Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 63
AÐSENDAR GREINAR
I. Til ríkisstjórnar
og Alþingis
Að gengnum Valdi-
marsdómi verður að
taka því sem orðið er.
Reynið ekki lengur
viðbrögð loddarans,
sem þykist ekki skilja
hvaða kröfur eru til
hans gerðar, né
heimskingjans, sem
getur ekki skilið það.
Grípið ekki frekar til
þeirrar lítilmennsku,
að kasta rýrð á störf
þess dómara, sem í
mótsetningu við ykkur
sjálf hafði manndóm til að gera
skyldu sína. Hefjið strax af trú-
mennsku það verk, sem ykkur bar
að vinna fyrir löngu, í samræmi við
þann eið sem þið unnuð að stjórn-
arskrá landsins þegar þið tókuð
sæti á þingi. Vinnið það í þágu
þeirrar þjóðar sem réð ykkur til
þess, án þess að hygla einum eða
neinum.
Meðal viðbragða ykkar hefur
verið hugmynd um að breyta þeim
grundvallarreglum samfélagsins,
sem þið hafið sjálf sett því meðan
þið tróðuð þær fótum. Að því úr-
ræði er strax hugað, til að koma
ykkur sjálfum út úr afleiðingum
gerða ykkar og velta þeim yfir á
það fólk, sem ekki framdi önnur
mistök en fela ykkur umsjón mála
sinna. Það gerið þið um leið og í
fyrsta sinn reynir alvarlega á þær
reglur í okkar 280.000 manna sam-
félagi, fáeinum árum eftir að þið
lögleidduð þær.
Með slíku möndli með lagalegan
grundvöll samfélagsins, í krafti
stundarvalda og í þágu stundar-
hagsmuna, kunnið þið að færa þá
baráttu, sem landsmenn hafa orðið
að heyja gegn sérhagsmunaþjónk-
un ykkar, á annað og alvarlegra
stig. Þið kunnið þá að skerða mögu-
leika þeirra til að heyja þá baráttu
á sviði laga og stjómmála, eins og
siðuðu fólki sæmir. Með því gæti
skapast ástand, sem íslendingar,
þrátt fyrir allt ykkar dæmalausa
dugleysi, hafa ekki
þurft að þjást undir.
Megi það aldrei verða.
II. Til fólksins í
landinu
Við kjósum okkur
löggjafa sjálf, og get-
um því að miklu leyti
sakað okkur sjálf um
hvernig þeir standa
sig. Þeir sitja nú
sveittir við að gera
það sem þeir áttu að
vera búnir að gera
1983. Betra er seint en
aldrei, og til þess
verða þeir að fá frið.
Nú, þegar afleiðingar verka þeirra
standa opinberaðar er ekki réttur
tími til að fjalla frekar um frammi-
stöðu þeirra og getu. Sá tími mun
brátt koma, en að fenginni áminn-
ingu Hæstaréttar verðum við að
búast við því, þar til annað sannast,
að þeim sé unnt að vinna störf sín
Endurreisum í friði,
segir Lúðvík Emil
Kaaber, traust hins
almenna Islendings á
samfélagi sínu.
heiðarlega, með hagsmuni og rétt-
indi okkar allra í huga. Þrátt fyrir
að orð þeirra nú gefi tilefni til ótta
megum við ekki brigzla þeim um
undirhyggju meðan ekkert er kom-
ið í ljós um hvað þeir ætlast fyrir.
Við verðum í lengstu lög að halda í
þá von, að viðbrögð þeirra séu ekki
annað og alvariegra en tuð hins
móðgaða hrokagikks, og að þeir
muni átta sig á hvað til síns friðar
heyrir, hafi þeir ekki þegar gert
það.
Mikill sigur hefur unnist, en
hann er aðeins áfangasigur. Ovíst
er um það sem við tekur, og auk
þess hefur sá aðall, sem nú er aftur
kippt niður til okkar hinna, fengið
að halda gervöllu samfélaginu í
gíslingu fyrir gerðum þjóna sinna
um árabil. Nú liggur fyrir að vinda
ofan af því, og reyndar verður lög-
legu ástandi ekki komið á í landinu
fyiT en því er lokið. Tugþúsundir
iandsmanna hafa verið hvattar til
að leggja honum til sparifé sitt,
með von um góða ávöxtun í skjóli
einkaréttar hans. Mörg atvinnufyr-
irtæki, sem vel hafa verið rekin,
kunna einnig beint eða óbeint að
hafa byggt gengi sitt á ólöglegum
einkarétti, sem nú verður að af-
nema. Þar undir kann margt fólk
að eiga atvinnu sína og fé. Síðast
en ekki sízt eru það greifamir
sjálfir, sem nú mega sjá af titli sín-
um. Margir þeirra hafa af dugnaði
og skynsemi stundað rekstur á
sviði mikilvægasta atvinnuvegar
okkar, við þær aðstæður sem Al-
þingi bjó þeim. Klúður stjómmála-
mannanna er ekki þeim að kenna.
Þeirra vandamál eru einnig okkar
vandamál, þegar þeir era orðnir að
almennum samborguram okkar á
ný. Það er höfuðnauðsyn að takast
megi að leysa allan vanda, sem
skapast meðan víma blekkingar-
innar er að hverfa og þjóðin snýr
sér aftur að raunveruleikanum, af
réttsýni og í friði, og þannig að allt
óhjákvæmilegt tjón verði sem
minnst. Við, sem þoldum ósómann í
fimmtán ár, verðum líka að þola af-
nám hans. Það er ekki raunhæft að
ætlast til þess, að nú sé unnt að
gera í einu vetfangi það sem svikist
hefur verið um að gera allan þann
tíma.
Mikilvægast af öllu er þó að við
glötum ekki virðingu og tillitssemi
fyrir okkar eigin samborgurum,
hverjir sem þeir era, og hvaða að-
stæður sem þeim hafa áður verið
búnar. Réttum þeim hönd okkar í
vinsemd, sem áður vora yfir aðra
hafnir, og hvetjum þá til dáða við
að skapa landinu hagsæld og vinna
því gagn. Við eram og verðum á
sama báti. Endurreisum því í friði
traust hins almenna Islendings á
samfélagi sínu. Látum dóm Hæsta-
réttar vísa veginn til þess.
Hið eina, sem getur komið í veg
fyrir það, er að stjómmálamenn-
irnir bregðist aftur skyldum sínum.
Þeir hafa enn fengið tækifæri til að
vinna sína vinnu. Bíðum þess að
sjá, hvort þeir muni nú skríða á
endurtekningarprófi fallistans.
Höfundur er lögfræðingur.
Viðvörun og
hvatning
Lúðvík Emil Kaaber
LISTSKAUTAR
Hvítir: 28-44
Svartir: 33-46
Verð aðeins
kr. 3.990 stgr.
Stærðir (28-36)
kr. 4.455 stgr.
Stærðir (37-46)
SMELLU-
SKAUTAR
Stærðir 29-41
Verð aðeins
kr. 4.740 stgr.
kr
HOKKISKAUTAR
Stærðir 36-46
Verð aðeins
5.690 stgr.
BARNASKAUTAR
(Smelluskautar)
Stærðir 29-36
Verð aðeins
kr. 3.790 stgr.
Opið laugardaga frá
kl. 10-14
ðlUMMF*
Skelfunnl 11, síml 588 0890
Ótl ntaMbéttikdi til katida öttuh
Hátíðardagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur. í tilefni 50 ára afmælis
Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna, þann 10. desember, 1998.
Frá kl. 14.00 -19.00 verður opin upplýsingamiðstöð
um mannréttindastarf á íslandi í Tjarnarsal Ráð-
hússins. Þar verða einnig til sýnis Ijósmyndir úr
Ijósmyndamaraþoni sem ungmenni frá Félags-
miðstöðvum íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkurtóku þátt í, þema Ijósmyndamaraþonsins
er „Öllmannréttindi tilhanda öllum
Kl.15.00
Dagskrá:
Skemmtidagskrá fyrir börn og ungmenni. Fram
koma ungmenni frá Þjóðráði Bahá'ía, sönghópur
frá leikskólanum Sólborg, Hallfríður Ingimundar-
dóttir, sem les úr nýútkominni bók sinni Pési og
verndarenglarnir, börn frá Háteigsskóla og ung-
mennifrá Hlíðaskóla.
Kl.16.45
Haldinn verður opinn stofnfundur félags til að
vinna að jafnrétti á íslandi og að fyrirbyggja
misrétti á grundvelli kynþáttar, litarháttar,
þjóðernis, uppruna eðatrúarbragða.
Kl.17.15
Málfundur um áhrif Mannréttindayfirlýsingar
Sameinuðu þjóðanna á íslandi. Ávarp flytur
HalldórÁsgrímsson, utanríkisráðherra. Erindi
flytja Gréta Gunnarsdóttir, lögfræðingur og Davíð
Þór Björgvinsson, formaður stjórnar Mann-
réttindastofnunar Háskóla íslands. Að fram-
sögunum loknum verða umræður. Fundarstjóri er
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, varaformaðurstjórnar
Mannréttindaskrifstofu íslands.
Kl.20.30
Skemmtidagskrá
Meðal þeirra sem fram koma eru: Lögreglukórinn,
Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari, Edda
Þórarinsdóttir leikkona og Júlía G. Hreinsdóttir,
Daði Kolbeinsson óbóleikari ásamt strengjatríói,
danshópurinn Extremety, Sif Ragnhildardóttir
söngkona og Rússíbanarnir. Ávarp flytur Haraldur
Ólafsson prófessor, afhent verða verðlaun fyrir
bestu myndaröðina í Ijósmyndamaraþoninu „Öll
mannréttindi til handa öllum".
Kynnir dagskrár verður Ævar Kjartansson. Hlé
verður gert á dagskránni, Ráðhúskaffi verður opið
og ýmislegt góðgæti á staðnum.
Dagskráin er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Dagskráin verður túlkuð á táknmáli og rittúlkuð
á íslensku.
Mannréttindaskrifstofa íslands • Barnaheill • Hjálparstarf
kirkjunnar* Landssamtökin Þroskahjálp • íslandsdeild
Amnesty International • Öryrkjabandalag íslands • UNIFEM
á íslandi • Rauði kross íslands • Kvenréttindafélag Islands •
Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi • ELSA-lsland • Þjóðráð
Bahá'ía á íslandi • Mannréttindastofnun Háskóla íslands •
Félag heyrnarlausra • Lögmannafélag íslands og Undir-
búningsnefnd um stofnun félags gegn misrétti.
I samstarfi við félagsmiðstöðvar íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur, Hitt húsið og Miðstöð nýbúa.
ftftft ft*
<r
• » • • » • • • • • • • • • • • • • • « m • a • j* ■ÍBJL jt. JL, A.
7va7v 7va7v 7va7v tva7v tvaTv TvaTv 7va7v Tvatv 7v7vl ItvtvTv TvaTv