Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 35
iefur rekið fiskmarkaðinn í Bremerhaven í rúmt ár
Morgunblaðið/Karl
SAMUEL Hreinsson stendur í vöruskemmu fiskmarkaðarins
við Islandsbryggju í Bremerhaven.
og þar hóf Samúel feril sinn í Þýska-
landi.
„Að meðaltali fara hér í gegn þús-
und tonn á mánuði," sagði hann um
markaðinn 1 Bremerhaven. „Þar af er
karfi 75 til 80% og næst kemur ufsi.“
Verð á markaðnum í Bremerhaven
hefur hækkað frá því að Samúel tók
við rekstri hans.
„Það fer í taugarnar á öllum,“
sagði hann. „Hækkunin er mjög ná-
lægt 10%. Síðan við tókum tölvukerf-
ið í notkun hafa um þúsund tonn ver-
ið seld út fyrir Þýskaland, mest til
Frakklands, en einnig Belgíu. Það er
athyglisvert með þessi lönd utan
Þýskalands að þegar verðið fer yfir
3,20 mörk detta þeir út sem kaupend-
ur því að þeir koma því ekki frá sér,
en undir þessu verði kaupa þeir veru-
lega mikið. Þetta hefur hins vegar
breytt því að á markaðnum verður
ekki frítt fall eins og áður. Þegar
þessir aðilar sjá að verðið byrjar að
lækka fara þeir að kaupa og þannig
stöðvast verðlækkunin.“
Æfir að sjá fiskinn hverfa
við nefið á sér
Hann sagði að þessir aðilar keyptu
oft svo mikinn fisk að fiskkaupendur
á staðnum væru æfir af að sjá hann
hverfa við nefið á sér. Nú væri spurn-
ingin hvernig sölukerfið myndi reyn-
ast í upphafi árs. Helsti fisksölutím-
inn væri frá áramótum og fram að
páskum.
„Kerfið var sett upp í júlí, en áður
seldum við með gamla laginu," sagði
Samúel. „Nú kemur í ljós hvernig
kerfið reynist."
Hann sagði að þetta nýja kerfi,
sem nefnist CASS, bæri vitni þeim
breytingum, sem væru að eiga sér
stað í viðskiptum í Evrópu. Fyrir
nokkrum árum hefði samkeppnin
verið milli hafna. Nú væri þetta ekki
einu sinni spurning um einstök lönd:
„Þetta er í rauninni allt orðið sameig-
inlegur markaður, upplýsingarnar
ganga svo hratt á milli að það er ekki
lengur hægt að selja fisk á fjögur
mörk í Þýskalandi ef hann kostar
þrjú mörk í Belgíu. Þetta þýðir held
ég það að stórfyrirtækin geta ekki
lengur fengið útgerðirnar til að selja
sér ódýrt og gera góð kaup. Það er
liðin tíð. Þetta hefst með telefaxinu
og nú vita allir allt um alla.“
Sölutölurnar á Netinu
Hann sagði að hann setti fyrstu
sölutölur dagsins inn milli átta og níu
á morgnana og mikið væri hringt til
að fá verðið því að markaðurinn í
Bremerhaven væri orðinn viðmiðun.
„Kaupendur voru að koma til okk-
ar og spyrja mig hvort ég þyrfti að
setja verðið inn,“ sagði hann. „Við-
skiptavinur inni í landi hafði þá skellt
framan í einn kaupandann að hann
væri með miklu hærra verð en á
markaðnum. Það varð því umhugsun-
arefni fyrir okkur hvort við ættum að
setja inn lágmarksverð og hámarks-
verð eða meðalverð. A endanum var
fyrri kosturinn valinn og ég sagði
kaupendum að verðinu yrði haldið
inni. Það þýddi ekki að berjast á móti
þróuninni. Viðkomandi kaupandi yrði
einfaldlega að sannfæra sinn við-
skiptavin um að hann hefði keypt
besta fiskinn og þess vegna væri
hann dýrari."
Að sögn Samúels hefur hráefnið
batnað mjög samhliða þessari mark-
aðsþróun: „Fyrir fjórum fimm árum
kom oft mikið af slakari fiski, en með-
ferðin á hráefninu er nú orðin miklu
betri en áður, kannski með tilkomu
minni veiðiheimilda. Það kemur eig-
inlega bara orðið góður fiskur, sem
þýðir einnig að verðið er stöðugra en
áður þegar eitt verð var á slökum
fiski og annað á góðum. Þetta gat oft
leitt til vandræða þegar verið var að
selja fiskinn áfram og sá, sem keypti
slakari fiskinn, sagðist einfaldlega
hafa gert betri kaup. Fyrir okkur var
þetta vandamál því að það var alltaf
lága verðið - verðið á slakari fiskin-
um - sem dró niður háa verðið."
Hann sagði að áður fyrr hefðu
ákveðin skip haft gott orð á sér og
alltaf fengið gott verð fyrir fiskinn.
Þannig hefðu tvö skip getað selt svip-
aðan fisk sama daginn og fengið sitt
hvort verðið fyrir, en annað hefði not-
ið orðsporsins: „Nú hefur þetta
breyst töluvert mikið vegna þess að
það eru allir orðnir góðir. Það hefur
enginn efni á að vera með slakan fisk.
Menn geta haft sínar skoðanir á
kvótakerfinu á íslandi, en eitt hefur
komið út úr því: við fáum miklu betri
fisk en áður og getum þjónustað
markaði, sem eru langt í burtu, út af
því. Þetta var kannski óhugsandi fyr-
ir fjórum fimm árum. Þá fóru um 5%
af fiskinum í gúanó, en það þekkist
ekki nú.“
Minna landað í
Bremerhaven
Mjög hefur dregið úr umfangi þess
afla, sem landað er í Bremerhaven,
frá því á síðasta áratug.
„Þetta hefur verið á
niðurleið frá ‘91 fram á
síðasta ár,“ sagði hann.
„Þetta er fyrsta árið, sem
þetta stendur í stað eða eykst að-
eins. Astæðurnar að baki eru ýmsar
og erfitt að ráða við þær. Fjölgun
verksmiðjutogara er helsta ástæðan
- verksmiðjutogarar veiða nú úr
kvóta, sem ferskfiskskip nýttu áður.
Kannski er önnur ástæða fyrir þeirri
þróun, sem byrjaði fyi-ir átta eða níu
árum, að karfinn er mjög dýr.
Ferskur fiskur er mjög dýr og
karfakíló kostar um 30 mörk hér út
úr búð en kjúklingur kostar fjögur
mörk og nauta- eða svínasteik um
átta mörk. Astæðan fyrir því að fisk-
urinn er svona dýr er hins vegar
ekki sú að hann hafi hækkað svo
mikið, heldur er allt annað svo mikið
niðurgi-eitt.“
Samúel telur að minni fiskur berist
frá Islandi en ella vegna viðskipta-
hindrunar af Islands hálfu og telur
það skjóta skökku við að þjóð, sem á
sitt undir því að fá óhindraðan að-
gang að mörkuðum, skuli reisa slíka
múra og sama viðhorf mátti reyndar
heyra í samtölum við stjómmála-
menn í borginni.
„Það hefur haft áhrif á útflutning-
inn frá Islandi að menn taka á sig
15% kvótaskerðingu flytji þeir út
ferskan fisk,“ sagði hann. „Þetta er
mikið óréttlæti. Tökum dæmi. Skip
landar hluta af ferskfiskafla á Islandi
og hluti fer í gáma þannig að af hlýst
15% skerðing. Verksmiðjuskip fer út
og veiðir, skapar enga vinnu heima,
landar engu þar, fær enga skerðingu
og er að selja fiskinn miklu ódýrara.
Þetta er mikið misrétti, en þegar
maður fer að skipta sér af pólitík er
hætt við að maður lendi í flækju."
Besti markaður í heimi fyrir
karfa, ufsa og blálöngu
Samúel sagði að í Norður-Þýska-
landi væri mikill markaður og mikið
hefði verið selt af fiski þar undan-
fama áratugi, oft íyrir mikið verð.
„Þetta er besti fiskmarkaður í
heimi fyrir karfa, ufsa og blálöngu,“
sagði hann. „Það er hvergi borgað
annað eins fyrir fisk og hér. Þetta er
svipað og fæst á Englandi íyrir þorsk
og ýsu.“
Samúel kvaðst eiga von á því að um
80% af fiskinum, sem hann selur á
markaðnum, væru íslensk og hann
gæti auðveldlega selt meira.
Samúel hefur verið ellefu ár í
Þýskalandi, en vai: áður stýrimaður á
skipum Sambandsins. Hann byrjaði
að vinna hjá fyrirtækinu Peter Hein í
Cuxhaven, sem var umboðsaðili fyrir
íslenska togara. Eigandi þess fyrir-
tækis, Rolf Rudiger Dick, var konsúll
fyrir ísland og faðir hans á undan
honum.
„Þetta var mjög skemmtileg
vinna,“ sagði hann. „Ég var einnig
með austurblokkina,
þannig að einn daginn gat
ég verið að vinna um borð
í pólsku skipi og þann
næsta íslensku. Við vorum
meðal annars umboðsmenn fyrir fisk
og seldum aðeins gegnum markaðinn
í Cuxhaven, sem þá stóð jafnfætis
markaðnum í Bremerhaven. Þá leit
veröldin reyndar þannig út að Cux-
haven og Bremerhaven voru jafn
fjarlægir staðir og Evrópa og Asía.
Menn fóru ekki á milli og ákveðin
skip sigldu á Cuxhaven og önnur á
Bremerhaven. En mér fannst strax
maira spennandi í Bremerhaven, þar
væri meira líf, og lagði þegar til að
stofnað yrði útibú í Bremerhaven."
Þeirri hugmynd var ekki vel tekið
og þegar Samúel sá það gi’eip hann
til sinna ráða: „Úr varð að ég sagði að
ég myndi gera það sjálfur ef þeir
gerðu það ekki.“
Þegar hann stofnaði sitt fisksölu-
fyrirtæki, Isey, í Bremerhaven árið
1989 voru þar fyrir átta umboðsmenn
og störfuðu hjá þeim margir Islend-
ingar: „Síðan hefur þróunin verið sú
að aðrir hafa minnkað og við stækk-
að.“
Hann sagði að umboðslaunin hefðu
ekki verið há, frekar en nú, án þess
þó að vilja nefna nokkra tölu. Hann
hefði reynt að vega upp á móti því
með magni. Fyrir fimm eða sex árum
hefði síðan farið að þrengja að og þá
hefðu átökin um kúnnana
hafist.
„Þá byrjuðu menn að
lækka umboðslaunin um
allt að helming og voru
þau þó lág fyrir,“ sagði hann. „Við
fylgdum því aldrei heldur héldum
okkar og reyndum að réttlæta það
gagnvart seljandanum að við væmm
með betra verð eða betri þjónustu en
aðrir. Við létum þá stóru heldur ekki
borga minna en þá litlu, heldur alla
jafnt. Það hefur alltaf verið grund-
vallaratriði hjá okkur að meðhöndla
alla eins og vonandi alla jafn vel.
Þeir, sem voru að lækka, heltust
mjög fljótt úr lestinni. Aðferðin var
ekki að lækka umboðslaunin, heldur
miklu frekar að vinna þannig á mark-
aðnum að hæn-a verð fengist fyrir
fiskinn. Það er miklu mikilvægara að
fá nokkrum þúsundum króna meira
fyrir fiskinn en nokkurra króna af-
slátt á þjónustunni."
Hæsta verðið þegar
fiskurinn er mestur
Samúel sagði að fiskmarkaðurinn
lyti lögmálum, sem sennilega myndu
koma mörgum á óvart, því oft og tíð-
um héldist eftirspurnin í hendur við
framboðið.
„Grunntónninn í markaðnum er
ekki endilega sá að verðið sé hærra
þegar lítið er af fiski,“ sagði hann.
„Oft fær maður mest þegar mest er af
fiski. Menn gætu haldið að þama væri
hugsanaskekkja 4 ferð, en málið er að
ef þeir, sem kaupa fiskinn og selja
hann áfram - sennilega milli 50 og 60
aðilar, vita að það er að koma mikið af
fiski leita þeir hingað í stað þess að
eyða tíma sínum í að kaupa á föstu
verði frá Noregi og Færeyjum. Það
er svo skrítið að oft fáum við hæsta
verðið þegar fiskurinn er mestur. Oft
brenndu menn sig hins vegar á því að
hugsa sem svo að verðið hlyti að vera
gott þegar lítið væri af fiski.“
Ekkert er gefið í viðskiptum með
sjávarafurðir og detti ein tegund út
sitja menn ekki auðum höndum og
bíða eftir að hún berist aftur á mark-
aðinn, heldur er reynt að finna eitt-
hvað í staðinn.
Afdrifaríkt verkfall
„Ég er ekki viss um að menn á ís-
landi geri sér grein fyrir því hvað
verkföll geta haft mikil áhrif og kost-
að mikið,“ sagði Samúel og fór að tala
um það þegar margboðað verkfall
1995 skyndilega brast á. „Þá höfðum
við fengið þrjá togara á viku og mik-
inn fjölda af gámum og síðan allt í
einu skall á verkfallið, sem fram að
því hafði hvað eftir annað verið
frestað, með þeim afleiðingum að
karfamarkaðurinn tæmdist. Það kom
enginn karfi. Og öll fyrirtækin, sem
lifðu á því að flaka karfa og selja
hann, og búðirnar, sem seldu hann,
höfðu engan karfa. Svo vildi til að í
nokkur ár á undan höfðu menn verið
að reyna að koma svoköll-
uðum Nflarkarfa úr Vikt-
oríuvatni á markað, en
ekki haft erindi sem erfiði
vegna þess að markaður-
inn er íhaldssamur og erfitt að koma
nýjum tegundum að þótt sífellt sé
verið að bjóða þær. Én allt í einu
tæmdist sá hluti fiskborðsins þar sem
karfinn átti að vera og menn prófuðu
að setja Nílarkarfann í staðinn undir
nafninu Viktoríukarfi. Þetta er hvítur
og fallegur fiskur og miklu ódýrari.
Þegar allir leggjast á eitt er hægt að
selja hvað sem er. Þarna fór Viktor-
íukarfi að seljast út um allt.“
Þakkar betra
hráefni til-
komu kvóta
Nílarkarfinn
haslar sér völl
í verkfalli
Hann sagði að menn hefðu ekki
gert sér grein fyrir því strax hvað
hefði gerst í verkfallinu: „En síðan
leystist verkfallið, skipin fóru á veið-
ar og menn kepptust við að vera
íyrstir með gámana til að fá þetta
rosaverð eftir verkfall. Svo kom glæ-
nýr fiskur á markaðinn, en ekkert
gerðist, verðið varla hreyfðist og við
rétt losnuðum við fiskinn. Fyrst velti
maður fyrir sér hvort um væri að
ræða samantekin ráð, en auðvitað var
slíkt ekki raunhæft og síðan gerði
maður sér grein fyrir því að það var
einfaldlega komin ný afurð, hún var
ódýrari og fólk keypti hana. Viktor-
íukarfinn er enn þarna í fiskborðinu
og við erum enn að ýta honum til
hliðar. Þannig að þetta verkfall var
geysilega afdrifaríkt.“
Hann sagði að markaðurinn í Cux-
haven hefði minnkað mikið, en það
hefði markaðurinn í Bremerhaven
einnig gert að einhverju leyti. Þá
væri Hamborg dottin út og fyrirtæki
þar keyptu nú fisk í Bremerhaven.
Viðskipti alls staðar frá
„Bremerhaven er í raun orðin mið-
stöðin í Þýskalandi fyrir ferskan
fisk,“ sagði hann. „Við fáum viðskipti
alls staðar frá og fiskurinn fer mun
víðar en staðsetning okkar kaupenda
segir til um því að þeir selja fisk út
um allt,_ allt suður til Austurríkis og
Sviss. A mánudögum er orðin slík
þröng í söluherberginu að það er
varla pláss fyrir alla kaupendurna og
að auki fylgjast allt að tíu kaupendur
með og taka þátt í uppboðinu í gegn-
um símann.“
Tveir menn sjá um uppboðin fyrir
Samúel. Aðaluppboðshaldarinn heitir
Berndt Ahrens og hefur starfað við
þetta í tuttugu ár.
„Hann veit hvernig hver og einn
býður,“ sagði Samúel. „Hann tók
mjög vel í að breyta kerfínu og sá
strax að eina leiðin til að auka um-
svifin væri að ná til annarra landa,
því að ekki yrðu fleiri fyrirtæki stofn-
uð í Bremerhaven."
„Styrkjaiðnaður"
Evrópusambandsins
Samúel er lítill fylgismaður^ Evr-
ópusambandsins. Hann segir Island
beturkomið utan sambandsins. Það
yrði til bóta ef ísland ætti þess kost
að vera meðal þeirra ríkja, sem nú
eru að taka upp hinn nýja Evrópu-
gjaldmiðil, evruna, vegna þess að það
myndi hafa góð áhrif á íslenskt efna-
hagslíf og viðskiptahætti. Það sé hins
vegar ólíklegt að það bjóðist án aðild-
ar að ESB. Sambandinu líkir hann
við Sovétríkin sálugu. A vegum þess
sé að skapast ný forréttindastétt,
sem ferðist án endurgjalds. Hjá fyrir-
tækjum skipti ekki lengur mestu máli
sú deild, sem sér um nýjungar, held-
ur sérfræðingarnir í að sækja styrki í
Evrópusambandið. Margt sé einfald-
ara innan ESB, en sums staðar hafi
menn gleymt sér, eins og til dæmis
varðandi forréttindin. Kjarninn í af-
stöðu Samúels til ESB varðar hins
vegar lífsviðurværi hans, fiskinn, eins
og kemur í ljós þegar hann fer að tala
um það, sem hann kallar styrkjaiðn-
aðinn.
„Hugsaðu þér að við þurfum að
selja fiskinn okkar fyrir allt að
þrisvar og fjórum sinnum meira en
kjöt,“ sagði hann. „Fiskur var áður
fyrr matm* fátæka fólksins og kjöt var
fyrii’ þá, sem betur máttu sín og var
kannski aðeins á borðum víða á heim-
ilum einu sinni í viku. Nú hefur þessu
verið snúið við. Menn borða fisk einu
sinni í viku og kjöt hina dagana. Það,
sem hefur snúið þessu við, er styrkja-
iðnaðurinn - þessir styrkir."
Hann sagði að þetta væri ein
ástæðan fyrir þvi hvernig komið væri
fyrir þýskum sjávarútvegi, að Þjóð-
verjar veiddu orðið lítið, en flyttu að-
allega inn fisk, sem aðrir veiddu.
„Allt í sjávarútvegi hefur farið hall-
oka í styrkjaiðnaðinum," sagði hann.
„Bændur og þeir, sem fást við kjöt og
pylsur, hafa náð að upplifa það að
fólk borðar kjöt miklu oftar. Styrkir
til sjávarútvegs eru miklu takmark-
aðri og fiskurinn kemur frá löndum
utan ESB. Ef öll þessi veiði væri inn-
an ESB væri staðan allt önnur, út-
gerðin nyti styrkja, fiskurinn væri
álíka dýr og kjúklingar og allir væru
glaðir."