Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 60

Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hibernci V IBERNA ÞVOTTAVÉL meö 1000 sn. vinduhraöa TILBOÐSVERÐ meöan birgbir endast 39.900,- Nú gildir ab hafa hrabar hendur _ _ FYRSTA A FLOKKS /FOmx ^mb l.is /\LL.TAf= e/TTH\SA£} A/ÝT7 STÖLAR Oyl2.000 TM - HUSGOGN I SíSumúlo 30 - Sími 568 6822 | Fjölbreytni auðgar Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur fólki sem er af erlendu bergi brotið fjölgað á Islandi. Það hefur flutt með sér siði og venjur úr nálægum löndum jafnt sem fjar- lægum og meðal ann- ars kynnt okkur nýjar matarvenjur sem við vildum nú ekki vera án. Sumir hafa orðið fyrir biturri lífs- reynslu í heimalandi sínu svo sem að vera einn góðan veðurdag reknir út af heimilum sínum, hafa séð þau brennd eða sprengd í loft upp og jafnvel séð nánustu ættingja líf- látna. Þetta eru at- burðir sem marka munu líf fólksins alla ævi. Gott er til þess að vita að íslensk stjórnvöld hafa boðið stríðshrjáðu fólki landvist hér á landi í friðsömu umhverfi og hér hefur það byggt upp nýtt líf. Islendingar hafa alltaf ferðast og kynnt sér menningu annarra þjóða, búið erlendis um lengri eða skemmri tíma við nám og störf. Þeir hafa kynnst heimamönnum og lært af þeim og svo flutt með sér nCROPRINT. Stimpilklukkur og tímaskráningarstöðvar Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 heim nýja strauma og aukið víð- sýni. Við kynningu hafa skoðanir og skilningur á öðrum þjóðum vax- ið og fordómar, sem oftast eru byggðir á hræðslu við hið óþekkta og sleggju- dómum, hafa horfíð. Þeir sem flytja til íslands þurfa að læra íslensku til þess að skilja það sem fram fer í kringum þá, geta tjáð sig og kynnst heima- mönnum. Það er lykil- atriði í baráttunni við fordóma. Yfirvöld menntamála þurfa að hvetja til aukinnar ís- lenskukennslu fyrir út- lendinga og auka fjár- veitingar í því skyni. I dag, á 50 ára afmæli mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna, verður stofnað félag sem hef- Við kynningu hafa skoðanir og skilningur á öðrum þjóðum vaxið, segir Hólmfríður Gísla- dóttir og fordómar, sem oftast eru byggðir á hræðslu við hið óþekkta og sleggju- dómum, hafa horfíð. ur að markmiði að fyrirbyggja mis- rétti landsmanna á grundvelli kyn- þáttar, litarháttar, þjóðflokks eða trúarbragða. Félaginu er ætlað að vinna að auknum skilningi og virð- ingu fyrir gildi ólíkra menningar- strauma og stuðla að almennri vel- vild og umburðarlyndi manna á meðal. Kallast það Fjölbreytni auðgar. I anda mannúðarmarkmiða sinna vill Rauði kross Islands hvetja alla til þess að leggja þessu málefni lið og leggjast á eitt um að auka skilning og eyða fordómum í garð nýbúa landsins, hvaðan sem þeir koma. Höfundur er deildarstjóri hjá Rauða krossi Islands Hólmfríður Gísladóttir ■i 12.700 TREZETA óður 15.900 Gönguskór úr heilu leðri. Gore-Tex. Vibram sóli ÆGIR Eyjaslóö 7 Reykjavík sími 511 2200 SEGLAGERÐIN jakki með útöndun og vatnsheldni. Litir: Blátt, grænt, gult og rautt 20.480 Bætt í þekk- ingarbrunninn FJOLBREYTNI er af hinu góða. Hún kall- ar á umburðarlyndi og að menn mæti nýjung- um af opnum hug en uppskeran er marg- föld. Fjölbreytni auðg- ar, hún bætir í þekk- ingarbrunninn og ger- ir okkur kleift að þroskast og vonandi verða betri manneskj- ur. Fjölbreytnin hefur auðgað íslenskt samfé- lag, hér á landi eru nú töluð yfir sextíu tungumál, hér eru trúsamfélög gyðinga og múslima, búddista og bahá’ía, hér eru svartir og hvít- ir. Um tvö prósent íbúa landsins eru af erlendum uppruna og fer ört fjölgandi. Það er því ekki nema von að maður spyrji sig hvaða áhrif það muni hafa. Islendingar telja sig upp til hópa umburðarlynda þjóð og hafa kannski ekki nokkra ástæðu til að efast um það, því sáralítið hefur reynt á það. ís- lenskt þjóðfélag er einleitt og hef- ur ekki þurft að bregðast við straumi fólks af erlendum upp- runa, fólks sem á sér aðra tungu, aðra siði og aðra trú en þeir sem fyrir eru. Víðsýni okkar hefur vissulega aukist með auknum ferðalögum og yfirlýsingar frammámanna fyiT á öldinni um að allir Indverjar séu skítapakk heyra sem betur fer for- tíðinni til. En það hefur ekki reynt raunverulega á umburðarlyndi okkar og opinn hug. Við höfum ekki tekið á móti stórum hópum flóttamanna og innflytjenda eins og nágrannalöndin og ekki þurft að takast á þau vandamál sem fylgt hafa í kjölfarið. I Evrópuríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við hefur fjölgun innflytjenda nær undan- tekningarlaust leitt til árekstra og erfiðleika, það þekkja allir sem hafa búið erlendis og ferðast til út- landa. Erfiðleikarnir eru vissulega mismiklir eftir löndum en nýleg könnun sem gerð var í Evrópu- sambandsríkjunum leiddi í ljós að um þriðjungur íbúanna telur sig kynþáttahatara og annað eins hlutfall segist ekki laust við kyn- þáttafordóma. Því miður er lítil ástæða til að PCI iím og fúguefni Stórfaöfða 1Í, vlð GnlUnbrú, sfani 567 4844 Aðwnta áSkólabrú ætla að málum væri öðruvísi háttað hér ef á reyndi. Eða að stað- an verði mikið betri hér á Islandi nema til komi átak til að hvetja til umburðarlyndis og opins hugar. Reynslan hér á landi sýnir að út- lendingar, einkum þeir sem eru af öðrum kynþáttum, mæta vissulega ákveðnum fordómum. Ingibjörg Hafstað, námsstjóri í nýbúa- fræðslu, sagði t.d. í viðtali við Morgun- blaðið fyrir skemmstu að fordómar gagnvart asiskum konum færu vaxandi og að börn og unglingar af erlendum uppruna íslenskt þjóðfélag verð- ur æ margbreytilegra, segir Urður Gunnars- dóttir, og því er mikil- vægt að vinna að aukn- um skilningi á menn- ingu annarra til að koma í veg fyrir að for- dómar festi hér rætur. yrðu vör við hefðbundna kynþátta- fordóma og fordóma gagnvart þeim sem töluðu bjagaða íslensku. Fjölmiðlar eru ekki saklausir, ekki almenningur sem lætur ógætileg eða jafnvel fjandsamleg orð falla og því síður löggjafinn. Fordómar byggjast og nærast fyrst og fremst á vanþekkingu, þröngsýni og misskilningi, sem við Islendingar erum sekir um rétt eins og aðrar þjóðir. En vinna má gegn vanþekkingu, uppræta þröngsýni og leiðrétta misskilning- inn ef vilji er fyrir hendi. Það verður gert með upplýsing- um og því hefur hópur fólks tekið sig saman um að stofna félag til að fyrirbyggja misrétti á grundvelli kynþáttar, litarháttar, þjóðernis, uppruna eða trúarbragða. Með því vill félagið stuðla að jafnrétti á ís- landi og eðlilegri þróun samfélags- ins, m.a. með því að efna til um- ræðu um hvernig við viljum að ís- lenskt þjóðfélag sé, vinna að stefnumótun í málinu í samvinnu við stjórnvöld og halda umræðunni opinni. Félagið vill vinna að aukinni virðingu og skilningi á annarri menningu en okkar eigin, því fé- lagsmenn tiúa því staðfastlega að fjölbreytni auðgi. Því hefur félag- inu verið valið það nafn, nafn sem lýsa á trúnni á og voninni um að fjölbreyttara þjóðfélag verði um leið betra þjóðfélag. Fjölbreytni auðgar verður stofnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, fimmtudag, kl. 16.45 en þá verður minnst fimmtíu ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna. Höfundur er blaðamaður JtLRMKTSEDZLL MEÐ STEIKRRHLRDBORDI í HÁDEGINU 2.150 fí KVÖLDIN M5»t ?eáSS SkólobnL BORÐflPflNTfiNIR í SÍMfl 5 6 2 4 4 S 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.