til að vinna sér inn aura
fyrir skólabókum, þegar heim var
haldið síðla kvelds í myrkri og
stundum byl var leiðin ærið löng.
Kolniðamyrkur eða þegar best lét
fölur máninn vaðandi í skýjum,
fjaran á aðra hönd en brött fjalls-
hlíðin á hina. Fjörulallar sem lifðu
góðu lífi í hugskoti fólks, ótti, fá-
tækt, hungur, kuldi og mikil
áreynsla, ekkert af þessu megnaði
að hindra fór hans í leit að þekk-
ingu og visku. Uppspretta visku
hans fannst mér alltaf koma frá
hjartanu og af ríkri réttlætiskennd.
Hann átti ekki langt að sækja
þetta, því móðir hans Jakobína
(Samvinnu-Bína eins og hún var oft
kölluð) hafði þá náðargáfu sem
stóru hjarta fylgir; þar mátti aldrei
skilja nokkurn útundan og allir
skyldu njóta réttlætis. Þegar afi
var 17 ára var stofnað verkalýðsfé-
lag í Hnífsdal. Þau áttu bæði sæti í
fyrstu stjórn félagsins. Strax lentu
félagsmenn í harðvítugum átökum
því vinnuveitendur ákváðu að
lækka kaupið. Mæðginin tóku sér
stöðu í fremstu víglínu en slíkt
kostaði verkafólk oft miklar fómir.
Langtímum saman voru þau útilok-
uð frá vinnu á „sínu svæði“. Þá varð
að færa sig um set, en áfram börð-
ust þau fyrir hugsjónum sínum.
Frásagnir afa míns af atburðum
þar sem þeim var meinað að afla
sér lífsviðurværis vegna baráttu
sem var háð til að tryggja grund-
vallarréttindi eru mér afar ofarlega
ember 1951, maki Ágúst Þor-
steinsson.
Kennaraprófi lauk Helgi 1931
og hóf þá kennslu við Barna-
skóla Isafjarðar 'og kenndi þar
til 1948 að undanteknum tveim-
ur áiiim er hann var fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins.
Hann var bæjarstjóri í Hafnar-
firði 1948-1954, deildarstjóri
verðbréfa- og innheimtudeildar
Tryggingastofnunar ríkisins
1954-1978. Jafnframt því var
hann stundakennari við Ármúla-
skóla og Námsflokka Reykjavík-
ur á árunum 1956-1983.
Helgi var einn stofnenda
Verkalýðsfélags Hnífsdælinga
1924 og í stjórn þess, í stjórn
Verkalýðsfélagsins Baldurs á
ísafirði til ljölda ára og formað-
ur í tíu ár. Hann var forseti ASÍ
1948-1954, gegndi fjölda trún-
aðarstarfa innan Góðtemplara-
reglunnar, var forseti Lands-
sambands bindindisfélaga öku-
manna og var formaður
Ábyrgðar hf. tryggingafélags
bindindismanna. Helgi beitti sér
fyrir stofnun Samtaka sykur-
sjúkra 1971 og var þar formað-
ur fyrstu átta árin. Hann ritaði
fjölda blaðagreina um skólamál,
stjórnmál, verkalýðsmál og
bindindismál.
Útför Helga fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
í huga nú þegar við kveðjum hann.
Ekki síður orð hans um að stöðugt
þyrfti að berjast fyrir réttlátara
þjóðfélagi og að ef samtök verka-
lýðsins væru ekki sterk og héldu
vöku sinni og sæktu fram til nýrra
sigra myndi það tapast sem áunnist
hefur og stöðugt troðið á lítilmagn-
anum „því hvað má sér höndin ein
og ein“. Hann vissi sem er að hvert
spor markar, hvert spor er dýr-
mætt og halda yrði fast í hvern
áfangasigur.
Afi gegndi ýmsum virðingar-
störfum, en upphafning var aldrei í
hans huga. Hugsjónir hans um
jafnrétti og bræðralag gerðu hann
að eðalkrata. Hann var stoltur af
Alþýðuflokknum og Alþýðusam-
bandi Islands sem hann taldi bar-
áttutæki hins vinnandi manns fyrir
réttlæti og jöfnuði. Genginn er mik-
ill baráttumaður þeirrar kynslóðar
sem skóp okkur réttlátara þjóðfé-
lag.
Þökk sé þér, afi.
Unnur A. Hauksdóttir.
Látinn er föðurbróðir minn,
Helgi Hannesson. Eg ætla ekki að
rekja hér hans æviferil, það munu
aðrir gera. En mig langar til að
minnast frænda míns, eins og ég sé
hann í endurminningunni.
Helgi frændi, eins og við systkin-
in kölluðum hann alltaf, var ekki
venjulegur frændi. Hann var hár og
glæsilegur maður sem vakti athygli
hvar sem hann fór. Það var ekki
bara útlitið sem vakti athygli, held-
ur allt hans fas og framkoma. Frá
honum skein ávallt velvildin og
brosið hans var ómótstæðilegt.
AUtaf var hann tilbúinn að hjálpa
öðrum og skiptu þá tíminn og fyrir-
höfnin engu máli, þó hann væri oft-
ast önnum kafinn fyrir, en hann
vann lengst af allt of langan vinnu-
dag. Þó margir áratugir séu liðnir
síðan ég var ungur drengur að alast
upp vestur á ísafirði, eru mér alltaf
minnisstæðar jólagjafirnar frá
Helga frænda. Eg man að þegar við
vorum búin að borða og búið var að
ganga frá í eldhúsinu á aðfanga-
dagskvöld, spurði ég alltaf foreldra
mína hvort ég mætti ekki byrja á
að opna pakkann frá Helga frænda.
Það voru sko engir venjulegir jóla-
pakkar sem komu frá honum. Eins
var það ef eitthvað vantaði fyrir
vestan, hvort sem það voru nú
varahlutir í bfl, eða eitthvað annað,
þá þurfti yfirleitt ekki annað en eitt
símtal til Helga frænda og hann
bjargaði málunum. Það var sama
hvort hann fann þetta í Reykjavík
eða þurfti að leita út fyrir land-
steinana. Öllu bjargaði Helgi
frændi. Ég held að ég hafi trúað því
langt fram eftir aldri að það væri
ekkert vandamál í þessum heimi
sem Helgi frændi gæti ekki leyst.
Það var líka gaman að fylgjast með
hvað kært var með þeim bræðrum,
Helga, Ólafi og Sigurði fóður mín-
um. En vegna þess að faðir minn
bjó lengst af á Isafirði og þeir Helgi
og Ólafur á höfuðborgarsvæðinu,
var samgangur minni en þeir vildu.
Ólafur dó því miður um aldur fram
árið 1971.
Mér er enn minnisstætt vorið
1978. Þá var ég staddur í sumarbú-
stað uppi í Borgarfirði. Pabbi hafði
þá átt erindi suður, akandi. Helgi
fór svo með honum vestur til að
heimsækja æskustöðvarnar. Komu
þeir við í bústaðnum hjá mér. Það
vai’ eins og þeir væru orðnir ungir í
annað sinn. Það var mikil tilhlökk-
un að fara saman vestur. Það var
einnig sérstaklega skemmtilegt að
fylgjast með hvað þeir nutu þess
pabbi heitinn og Helgi hvað stutt
var orðið á milli þeirra, eftir að
pabbi flutti í Kópavoginn árið 1983.
Eftir það áttu þeir margar
skemmtilegar samverustundir
næstu tíu árin og studdu hvor ann-
an eftir fremsta megni.
Kæri frændi. Blessuð sé minning
þín. Ég bið þig að fyrirgefa þessar
fátæklegu línur. Efst í huga mér er
þakklæti til þín fyrir einstaklega
ljúfa viðkynningu og takmarka-
lausa vináttu við mig og fjölskyldu
mína.
Þórunn mín, Haukur, Erla Mar-
grét, Garðar, Ki-istín, Anna, Helgi
Þór og Hanna og fjölskyldur. Eg
sendi ykkur öllum mínar samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð styðja
ykkur og styrkja.
Eiríkur Hans Sigurðsson.
Ágætur föðurbróðir minn, Helgi
Hannesson, er í dag kvaddur hinstu
kveðju. Síðast sá ég hann fyrir rétt-
um mánuði og var þá mjög af hon-
um dregið. Hafði hann orð á því, að
sér þætti hægt ganga að komast yf-
ir móðuna miklu. Helgi þoldi reynd-
ar illa hægagang og lognmollu, vildi
láta hlutina ganga.
Sem bróðursonur hans naut ég
mjög frændsemi við Helga Hannes-
son. Afar kært var með fóður mín-
um og honum og hittust þeir oft
meðan báðir lifðu og báru saman
bækurnar, sögðu skemmtisögur af
vestfirskum körlum og kerlingum
og nutu þess að vera að vestan og
rifja upp kúnstugar uppákomur frá
Isafjarðarárunum. Þeir bræður,
Helgi, Sigurður og Ólafur voru allir
fæddir fyrir vestan, Helgi þeirra
elstur, fæddur í Grunnavík í Jökul-
fjörðum í aprílmánuði 1907 í þann
mund er Islendingar voru sem óð-
ast að vélvæða bátaflota sinn. Þessi
ár voru því miklir umbrotatímar í
útgerð, veiðum og fískvinnslu og
Helgi hreifst snemma af baráttu
sjómanna og alþýðu manna til
bættra kjara og tók virkan þátt í
framvindu mála á þessum vett-
vangi.
Ásamt kennslustörfum strax eft-
ir kennarapróf árið 1931 var hann
fljótlega önnum kafinn í stjórn-
málabaráttu ásamt hinum alþýðu-
flokksforkólfunum, Vilmundi Jóns-
syni, Hannibal Valdimarssyni,
Finni Jónsssyni, Grími Kristgeirs-
syni og Guðmundi G. Hagalín, til
þess að nefna nokkra. Alþýðuflokk-
urinn hafði verið stofnaður árið
1916 og segja má, að flokkurinn
hafi stjórnað bæjarmálefnum á ísa-
firði í 25 ár að mestu leyti einn og
gekk Isafjörður á þessum árum
undir nafninu Rauði bærinn. Helgi
sat í bæjarstjóm í liðlega 10 ár eða
þar til hann færði sig suður á bóg-
inn, gerðist bæjarstjóri í Hafnar-
firði og forseti Alþýðusambands Is-
lands um sex ára skeið.
Ég man fyrst eftir Helga þegar
ég var sjálfur barnungur; það mun
hafa verið í veislu heima á ísafirði
hjá honum og Margréti Þorleifs-
dóttur fyrri konu hans. Helgi var
þá þegar stór og mikill vexti, ávallt
vel klæddur, talaði hátt og snjallt
og vakti athygli. Tilefni veislunnar
man ég reyndar ekki en einn
HELGI
HANNESSON
bræðrasona Helga lét svo um mælt
þar sem hann virti húsbóndann fyr-
ir sér, að þegar hann yrði stór ætl-
aði hann líka að borða kjöt eins og
Helgi frændi.
Helgi var mjög affarasæll kenn-
ari. Hann hélt góðum aga og þurfti
ekki að reyna mikið á sig til þess;
einn mesta villing í barnaskóla Isa-
fjarðarbæjar gerði hann að banda-
manni sínum og sá gaf Helga síðan
reglulega skýrslur um athafnir
baldinna bæjarpúka. Nefndarstörf
fyrir skólann og bæinn hlóðust á
hann eins og títt er um kraftmikla
og vinsæla menn.
Helgi var afar frændrækinn og
naut ég þess. Tívolíferð með honum
í kringum 1950 var meiriháttar
upplifun fyrir sjö ára strák að vest-
an.
Seinni kona Helga er Þómnn B.
Garðarsdóttir. Heim til þeirra var
alltaf gott að koma og ekki hvað
síst á þorláksmessu, þegar Vest-
firðingar halda sína skötuhátíð.
Ástvinum öllum sendi ég og fjöl-
skylda mín innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurjón H. Ólafsson
Helgi Hannesson kennari, einn
af mínum bestu vinum og velgjörð-
armönnum, er horfinn yfir móðuna
miklu í hárri elli. Þegar mér barst
fregnin um andlát hans reikaði
hugur minn sjö áratugi aftur í tím-
ann þegar við vorum stofufélagar á
Sjúkrahúsi Isafjarðar, ég fimm ára
snáðinn lá í gifsi vegna berkla, sem
byrjuðu í bakinu, en Helgi var þá
liðlega tvítugur. Hann var einnig
rúmfastur, en hafði þó fótavist
drjúgan tíma af spítaladvöl sinni.
Ágætlega fór um okkur enda var
Isafjarðarspítali nýjasta og full-
komnasta sjúkrahús landsins á
þeim tíma. Þar réð ríkjum sá lands-
þekkti og ljóngáfaði maður Vil-
mundur Jónsson, síðar landlæknir,
og sú góða yfírhjúkrunarkona Jóna
Guðmundsdóttir, sem aldrei var
kölluð annað en systir Jóna.
Það er skemmst frá að segja, að
Helgi gerðist vörður minn og
verndari. Hann kenndi mér að lesa,
talaði mikið við mig og sagði mér
sögur, enda fékk ég strax mikið
traust og dálæti á honum sem jafna
mátti við föðurást.
Helgi Hannesson var stór maður
og glæsilegur á velli, hann var glað-
lyndur og vel máli farinn og gat
kastað fram vísu þegar við átti.
Ég saknaði Helga mikið eftir að
hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu.
Sjálfur lá ég þar nokkur misseri til
viðbótar og í fimm ár samtals. En
Helgi bjó sig undir kennaranám og
var næstu vetur í Reykjavík.
Það var í raun og vei'u mikið af-
rek fyrir fjárvana og heilsutæpan
mann að brjótast áfram til mennta
á þeim tíma, því að þá voru engin
námslán og atvinnumöguleikar tak-
markaðir. Það var því með ólíkind-
um að mér skyldu berast bókasend-
ingar frá Helga Hannessyni með
póstskipinu að sunnan öðru hverju.
I öllum erli höfuðborgarinnar
mundi hann eftir litlum dreng á
Ísafjarðarspítala, sem hann langaði
til að gleðja þótt hann yrði að fórna
til þess hluta af alltof litlu sparifé
sínu. Ég hugsaði reyndar lítið um
það þá, hve mikið hann lagði á sig
til þess að gleðja mig, en þeim mun
meira hef ég leitt hugann að því síð-
ar. Jafnframt bókasendingunum
sem stóðu allt fram á fullorðinsár
fékk ég ágæt sendibréf, sem mér
eru jafnvel meira virði nú en þegar
ég las þau fyrsta sinni. Ég útskrif-
aðist af sjúkrahúsinu árið 1931,
sama vorið og Helgi lauk kennara-
prófi. Átta áram seinna lágu leiðir
okkar aftur saman er ég var við
nám í 3. bekk gagnfræðaskólans á
Isafirði. Þá var Helgi kvæntur
Margréti Þorleifsdóttur frá Súða-
vík, sem ég mundi vel eftir frá því
hún var starfsstúlka á Sjúkrahúsi
Isafjarðar. Sonur þeiira Haukur,
síðar skólastjóri í Hafnai-firði, var
þá sex ára gamall, ljómandi fallegur
drengur. Þessi yndislegu hjón
gerðu mér þann vinargreiða að
taka mig í fæði og þjónustu og út-