Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 73 FRÉTTIR SNYRTISTOFAN Fegrun og Snyrtistofa Halldóru liafa sameinast og heita nú Snyrtimiðstöððin sf. Snyrtistofur sameinast Skáld og sagnfræð- ingar á Sól- oni Islandusi SAGNFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands gengst fyrir málþingi fímmtu- daginn 10. desember á kaffihúsinu Sóloni Islandusi sem ber yfirskrift- ina: Fortíðin í skáldskapnum. Eru skáldin að taka yfir söguna? Sam- koman hefst kl. 19.30 og stendur til kl. 22.30. Þrír rithöfundar sem gefa út sögu- lega skáldsögu á þessu hausti, þeir Thor Vilhjálmsson, Jón Karl Helga- son og Einar Kárason, ræða um af- stöðu sína til fortíðarinnar og hversu vel þeim hafi nýst sú þekking sem sagnfræðingar og aðilr fræðimenn hafa aflað um tímabilið sem sögum- ar gerast, segir í fréttatilkynningu. Síðan fjalla sagnfræðingai-nir Lára Magnúsardóttir og Olafur Rastrick um tengsl sagnfræði og skáldskapar með sérstöku tilliti til bóka Thors, Jóns Karls og Einars. Fundurinn er öllum opinn og áhugamenn eru hvattir til að mæta. Norræna félagið opnar heimasíðu NORRÆNA félagið hefur opnað heimasíðu á vefnum. Þar er að finna ýmsar upplýsingar varðandi starf- semi Norræna félagsins svo sem um verkefni, ungmennastarf, vinabæi, skólamál og ferðamál, segir í frétta- tilkynningu. Slóðin er http://www.norden.is SNYRTISTOFURNAR Fegrun og Snyrtistofa Halldóru hafa sameinast og heita nú Snyrti- miðstöðin sf. til húsa í Kringl- unni 7, (Húsi verslunarinnar) þar sem Snyrtistofa Halldóru var áður. Snyrtimiðstöðin hefur sérleyfi til að reka Lancöme snyrtistofu: Le Centre De Beauty Lancöme. Lancöme leggur áherslu á há- þróaðar húðmeðferðir, lúx- usandlitsböð, líkamsmeðferðir og býður viðskiptavinum sér- fræðiráðgjöf um umhirðu húðar- innar og notkun Lancöme- snyrtivara. Snyrtistofan veitir alla almenna snyrtiþjónustu auk fótaaðgerða og býður upp á alla snyrtivörulínu Lancöme. Eigendur stofunnar eru Rósa Þorvaldsdóttir, snyrtifræðingur og löggiltur fótaaðgerðafræð- ingur og Halldóra M. Stein- grímsdóttir, meistari í snyrtifræði og snyrtisérfræðing- ur frá Lancöme í París. Jólastemmning í Barnahelli JÓLASÖGUR verða lesnar á norsku og sænsku við jólaljós í Barnahelli Norræna hússins laug- ardaginn 12. desember. Kl. 15 les Astrid Oksendal norska jólasögu, „Snekker Ander- sen og julenissen" (Andrés smiður og jólasveinninn) eftir Alf Proy- sen. Kl. 16 les Elisabeth Alm sögukaflann „Hur vi firar jul i Bullerbyn" (Jól í Ólátagarði) eftir Astrid Lindgren. I bæði skiptin verður íslenska þýðingin lesin á undan. Þetta er sögustund fyrir fjöl- skylduna og allir ena velkomnir. Athugasemdir Verkalýðsfélags Húsavíkur við yfírlýsingu Vinnumálastofnunar Gagnrýna vinnubrögð Vinnumálastofnunar VEGNA yfirlýsingar Vinnumála- stofnunar í Morgunblaðinu laugar- daginn 5. desember sl. um málefni atvinnulausra í Norðurlandskjör- dæmi eystra vill Verkalýðsfélag Húsavíkur taka eftirfarandi fram: „í yfirlýsingu Vinnumálastofnun- ar í Morgunblaðinu 5. desember sl. er farið mjög frjálslega með stað- reyndir varðandi málefni atvinnu- lausra í Norðurlandskjördæmi eystra og vegið mjög hart að þeim aðilum sem unnið hafa að málefnum atvinnulausra í Þingeyjarsýslum. Það er ekki bara Verkalýðsfélag Húsavíkur sem gert hefur alvarleg- ar athugasemdir við breytt fyrir- komulag vinnumiðlunar í Þingeyj- arsýslum heldur hafa sveitarfélög, atvinnurekendur, önnur stéttarfé- lög og fólk í atvinnuleit í Þingeyjar- sýslum gert það einnig. Þetta á Vinnumálastofnun að vera kunnugt um. Þessii' aðilar, sem skynja þörfina, hafa bent á nauðsyn þess að ráðinn verði ráðgjafi til starfa á Húsavík í tengslum við Svæðisvinnumiðlunina á Akureyri. Ráðgjafanum verði ætl- að að sinna atvinnulausum í Þing- eyjarsýslum, ekki bara á Húsavík eins og skilja má á yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. I yfirlýsingu Vinnumálastofnunar er lítið gert úr þeirri þörf að taka þurfi sérstaklega á málefnum at- vinnulausra í Þingeyjarsýslum og Vinnumálastofnun sjái ekki ástæðu til að ráðstafa almannafjármunum í þarflausar ráðningar á starfsfólki. Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur aldrei ætlast til að sérstakur ráð- gjafi yrði ráðinn til að sinna ein- göngu atvinnulausum á Húsavík, heldur væri honum ætlað að vinna með atvinnulausu fólki í Þingeyjar- sýslum. Ráðning á slíkum starfs- manni væri góð fjárfesting. Það er mikil einföldun af hálfu Vinnumálastofnunar að halda því fram að atvinnuleysi á Húsavík síð- ustu mánuði hafi verið 10-20 ein- staklingar. Það getur ekki talist eðlilegt að meta þörfina á ráðgjafa eftir atvinnuástandi á Húsavík yfir sumarmánuðina, þegar atvinnuá- standið er hvað best. Það hlýtur hins vegar að teljast eðlilegt að meta þörfina eftir meðaltalsat- vinnuleysi á hverjum tíma í Þing- eyjarsýslunum báðum, ekki bara á Húsavík. Samkvæmt upplýsingum frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands- kjördæmis eystra sem heyrir undir Vinnumálastofnun komu inn á skrá í nóvember 87 einstaklingar í Þing- eyjarsýslum, þar af var í lok mán- aðarins 71 einstaklingur á skrá. Mestur fjöldi atvinnulausra er á Húsavík. Verkalýðsfélag Húsavík- ur hefur áhyggjur af þessari stöðu og hefur bent á leiðir til að bregð- ast við þeim vanda sem Vinnumála- stofnun gerir lítið úr í yfirlýsingu sinni. Ástæðan fyrir því að stéttarfélög, sveitarfélög, atvinnurekendur og fólk í atvinnuleit í Þingeyjarsýslum hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytt fyi-irkomulag vinnumiðl- unar er einfaldlega sú að þjónusta við atvinnulausa í Þingeyjarsýslum hefur versnað eftir að lögum um vinnumarkaðsaðgerðir var breytt. í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar er ýjað að því að þjónustuaðili henn- ar á Húsavík hafi brugðist skyldum sínum og sé sérstakt athugunarefni. Þetta er sagt þrátt fyrir að for- stöðumaður Vinnumálastofnunar hafi getið þess sérstaklega á sam- eiginlegum fundi svæðisráða og út- hlutunamefnda atvinnuleysisbóta sem haldinn var í Reykjavík, að á Húsavík væri til staðar mikil reynsla og þekking á málefnum at- vinnulausra. > Einnig kemur fram í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar, að það færi betur á því að Verkaíýðsfélag Húsa- víkur tæki þátt í því að móta starf- semi svæðisvinnumiðlunar Norður- landskjördæmis eystra, sem starfað hefur í átta mánuði, í stað þess að standa fyrir marklitlum upphrópun- um. Eins og Vinnumálastofnun er vel kunnugt um á formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur sæti í svæðisráði svæðisvinnumiðlunarinnar á Norð- urlandi eystra sem fulltrúi ASÍ. Formaður félagsins hefur tekið virkan þátt í mótunarstarfi svæðis- vinnumiðlunarinnar og komið m.a. skoðunum félagsins á framfæri. Hann hefur hins vegar ekki alltaf verið samþykkur þeim leiðum sem svæðisráðið og Vinnumálastofnun hefur valið að fara og á þetta sér- staklega við um hvernig ráðgjöf við atvinnulausa í Þingeyjarsýslum hef- ur verið háttað. Fulltrúar atvinnu- rekenda og sveitarfélaga sem átt hafa sæti í svæðisráðinu, búsettir í Þingeyjarsýslum, og tekið hafa virkan þátt í mótun starfsins frá upphafi hafa verið sammála for- manni Verkalýðsfélags Húsavíkur í þessu máli og lagt mikla áherslu á að ráðinn yrði ráðgjafi til starfa í Þingeyjarsýslum sem fyrst. Full- yrðingar Vinnumálastofnunar um að Verkalýðsfélag Húsavíkur hafi ekki komið að mótun starfsemi svæðisvinnumiðlunarinnar á Norð- urlandi eystra eiga því ekki við rök að styðjast frekar en margt annað sem fram kemur í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar í Morgunblað- inu 5. desember sl. Þá vekur það at- hygli að stjórn Vinnumálastofnunar var ekki kunnugt um þessa yfirlýs- ingu stofnunarinnar fyrr en hún birtist í fjölmiðlum, þrátt fyrir að hún sé sett fram í nafni Vinnumála- stofnunar.“ Stjórn Samtaka fískvinnslu án útgerð- ar um kvótadóm Hæstaréttar Krefjast fjárhags- legs aðskilnaðar út- gerðar og vinnslu EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Samtökum fiskvinnslu án útgerðar: „Stjórn Samtaka fiskvinnslu án útgerðar fagnar nýgengnum dómi Hæstaréttar íslands í máli Valdi- mars Jóhannessonar gegn íslenska í’íkinu. Islensk stjórnvöld hafa á undan- förnum áram rekið sjávarútvegs- stefnu sem gengur út á það öðru fremur að skapa þeim sem úthlutað fá veiðiheimildum sem mest forrétt- indi umfram aðra þá sem starfa í at- vinnugreininni. Það gerist með þeim hætti að þeim, sem eiga skip, er ekki aðeins veittur nýtingarréttur til fisk\'eiða heldur er þeim einnig fenginn lögvarinn réttur til þess að fénýta veiðiréttindin á kostnað annarra. Þannig hafa slíkir aðilar m.a. átt þess kost að færa fjármuni úr út- gerð, starfsemi sem bundin er stjórnvaldsleyfum, inn á þann opna samkeppnisvettvang sem ríkir í viðskiptum með ferskfisk til vinnslu. Þessi harða aðskilnaðarstefna þekkist hvergi í viðskiptaumhverfi meðal annarra siðaðra þjóða. Stjórn Samtaka fiskvinnslu án út- gerðar hefur ekki trú á að sú „sann- Jólakveðjur til Islendinga í Gautaborg ÍSLENDINGAÚTVARPIÐ í Gautaborg gefur fólki kost á að senda jólakveðjur til vina og vandamanna, sem búa í borginni og nágrenni hennar. Þátturinn verður 20. desember og verða kveðjurnar að hafa borist fyrir þann tíma, seg- ir í fréttatilkynningu. Hægt er að senda kveðjurnar í bréfi, bréfasíma eða í tölvupósti. Heimilisfangið er: Linnégatan 21, S - 413 03 GÖTEBORG, Sverige. Bréfasími: +46 (31) 425110. Tölvu- póstur: ig@hem.passagen.se LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGT var farið með fóðurnafn Ingibjargar Stefánsdóttur, fram- kvæmdastjóra Kvennalistans, í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt titluð í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um afhendingu gjafa til Mæðra- styrksnefndar var Bryndís Guð- mundsdóttir sögð starfsmaður nefndarinnar en hún er varaformað- ur. leiks- og sáttanefnd" sem nú starfar (Auðlindanefnd) muni nokkrum til- lögum skila sem taka á vandanum. Því beinir stjórn Samtaka fisk- vinnslu án útgerðar þeirri ein- dregnu áskoran til stjórnvalda að nú þegar verði gripið til nauðsyn- legra ráðstafana. Eina raunhæfa leiðin er sú að fjárhagslegur að- skilnaður milli útgerðar og fisk- vinnslu verði áskilinn með lögum og allur ferskur fiskur verði seldur á íslenskum fiskmörkuðum. Þannig gæti starfsumhverfi ís- lensks sjávarútvegs færst í eðlilegt horf og uppfyllt stjómarskrái-varin réttindi þegnanna um jafnræði og atvinnufrelsi.“ Jólakort Iþróttasam- bands fatlaðra ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra hef- ur gefið út jólakort sem seld era til styrktar íþróttastarfi fatlaðra. Ymsir listamenn hafa undafarin ár skreytt korti og gefið Iþrótta- sambandi fatlaðra til styrktar starf- semi þess en að þessu sinni er það frístundalistakonan Alma Lilja Ævarsdóttir frá Húsavík sem myndskreytti jólakortið. Kortið verður selt um allt land og verður ágóðinn notaður til að efla starf íþróttafélaga fatlaðra á ís- landi. Surefiiisvönir Karin Herzog Kynning í dag í Apótekinu Iðufelli kl. 14—18 og Apóteki Keflavíkur kl. 14-18. Þar sem þjálfunin byrjar pulsmælar P. Ólafsson ehf., Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 565 1533, fax 565 3258. Söluaðilar POLAR púlsmæla: Akranes: Guöm. B. Hannah úrsm. Ólafsvík: Verslunin Hrund. ísafjörður: Vestursport. Sauðárkrókur: Sundlaugin. Ólafsljörður: Tíska og sport. Akureyri: Úrsmíðavinnust. Halldórs Ólafssonar. Húsavik: Skokki, heilsurækt. Egilsstaðir: Apótekið. Neskaupstaður: SÚN-búðin, Vestmannaeyjar: Hressó, heilsurækt. Seifoss: Styrkur. Kellavík: Georg V. Hannah úrsm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.