Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 74
74 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir (SRETTIR, X>A£> ER MÓS f ELPHÓSINU \J/{ SSGÐU HENnT) ' r/*e> FÆieAAiéKM Hundalíf “7----------------------s •' SeppiW' henncnr Zó'Lu elti miy niÍurcULcu 3unnu<?ötu og svo upp V Sem betur -fyrír m/g erv þi/j noiSur fyrir frú ZöLu þó- erhansv enn. óc/nai/n/v Ljóska Smáfólk MT PLAN L0A5 TO 6ET APOPTED BT 50ME BEAUTiFUL 6IRL, BUTIN5TEAD I ENDEP UP IN THE H05PITAL. —<0- ANTWAV, HERE I AM BACK MOME A6AIN.. I 6UES5 l‘M REALLT PRETTT LUCKT.. I 5TILLHAVE MT MICKET M0U5ESHOES ANDAFAITHFUL FRIEND TO LEAN ON.. Áætlun mín var sú að verða ættleiddur af einhverri fallegri stúlku, en í staðinn hafnaði ég á sjúkrahúsi... Hvað um það, hér er ég kominn heim á ný „ég býst við að ég sé reglulega heppinn" Ég á enn Mikka- Mús skóna og tryggan vin sem ég get treyst. Æ! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Eldri borgarar og vextir Frá Halldóri Finnssyni: í MORGUNBLAÐINU 25. nóv. sl. kynnir fyrirtækið „Fjárfesting og ráðgjöf' könnun, sem gerð var hjá fólki „á besta aldri“ eins og þeir orða það, eða á aldrinum 50-60 ára, um hvernig fjárhag þeirra yrði háttað þegar það kæmist á lífeyrisaldurinn. Þetta er mjög gott framtak, sem gæti kannski orðið til þess að fólk á þessum aldri hugsaði meira um, hvemig fjárhagurinn verður á efri árunum. Það kom í ljós, sem manni kom ekki á óvart, að mikill meirihluti þessa fólks hafði lítið gert sér grein fyrir því, hvað það hefði til ráðstöfun- ar, þegar að lífeyrisaldrinum kæmi. Hvað gera svo bankarnir fyrir eldra fólkið, því staðreynd er að það á helming, eða meira, af innistæðum einstaklinga í bönkunum. Eg hef trú á því að hluti skýringar á því að bankar hafa lítið sem ekkert gert íyrir þessa aldurshópa sé að fæstir geri sér grein íyrii- því hversu stór hluti af sparifé einstaklinga í bönkum er í eigu eldra fólksins. Þegar verið var að undirbúa álagningu fjármagnstekjuskatts á árinu 1996, létu bankarnir gera könnun á því hvernig innistæður í bönkum skiptust á milli einstakra hópa. Þá kom þetta í Ijós: Fólk 67 ára og eldri átti 49% af innistæðum einstaklinga í bönkunum, og á aldr- inum 60-66 ára átti 13% af innistæð- unum. - Þannig að einstaklingar 60 ára og eldri áttu 62% af innistæðun- um - þótt ótrúlegt sé. Þetta hefur trúlega ekkert breyst. Hvaða vexti greiða bankarnir svo af þessum innistæðum? - Vegna bankaleyndar fæst það auðvitað ekki uppgefið - en af nokkuð mörgum dæmum fengnum eftir öðrum leið- um, virðast vextir vera þetta 1-2% og í einstaka tilfellum 3-3,5%, og er þetta svipað og könnunin sýnir. Af hverju á fólk svona mikla pen- inga á svona lágum vöxtum? Það er fyrst og fremst vegna þess að fólk treystir á bankana. Þeir eru jú alltaf að auglýsa alls konar kjara- reikninga, en svo er þeim breytt, og aðrir koma í staðinn, án þess að fólk geti fylgst með. Hvað ættu bankarnir að gera fyrir fólkið? Bankamir ættu að bjóða eldra fólkinu upp á sérkjarareikninga, með ákveðinni þjónustu, eins og bankar bjóða nokkrum aðilum nú þegar. Reikningar þessir bæru sæmilega vexti, (t.d. miðað við 1998 - svona 5% + verðbætur) - þar að auki bjóði þeir upp á þjónustu, svo sem að sjá um greiðslur vegna íbúð- arhúss, síma, útvarps og annarra fastra gjalda, og taki bankarnir ekki sérstaklega fyrir það. Meiri þjónustu gætu bankarnir eflaust lagt þessum aldurshópi til, Má t.d. nefna að trúlega verða eftir stuttan tíma (kannski 2-4 ár) komin rafræn skattframtöl. Vegna þess hversu einfóld skattframtöl þessa fólks eru í flestum tilfellum mundu framtöl þeirra vera með þeim fyrstu. Þetta geta fulltrúar fólksins í bönkum auðveldlega hjálpað þeim með. Þegar talað er um að fólk 60 ára og eldri eigi um 62% af innistæðum einstaklinga í bönkum, er nærri ör- uggt að þarna eru ekki stóreigna- menn með, - ég meina þá sem eiga tugi milljóna - þeir hafa sína ráð- gjafa hvernig best sé að ávaxta fé sitt. Niðurstaðan er þessi: Aldraðir eiga í bönkum mun meira fé, en haldið hefur verið, og af þessu fé eru greiddir mjög litlir vextir. HALLDÓR FINNSSON, fv. bankamaður, Grundarfirði Hvað er að gerast hjá Landmælingum Islands? Frá Hafsteini Þór Haukssyni: LANDMÆLINGAR íslands, sem í mínum huga vora lengstum faglegt fyrirtæki, vh'ðast nú ef marka má fjölmiðla, sokknar á kaf í spillingu og stöðnun. Minna frásagnir helst á ríkiseinokunarfyrirtæki í Rússlandi fyrir hrun Sovétríkjanna. Sem áhugamaður um sagnfræði hef ég eilítið kynnt mér sögu Land- mælinga íslands. Stofnun þessi var byggð á arfleifð danskra kortagerð- armanna sem unnu ötullega að kort- lagningu landsins á fyrri hluta ald- arinnar. Síðan tóku Bandaríkja- menn við dæminu. Það sem Land- mælingar Islands hafa gert síðan 1956 er einfaldlega að endurskoða þessi gögn, taka loftmyndir og selja kort. I kringum þessa einföldu fram- leiðslu og þjónustu óx hins vegar bákn sem hefur lítið annað gert en að sjúga til sín fjármagn frá skatt- borgurum til viðhalds á teiknistofu, skrifstofu og kortasölu, sem sam- kvæmt fjárlögum tapaði 50 milljón- um á ári. Samhliða hefur stofnunin hindrað alla eðlilega samkeppni í landinu á þessu svið í skjóli úreltrar ríkiseinokunar. Er skemmst að minnast nýútgefinnar birtingar- gjaldskrár sem er fráleitt íyrirbæri í nútíma upplýsingasamfélagi og minnir helst á daga haftastefnunnar. Landmælingar Islands standa held- ur ekki undir nafni, því þar hafa ekki verið stundaðar landmælingar svo árum skiptir. Aðrar stofnanir eins og Orkustofnun og Vegagerðin virðast hafa tekið við forystuhlut- verkinu í þeim málaflokki. A að breyta þessari stofnun eða einkavæða hana? Nei, það á að leggja hana niður og spara ríkinu 100 milljónir árlega. Landmælingar íslands er tímaskekkja í nútíma samfélagi, þar sem ótal einkafyrir- tæki eru nú þegar betur í stakk búin til að sinna verkefnum á sviði korta- gerðar, loftmyndatöku og landmæl- inga. Ríkið hefur nóg annað við fjár- magn sitt að gera. HAFSTEINN ÞÓR HAUKSSON, Þernunesi 8, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.