Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýir héraðsdómarar Umboðsmaður Alþingis 360 ný mál skráð á árinu 1997 í SKÝRSLU um störf umboðs- manns Alþingis 1997, sem nýlega er komin út, kemur fram að á árinu hafí verið skráð 360 ný mál. Þar af voru rúmlega 49% málanna vegna kvartana frá Reykvíkingum. Um- boðsmaður tók að eigin frumkvæði upp sex mál en skráð mál á grund- velli kvartana voru 354. 340 mál hlutu lokaafgreiðslu á árinu. Þar af voru 105 þeirra felld niður að feng- inni leiðréttingu eða skýringu stjómvalds. Eftir er að skjóta 65 málum til æðra stjómvalds. I skýrslunni er einnig úttekt á af- drifum fyrstu 2.000 málanna sem lögð vom fyrir umboðsmann Alþing- is til úrlausnar og viðbrögð stjórn- valda við tilmælum hans. Umboðs- maður segir í skýrslunni að nokkur dæmi séu um að í viðræðum við fjöl- miðla hafí stjórnvöld í fyrstu dregið niðurstöður hans í efa og færst und- an því að verða við tilmælum hans en síðan hafí þau látið af andstöðu sinni og leiðrétt mál án þess að það hafí komið fram opinberlega. Af þessum ástæðum hafí oft ekki legið skýrt fyrir hvaða árangur hafí orðið af störfum embættis umboðsmanns Alþingis. Það hafí aftur leitt til þess að stjómsýslan í heild hafí oft sætt óréttmætri gagnrýni, að mati um- boðsmanns Alþingis, fyrir að fara lítt að tilmælum hans. Flestar kvartanir sem bámst um- boðsmanni Alþingis og mál sem hann tók upp að eigin framkvæði 1997 beindust gegn dóms- og kirkju- málaráðuneyti og embættum sem heyra undir ráðuneytin. DÓMSMÁLARÁÐHERRA hef- ur ákveðið að setja eftirtalda í stöðu héraðsdómara til 30. júní 2001, samkvæmt heimild í 41. gr. dómstólalaga nr. 15/1998: Ingveldi Einarsdóttur, lög- fræðing hjá umboðsmanni Al- þingis, Ragnheiði Bragadóttur, aðstoðarmann hæstaréttardóm- ara, Júlíus B. Georgsson, settan héraðsdómara, og Þorgerði Er- lendsdóttur, settan héraðsdóm- ara. Dómstólaráð mun taka ákvarð- anir um starfsvettvang um- ræddra dómara. Óveður tef- ur niðurrif Nýja bíós VINNA við niðurrif byggingar- innar sem kennd er við Nýja bíó tefst um tvo til þijá sólarhringa vegna veðursins á föstudag og fram á sunnudag, að sögn Jó- hannesar Helga Jenssonar, framkvæmdasljóra Hífis ehf. sem stendur að verkinu ásamt EB-verki ehf. Vinna sem átti að vera um helgina féll niður, alveg þangað til veðrinu hafði slotað á sunnu- dag. Hann kveðst gera ráð fyrir að niðurrifinu ljúki á miðviku- dag og möguleiki er á að brottakstur efnis hefjist í dag. Húsið sem reist verður á Ióð- inni í Lækjargötu verður íjög- urra hæða, að sögn Guðna Páls- son arkitekts. Endanlegri hönn- un er ekki lokið, að sögn Guðna, en á næstunni verður tillagan kynnt bæði í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar og bygginga- nefnd. Veikur kópur í aðgerð VEIKUR kópur var dreginn upp úr Reykjavíkurhöfn í fyrrakvöld og fluttur í Hús- dýragarðinn. Það voru starfs- menn Slysavarnafélagsins sem höfðu komið auga á kóp- inn og veiddu hann upp úr höfninni með háfí. Kópurinn var með stórt kýli á bakinu, á stærð við hand- bolta. Margrét Dögg Hall- dórsdóttir, rekstrarstjóri Húsdýragarðsins, segir að við skoðun dýi-alæknis hafi komið í ljós að hann hafi fengið ígerð, sennilega eftir bit, og þá hafí myndast þetta mikla graftarkýli. í dag fer kópurinn í aðgerð og kýlið verður fjarlægt. Mar- grét Dögg segir að engin ákvörðun hafí verið tekin um hvað verði gert við hann að aðgerðinni lokinni. „Fyrsta skrefíð er að sjá hvort hann á framtíð fyrir sér. Hann verð- ur að minnsta kosti í Hús- dýragarðinum í viku eða hálf- an mánuð meðan hann er að jafna sig. Best held ég að væri að sleppa honum að því loknu.“ Margrét segir að kópurinn sé gæfur og meðfærilegur. Tilboð 72% af áætlun KLÆÐNING ehf. í Garðabæ átti lægsta tilboð í styrkingu og klæðingu á 2,64 km kafla á Ásvegi frá Háfsósi að Þykkva- bæ, tæplega 72% af kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar. Ljúka á styrkingu Ásvegar 15. júní í sumar. Tilboð Klæðningar var 8,1 milljón en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 11,4 milljónir. Stál og suða ehf. í Kópavogi bauð lægst í stálsmíði vegna styrkingar brúa á Súlu og Skeiðará á hringvegi á Skeið- arársandi. Tilboðið var tæp- lega 2,8 milljónir kr. sem eru 74% af kostnaðaráætlun. Verkinu á að ljúka fyrir 3. maí næstkomandi. Ónýt eftir árekstur FÓLKSBIFREIÐ er talin ónýt eftir árekstur tveggja bifreiða á Síkárbrú í Húna- vatnssýslu síðdegis á sunnu- dag. Engin slys urðu á fólki. Lélegt skyggni var þegar áreksturinn varð og hálka. Bifreið eyði- lagðist í eldi FÓLKSBIFREIÐ er gjöró- nýt eftir að kviknaði í henni á ferð við Hítará í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í gær- morgun. Eldurinn kom upp í vélaiTÚmi bifreiðarinnar og gat lögreglan á Grundarfirði, sem kom á vettvang, ekki ráð- ið niðurlögum eldsins með duftslökkvitæki. Slökkviliðið í Borgarnesi lauk verkinu og var bifreiðin síðan flutt í Borgarnes. Engin slys urðu á fólki og ekki er ljóst hvað olli brananum. GÖTUMYND Líekjargötu hefur gjörbreyst siðustu dagana. Morgunblaðið/Þorkell Flestir stærstu lífeyrissjóðirnir hafa sett á laggirnar séreignadeildir Mismunandi leiðir famar FLESTIR stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa stofnað sérstakar séreignadeildir til þess að taka við frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði, en um ára- mótin varð launamönnum heimilt að leggja 2% af heildarlaunum í viðbótarlífeyrisspamað án þess skattur sé greiddur af framlaginu fyrr en að líf- eyristöku kemur. Sjóðimir hafa þó farið mismun- andi leiðir í þessum efnum. Sumir ávaxta viðbót- arlífeyrissparnaðinn, sem í flestum tilfellum er séreign sjóðfélaga, með öðram eignum sjóðsins, en aðrir ávaxta hann sérstaklega og bjóða jafnvel upp á mismunandi leiðir í þeim efnum hvað varð- ar áhættu. Enn aðrir hafa farið þá leið að semja við verðbréfafyrirtæki um ávöxtun og umsjón séreignalífeyrissparnaðarins og einnig eru dæmi um að boðið sé upp á hóplíftryggingu í tengslum við spamaðinn. Þá er í sumum tilfellum einnig mögulegt að kaupa sér viðbótarréttindi í sam- tryggingardeildum sjóðanna. Meðal þeirra lífeyrissjóða sem sett hafa á lagg- irnar séreignadeildir, en sumar þeirra hófu starf- semi á síðasta ári, má nefna Lífeyrissjóð verslun- armanna, Sameinaða lífeyrissjóðinn, lífeyrissjóð- inn Framsýn, lífeyrissjóðinn Lífiðn, lífeyrissjóði Austurlands, Norðurlands, Vesturlands og Vest- fjarða, Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga, Samvinnulífeyrissjóðinn og fleiri. Þá hafa ekki verið taldir upp ýmsir smærri starfsgreinalífeyrissjóðir né heldur lífeyrissjóðir verðbréfafyrirtækjanna, sem margir hverjir hafa boðið upp á séreignalífeyrisspamað árum saman, en auk þessara aðila hafa bankar og tryggingafé- lög einnig aflað sér heimildar til þess að taka við viðbótarlífeyrisspamaði. LV með séreignadeild Svo nokkur dæmi séu tekin þá setti Lífeyris- sjóður verslunarmanna, stærsti lífeyrissjóður landsins, á laggimar séreignadeild um mitt síð- asta ár og tekur hún við viðbótarlífeyrissparnaði sjóðfélaga. Eignir deildarinnar eru ávaxtaðar með öðram eignum sjóðsins, en einnig er hægt að nota viðbótarspamaðinn til þess að skapa sér aukin réttindi í samtryggingadeild sjóðsins. Hjá lífeyrissjóðnum Lífíðn era eignir séreignadeild- arinnar einnig ávaxtaðar með öðrum eignum sjóðsins og ræðst ávöxtun séreignadeildarinnar því af ávöxtun eigna sjóðsins í heild. Rekstur deildarinnar er alfarið á vegum sjóðsins. Séreignadeild hefur verið starfrækt á vegum Sameinaða lífeyrissjóðsins um nokkurt skeið. Hægt er að velja um fímm fjárfestingarleiðir í séreignadeildinni með mismunandi áhættu og er meðal annars mögulegt að miða við ávöxtun á al- þjóðahlutafjármörkuðum. Einnig starfrækir sjóðurinn svonefnda valdeild, en með greiðslu til deildarinnar getur sjóðfélaginn styrkt þann þátt lífeyrisréttinda sinna í samtryggingasjóðnum sem hann kýs. Boðið er upp á fjórar leiðir, tvær til að auka ellilífeyrisréttindi og tvær til að auka makalífeyrisréttindi. Séreignadeild Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda er rekin aðskilin frá annarri starfsemi sjóðsins. Skráning réttinda og annað því tengt er á vegum sjóðsins, en gengið var til samninga við verð- bréfafyrirtæki um fjárvörsluna. I séreignadeild lífeyrissjóðsins Framsýnar gefst sjóðfélögum kostur á að velja um tvær mis- munandi ávöxtunarleiðir, auk þess sem sjóðfélög- um í séreignadeildinni stendur til boða að taka hóplíftryggingu sem getur numið allt að fjórum milljónum króna. Líftryggingin lækkar í þrepum eftir 50 ára aldur uns hún fellur niður og geta sjóðfélagar tekið trygginguna hvenær sem er og sagt henni upp með mánaðar fyrirvara fyrir hvert tryggingatímabil. Sjóðfélögum í séreignadeild Lífeyrissjóðs Norðurlands stendur einnig til boða að taka hóp- líftryggingu og þeir geta einnig valið um tvær ávöxtunarleiðir fyinr séreignalífeyrisspamað sinn. Einnig eru uppi fyrirætlanir um að bjóða sjóðfélögum upp á að kaupa viðbótarlífeyrisrétt- indi í samtryggingadeild sjóðsins. Fram hefur komið að Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins samdi við verðbréfafyrirtækið Kaupþing um rekstur séreignadeildar sjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.