Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 42
j. 42 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR MORGUNBLAÐIÐ N Reynslan af Reykjavíkurlist- anum hjálpar Samfylkingunni TALSVERT hefur borið á því að ýmsir forvígismenn Sam- fylkingarinnar telji að ekki sé hægt að velta núverandi ríkistjórn. Þetta kom til dæmis fram í útvarpsþætti fyrir nokkrum dögum þegar rætt var við einn frambjóðanda Al- þýðuflokksins um mál- ið. Ég er ósammála þessu; ég tel að það séu raunhæfir mögu- leikar á því að skipta um ríkisstjóm í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur fengið mikinn stuðning í skoðanakönnunum. Hann hefur jafnvel mælst með hreinan meiri- /sn/" Attaius Plasthúðun * Allur véla- og tækjabúnaður - Vönduð vara - góð verð hluta. En þá gleyma menn því að Samfylk- ingin hefur legið lágt vegna innri erfiðleika og að hún á eftir að rétta úr kútnum. Og menn gleyma því að það er meiri fjöldi óá- kveðinna en áður og því er hægt að slá föstu að stjórnarand- staðan eigi meira fylgi meðal óákveðinna en hinna sem gefa upp af- stöðu sína. Með hlið- sjón af öllu þessu þarf ekki að óttast það að Sjálfstæðisflokkurinn fari vemlega yfir 40% - sem er vissulega meira en nóg samt. Framsóknarflokkurinn hef- ur spjarað sig allvel í könnunum að Reynslan af R-listanum ----------------->----------- sýnir, segir Arni Þór Sigurðsson, að það er unnt að mynda sterka stjórn með þeim aðilum sem þar starfa saman. undanfömu. Ef illa fer í prófkjöri hans í Reykjavík getur hann farið að tapa í þéttbýlinu en miðað við kannanir að undanförnu gæti hann fengið um og yfir 20% atkvæða. Það þýðir að aðrir fá þá um 40% atkvæða. Samfylkingin fær bróð- urpartinn af þeirri tölu. Það er að segja andstæðingar ríkisstjórnar- innar fá um 40% atkvæða. Það þýðir að þeir geta með Framsókn- arflokknum myndað ríkisstjóm. Og af hverju ekki að láta það ger- ast eftir næstu kosningar? Það á að vera unnt. Það er engin ástæða til að ætla að Framsókn vilji endi- lega frekar starfa með íhaldinu en okkur. Ég hef af því reynslu sem að- stoðarmaður borgarstjóra og sem borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans að starfa með Framsóknarmönn- um og samfylkingarsinnum við stjórn borgarinnar. Það er góð reynsla fyrir mig persónulega, en það er líka dýrmæt reynsla fyrir Samfylkinguna sem ég er reiðubú- inn að deila með öðrum samfylk- ingarsinnum á komandi kjörtíma- bili á Alþingi nái ég til þess kjöri. Þessi reynsla segir mér að það sé raunhæfur möguleiki að gefa Da- víð Oddssyni og Sjálfstæðisflokkn- um frí. Það þarf ekkert frekar á honum að halda í landsstjóminni en í borgarstjórninni. Reynslan af R-listanum sýnir að það er unnt að mynda sterka stjórn með þeim að- ilum sem þar starfa saman. Alveg eins á landsvettvangi og á vett- vangi borgarstjórnar. Davíð Oddsson hefur nú verið borgarstjóri og forsætisráðherra í samfleytt 20 ár. Það er tímabært að láta það gott heita og snúa við blaðinu. Stöndum saman um öflugt Alþýðubandalag og þar með sterka Samfylkingu og skiptum um stjórn í vor. Höfundur er aðstoðarmaður borg- arstjóra og stefnir á fyrsta sæti Al- þýðubandalagsins íprófkjöri sam- fyikingarinnar 30.jamiar. Árni Þór Sigurðsson * * Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú gætir komist í hóp 420 heppinna sem komast á einkaforsýningu mbl.is á Badda í borginni 28. janúar. Myndin verður ekki frumsýnd fyrr en í byrjun mars, þú gætir orðið meðal þeirra fyrstu sem sjá myndina! Taktu þátt í leiknum á mbl.is og hver veit! vg'mbl.is -ALLTaf= £ITTH\SA£> rjÝI I Profkjor Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Arnbjörg fremst I flokki! EinarRafn Haraldsson, Sólvöllum 10, Egilsstöðum, skrifar: í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi eiga kjósendur völ á vönum og starfs- sömum þingmanni, Arnbjörgu Sveins- dóttur, í 1. sæti listans. Á Alþingi er Austfirðingum nauðsyn á traust- um málsvara sem þekkir störf þess. Hún hefur sinnt málefnavinnu fremur en ræðuhöldum í þinginu og aflað sér þekkingar sem ekki fæst á annan hátt. Hún hefur valist til trúnaðar- og forystustarfa fyrir sveitarfélag sitt og fjórðunginn og staðið sig vel. í drengilegri kosn- ingabaráttu hefur Arnbjörg sýnt, svo ekki verður um villst, að for- ystuhlutverkið verður vel varðveitt í hennar höndum. Nauðsynlegt er að sátt ríki um leiðtoga listans og á engan er hallað þótt sá sé valinn sem reynsluna hefur. ►Meira á Netinu Guðrúnu Sigurjónsdótt- ur á þing Sverrir Jakobsson sagnfræðingur skrífar: Ein þeirra sem nú gefa kost á sér í prófkjöri samfylkingar vinstriafl- anna er Guðrún Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfi og varaþingmaður Al- þýðubandalagsins. Fyrir síðustu kosningar var hún í 5. sæti á fram- boðslista flokksins hér í Reykjavík og hefur því verið varaþingmaður undanfarin fjögur ár. Guðrún Sigurjónsdóttir sameinar það að vera hugsjónakona og að höfða til breiðs hóps kjósenda. Hún leggur sérstaka áherslu á heil- brigðismál, enda starfar hún innan heilbrigðiskerfis- ins og hefur verið virk í baráttunni fyrir bættum kjör- um heilbrigðis- stétta og sjúklinga. Með Guðrúnu Sigurjónsdóttur í 2. sæti Alþýðu- bandalagsins á listanum þarf eng- inn að efast um að staðið verður við þau róttæku sjónarmið sem sjá má í stefnuskrá flokksins og málefna- skrá samfylkingarinnar. ► Meira á Netinu Sverrir Jakobsson Einar Rafn Haraldsson Yfir 1.200 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islanclia.is/kerfisthroun Magnús Jón í fyrsta sæti Eggert Eggertsson, kennslustjórí og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Seltjarnar- nesi, skrifar: Magnús Jón Árnason hefur ver- ið fremstur í fiokki manna að koma á samvinnu Alþýðu- bandalags, Alþýðu- flokks og Kvenna- lista. Hann hefur verið hægri hönd Margrétar Frímannsdóttur í því samfylkingarferli. Það er erfitt að koma flokkum og hreyfingum saman sem áður hafa keppt og sleg- ist, en með festu og einurð manna eins og Magnúsar Jóns hefur það tekist. Það er nauðsynlegt fyrir áframhaldandi ferli Samfylkingar- innar að þar veljist til forystu menn sem geta unnið og kunna til verka. Magnús Jón er mörgum kostum búinn sem prýða góðan stjórnmála- mann með mikla yfirsýn. Hann hef- ur verið í forystu fyrir stéttarfélag kennara, hefur mikla reynslu innan stjórnmálahreyfingar, hefur góða innsýn í sveitarstjórnarmál og hef- ur verið bæjarstjóri í einu stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikill fengur að hafa Magnús Jón sem þingmann Samfylkingar félags- hyggju, jafnaðar og kvenfrelsis. Eg hvet alla til að setja Magnús Jón í fyrsta sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Reykjanesi. ► Meira á Netinu Eggert Eggertsson Ásta Ragnheiður i 2. sæti Guðfinna Thordarson, Haukanesi 8, Garðabæ, skrifar: Ég vil með þessu greinarkorni hvetja Reykvík- inga til þess að fjölmenna í próf- kjör samfylkingar- innar 30.janúar nk. og velja konu sem hefur sýnt það og sannað að hún á erindi á Alþingi ís- lendinga. Ásta Ragnheiður hefur látið sig hag fólks varða og unnið af áhuga og festu að mörgum brýnum hagsmunamálum Reykvíkinga og landsmanna allra. Það hefur verið reynsla undan- farinna ára að konur eiga erfitt upp- dráttar í prófkjörum, jafnvel þrátt fyrir það að hafa sýnt sig og sannað. Ér ekki kominn tími til að breyta þessu? Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Snúum bökum saman og tryggjum Ástu Ragnheiði öruggt sæti á lista samfylkingarinnar í komandi kosningum. Byrjendanámskeið í karate að hefjast. Upplýsingar í síma 551 4003 www.itn.is/thorshamar AUGLÝSINGADEILD ^mbl.is Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netiang: augl@mbl.is Ai-LTXKf= eiTTHWKÐ AIÝ7~1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.