Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.01.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 21 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Golli BJÖRGÓLFUR Thorsteinsson segir miklar breytingar hafa orðið í íslensku ijármálalífí og því spennandi verkefni framundan hjá FBA. FBA stofnar dótturfyrirtækið FBA-Ráðgjöf Stoð um ummæli Steingríms Her- mannssonar, stjórnarformanns Remex Engar viðræður eða samstarf VEGNA fréttar í blaðinu fyrir helgi um fyrirtækið Remex vill Sveinn Finnbogason stjórnarfonnaður Stoð- ar hf. koma því á framfæri að Stoð hf. á ekki í neinu samstarfi við Remex eða Stoðtækni Gísla Ferdinandsson- ar ehf. eins og stjórnarformaður Remex gefur í skyn í fréttinni. I Morgunblaðinu segir Steingrím- ur Hermannsson stjórnarfoi-maður Remex að ætlunin sé að sameina undir einu merki sölu á framleiðslu Stoðar hf. og stoðtækni Gísla Ferdinandssonar ehf. á erlendum markaði, en síðarnefnda fyrirtækið er stór hluthafi í Remex. „Þessi fyr- irtæki í Flórída munu ásamt fleiri erlendum aðilum framleiða og mark- aðssetja undir einu merki fullkomin stoðtæki og íþróttavörur sem fyrir- byggja meiðsl,“ sagði Steingrímur í blaðinu. Sveinn segir að þessi ummæli Steingríms komi sér á óvart. Hann segir að engar viðræður hafi farið fram á milli fyrirtækjanna síðastlið- in tvö ár. „Við höfum rætt við þessi fyrirtæki, og Össur hf. líka, um hugsanlega sameiningu eða sam- starf en því er öllu lokið og engar formlegar viðræður hafa farið fram sl. tvö ár,“ sagði Sveinn. Hann sagði að Stoð hf. væri fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og því miðist öll framleiðsla hjá fyrirtæk- inu við að smíða og aðlaga stoðtæki fyrir þá þrjúþúsund einstaklinga sem leita til þess á hverju ári. „Til þess veljum við þau tæki og aðferðir sem henta hverjum einstaklingi best.“ Hann sagði að ef farið yrði fram á samstarf við Stoð yrði það skoðað innan stjórnar fyrirtækisins. MECALUX Bjóðum mjög hentuga fataskápa. Aðeins vönduð vara úr gæðastáli. Mjög gott verð! Þjónusta ■ Þekking ■ iáðg|öf ■ Aratuga reynsla MECALUX - gæði fýrir gott verð , UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN t-'/v/otycvj- uu nciLuvcn^LUivm Siraumvr shi SUNDABORG 1 • SlMI S68-3300 Sérhæft í ráðgjöf vegna samruna og yfírtöku FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. hefur stofnað FBA- Ráðgjöf hf. sem tekur að sér ráð- gjöf vegna samruna, yfirtöku og sölu fyrirtækja á Islandi og erlend- is. Hefur Björgólfur Thorsteinsson, verið ráðinn framkvæmdastjóri, en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Bank of Tokyo-Mitshubishi í London. FBA-Ráðgjöf annast einnig til- lögugerð um leiðir til fjármögnunar stórra og flókinna verkefna og ráð- gjöf um endurskipulagningu fyrir- tækja sem stefna að skráningu á markaði. Hyggst fyrirtækið taka að sér verkefni fyrir íslenska sem er- lenda aðila og starfa að innlendum og fjölþjóðlegum verkefnum. Björgólfur segir að verkefni FBA á sviði samruna og yfirtöku fyrir- tækja séu mörg og fari fjölgandi. Hann segir verkefnin hafi fram til þessa verið unnin af sérfræðingum bankans á markaðsviðskiptasviði og í fyrirtækjaþjónustu, en vegna vax- andi umsvifa muni bankinn leggja aukna áherslu á slíka þjónustu með stofnun hins nýja dótturfyrirtækis. „Sérfræðingar FBA munu vinna áfram að verkefnum í sérstökum verkefnahópum í samvinnu við FBA-Ráðgjöf, en starfsemi fyrir- tækisins verður aðgreind meira frá annarri starfsemi bankans í trúnað- arskyni við viðskiptavini og til að hindra hagsmunaárekstra," segir Björgólfur. Að hans sögn búa sér- fræðingar FBA yfir mikilli alþjóð- legri þekkingu og með stofnun FBA-Ráðgjafar geta viðskiptavinir enn betur notið góðs af reynslu þeirra. Reynslan kemur að góðum notum Björgólfur, sem hóf störf hjá FBA-Ráðgjöf skömmu fyrir ára- mót, lauk BA-prófi í hagfræði frá Macalester í St. Paul í Minnesota og í rekstrarhagfræði frá The Wharton School í Fíladelfíu og hefur starfað hjá þremur fjármálafyrirtækjum í London frá 1984. Fyrst hjá Scand- inavian Bank, þá hjá franska fjár- festingarbankanum Banque Pari- bas frá 1987-1990 og svo hjá Bank of Tokyo-Mitshubishi í London frá 1990-1998. Hjá Banque Paribas vann Björgólfur á sviði yfirtöku og samruna fyrirtækja og beinna fjár- festinga í fyrirtækjum innan Evr- ópulanda, en hjá Bank of Tokyo- Mitshubishi starfaði hann einkum við ráðgjöf er varðar kaup jap- anskra íyrirtækja á evrópskum at- vinnufyrirtækjum og fjárfestingar evrópskra fyrirtækja í Asíu. „Mun þessi reynsla koma að góðum not- um í tengslum við hin margvíslegu verkefni sem FBA er falið." I þau 14 ár er Björgólfur bjó í Lundúnum segist hann ætíð hafa átt góð samskipti við Islendinga er störfuðu í fjármálahverfi borgarinn- ar. ,Jí síðustu árum hefur Islend- ingum fjölgað sem hafa leitað fyrir sér hjá fjármálafyrirtækjum í London. Nú eru milli 10 og 12 Is- lendingar starfandi hjá ýmsum fjár- málafyrirtækjum í hverfinu. Við höfum í gegnum árin haldið hópinn og stofnuðum í því markmiði klúbb- inn „Icelandic City Club“. Hefur hópurinn komið saman í hádeginu annan hvern mánuð og leitast við að bjóða til sín fólki úr umhverfi við- skipta og stjórnmála á íslandi. Slík- ir fundir voru gagnlegir fyrir mig eftir að hafa starfað lengi erlendis." Viðbrigði að koma heim Björgólfur segir miklai' breyting- ar hafa orðið á islensku samfélagi frá því að hann hóf nám í Banda- ríkjunum í upphafi síðasta áratugar. „Eg hef fylgst með Islandi úr fjar- lægð í gegnum árin en haft fyrir reglu að koma heim tvisvar á ári. I hvert skipti hef ég orðið var við breytingar. Greinilegt er að ein- angrun landsins er minni en áður og er það að þakka tíðari flugsamgöng- um og öflugri fjarskiptum. Einnig finnst mér íslenskir stjómendur fyrirtækja mefra meðvitaðir nú um að þeir þurfi að vera samkeppnis- færir á alþjóðlega vísu.“ Björgólfur segir mikil viðbrigði að hefja störf á Islandi eftir að hafa unnið hjá alþjóðlegum fjármálafyr- irtækjum, eins og hjá Tokyo-Mits- hubishi-bankanum, sem hefur stærsta efnahagsreikning heims meðal banka og yfir 20 þúsund starfsmenn um heim allan. „Eg hafði ætíð hugsað mér að koma aft- ur heim og fannst kjörið að koma er mér bauðst starf hjá FBA. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku fjármála- og efnahagslífi síðustu ár- in. Islenskur verðbréfamarkaður er enn að slíta barnskónum en ég tel að framundan séu mörg spennandi verkefni er lúta að alþjóðlegri starf- semi íslenskra fyrirtækja og fjár- festingum erlendra fyrirtækja hér á landi.“ ER FYRIRTÆKIÐ ÞITT OPIÐH I FYRIR KflH INNBROTUM? Innbrotsþjófar gerast nú æ bíræfnari í að sigta út þau fyrirtæki, þar sem allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið, að þeirra mati. Gerðu strax ráðstafanir til að tryggja að þessir menn sniðgangi þitt fyrirtæki. Kostnaðurinn, samfara örygginu, er aðeins brot af skaðanum sem þ eir geta valdið. Securitas býður nú fyrirtækjum að fá að láni fullkomið öryggiskerfi, alsjáandi auga sem hleypir engum óboðnum gesti inn. Fyrir kerfið sjálft og uppsetningu þess þarf ekkert að borga en mánaðarlegt þjónustugjald felur í sér útköll og þjónustu við kerfið allan sólarhringinn. skynjurum og sírenu. Kerfið er sett á með einu handtaki þegar fyrirtækið er yfirgefið og er síðan tengt við stjórnstöð Securitas sem er ævinlega í viðbragðsstöðu. Heimavörn og Firmavöm eru vörumerki Securitas. Síðumúla 23-108 Reykjavík • sími 533 5000 • fax 533 5330 • mtfatig sala@securitas.is • heimaslóð unvw.securitas.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.