Morgunblaðið - 30.12.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 30.12.1998, Síða 62
^62 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ ATVINNUAUGLYSINGA Laus störf Pizza Hut óskar eftir að ráða starfsmenn í eftir- farandi störf: A. Fullt starf í eldhúsi. Starfsmenn í eldhúsi annast öll almenn eld- hússtörf, undirbúning, framleiðslu, frágang og þrif. Ekki er krafist sérmenntunar á mat- vælasviði, heldur er almennur áhugi á með- ferð matvæla æskilegur. B. Hlutastörf í veitingasal og eldhúsi. Þessi störf eru tilvalin fyrir skólafólk, sem vill vinna einhverja vinnu með skóla, en störfin henta einnig heimavinnandi fólki, sem ertil í að bregða sérfrá heimilinu til hlutastarfa um kvöld og helgar. Störfin henta einnig þeim, sem vilja drýgja tekjurn- ar og bæta við sig aukavinnu með öðru starfi. C. Bílstjóra f heimsendingar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi eigin bifreið til umráða. Um er að ræða hlutastörf um kvöld og helgar. Pizza Hut býður upp á góða starfsaðstöðu hjá traustu fyrirtæki í fremstu röð í sinni atvinnu- grein. Allir starfsmenn munu fá góða þjálfun í upphafi starfs og fara í gegnum ákveðin nám- skeið, sem allir starfsmenn Pizza Hut um allan heim fara á. Umsóknareyðublöð munu liggja frammi á veitingastað okkar á Hótel Esju. Fyrirspurn- um um ofantalin störf verður ekki svarað í síma. Umsóknarfrestur ertil miðvikudagsins 6. janúar 1999. KOPAVOGSBÆR Stöður leikskólakennara Leikskólinn Dalur v/Funalind, sími 554 5740 100% staða og tvær hlutastöður, kl. 9.30— 13.30 og kl. 9.00-14.00. Einnig er laus hlutastaða vegna sérkennslu, óskað er eftir leikskólasérkennara, leikskóla- kennara, þroskaþjálfa eða öðrum uppeldis- menntuðum starfsmanni. í Dal er sérstök áhersla lögð á samskipti og unnið með hugtökin virðingu, ábyrgð og sjálf- stæði. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sóley Gyða Jörundsdóttir. Leikskólinn Grænatún v/Grænatún, sími 554 6580 100% staða og 60% staða eftir hádegi. í Grænatúni er lögð áhersla á virkni barnsins og nám gegnum leik. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðrún Gunnarsdóttir. Athygli er vakin á því að fáist ekki leikskóla- kennarar til starfa verða ráðnir ófaglærðir starfsmenn, leiðbeinendur, í stöðurnar. Starfsmannastjóri. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Laus staða Kennarastaða við Verkmenntaskólann á Akureyri er laus til umsóknar frá 1. janúar 1999. Kennsiugreinar eru vélfræði og rekstrargreinar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Skrifleg umsókn ásamt greinargerð um fyrri störf berist Verkmenntaskólanum á Akureyri, Eyrarlandsholti, 600 Akureyri, fyrir 8. janúar 1999. Ekki er þörf á sérstökum eyðublöðum. Umsækjendur hafi háskólapróf auk uppeldis- og kennslufræði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefurverið tekin. Nánari upplýsingar um störfin gefur undirritað- ur í síma 461 1710. Skólameistari. RÆSTINGAR OG UPPVASK Öskum eftir fólki! fínu formi vegna raestinga og uppvasks alla virka daga Allar nánari upplýsingar á staðnum dag milli kl. 1 3 og 17. Austurstræti 9 Sími 551 91 1 1 BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR Borgartúni 3, 105 Rvík, s. 563 2340, myndsendir 562 3219. Lausar stöður hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur Lausar eru til umsóknar tvær stöður arkitekta á Borgarskipulagi. Helstu verksvið eru skipu- lagsmál ýmiskonar, skilmálagerð, samskipti og samstarf við nefndir og embættismenn, ráð- gjöf fyrir borgarfulltrúa í skipulagsmálum o.fl. Reynsla í skipulagi og einhvertölvuþekking æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Umsóknum skal skilað til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, fyrir 15. janúar 1999. Ráðningarmiðlun fyrir sjómenn Skipstjórar og útgerðarmenn! Höfum menn í allar stöður á skip og á báta. SJÓTAK „snögg þjónusta", sími 899 0910. Netfang: ellikr@heimsnet.is P E R L A N Starfsfólk óskast í kaffiteríu og ísbúð. Upplýsingar gefur Guðbjörg í síma 562 0200. ÓLAFSFJÖRÐUR >Vtwi Leikskólakennarar Leikskólakennara vantará leikskólann Leik- hóla. Um er að ræða þrjár stöður fyrir hádegi. Ráðningartími er tímabundinn. Umsóknarfrestur ertil 4. janúar 1999. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi félags íslenskra leikskólakennara eða Starfsmanna- félagi Ólafsfjarðar. Allar nánari upplýsingar veitir Svandís Júlíusdóttir, leikskólastjóri í síma 466 2397 og 466 2304 Býrðu erlendis? Alþjódlegt starf, einfalt, fjölbreytt, vel launad. Hentar vel með námi. Upplýsingar í síma 897 6304, Díana. Her raf ata versl u n óskar eftir tveimur starfsmönnum, þar af annar til verslunarstjórastarfa. Reynsla æskileg og reglusemi skilyrði. Aldur 27—40 ára. Þurfa að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. „Áreiðanleiki — 7141" fyrir 7. janúar. Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar, Garði óskar eftir rafvirkjum í vinnu sem fyrst. Mikil vinna framundan. Aðalvinnustaður er í Svarts- engi. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 422 7103, 422 7143 og 892 9812. „Amma" óskast Barngóð manneskja óskast til að veita tveimur börnum, 6 og 10 ára, félagsskap, 3 tíma á dag eftir hádegi og sinna léttum heimilisverkum í norðurbæ Hafnarfjarðar. Upplýsingar í síma 565 3009 eða 565 1484. mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is TTH\/y\£} A/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.