Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 23
Námskeið um þátt-
töku í vörusýningum
Sýningar
til að selja
ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands
stendur á föstudaginn, 22.
janúar nk., fyrir námskeiði um
skipulagningu og ft'amkomu á
vöru- og þjónustusýningum.
Sérstakur fyrirlesari á nám-
skeiðinu er Brian Perkins,
framkvæmdastjóri hjá
Diversified Business Commun-
ication, sem er eitt stærsta fyr-
irtæki í heimi á sviði sýningar-
halds. Fyrirtækið stendur m.a.
að sýningunum Boston Seafood
Show, European Seafood Ex-
position og Seafood Processing
Europe í Brussel og gefur út
blöð og tímarit um sjávarútveg.
Sýningar eru til
að selja vöru
Brian mun á námskeiðinu
fjalla um hvemig fyrirtæki geta
með þátttöku á vöru- eða
þjónustusýningum hámarkað
árangur sinn í markaðssetn-
ingu. „Sýningar eru til þess að
selja þá vöru sem fyrirtækin
hafa upp á að bjóða,“ segir Bri-
an í samtali við Morgunblaðið.
„Fiestir nýta hinsvegar sýning-
ar til að kynna aðeins einkenni
og ímynd fyrirtækja sinna. Sýn-
ingarnar sækja hinsvegar
væntanlegir kaupendur og fólk
ætti því að nýta tíma og krafta í
sölu vörunnar. Vöru- og
þjónustusýningar eru einn af
fáu fjölmiðlum sem færir fyrir-
tækjunum kaupandann í eigin
perónu."
Brian segir íyririestur sinn
byggðan á rannsóknum og
könnunum um hvemig megi
bæta árangur fyrirtækja með
þátttöku í sýningum. „Pá má
alltaf bæta árangur fyrirtækj-
anna á slíkum sýningum. Það er
hinsvegar mikilvægt að vöra-
og þjónustusýningar séu hluti
af markaðsáætlunum fýrirtækj-
anna, samhliða markaðssetn-
ingu vörannar, söluáætlunum
og auglýsingum. Þessu er víða
ábótavant og þá er oft ekki á
hreinu hver er hinn eiginlegi til-
gangur sýninganna," segir Bri-
an. Ennfremur mun Jón Þor-
valdsson, kynningarráðgjafi,
flytja erindi á námskeiðinu sem
hann kallar: „Markviss fram-
ganga á vörusýningum - hvað
þarf til að skara framúr?“
Námskeiðið verður haldið á
Hótel Sögu og hefst ki. 13:30.
Þátttaka er ókeypis.
Amerisk gæða
framleidsla
30-450
lítrar
Umboðs-
menn um
land allt
RAFVORUR
ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411
__________ÚR VERINU______________
Meiri umsvif hjá Fiskmarkaði
Tálknafjarðar en nokkru sinni
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
SNÆBJÖRN Geir Viggósson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Tálknafjarðar við þorskkar af Þórhöllu BA
144, en fiskurinn var boðinn upp á FMT og kaupandinn var Toppfiskur í Reylqavík. Með Snæbirni Geir á
myndinni eru þau Adam og Alexandra.
TálknaJQörður. Morgunblaðið.
Á FISKMARKAÐI Tálknafjarðar
voru meiri umsvif á árinu 1998 en
nokkru sinni áður í sögu fyrirtækis-
ins. Hefur aldrei verið selt jafn mik-
ið á einu ári. í samtali við Snæbjörn
Geir Viggósson framkvæmdastjóra,
kom fram að heildarsala á árinu var
1.114 tonn og hefur aldrei verið
meiri yfir sama viðmiðunartímabil.
Meðalverðið var 113,25 krónur á
kíló.
Vandað til frágangs á fiskinum
Skýringuna á þessu háa meðal-
verði má að hluta rekja til þess að
vandað er til frágangs á öllum fiski
og reynt að veita viðskiptavinum
sem besta þjónustu. Það kom fram
hjá Snæbimi, að hann teldi það
löngu tímabært að við úthlutun afla-
heimilda verði farið að taka mið af
meðferð og gæðum afla hjá útgerð-
um, þannig að þeir sem ganga vel
um aflann fái viðurkenningu í aukn-
um aflaheimildum, þar sem það
eykur augljóslega arðinn af auðlind-
inni að farið sé vel með fiskinn.
Þorskur fyrir 73,4 milljónir
Þegar skoðað er yfirlit vegna sölu
hjá FMT, kemur í ljós að þorskur er
í fyrsta sæti, bæði hvað varðar
magn og verðmæti. Seld voru 659
tonn fyrir 73,4 milljónir. Næst kem-
ur steinbítur, 190,7 tonn, sem seld
vora á 22,6 milljónir. Af því u.þ.b. 30
tonn steinbítsflök. Þá kemur ýsa,
186,7 tonn, á 23 milljónir og því
næst koma tegundir eins og skar-
koli, ufsi og lax. Til gamans má geta
þess að FMT seldi 10 tonn af eldis-
laxi fyrir 2,3 milljónir, en laxinn er í
fjórða sæti ef miðað er við sölu-
verðmæti.
Mest er að gera á markaðnum yf-
ir sumarmánuðina og er skýringar-
innar á því að leita í fjölda smábáta
sem róa frá Tálknafirði yfir sum-
artímann. Áætlar Snæbjöm, að af
árssölunni fari u.þ.b. 85% í gegn yf-
ir sumarið.
Mest selt burt
af staðnum
Það er ekki mikið um það að fisk-
vinnslufyrirtæki á Tálknafirði kaupi
hráefni á markaðnum, þar sem þau
eiga báta sjálf og era með fleiri báta
í föstum viðskiptum. Af því leiðir að
bróðurparturinn af fiskinum sem
kemur á markaðinn er fluttur í önn-
ur byggðarlög og er höfuðborgar-
svæðið þar ofarlega á blaði, en aðrir
staðir, eins og t.d. Raufarhöfn, hafa
einnig fengið fisk frá Tálknafirði. .
1
"ilíl A EfTIR ÖLLUM PlNUM KHÖNUM
ðgreiðsluafsláttur
illum gleraugnaumgjörðum
Gleraugnaverslun Hagkaups
umst á réttum stað
GLERAUGNAVERSLUN
HAGKAUP
Meira úrval
kaup