Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 25 Borís Jeltsín lagður inn á sjúkrahús með blæðandi magasár Tímabært orðið að forsetinn segi af sér? Jeltsín Príraakov Væntanlegir forsetafram- bjóðendur halda sínu striki Moskvu. Reuters. NOKKRIR líklegra frambjóðenda til að leysa Borís Jeltsín Rússlands- forseta af hólmi sögðu í gær að það væri ekkert nýtt að hann væri heilsulaus. Sú staðreynd breytti engu um pólitíska áætlanagerð þeirra. Aðrir sögðu rétt að velta fyr- ir sér hvort ekki væri kominn tími til að Jeltsín segði af sér. Jeltsín var færður á sjúkrahús á sunnudag með blæðandi magasár. Læknir Jeltsíns sagði í gær að lík- lega yrði hann á sjúkrahúsinu í tvær til þrjár vikur, ef magasárið gi'eri vel, en verki lyfjameðferð ekki vei á hann kynni að verða nauðsyn- legt að skera hann upp og þá gæti sjúkrahússdvölin orðið lengi'i. Að forsetinn skyldi enn einu sinni vera frá störfum vegna heilsuleysis æsti í gær upp vangaveltur um að hann væri ekki fær um að sitja út kjörtímabilið, sem lýkur um mitt ár- ið 2000 og að ef til vill muni forseta- kosningum verða flýtt. Segi Jeltsín af sér eða verði hann dæmdur vanhæfur til að gegna embættinu og sviptur því verður að kjósa arftaka hans innan þriggja mánaða, sem gefur frambjóðendum lítinn tíma til undirbúnings. En þeir sem fremst fara í flokki þeirra sem taldir eru líklegustu forsetafram- bjóðendurnir sögðu að fregnir af enn einu krankleikakasti Jeltsíns breyttu engu um áætlanir sínar. „Að forsetinn sé heilsuveill er okkur engin ný tíðindi," tjáði Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm- únista, blaðamönnum. Hann endur- tók það sem kommúnistar hafa lengi haldið fram að Jeltsín ætti að afsala meiru af völdum forsetans í hendur forsætisráðherrans, Jev- genís Prímakovs. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin og þingið ættu að ræða lausn á því valdatómarámi sem væri á toppi valdapýramida rássneska stjórnkerfisins, þar á meðal möguleikann á að flýta for- setakosningum. „Frá því árið 1995 hefur Jeltsín ekki verið fær um að afkasta einni einustu heilii vinnuviku," sagði Zjúganov. „Eftir því sem hann kem- ur minna nálægt daglegu lífí fólks og sönnum stjórnmálum, þeim mun fyrr mun landið ná heilsu á ný.“ Gennadí Zeleznjov, forseti þingsins - sem er í Kommúnista- flokknum en ekki er búizt við að bjóði sig fram til forseta, sagði veikindi Jeltsíns ekki „breyta neinu um ástandið í landinu". Og Júrí Lúzjkov, borgarstjóri í Moskvu, sem reiknað er með að taki þátt í forseta- framboðsslagnum, sagði nýjustu veikindi Jeltsíns ekki koma á óvart, en hann vakti máls á því hvort ekki væri tímabært að Jeltsín segði af sér. „Forsetinn verður að gera upp hug sinn,“ sagði Lúzjkov í sjón- varpsviðtali. Þinginu verði flutt skýrsla um heilsufar forsetans Grígorí Javlinskíj, leiðtogi hins frjálslynda Jabloko-flokks og til- vonandi forsetaframbjóðandi, sagði í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, að fréttirnar af magasári Jeltsíns segðu mjög hugsanlega ekki alla söguna. „Margt bendir til að aðstæður varðandi heilsufar for- setans séu alvarlegri nú en venju- lega,“ sagði hann. „Við teljum nauðsynlegt að forsætisráðherrann gefi [þinginu] skýrslu innan sólar- hrings þar sem raunverulegu heilsufarsástandi forsetans er lýst, hæfni hans til að stjórna landinu og hver muni taka mikilvægar ákvarð- anir.“ Reuters Krónprins Spánar í Brussel FELIPE de Borbon, ríkisarfi Spánar, heimsótti í gær höfuð- stöðvar Evrópusambandsins (ESB) á fimm vikna ferð sinni um Evrópu. Hér brosir hann framan í myndavélarnar ásamt Jacques Santer, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, í Breydel-bygging- unni í Brussel, en þar eru æðstu stjórnarskrifstofur framkvæmda- stjórnarinnar til húsa. Oskar Lafontaine á fjármálaráðherrafundi ESB Baráttan g’egn atvinnu- leysi efst á dagskrá Brussel. Reuters. BARÁTTAN við atvinnuleysis- drauginn verður efst á dagskrá formennskumiss- eris Þjóðverja í ráðherraráði Evr- ópusambandsins (ESB), að því er Oskar Lafontaine, fjármálaráð- herra Þýzkalands, sagði á fundi með starfssystkinum sínum frá öll- um ESB-löndunum í Brussel í gær. Lafontaine skýrði á fundinum frá verkefnadagskrá þýzka for- mennskutímabilsins, sem lýkur um mitt árið. Hann lagði enn og aftur áherzlu á að hann væri staðráðinn í að leika virkt hlutverk í að þróa nýtt kerfi alþjóðlegra fjármálavið- skipta, sem verði verði ekki eins berskjaldað fyrir sveiflum og það kerfi sem nú er við lýði. „Við viljum koma á skilvirkum alþjóðlegum samningum sem hjálpa til við að bægja óróa frá fjármálamörkuðum heimsins,“ sagði Lafontaine í ljósi fjár- málakreppunnar sem nú er riðin yfír í Brasilíu. Hann lagði þó mesta áherzlu á að Evrópuríkin nýttu sér það tæki- færi sem vel heppnuð stofnun Efnahags- og myntbandalagsins (EMU) um áramótin skapaði með því að stíga frekari skref í sam- runaþróun Evrópu, einkum og sér í lagi með því að efla um allan helm- ing aðgerðir til að draga úr at- vinnuleysi í álfunni. Á að gizka 18 milljónir þegna ESB eru atvinnu- lausir. Háð kringumstæðum ,jVð bæta atvinnuástandið er al- gjört forgangsatriði þýzka for- mennskumisserinsins. Við getum þá aðeins náð árangri í þessari bar- áttu ef efnahagslegar aðstæður í umheiminum eru hagstæðar og ef efnahagshorfur í Evrópu lofa góðu,“ sagði Lafontaine. Meiriháttar ....... „ *Y m * $ ' & * ♦ ' d * # *0 *. &•#♦’* y * v * y * y * v • v SOFASETT aðeins eitt í gerð STOLAR BORÐ SKAPAR SKENKAR / / MEXICO- HÚSGÖGN SPEGLAR LAMPAR Húsgagnadeild íJM RISTALL Faxafeni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.