Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 33

Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 33 LISTIR Ný tímarit • NY saga, tímnrit Sögufélags, er komið út. Þetta er 10. hefti ritsins en það kom fyrst fyrir sjónir les- enda árið 1987. Níu ritgerðir eru í tímaritinu að þessu sinni. Fyrsta greinin í ritinu er eftir Véstein Olason prófessor og íjallar um Halldór Kiljan Laxness. Þar tekur Vésteinn til athugunar ritgerðir þær sem Halldór skrifaði um fornmenningu Islendinga. Þar á eftir kemur grein eftir ungan sagn- fræðing, Hörð Vilberg Lárusson, um Kanasjónvarpið sem svo var nefnt og þær deilur sem það vakti með þjóðinni, einkum á sjöunda áratugnum. Því næst er einn af föstu þáttunum í ritinu, Sjón og saga. Þar rekur einn ritstjórnar- manna, Sigurður Ragnarsson sagn- fræðingur, sögu Miðbæjarskólans í stórum dráttum og birtar eru margar myndir sem varpa ljósi á sögu þessa merkilega húss og sýna um leið hvernig það tengist ýmsum stórviðburðum þjóðarsögunnar á þessari öld. Oskar Guðmundsson blaðamaður segir frá Magnúsi Kri- stjánssyni, smið og meðhjálpara í Olafsvík, en hann var afkastamikill rithöfundur og fræðimaður og hélt dagbók í um 70 ár. Birtar eru tvær frásagnir eftir Magnús, sú fyrri er um móverk en hin síðari um flutn- ing Fróðárkirkju til Ólafsvíkur. Guðmundur Hálfdánarson, dósent við Háskóla Islands, tekur fullveldi Islands árið 1918 til umfjöllunar í þættinum Afmæli og í öðrum föst- um þætti, Sjónarhóli, ræðir Halldór Ármann Sigurðsson prófessor um gagn og nauðsyn ættfræðinnar. Fjórði fasti þátturinn er svo Af bókum en þar hugleiðir Kristján Jóhann Jónsson þróun og stöðu ís- lenskrar leiklistar út frá þremur nýútkomnum ritverkum um leik- hússögu og nefnir grein sína Saga í sviðsljósi. Ritin sem hann leggur út af eru Aldarsaga Leikfélags Reykjavíkur eftir Eggert Þór Bernharðsson og Þórunni Valdi- marsdóttur, Leyndarmál frú Stef- aníu eftir Jón Viðar Jónsson og ís- lensk leiklist I og II eftir Svein Einarsson. Ein þýðing birtist að þessu sinni í Nýrri sögu. Það er þýðing Finn- boga Guðmundssonar, fyrrverandi landsbókavarðar, á Gotasögu, sænskri fornsögu sem lýsir upphafi byggðar á eyjunni Gotlandi í Eystrasalti. Með þýðingunni fylgir formáli þýðanda. ------------------ Myndlist á Netinu Ellert Grétarsson, Egilsstöðum, hef- ur opnað tölvu-myndlistarsýningu á Netinu, á vef Eldsmiðsins á Horna- fírði. Þai' er að finna 13 myndir sem hann vann á síðasta ári og notaði til þess myndvinnsluforritið Photoshop og þrívíddarfomtið Brvce. Þetta er önnur sýningin sem Ellert setur upp á Netinu; sýningin er á slóðinni http://www.eldhorn.is/~eIg Listræn gjafavara Listakot Eyrnalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stœrðir ■£ árgreiðslustofan apparstíg (sfmi 5513010) -t -tc,„r„,a iQin ^ðaluö útsala hefst í dag kl. 10.00 Allt að 70% afslóttur SKÆÐI Allar eldri tegundir af POLLINI seldar með JU/o afslætti Kringlunni, 1. hæð, simi 568 9345 Húsnæðismálanefnd Sjálfstæðisflokksins Ný skipan húsnæóismála Opinn fundur í Valhöll í dag, fimmtudag 7. janúar, kl. 17. Fundarefni: 1. Ný skipan húsnæðismála - íbúðalánasjóður. Frummælandi Gunnar S. Bjömssonr formaður stjórnar íbúðalánasjóðs og starfandi fram- kvæmdastjóri. 2. Stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum. Kynning á drögum að ályktun 33. landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Nefndin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.