Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 79
FÓLK í FRÉTTUM
Svalur sveitavargur
TOJVLIST
Geisladiskur
ERT’ ÚR SVEIT
Pyrsta geislaplat a Hundslappadrífu,
meðlimir sveitarinnar eru Þorkell S.
Símonarson, Þormóður G. Sfmonar-
son, Helgi Axel Svavarsson, Eyþór
Osterby, Brynja Grétarsdóttir og
Ingibjörg Hrönn Guðmundsdóttir.
Hljóðritun fór fram í Stúdíó Stef,
upptökustjóri var Björgvin Gfslason
en hann ásamt Birgi Jóhanni Birgis-
syni sá um hljóðblöndun. Hunds-
lappadrífa gefur sjálf út en Japis
dreifir.
LENGI, kannski síðan fyrsta
þéttbýlið myndaðist, hefur staðið
rígur milli landsbyggðarfólks og
þéttbýlinga. Borgarbúar skamm-
ast sín fyrir að vera úr bænum
þegar út á land er komið og sveit-
ungarnir hræðast að vera kallaðir
sveitavargur þegar á mölina er
komið, þetta er einmitt viðfangs-
efni sveitasveitarinnar Hunds-
lappadrífu enda titill geislaplöt-
unnar eftir því.
Ert’ úr sveit er sextán laga disk-
ur, viðfangsefnin eru m.a. sveitalíf-
ið, reynslan af borginni, ófógnuðin-
um þar, harmakvein trillukarlsins
o.fl. Ekki er þó svo að skilja að
sveitasveitin sé full fordóma, grín-
ið er góðlátlegt. Tónlistin sveiflast
frá því að vera írsk þjóðlagatónlist
yfir í blús, hljófæraleikur er allur
órafmagnaður, gítarar, harmon-
ikka, mandólín og stórskemmtilegt
ásláttarhljóðfæri að nafni bobrain
leiða tónlistina auk söngvaranna
tveggja. Lögin eni flest smíðar
bræðranna Þorkels S. Símonar-
sonar sem semur alla texta utan
einn og Þormóðs G. Símonarsonar
sem semur öll lögin nema tvö.
Þetta samstarf bræðranna hljómar
vel, ekki síst fyrir aðstoð annarra
meðlima sveitarinnar.
Textarnir eru að öðru ólöstuðu
aðal Hundslappadrífu, viðfangs-
efnin eru mörg og misalvarleg;
drykkjuskapur, fjárhagserfíðleik-
ar og samskipti kynjanna. I laginu
Dúett kveðast Ingibjörg Hrönn
Guðmundsdóttir og Þorkell á, „Ég
er hætt að hella upp á kaffi, /
handleika víxla og kúst.“ Þorkell
svarar, „Hættu að tuða, hugsa og
suða, / og hentu í mig ísköldum
bjór.“ Textarnir eru yfirleitt vel
samdir, Þorkell notar stuðla og
höfuðstafi án þess innihaldið líði
fyrir það. Hann er einnig beittur
þegar svo á við, úr laginu Um
Reykjavík; „Hrappar mynda
hrafnaþing, / Hökta druslur allt í
kring / Myrða fyrir misskilning /
meðalgreindan Reykvíking.” Ann-
ars staðar tekst Þorkeli ekki eins
vel upp, en það er sjaldan og spillir
lítt fyrir heildinni. Þorkell er
einnig slarkfær söngvari, laglaus
oft en skemmtilega eins og heyrist
í einu besta lagi plötunnar
Draugasögu, stöku sinni fer hann
þó yfir strikið og rembist t.d. í
Bumbubrag. Rám rödd Eyþórs
Österby hefði þar átt betur við,
hann sýnir í laginu Línudans í
landi að hann getur sungið engu
síður en leikið á gítar, það sama á
við um Ingibjörgu, rödd hennar er
nær óaðfinnanleg en hún mætti þó
nota röddina meira, söngurinn er á
stundum tilþrifalaus, sem er mið-
ur. Lagasmíðar Þorra verða seint
taldar frumlegar, enda flokkast
tónlistin helst undir þjóðlagatón-
list, sú tónlist er hefðbundin og
kannski ekki þörf á að breyta út
frá því. Hann er lunkinn lagasmið-
ur, best tekst honum upp í lögun-
um Draugasögu og laginu þar á
eftir, Búkoilu, einnig eni lögin
Helvítis Disco eftir Þormóð og
Axiar Björn eftir Eyþór Österby
skemmtileg.
Hundslappadrífa er sérstök sveit
og í raun þarft framlag til íslenskr-
ar tónlistai', sveitin eltist ekki við
strauma og stefnur heldur leikur
eftir sínu eigin höfði. Flest eru lög-
in skemmtileg, samspil lags og
texta afbragð og hljóðfæraleikur
sem og söngur til fyrirmyndar.
Stöku sinnum fellur sveitin niður í
meðalmennskuna og geislaplatan
hefði mátt vera styttri, betra er að
semja mikið og velja aðeins það
allra besta til útgáfu. Engu að síð-
ur getur sveitasveitin Hundslappa-
drífa verið ánægð með sitt framlag,
sveitavargurinn hefur sannað sig.
Gísli Árnason
Engir fýlupokar
TOIVLIST
Geisladiskur
HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ
Hljómsveitin Papar flytur 14 lög og
lagasyrpur úr ýmsum áttum. Papar
eru Dan Cassidy, fiðla, Eysteinn Ey-
steinsson, trommur, slagverk, raddir,
Georg Ólafsson, bassi, raddir, Ingvar
Jónsson, gítar, söngur, Páll Eyjólfs-
son, hljómborö, harmónika, raddir,
Vignir Ólafsson, banjó, gítar, söngur,
raddir. Auk þeirra aðstoða við flutn-
Eyjólfur Kristjánsson, söngur,
gítar, Hermann Ingi Hermannsson,
söngur, Bergsveinn Árelíusson, söng-
ur, James Olsen, raddir, Gunnar Óla-
son, söngur. Diskurinn var hljóðrit-
aður og hljóðblandaður í Grjót-
námunni, suinarið 1998. Verkið ann-
aðist Ólafur Hallddrsson. Umsjón
með útgáfu höfðu Eiöur Arnarsson
og Arnar Matthíasson. Umbúðir
hönnuðu Nonni og Manni. SPOR gef-
ur út. 38,44 mínútur.
HLÁTURINN lengir lffið er
téttnefni á glaðlegum geisladiski
hljómsveitarinnar Papa. Sveitin
hefur um árabil verið í fremstu röð
þeiira sem halda uppi kráar:
stemmningu hér á iandi og víðar. í
lagavali eru famar troðnar slóðir,
tuttugu og fimm kunnugleg lög
sem ýmist eru flutt í heild eða sett í
syrpur. Lögin eru mörg hver löngu
orðin sígild í rútubílasöngbókum
landans og flestir geta raulað með.
Syrpurnar þrjár, m.a. ein með lög-
um úr vinsælum skandinavískum
barnaþáttum og leikritum og önn-
ur með þjóðhátíðarlögum frá Vest-
mannaeyjum, eru einkar skemmti-
lega saman settar.
Flutningurinn er líflegur og
smitandi til fótanna. Sönggleðin og
léttleikinn í fyrirrúmi, enda ekki
við öðru að búast þegar ræturnar
liggja hjá hinum söngglöðu Kelt-
um. Bæði tónlistin og flytjendur
eiga rætur að rekja til Eyjunnar
grænu, Irlands, eru vestmennsk að
uppruna. Að plötunni kemur enda
írskt blóð með vestmannaeysku og
færeysku ívafi!
Stílbrigðin eru allt frá banda-
rísku blági'esi (bluegi'ass) og
írskri þjóðlagasveiflu til íslensks
gullaldarpopps. Dan Cassidy fiðl-
ari setur mikinn svip á flutning-
inn, eins er gaman að heyra ba-
njóspil Vignis Olafssonar ásamt.
gítarleik hans og Ingvars Jóns-
sonar. Páll Eyjólfsson sýnir fína
drætti á dragspil og hljómborð.
Spilverkið er svo knúið af pott-
þéttri undiröldu hrynsveitar
þeirra Georgs Olafssonar og Ey-
steins Eysteinssonar. Söngvarar
skila sínu með prýði.
Diskurinn Hláturinn lengir lífið
er skemmtilegur áheyrnar og kjör-
inn til að lífga upp samkvæmi eða
gleðja dapurt geð. Það sannast hér
að Papar eru engir fýlupokar, held-
ur sannkallaðir gleðigjafar.
Guðni Einarsson
Hátíðinni lýkur
með Skoteldum
► TVÆR nýjar kvikmyndir
verða teknar til sýninga í
kvöld á kvikmyndahátíðinni
Vetrarvindum sem hefur stað-
ið yfir í Háskólabíói og Regn-
boganum undanfarnar tvær
vikur. Eru það lokamyndir há-
tíðarinnar Skoteldar og Falinn
farangur.
Skoteldar
Ekki verður af japanska
leikstjóranum Takeshi Kitano
skafið að hann kann ýmislegt
fyrir sér. Hann skrifar handrit
að, leikstýrir, klippir og fer
með aðalhlutverk í sinni sjö-
undu mynd, Skoteldum, sem
fékk gullljónið á Kvikmynda-
hátíðinni í Feneyjum árið
1997. Kitano er gífurlega
þekktur í heimalandi sínu og
heimskunnur fyrir stfltök sín
sem einkennast af minimal-
isma í bland við biksvartan
húmor og hrottalega raunsæ
ofbeldisatriði, t.d. í myndinni
OfbeldisfuII lögga. Skoteldar
fjallar um fyrrverandi lög-
reglumann sem stendur í skuid
við japönsku mafiuna
(Yakuza). Hann reynir að ann-
ast dauðvona konu sína sem
liann elskar af öllu lijai'ta en
umhverfi hans verður sífellt
ofbeldisfyllra.
Falinn farangur
Hollenski leikarinn Jeroen
Krabbe vakti heimsathygli í
myndunum Odauðleg ást og
Flóttamanninum. Falinn far-
angur er fyrsta myndin sem
hann leikstýrir og fer hann
HOLLENSKI leikstjórinn
Jeroen Krabbé.
jafnframt því með aðalhlut-
verk á móti Isabellu Rossellini.
Falinn farangur gerist í
Antwerpen snemma á áttunda
áratugnum. Chaja er tvítug
skólastúlka sem felst á að ger-
ast barnapía hjá strangtrúuð-
um gyðingum og annast fjögur
börn þeirra. þar á meðal er
vandræðabarnið Simcha sem
neitar að tala. Chaja hefur já-
kvæð áhrif á drenginn en á
erfítt með að umbera strangar
hefðir og ofsafengna trúrækni
foreldra Simcha. Chaja er sjálf
gyðingur en fjölskylda hennar
hefur fjarlægst trúnni eins
mikið og hægt er í kjölfari
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Jeroen krabbé fékk leikstjórn-
arverðlaun á Kvikmyndahátíð-
inni í Berlín fyrir þessa
frumraun sína.
mmm
ÚR japönsku verðlaunamyndinni Skoteldum.
í ^ ftábæra
Pt H stuðhljómsveit
%% 'W ÁTTAVILLT
\w " skemmtir á
I ^ Kafíi Reykjavík
íimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld.
Misstu 6KKl
af stuðdansleikjum
ársins
HEITASTI
STAÐURINN
í BÆNUM