Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 75
JOYS
Gullfallegar
prjónadragtir frá
AR4
BRÉF TIL BLAÐSINS
Tískuverslun»Kringlunni 8-12 • Sími 553 3300
Ekki kemur góðærið á Sogaveginn
Frá Guðmundi Bevgssyni:
FORSÆTISRÁÐHERRA sagði
þegar þing kom saman að það
væri góðæri í landinu og ég dreg
að sjálfsögðu ekki orð hans í efa.
Fjármálaráðherra kom litlu síðar í
sjónvarp í viðtal og sagði að tekju-
afgangur væri svo mikill hjá rík-
inu að hann ætlaði að borga niður
erlendar skuldir. Ég hrökk því
ónotalega við þegar maður kom og
sagði að stór halli væri á viðskipt-
um við útlönd, um tugi milljarða.
Þrátt fyrir mikinn útflutning var
þó innflutningur margfalt meiri.
Þegar hann var spurður nánar út í
það sagði hann að vélar og tæki,
þó aðallega bílar, væru orsökin.
Það sem bætti svona hag ríkis-
sjóðs væru innflutningstollar af
bílum landsmanna. Þegar bílasöl-
urnar fóru að auglýsa hver af
annarri útsölu á bílum með alls
konar tilboðum, fór ég mér til
gamans á eina af þeim stærstu og
þar gaf á að líta, margir salir fullir
af nýjum bílum sem ekki sá út yfir
og minnti helst á safnið við
Skeiðarétt hér áður fyrr. Eitt er
alveg víst að það hafa ekki allir
notið góðærisins og nægir að
minna á aðferð öi-yrkja til að
minna á sín kjör við setningu Al-
þingis nú í haust. Félag eldri
borgara hefur ekki haft kjark til
að vekja eftirtekt á sínum málstað
ennþá eins og hinir gerðu og væri
þó ekki vanþörf á því. Á síðasta
vori fékk ég bréf þar sem mér
voru færð þau tíðindi að laun mín
úr lífeyrissjóði hefðu verið skert
um fímm prósent og nú í haust
fékk ég annað bréf frá Trygginga-
stofnun þess efnis að tekjutrygg-
ing mín væri skert, þar sem ég
hefði farið fram úr í tekjum. Ég
gerði mér ferð í Tryggingastofnun
til að vita hverju þetta sætti. Þá
var þar biðröð út fyrir dyr og
flestir með bréf í höndunum, sum-
ir þó bara með krepptan hnefann
og kona sem ég hitti sagði að ekk-
ert þýddi að tala við Trygginga-
stofnun, þetta væri ekki frá þeim
komið, þeir færu bara að fyrir-
mælum. Þann veg fór það. Það
hefur komið í ljós að menn áttu
ekki fyrir öllum nýju bílunum og
að heimilin safna skuldum í góð-
ærinu. Seðlabankastjóri sagði að
bankarnir þyrftu að draga úr út-
lánum svo ekki þyrfti að grípa til
vaxtahækkana. Því er haldið fram
að verðlag sé stöðugt og lítið um
hækkanir. Það er ekki á því sem
snýr að sjúkum og öldruðum því
meðul hafa stórhækkað og kaffi
sem mörgum finnst gott að fá ann-
að slagið, þar er pakkinn nærri
100 krónum hærri en á síðasta ári
og bakkamatur, sem margir sem
eru rólfærir en nenna ekki alltaf
að elda kaupa af og til, er nú helm-
ingi dýrari en í fyrra, eftir því sem
einn fullyrðir í Mogganum 21.
þ.m. og nú á að hækka afnotagjald
af útvarpinu um 5 prósent. Við,
þessi gömlu sem erum alin upp í
heimskreppunni og lifðum á
stríðstímum og viðreisn, að
ógleymdri allri framsóknar-
mennskunni, við kippum okkur
ekki orðið upp við neitt. Arnþór
Helgason sá ástæðu til að minna
framsóknarmenn á flokksþingi á
slagorðið frá síðustu kosningum
sem þeir höfðu gleymt „Fólk í fyr-
irrúmi“. Gott hjá honum, en vont
fyrir framsókn, því nú geta þeir
ekki notað það aftur á næsta vori.
GUÐMUNDUR BERGSSON,
Sogavegi 178, Reykjavík
ÍÓTRÚlVgTi
! JÓLATILBOÐ !
HÓTEL OG BÍLL
í DESEMBER
LYKIL HÓTEL
CABIN
býður gistingu og bfl á
aðeins kr.
I 5.800,- sólarhringinn |
Innifalið:
Steikjum
Frá Helgu Brekkan:
HÓPUR fólks hefur undanfarið lát-
ið eins og hálendi íslands sé eitt-
hvað merkilegt. Það má auðvitað
finna jákvæða punkta. Snæfell er
t.d. ókei i fullu tungli. Eyrarrósir í
Þjórsárverum oft smartar og gott
að sitja við Dettifoss.
En þessu má nú fórna fyrir stór-
iðju.
Ungt fólk á þslandi dreymir um
að vinna í kerskála.
Þetta vita ráðamenn og flýta sér.
Ráðamenn ræða enga drauma, þeir
ráða þá ekki heldur, þeir láta þá
bara rætast. Svo er hópur fólks að
ibba gogg og skilur ekki að ráða-
menn eiga landið. Eins og ráðamað-
urinn sagði í hádeginu: „Land getur
ekki krafist mannréttinda."
Vinur minn gerði sjónvarpsþátt
um álver í bænum Sundsdvall í Sví-
þjóð fyrir nokkrum árum. Reyndar
gat hann ekki tekið upp inni í
kerskálanum því hátt segulmagn
ruglaði tökuvélina í ríminu. Aftur á
móti gat hann látið bréfaklemmu
standa beint upp í loft í lófanum.
Forstjórinn fullvissaði hann um það
að segulmagnið hefði engin áhrif á
starfsfólkið. Þetta álver notar jafn-
mikla orku og öll Gautaborg. í
Gautaborg býi’ rúmlega hálf milljón
manns. Vegna skorts á vatni og há-
lendi er heilt kjarnorkuver í gangi
til þess að sjá álverinu fyrir orku.
Skapa meiri spennu. Forstjórinn
vildi ekki svara spurningum um það
hvers vegna börn í Sundsvall væru
með mun meira ofnæmi en börn
annars staðar í Svíþjóð. Og hvers
fjöreggið
vegna ætti hann að svara því? Hann
er forstjóri álvers og ekki barna-
læknir.
Mótmæli gegn virkjunum á há-
lendi Islands eru út í hött. Við höf-
um slæm fordæmi úr sögunni. Ef
hún Sigríður í Brattholti hefði ekki
verið með kjaft og þar með hindrað
virkjun Gullfoss fyrr á öldinni, þá
væri Hvítá bara lítil spræna sem
truflaði engan.
Nú er þarna þessi foss sem alltaf
þarf að vera að sýna erlendum
þjóðhöfðingjum. Og mörg þúsund
túristum sem fara í taugarnar á
hundruðum rútubílstjóra. Ég sem
leiðsögumaður vil auðvitað heldur
vinna inni í álverksmiðju á sumrin
en að ganga á fjöll með ferðamenn
og sýna þeim þrjósk blóm og garg-
andi gæsir. Þá slyppi ég við bréf
frá fólki allstaðar að úr heiminum
þar sem það minnist daga á há-
lendinu. Konur og menn sem tala
um tilfinningar sínar til hrauns og
heiða. Og fólkið ekki einu sinni ís-
lenskt.
Væri ekki snjallt að loka hluta há-
lendisins og leigja hann út undir
kjarnorkuúrgang? Ekkert land í
heimi hefur leyst það vandamál.
Hér er kjörið tækifæri fyrir ís-
lenska ráðamenn að koma landinu á
heimskortið. Og þeir geta grætt um
leið. Náttúruvernd er í engum takti
við tímann. Við stefnum inn í nýja
öld og eins og allir vita verður árið
2000 ár álsins.
HELGABREKKAN,
leiðsögumaður,
Schlytersvagen 41, Stokkhólmi.
Vandaðar jólagjafir
Frönsk náttföt
Á HAGSTÆÐU VERÐI
O G N E R
werslun v/Oðinstorg,
^fÍ1ÍkS52:5177
Tveggja manna herbergi í eina
nótt, með morgunverði +
bílaleigubíll með 100 km
(trygging og VSK innifalinn).
Góður kostur fyrir þá sem
heimsækja höfuðborgina
í desember.
Upplýsingar og
pantanir
í síma 511 6030
og fax 511 6031.
IIJEIQ / VESðyAI MJAij RENf
;mmn
snyrtivörurnar fást
aðeins í eftirtöldum
snyrtivöruverslunum
.-r *~i"**U }
,jH£C I
ts&CT’'
Sigurboginn, Laugavegi 80
Bjarg, Akranesi
Tara, Akureyri
Clara, Kringlunni
Krisma, ísafirði
Óculus, Austurstræti
Sandra, Smáratorgi
Þekking og þjónusta í
UVETAZZ
nýr ilmur fyrir menn sem
kunna að njóta lífsins
Urval glæsilegra
gj afapakkninga
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld mllli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag laganema
Handboltinn á Netinu m b I. i s
/\LLTAf= £!TTH\SAÐ A/ÝT7