Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ FRETTIR Landssíminn skoðar flutning á höfuðstöðvum frá Austurvelli Viðræður við Kópavog og Reykjavík um hentugar lóðir LANDSSIMINN skoðar nú mögu- leika á að flytja höfuðstöðvar fyrir- tækisins úr gamla Landssímahúsinu við Austurvöll. Nokkrir möguleikar koma til greina, og hefur fyrirtækið bæði átt í viðræðum við Reykjavík- urborg og Kópavogsbæ um hentug- ar lóðir fyrir höfuðstöðvarnar. Olafur Stephensen, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, segir að verið sé að skoða möguleika á að byggja upp höfuðstöðvar annars staðar meðal annars vegna þess að núverandi húsnæði sé of lítið auk þess sem það sé óhentugt með tilliti til nýrrar tækni og vinnsluhátta. „Við höfum átt í viðræðum bæði við Kópavogsbæ og Reykjavíkur- borg um lóð undir nýjar höfuðstöðv- ar en þær eru fremur skammt á veg komnar og liggja hvorki teikningar né endanleg stærð á húsinu fyrir," segir Ólafur. Að hans sögn hefur Kópavogur boðið fyrirtækinu lóðir í Kópavogi. Alþingi sýnt húsnæðinu áhuga Ólafur segir að sala hússins hafi verið nefnd við Alþingi, sem sýnt hafi húsnæðinu áhuga, en það hafi fleiri einnig gert. Landssíminn hefði hins vegar ýmsa kosti sem fyrir- tækið þyrfti að velja úr. „Reykjavíkurborg vantar land uppi í Grafarvogi og til tals hefur komið að hún fái hluta af landinu sem radíóstöðin í Gufunesi stendur á, undir íþróttasvæði. Þar hugsan- lega gætum við látið borgina hafa eitthvað í staðinn fyrir góða lóð. Einnig á fyrirtækið land við Vatns- enda sem gæti komið til góða í við- ræðum við Kópavog. En eins og stendur þá er þetta allt á viðræðu- stigi ennþá," segir Ólafur. Olafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, segir að ef Alþingi verði formlega boðið húsnæði Landssím- ans við Austurvöll muni það verða skoðað. „Við höfum vitað af því und- anfarna mánuði að Landssíminn væri að líta í kringum sig og það er Vjóst að lega Landssímahússins hentar vel fyrir Alþingi. Við höfum hins vegar ekki gert neina full- nægða úttekt á því, af eðlilegum ástæðum, hvort það hentar. En verði okkur boðið þetta formlega þá munum við að sjálfsögðu skoða það," segir forseti Alþingis. Ahyggjuefhi fyrir starfsemi í Kvosinni Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir það áhyggjuefhi ef jafn stór vinnustaður og Landssíminn hverfi úr miðborginni. Starfsemi í Kvos- inni sé að verða mjög einlit, nánast eingöngu veitingahús og önnur kvöld- og næturstarfsemi. „Verslun hefur verið á undan- haldi og ýmsar aðgerðir í umferðar- og skipulagsmálum hafa ekki verið til þess fallnar að snúa þessari þró- un við. Ég óttast að þegar svona stór vinnustaður hverfur, þá ýti það enn frekar undir þessa þróun og gerir þeim sem eftir eru mun erfið- ara að lifa af," segir Inga Jóna. Seg- ir hún að brottflutningur Landssím- ans, ef af honum verður, eigi sér að einhverju leyti skýringar í því að menn séu að gefast upp á að vera í miðbænum. „Núverandi meirihluti borgar- stjómar hefur verið mjög áhugalaus um uppbyggingu í miðborginni og ég held því miður að þetta sé ein af- leiðingin af því. Eg hef fullan skiln- ing á því að fyrirtæki þurfi að laga sig að nýjum þörfum og mæta breyttum kröfum, en borgaryfirvöld eiga að reyna eins og þau geta að koma til móts við þau fyrirtæki sem hafa verið hér í miðborginni og tryggja með því móti áframhaldandi starfsemi þeirra á svæðinu," segir Inga Jóna. Borgin vill halda höfuðstöðvum í miðbænum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg reyni eftir fremsta megni að mæta þórfum þeirra fyrir- tækja sem vilja vera með aðsetur í höfuðborginni. „Við áttum viðræður við Landssímann í sumar þar sem við báðum forsvarsmenn hans að fara vel yfir það hvort fyrirtækið gæti ekki verið áfram í miðborginni, vegna þess að við leggjum áherslu á að höfuðstöðvar fyrirtækja séu hér í miðbænum. Þeir fóru vel yfir það mál en telja að miklir vankantar séu á því vegna þess að þeir ætla meðal annars að vera með starfsemi sem dregur að sér bflaumferð," segir Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg segir að verið sé að skoða hvernig borgin geti komið til móts við þarfir Landssímans og til dæmis sé verið að athuga hvort hægt verði að koma höfuðstöðvun- um fyrir við Suðurlandsbraut, í ná- grenni við húsnæði sem fyrirtækið starfrækir þar nú þegar. Borgar- verkfræðingur, skipulagsstjóri og forsvarsmenn Landssímans fari nú yfir þá kosti sem bjóðast í Reykja- vík. Ingibjörg staðfestir einnig að til greina komi að Reykjavíkurborg fái hluta af landi Landssímans í Graf- arvogi til eigin nota. Sýknaður af ákæru um ölvun- arakstur 21 ÁRS gamall Reykvíkingur var sýknaður af ákæru um ölv- unarakstur í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákærði var próflaus þegar brotið átti að hafa átt sér stað 28. júní sl. og neitaði að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis þegar lögreglan hitti hann á Reykjanesbraut. Hann var þá ekM undir stýri heldur lá úti í vegkanti og stóðu tveir menn hjá sem höfðu elt hann frá bif- reiðinni, sem stóð við Stekkjar- berg þar sem ákærði var í samkvæmi um nóttina. Við mælingu reyndist ákærði hafa 0,840 vínandamagn í lofti eða mg/1. Þrátt fyrir ótrúverðuga frásögn Þrátt fyrir að dómurinn teldi frásögn ákærða af máls- atvikum ótrúverðuga, þar sem hann hélt því fram að hann hefði drukkið þegar hann hefði yfirgefið bifreiðina eftir að hafa sest í ökumannssætið til að stöðva hana frá því að renna stjórnlaust út af bif- reiðastæði fyrir framan Stekkjarberg, taldi dómurinn ekki vera komna fram lögfulla sönnun þess að ákærði hefði ekið undir áhrifum áfengis. I málinu var deilt um hvort ákærði hefði ekið bifreiðinni örfáa metra á bifreiðastæðinu. Öllum vitnum, sem yfir- heyrð voru, bar saman um að vél bifreiðarinnar hefði verið í gangi nema einu vitni, sem er bróðir ákærða, en hvort vélin hefði verið í gangi byggðist á framburði þriggja vitna, sem héldu fram að svo hefði verið. Á hinn bóginn voru fram- burðir þeirra ósamhljóða í mörgum atriðum. „Ævintýri líkast" Sigurgeir Pétursson fiskaði tannfisk fyrir 280 milljónir á 30 dögum „ÞETTA var hörkutúr, ævintýri h'kast," segir íslenzki skipstjórinn Sigurgeir Pétursson, sem er nú á landleið til Astralíu með mettúr af tannfiski, 770 tonn auk 60 tonna af fiskimjöli. Aflaverðmætið er um 4 milljónir dollara, um 280 milljónir íslenzkra króna. Líklegt má telja að þarna sé um að ræða eitthvert mesta aflaverðmæti eins skips úr einni veiðiferð, en skipið var 30 daga að veiðum. Sigurgeir er með frystitogarann Southern Champion, sem er í eigu Austral Pisheries. Áð- ur var hann með togarann Austral Leader og hefur hann verið skip- stjóri hjá útgerðinni í sex og hálft ár. „Ég er í fyrsta túr a nýju skipi þeirra, Southern Champion, sem er gamla Giljanesið frá Færeyjum og hét upphaflega Jutland. Við höfum verið við veiðar niður við Heard Is- land, sem er ástralskt yfirráðasvæði niður undir Suðurheimskautinu, um miðja vegu á milli Astralíu og Suð- ur-Afríku. Miðin eru um 2.300 sjó- Sigurgeir Pétursson mílur frá heimahöfn og 8 daga stím er á mið- in." Troll frá Hampiðj- unni og hlerar frá J. Hinrikssyni „Við veiðum tannfisk ¦f (Patagonian Toothfish) í troll frá Hampiðjunni og notum hlera frá J. Hinrikssyni. Aflinn er um 775 tonn af afurð- um, 1.300 tonn upp ur sjó eftir 30 daga að veiðum og aflaverð- mætið sennilega rétt rúmar 4 milljónir bandaríkjadala. Við er- um með 33 manna áhöfn og tvo eft- irlitsmenn um borð. Við búum við mjög strangar umhverfisreglur, meðal annars er ekki leyfilegt að henda neinum fískúrgangi, slógi eða matarleifum eða nokkru öðru fyrir borð og varðar brot við því tafar- lausri leyfissviptingu," segir Sigur- geir. Aflanum er landað í Albany í Vestur-Ástralíu og fá yfirmenn frí annan hvern túr á fullum launum. Sigurgeir hefur stundað tannfisk- veiðar undanfarin tvö til þrjú ár, en Morgunblaðið/Sigurgeir Pétursson MEÐ 30 tonn af tannfiski á dekkinu í mettúrnum, en mokveiði var á hverjum degi. Myndin var send í gær frá togaranum Southern Champion, þegar hann var um þúsund mílur suðvestur af Ástralíu. Southern Champion er annað tveggja ástralskra skipa, sem hafa leyfi til veiða á þessum eftirsótta físki á þessum slóðum. Mikið er um ólóglegar veiðar og hefur Sigurgeir meðal annars tekið þátt í að stugga við veiðiþjóðum á miðunum. Með annað af tveimur veiðileyfum „Það eru bara tvö leyfí á þessu svæði og kvótinn er 3.600 tonn alls. Við höfum því leyfi til að veiða 1.800 tonn og erum því búnir með tvo þriðju af því nú þegar. Svo höf- um við leyfi til veiða á svokölluðum ísfiski, sem er smár fiskur, á stærð við síld. Við heilfrystum hann, en tann- fiskurinn er hausaður, slógdreg- inn, sporðskorinn og loks frystur. Hann fer nánast allur á markað í Japan." „Það var nánast mokveiði hvern einasta dag. Við vorum því á fullum afköstum alla daga, en þar er mikil vinna við tannfiskinn, þannig að af- köstin eru ekki nema um 30 tonn á dag. Veðrið þarna niðurfrá, rétt norðan við ísinn, er heldur leiðin- legt. Það er kalt og snjóar nánast hvern einasta dag, stöðugur kaldi og haugasjór. Það verður gott að koma í hlýjuna í landi en nú er 42 stiga hiti í Perth í Ástralíu," segir Sigurgeir Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.