Morgunblaðið - 30.12.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 30.12.1998, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFLING KVIK- MYNDAGERÐAR I^SLENSK KVIKMYNDAGERÐ hefur lengi átt á brattann að sækja. Nú standa vonir til, að bætt hafi verið úr því með nýju samkomulagi menntamála- og fjármálaráðherra og samtaka kvikmyndagerðarmanna um aukinn stuðning við Kvikmyndasjóð. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir, að framlög ríkisins til sjóðsins hækki um 30 milljónir árið 2000, 35 millj- ónir 2001 og 30 milljónir 2002. Fjárveiting til sjóðsins verður því orðin 270 milljónir króna árið 2002 en frá og með þeim tíma er gert ráð fyrir, að gerðar verði fimm íslenskar kvikmyndir í fullri lengd ár hvert með styrk úr sjóðnum sem nemur 40% af kostnaðaráætlun. Samkomulagið felur einnig í sér sérstakt framlag úr ríkissjóði í Kvikmyndasjóð til að sinna því hlutverki sem Menningarsjóður útvarpsstöðva gerir nú en á Al- þingi liggur fyrir frumvarp um að leggja hann niður. Pað hefur háð nokkuð íslenskri kvikmyndagerð hversu lítið innlent fjármagn hefur verið lagt til henn- ar. Hefur það orðið til þess að erfitt var orðið að sann- færa erlenda styrkveitendur um að leggja fé til fram- leiðslu íslenskra kvikmynda. Með samkomulaginu verður bætt mjög úr þessu og um leið hlýtur þessi list- grein þá viðurkenningu sem hún á skilið. Kvikmynda- gerð er ótvírætt hluti af íslenskri menningu og getur átt stóran þátt í að kynna hana og viðhalda íslenskri tungu. Eins og fram kom í samtali við fjármálaráðherra hér í blaðinu felur kvikmyndagerð í sér mikinn vaxtar- brodd samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið. Hið aukna framlag muni því skila sér í meiri tekjum, bæði til kvikmyndagerðarinnar sjálfrar og þjóðarbús- ins. Mun þetta ótvírætt styrkja stoðirnar undir þess- ari atvinnu- og listgrein til langs tíma litið og gefa þeim sem að henni koma hér á landi kost á að þróa hana og móta. Boltinn er nú hjá kvikmyndagerðar- mönnum, eins og Friðrik Þór Friðriksson, formaður Samtaka höfunda kvikmyndahandrita, sagði í viðtali hér í blaðinu. VERNDUM BÖRNIN, BYRGJUM BRUNNA AÆTLAÐ er að á milli 20 og 22 þúsund börn slasist árlega hér á landi og af því tilefni hefur heilbrigð- isráðuneytið efnt til sérstaks verkefnis, sem á að freista þess að koma í veg fyrir slys á börnum og ná þessari óhugnanlega háu tölu um slysatíðni niður á næstu þremur árum. Hér er um þarft verkefni að ræða, sem vonandi heppnast eins og efni standa til. Algengasta dánarorsök barna og unglinga á íslandi er af völdum slysa og hlutfallslega deyja fleiri íslenzk börn árlega en í nágrannalöndum okkar. Hér er því greinilega eitthvað að, sem þarfnast skjótra við- bragða. Verkefninu er, að sögn Ingibjargar Pálma- dóttur, ætlað að virkja og efla þá aðila, sem vinna að forvörnum á þessu sviði, en mikilvægt er að finna or- sakir slysanna og koma í veg fyrir að þau komi fyrir aftur. „Nú er einmitt sá tími árs, þar sem slysahætta barna er mikil vegna flugeldanotkunar, þótt áróður síðustu ára fyrir notkun hlífðarfatnaðar hafi fækkað þeim slysum,“ sagði ráðherrann er hann kynnti átakið. Sú staðreynd að slysum hefur fækkað, t.d. af völd- um flugelda, sýnir að forvarnir og áróður um að menn gæti sín og sinna, hefur áhrif. Það er því aldrei of lítið um áróður á þessum sviðum og helzt verður hann að vera stöðugur, svo að menn sofni ekki á verðinum. Slysagildrur leynast víða. Markmið átaksins, sem áður er nefnt, er m.a. að finna þessar gildrur og leita leiða með almenningi til þess að eyða þeim. Stjórn verkefnisins verður til húsa í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og þangað getur almenningur hringt, bent á úrlausnir og leitað upplýsinga. Takmarkið er að við verndum börnin okkar og byrgjum brunna. NORÐMAÐURINN THOR HEYE Einn þekktasti núlifandi sægarpur og landkönn- uður heims, Norðmaður- inn Thor Heyerdahl, dvelst nú á Islandi, með- al annars til að kynna sér siglingar norrænna manna um Atlantshafið á fyrri öldum. Helgi Þor- steinsson rifjar upp af- reksverk Heyerdahls og segir frá þessum þrótt- mikla öldungi, og konu hans, fegurðardrottning- unni og Hollywood- stjörnunni Jacqueline. THOR Heyerdahl er líf- fræðingur að mennt og lærði ekki að synda fyrr en á fullorðinsárum en hefur á langri starfsævi orðið þekktur sem fornleifafræðingur og sæ- garpur. Kenningar hans um sjóferðir fyrri tíðar manna hafa á stundum þótt ævintýralegar, rétt eins og leið- angrarnh- frægu sem hann fór yfír Kyrrahafið á balsaviðarflekanum Kon- Tiki og yfii' Atlantshafið á sefbátunum Ra I og Ra II. Heyerdahl er fæddur árið 1914 í Larvik í Suður-Noregi. Hann fékk snemma mikinn áhuga á náttúrunni og lærði dýrafræði og landafræði við Há- skólann í Osló. Að einu leyti var náms- ferill hans óvenjulegur. „í Osló var á þessum tíma til heimsins stærsta einkabókasafn um eyjai' Pólýnesíu og var það í eigu manns sem hét Bjarne Kruppelien,“ segir Heyerdahl. „Vegna vináttu föður míns við Rruppelien fékk ég aðgang að bókunum og eyddi þar næstum jafn löngum tíma og í líffræði- deild háskólans.“ Ástæðan fyrir tilvist þessa merka bókasafns í Osló var skemmtiferð sem Kruppelien þessi, sem var sonur auð- ugs víninnflytjenda í Noregi, hafði far- ið sem ungur maður til eyja Kyi-ra- hafsins. „A Tahítí hitti hann síðasta stórhöfðingjann þar, Teriieroo, sem reyndar síðai' varð fósturfaðir minn,“ segir Heyerdahl. „Ki-uppelien varð ástfanginn af dóttur höfðingjans, hinni fógna Tuimata. En svo kom spænska veikin til Tahítí og unga parið hjálpaði til við að hlaða líkum látinna Pólý- nesíumanna upp á vörubílspalla svo hægt væri að flytja þá í fjöldagrafir. Að endingu smitaðist Tuimata sjálf og dó. Rruppelien skrifaði seinna bók sem hann nefndi eftir henni og þar segir hann að lokum að „þar sem Tuimata liggur, þar er líka hjarta mitt grafið“. Eftir þetta tók Rruppelien að safna öllum ritum um Pólýnesíu sem hann gat komist yfir og sparaði ekki til þess fé. Árangurinn varð mikið bókasafn með öllum, eða nánast öllum bókum sem skrifaðar höfðu verið um Pólý- nesíu. Átti að feta í fótspor Darwins Þessi rómantíska harmsaga úr Suð- urhöfunum varð því ein ástæða þess að Heyerdahl hélt til Pólýnesíu til rann- sóknarstarfa. Leiðbeinandi Heyer- dahls við háskólann var áhugamaður um kenningar Darvrins og vildi að hann fetaði í fótspor hins íræga nátt- úrufræðings með því að rannsaka dýralíf á eyjum Kyrrahafsins. Heyerdahl hafði reyndai- fleii'i ástæður tU ferðarinnar. „Sem ungur maður fór ég að hafa áhyggjur af þró- un siðmenningarinnar. Foreldrar mín- h' héldu því fram að allar þær breyú ingar sem væru að verða væru til góðs. Eg efaðist sjálfur. Ég ákvað að reyna að lifa eitt ár án eldspýtna, lyíja og annarra nútímaþæginda og reyna að horfa á góðar og slæmar hliðar sið- menningarinnar utanfrá.“ Heyerdahl og þáverandi eiginkona hans, Liv, settust að á einangraðri eyju í Pólýnesíu sem nefnist Fatuhiva. Þar lifðu þau hefðbundnu lífi eyjai'skeggja en hann rannsakaði jafnframt uppruna dýra og plantna. (PllÍ: Á AÐFANGADAG og jóladag dvöldu Heyerdahl-hjónin að Syðra-Langh Byggðasafnið að Skógum þar sem þessi mynd var tekin af Thor He Vinsæll sæg en umdeil fræðimac Grasafræði og fólksflutningar „Meðal þess sem ég kynnti mér um Pólýnesíu var þriggja binda verk eftir einn fremst gi'asafi'æðing Bandaríkj- anna, bók sem mannfræðingum datt náttúi-lega ekki í hug að lesa, því hún tileyrði ekki þeirra fagi, en ég vai'ð að lesa hana vegna náinna tengsla dýra- fræðinnar og grasafræðinnar. Höfund- urinn sagði um ýmsar plöntur að þær væru af suður-amerískum uppruna en að þær gætu ekki hafa borist yfir hafið með straumi, vindum eða fuglum og að þær hlytu að hafa borist fyrir komu Evrópumanna. Auk þess vakti það at- hygli mína að viðast hvar í Pólýnesíu voru til tvær tegundir hunda, en enga hunda var að finna í þeim helmingi KyiTahafsins sem liggur milli Pólý- nesíu og Asíu, ef frá eru taldir dingóarnir í Ástralíu, sem er allt önnur tegund. Þessar tvær tegundir voru lík- astai’ þeim sem voru dæmigerðar fyrir Perú og Mexíkó fyrir komu Evrópu- mapna.“ Áhugi Heyerdahls tók smám saman að leiðast frá dýrafi’æðinni og til upp- runa manna í Pólýnesíu. Á þeim tíma voru ráðandi þær hugmyndir að íbú- arnir væru komnir frá Asíu. Talið var útilokað að menn hefðu getað komist frá Suður-Ameríku til eyjanna, vegna þess að þai'lendir menn hefðu ekki ráð- ið yfir siglingatækni til þess. Balsaviðarflekamir vanmetnir „Bandarískur fornleifafi'æðingur í fremstu röð í rannsóknum á Suður- og Mið-Ameríku, S.K. Lothrop, sem seinna varð náinnn vinur minn, hafði skrifað bók um siglingar í þessum heimshluta. Hann hafði komist að þeirri niðurstöðu að balsaviðarflekam- ir sem þar hefðu verið notaðir hefðu ekki getað komist þessa löngu leið, vegna þess hversu mikið vatn þeh' drægju í sig og myndu þeir hafa sokkið á innan við tveimur vikum. Þeh' hefðu því ekki einu sinni getað komist til Galapagoseyja. Öll fræðirit um Pólý- nesíu byggðust á þessari kenningu Lothrops, flestir höfðu hana þó ekki einu sinni beint efth' honum, heldm- slógu því einfaldlega fram eins og það væri sjálfsagt." Heyerdahl tók mjög að efast um þessa kenningu, meðal annars vegna eigin reynslu af sjóferðum til fiskveiða við Pólýnesíu, því þar blésu stöðugt vestlægir vindar og straumarnir runnu í sömu átt. Hann tók að rann- THOR Heyerdahl og saka málið nákvæmlega og komst að þeirri niðurstöðu, eins og aðrir fræði- menn höfðu reyndar einnig gert, að tveh' hópar landnema hefðu komið til eyjanna á mismunandi tímum. En ólíkt öðrum, sem töldu að hóparnir tveir hefðu komið frá Suðaustur-Asíu, hélt Heyerdahl því fram að þeir hefðu fylgt straumi og vindum, fyi-st með balsaviðarflekum frá Perú og seinni hópurinn hefði komið með kanóum frá Bresku Kólombíu. Þessar niðm'stöður sínar birti hann fyrst í vísindatímariti árið 1941. Hlé varð á rannsóknum Heyerdahls um skeið vegna seinni heimsstyrjald- arinnai'. Hann gekk í lið með norskum hermönnum í baráttunni gegn Þjóð- verjum og var meðal annars í fall- hlífasveitum í Finnmörku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.