Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ fótboltaferð fyrir tvo til Englands Ferðir á enska boltann www.mbl.is * Spreyttu þig á skemmtilegum spurningum um enska boltann og ef þú svarar rétt gætir þú unnið eintak af nýju bókinni Enski boltinn, sex mánaða áskrift að Sýn eða fótboltaferð fyrir tvo til Englands með Úrvali-Útsýn. Þu þarft ekki að vera sérfræðingur! Svör við öllum spurningunum er að finna á Enska boltavefnum á mbl.is. Með hverri spurningu fylgja leið- beiningar um hvernig hægt er að nálgast svörin. m^URVAL UTSYN Vinningar: 35 eintök af bókinni þrjar halfs ars askriftir AÐSENDAR GREINAR Mannréttindi og trú UM þessar mundir er þess minnst að 50 ár eru liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóð- anna. Mannréttindayf- irlýsingin er horn- steinn eða undirstaða að umfjöllun um mann- réttindi og alþjóðlega löggjöf í heiminum. Meðal þess sem yfir- lýsingin geymir, eru ákvæði um líf, frelsi og mannhelgi, að enginn skuli sæta pyndingum eða ómannúðlegri meðferð og að allír séu jafnir fyrir lögum og eigi rétt á dómsmeðferð, séu þeir bornir sökum. Þá eru ákvæði um ferðafrelsi, rétt til ríkisfangs og rétt til griðlands vegna ofsókna. I yfirlýsingunni er einnig kveðið á um skoðana- og tjáningarfrelsi, trú- frelsi og rétt fólks til að játa trú sína og einnig frelsi til að skipta um trú. Þessi grundvallaratriði sem er að finna í Mannréttindayfirlýsing- unni voru síðar frekar útfærð í sátt- málum um menningarleg, félagsleg og efnahagsleg réttindi og kjör. Það er ef til vill ekki ástæða til að fagna svo mjög á þessum tímamót- um, því enn er ástand í mannrétt- í tilefni af 50 ára af- mæli mannréttindayfir- lýsingar SÞ skrifar Þorbjörn Hlynur Arna- son um mannréttindi og alþjóðlega löggjöf. indamálum víða bágborið og brot á grundvallarréttindum sem sáttmál- inn kveður á um stunduð skipulega og samviskulaust um gjöi-valla heimsbyggðina. Nú hin síðustu ár hefur hins vegar orðið til öílug hreyfing á heimsvísu sem vill um- ræðu og aðgerðir vegna mannrétt- inda og krefst þess að einstök ríki geti ekki ráðskast með þegna sína eins og skepnur og sagt í krafti stöðu sinnar að umheiminum komi þetta ekki við - staða þegnanna sé eins og hvert annað innanríkismál. Mörg aiþjóðasamtök gera sér far um að standa vörð um mannrétt- indi og reka áróður fyrir því að þau séu virt. Þar á meðal má nefna samtök eins og Amnesty International og Rauða krossinn. Starf Amnesty er reyndar einstakt í sinni röð, því þeim samtökum hef- ur tekist að virkja almenning í and- ófi gegn mannréttindabrotum, ekki síst með því að benda á og draga fram í dagsljósið voðaverk sem að öllu jöfnu fá ekki mikla umfjöllun í hasarfréttum sjónvarpsstöðvanna. Alþjóðleg kirknasamtök á borð við Alkirkjuráðið, Samtök evr- ópskra kirkna og Lútherska heims- sambandið hafa einnig látið mann- réttindamál til sín taka. Allt frá stofnun, árið 1947, hefur Lútherska heimssambandið fjallað um mannréttindi; hvort tveggja það sem mætti kalla almenn réttindi og félagsleg, menningarleg og efna- hagsleg réttindi. Lútherska heims- sambandið hefur ávallt haft baráttu fyrir mannréttindum framarlega í starfi sínu. I fjölþættri starfsemi þess er mannhelgi grundvallarat- riði, hvort sem fengist er við menntun, fjölmiðlun, trúboð, neyð- arhjálp eða þróunaraðstoð. Lútherska heimssambandið leitast við að vinna að þessum markmiðum með aðstoð við heimakirkjur, í sam- starfi við önnur kirkjuleg samtök og í samvinnu við alþjóðlegum félög og samtök. Mannréttindayfir- lýsingin er ekki nema 50 ára. Mannréttindi eru vitaskuld eldri. Hvaðan koma okkur hugmyndir um jafnan rétt fólks? Hægt er að leita fanga í kristnum arfi og álykta, að nú- tíma hugmyndir um mannréttindi séu krist- in afurð, í það minnsta gyðing-kristinn arfur ef lagt er saman mann- skilningur og trúfræði Gamla og Nýja testa- mentisins. Aðrar skoð- anir eru líka uppi og vel er hægt að rök- styðja að jafnaðarhugsjónir hafi brotist inn í vestræn samfélög á upplýsingartímanum þrátt fyrir andstöðu kirkju- og ríkisvalds. Það er óhætt að segja, að í gegn um aldirnar hafi kristnir menn oft staðið hálfvolgir álegndar fjær, þegar um rétt náungans hefur ver- ið að tefla, eða þá lagt allt í sölurn- ar, líf og eignir og tekið þátt í blóð- ugri uppreisn gegn kúgurunum. Saga kristinnar kirkju segir ekki allt um hver er hin kristilega af- staða í þessum efnum. Oft hefur leiðitöm kirkja verið í innilegu bandalagi við spillt ríkisvald og lagt jáyrði sitt við ójöfnuði og misrétti. En kirkjan sem sagan sér og skráir er ekki ávallt hin sanna kirkja. Kirkjan á líka í sögu sinni og sam- tíð spámenn og píslarvotta sem hafa gefið krafta sína og jafnvel líf sitt fyrir réttlætið. Líka venjulegt fólk sem sýnir trú sína í verki. Sið- bótarmenn voru ekki aðeins fyrir- ferðarmiklir á 16. öld, heldur hafa þeir verið til á hverjum tíma kirkj- unnar. Þeir hafa minnt á að ritning- in kennir að allir menn eru skapað- ir í Guðs mynd. Það merkir að hvert okkar á vilja hug og hjarta og ber sjálfstæða persónu; að við öll erum sköpun Guðs, án hans ekkert, í augum hans allt; þess vegna heilög og ósnertanleg. Ög að ráðast að þessari Guðsmynd mannsins og svívirða hana er glæpur; dauða- synd. Verum líka minnug þess sem Drottinn Jesús kennir er hann les úr ritningunni og túlkar sem spá- dóm um sig og erindi sitt í heiminn: „Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingj- um lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins." (Lúk. 4.18-19) Á vettvangi Lútherska heims- sambandsins er meðal annars unnið að umbótum á kjörum kvenna og barna. Konur vítt um heim búa við bág kjör. Þær eru annars flokks víða. Og ekki bara í þriðja heimin- um. Barnaþrælkun viðgengst í mörgum löndum . Kynferðisglæpir gagnvart börnum eru algengir alls staðar og á ákveðnum svæðum er til umfangsmikill iðnaður í kring um þessi myrkraverk. Börn úr þriðja heiminum eru þolendur glæpsins; karlmenn frá Vesturlönd- um yfirleitt gerendur. Skuldastaða þriðja heimsins er einnig brýnt viðfangsefni. Á stjórn- arfundi Lútherska heimssam- bandsins í sumar var ítrekaður stuðningur við hreyfinguna Jubilee 2000, er berst fyrir því á alþjóða- vettvangi, að skuldastaða þriðja heimsins verði löguð, eða henni breytt með eftirgjöf skulda árið 2000. Mörg ríki í þriðja heiminum, einkum Afríkuríki, sunnan Sahara, eru að kikna undan óréttlátri skuldabyrði. Dæmi eru um að ríki eigi að greiða á ári, í vexti og af- borgarnir, sem svarar 200% af þjóðartekjum. Þetta er í raun Þorbjörn Hlynur Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.