Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 43 * GUÐRUN GUÐLA UGSDÓTTIR + Guðrún Guð- laugsdóttir fæddist í Vík í Mýr- dal 4. júlí 1922. Hún lést á Vífilsstaðaspít- ala laugardaginn 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar vom Guðlaug Matt- liildur Jakobsdóttir og Guðlaugur Gunn- ar Jónsson. Guðnín var fiinmta barn for- eldra sinna af fimmt- án systkinum. Eftirlifandi eigin- maður Guðrúnar er Sigursveinn Jóhannesson, f. 14. júní 1920, og sonur hennar er Guðlaugur Smári Ármannsson, f. 29. maí 1959. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. frænka mín, þá held ég að þú hefðir varla getað gefið mér meira en það sem þú hefur gefið mér. Eg veit líka að Ijósið hefur verið skært og fallegt sem beið þín, hann elsku afi minn, langafi og allir hinir ástvinir okk- ar sem eru þegar farn- ir. Eg er viss um að þú hjálpar okkur á hverju ári að taka kartöflum- ar upp, leikur við Sigga í bíló og leggm- við hlustir í hvert sem ég syng eða spila á mun ég minnast þín í skipti flautu og hvert skipti Elsku Sveinn og Smári, styrki ykkur í sorginni. Guð Elsku Gunna frænka mín. Þó það sé svo sárt að þú sért farin frá okkur trúi ég því að nú líði þér bet- ur því að þú ert búin að vera svo lengi veik. Þrátt fyrir veikindin var alltaf stutt í spaugið hjá þér þegar ég kom að heimsækja þig á Vífils- staði, eins og í haust þegar kom að því að taka upp kartöflumar í sum- arbústaðnum og ég talaði um að ég kviði svo fyrir því. Þá sagðir þú það vera minnsta mál, þú kæmir bara með okkur og færir létt með að henda nokkmm kartöflum upp. Alltaf var það fastur liður hjá okkur systrunum að kíkja í heim- sókn til Gunnu frænku um leið og við komum í Álftamýrina til afa og ömmu. Hlupum við þá inn, smellt- um á þau kossi og svo yfir ganginn til Gunnu til að kyssa hana líka. Oft þegar amma var með matinn tilbú- inn þurfti að ná í okkur yfir gang- inn. Voram við þá oft ekki svangar því Gunna og Sveinn áttu alltaf eitthvað handa okkur eða Smári frændi okkar, sem var líka í miklu uppáhaldi hjá okkur. Sigga bróður fannst ekki síst spennandi að heim- sækja þau og léku þau Gunna sér saman í bílaleik og ef í leiknum átti að vera sandur þá fékk hann hrís- grjón á borðið og var leikurinn þá afar skemmtilegur. Eins og fyrr sagði var mikið spjallað þegar ég fór að heimsækja Gunnu á spítalann. Við voram til dæmis búnar að skipuleggja ferð til Víkur saman og taldi hún upp það sem hún ætlaði að sjá og skoða og þá íjölmörgu sem hún ætlaði að heimsækja. Eg gerði mitt besta í að segja henni fréttir að austan en hún var spenntust fyrir því hvort ég væri ekki dugleg að syngja og spila á flautuna mína, því henni þótti svo gaman að tónlist. Gunna gerði líka sem minnst úr veikind- um sínum, hún hafði meiri áhyggj- ur af því hvort okkur hinum liði ekki vel, allir væru hraustir og að hún þyrfti nú endilega að fara að drífa sig upp úr rúminu svo hún gæti farið í heimsóknir. Þegar ég var að vinna á leikskól- anum við Vífilsstaði komum við einu sinni með börnin til að syngja á spítalanum. Þá var Gunna heima og þótti mér það mjög leitt en Gunna sagði það vera allt í lagi því hún legði stundum við hlustir og svei mér þá ef hún heyrði ekki til mín og barnanna syngja á leikskól- anum. Þegar gott var í veðri og við voram í gönguferðum með bömin leit ég alltaf í átt að spítalanum til að sjá hvort hún sæti úti því þá ætluðum við að syngja fyrir hana. Það varð þvi miður aldrei af því en þegar við stoppuðum niðri í hrauni til að hvfla okkur sungum við nokk- ur lög og sögðum bömunum að syngja hátt svo fólkið á Vífilsstöð- um heyrði líka. ímyndaði ég mér þá alltaf að Gunna sæti við glugg- ann og heyrði til okkar. Enda þótt ég vildi hafa eytt meiri tíma með þér, elsku Gunna Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Guð geymi þig elsku frænka. Þín Sigrún Dóra. Hún Gunna er dáin. Minningam- ar hrannast upp, það er svo ótrú- legt að við eigum aldrei eftir að sitja saman við eldhúsborðið í Alftamýrinni og ræða málin. Mér finnst svo stutt síðan við vorum ungar að labba um götumar í Reykjavík að leita að gardínulausri íbúð, því okkur langaði svo að búa saman út af fyrir okkur, svo fund- um við litlu sætu íbúðina í Blöndu- hlíðinni. Síðan hefur þú, Gunna mín, verið svo stór hluti í lífi mínu og tilvera bæði sem vinkona og síð- ar mágkona. Við deildum gleði og sorgum. Það var svo margt sem við tráðum hvor annarri fyrir sem enginn fær nokkurn tímann að vita. Ef eitthvað bjátaði á var alltaf fyrsta hugsunin að ræða það við þig, þú áttir alltaf nóg ráð til að bæta hlutina. Ég get aldrei fullþakkað þér hjálpina sem þú veittir mér vetur- inn á Baldursgötunni þegar maður- inn minn lá fótbrotinn í marga mánuði og litli strákurinn minn fæddist. Mér finnst svó sárt að hafa ekki aðstæður til að kveðja þig almennilega né getað stytt þér þér stundirnar í veikindastríðinu undanfarið, en ég veit að þér líður vel núna, hún mamma þín hefur tekið vel á móti þér. Þú varst svo ung þegar þú misstir hana, og við töluðum svo oft um að hún tæki á móti þér þegar yfir lyki. Það er svo margt að þakka og ekki síst fyrir bömin mín og bama- bömin sem þú reyndist eins vel og þú ættir þau, enda varstu í þeirra augum ekki bara frænka heldur hin eina sanna Gunna frænka, og era þær ófáar gjafimar sem þú hefur gefið þeim fyrr og síðar. Smádæmi um hug þeima til þín er þegar við fluttum úr Alftamýrinni. Þá sagði litill dóttursonur minn: „Það er nú verst að þið erað að flytja, þá fæ ég ekki eins oft að koma til Gunnu frænku.“ Ég bið al- góðan guð og englana hans að gæta þín og varðveita þig. Smári minn og Sveinn, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og bið guð að styrkja ykkur. Þín Halla. Elsku Gunna frænka. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt, ef telja skyldi það. í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margr. Jónsd.) Sveinn og Smári, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Erling Einarsson. Elsku besta frænka mín, mig langar til að kveðja þig með nokkram fátæklegum orðum. Þó að ég hafi ekki hitt þig oft síðastlið- in ár hafa fundir okkar alltaf verið sannkallaðir gleðifundir. Jafnvel þótt þú værir fárveik gastu séð spaugilegu hliðarnar á tilveranni og hlegið með mér. Þegar ég sit hér og hugsa um þig finnst mér að ég hafi alltaf getað glatt þig bara með nærvera minni og alltaf fannst mér jafn hressandi að hitta þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég vil biðja algóðan guð að geyma hana frænku mína og styrkja elsku Smára og Svein. Elín Björk Einarsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞÓRA BRIEM, er látin. Gunnlaugur E. Briem, Guðrún Briem, Þráinn Þórhallsson, Garðar Briem, Hrafnhildur Egilsdóttir Briem, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAVÍA GUÐMUNDSSON, andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi sunnudaginn 17. janúar. Hrafnhildur Reynisdóttir, Jóhannes Harry Einarsson, Kristín Hólm, Herdís Einarsdóttir, Jóhannes Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, LEÓ OTTÓSSON, Hverafold 64, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 28. desember. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 6A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Þökkum samúð og vinarhug. Guðrún Sumarliðadóttir, Tryggvi Leósson, Soffía Ólafsdóttir, Birkir Leósson, Víðir Leósson, Erla Úlfarsdóttir, Ámi Leósson, Kolbrún Jónatansdóttir, Hjördís Leósdóttir, Þorvaldur Guðmundsson og barnabörn. c t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSBJÖRNJÓNSSON, Dvalarheimiii aldraðra, Borgarnesi, áður til heimilis á Gunnlaugsgötu 17, sem lést þriðjudaginn 12. janúar, verður jarð- sunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn og afabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, KRISTINN EGGERTSSON, lést á heimili sínu að kvöldi laugardagsins 16. janúar. Hjördís Bergstað, Eggert Kristinsson, Sigfríður Birna Sigmarsdóttir, Valdimar Kristinsson, Hjördís Kristinsdóttir, Sigmar Freyr og Kristinn Björn, Sigurlaug Þorsteinsdóttir. t Ástkær móðir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR sjúkraliði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar- daginn 16. janúar. Emil, Guðmundur, Stefán og Kristinn. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, JÓNA FRÍMANNSDÓTTIR, lést á heimili okkar í Tungusíðu 23, Akureyri, laugardaginn 16. janúar. Hún verður jarð- sungin frá Glerárkirkju föstudaginn 22. janúar kl. 14.00. Ólafur Svanlaugsson, Svanlaugur Ólafsson, Dofri Ólafsson, Hrannar Ólafsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR BRIEM, Sunnuflöt 18, Garðabæ, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda hluttekningu. Ragnheiður Briem, Gunnlaugur SE Briem, Atli Steinn Guðmundsson, Guðmundur Elíasson, Kári Snær Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.