Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 18
Stórhríð í fjörutíu klukku- stundir Vaðbrekku, Jökuldal - Stór- hríð, sem stóð í 40 klst., gekk yfír Jökuldal og nágrenni um helgina. Hríðin byrjaði upp úr hádegi á föstudag og gekk ekki niður fyrr en á sunnu- dagsmorgun. Veður hélst gott á sunnudag og þá var góð aðstaða til að líta á ummerki eftir hana. Ekki virðist hafa komið mikill snjór í allri þessari hríð, en mikil veðurhæð var allan tím- ann svo snjóinn skóf og nú má segja að slétt sé af öllu. Fært er um vegi fyrir mikið breytta jeppa sem fljóta ofan á snjónum en vegurinn var ruddur á mánudag fyrir aðra bfla vegna þess að þó að mesta snjóinn hafi skafið af veginum hefur sett í nokkra stóra skafla. Ekki tjón á mannvirkjum Ekki varð tjón á eignum manna hér á svæðinu en sím- inn datt út á efra Jökuldal í nokkrar klst. á sunnudags- morgun en var kominn í lag um nónbil eftir að viðgerðar- menn komu frá Egilsstöðum svo ekki var sambandslaust nema í 6-10 klst. MORGUNBLAÐIÐ 18 PRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 LANDIÐ Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson VIGFÚS Andrésson, bóndi í Berjanesi. Fárviðri og 17 vind- stig undir Eyjafjöllum Rúður brotnuðu og plötur losnuðu Fagradal - Pakjám losnaði af íbúð- arhúsi á bænum Presthúsum í Reynishverfi í Mýrdal þegar sem hvassast varð þar um hádegisbil síðastliðinn laugardag. Menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík voru kallaðir á staðinn og náðu þeir að festa járnið niður. Ymislegt tjón varð í Vík og ná- grenni í rokinu á laugardag. Þannig brotnuðu rúður í íbúðarhúsi í Vík, allar rúður í tveimur bflum í eigu sama mannsins brotnuðu og nokkr- ar rúður í fjórum öðrum bflum, rúð- ur og plast á gróðurhúsum skemmdist og rusladallar fuku um. Á þessum slóðum varð þó hvergi stóralvarlegt tjón. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson MENN frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík festa niður járnplötur á Presthúsuni í Reynishverfi. Holti - Að kveldi föstudags skall á ofsaveður undir Eyjafjöllum, eink- um undir Austur-Eyjafjöllum og jókst veðurhamurinn þannig að að- faranótt laugardags náði vindhrað- inn mest 17 vindstigum í vindhvið- unum samkvæmt vindmæli í Stein- um. Veðurhamurinn hélst fram á sunnudag og fauk víða til skaða, húsþök, vélar og bifreiðar. Raf- magnslaust var í um 20 klst. undir Austur-Eyjafjöllum vegna þess að sex rafmagnstaurar brotnuðu ná- lægt Hrútafelli. Brynjar Svansson, viðgerðarmað- ur hjá rafmagnsveitunni, sagði að þegar á laugardeginum hefði verið reynt við viðgerðir, staurum hefði verið komið út, en kl. 6 um kvöldið hefðu viðgerðarmenn orðið frá að hverfa vegna veðurofsans. Um kl. 5 á sunnudagsmorgni var hafist handa á ný við mjög erfiðar aðstæður, útilok- að hefði verið að komast upp í staurana í böndum en með tveimur kranabflumvar talið óhætt að fara upp og koma línunum á staurana. Viðgerð lauk eftir hádegi og komst þá rafmagn á. í Steinum og að Hvassafelli, þar sem bræðurnir Sigurjón og Magnús Pálssynir búa með heimilisfólki sínu, fauk ofan af hlöðu í heilu lagi aðfara- nótt laugardags, steyptir veggir brotnuðu, nær allar vélar og bflar heimilanna urðu fyrir rúðubrotum og skemmdum vegna áfoks jám- platna og ýmissa annarra hluta. Peir bræður sögðu að þetta væri eitt versta veður sem þeir myndu eftir og líklega hefðu verstu byljirnir komið að kveldi laugardags. „Þá skalf allt og nötraði í byljunum og við héldum að húsið færu þá og þeg- ar,“ sögðu þeir. Veggir og glerbrot á víð og dreif I Berjanesi varð mikið tjón, steinsteyptir veggir voru á víð og dreif eins og glerbrot og sagði Vig- fús Andrésson bóndi að nú væri í fyrsta skipti uppgjöf hjá honum og fjölskyldu hans gagnvart þessum gemingaveðrum sem kæmu eins og í streng frá fjöllunum yfir heimili hans og legði allt í rúst. Þetta væri eins og eftir sprengingu í útihúsun- um núna. Gluggar í íbúðarhúsinu á efri hæð með gluggapóstum moln- uðu og þegar hann reyndi að negla fyrir einn gluggann varð hann fyrir slíku útsogi að hlerinn brotnaði og sogaðist út og hann næstum með. „Þá var ekkert að gera annað en að gefast upp og yfirgefa efri hæð- ina“, sagði Vigfús. Hann sagði einnig að tryggingafulltrúi VÍS á Hvolsvelli hefði neitað sér um foktryggingu og því væri hann ótryggður gagnvart þessu tjóni, útihús ónýt, íbúðarhús skemmt og vélar gluggalausar og skemmdar vegna áfoks. I Vallatúni fauk þak af fjárhús- hlöðu en bóndinn í Ormskoti, Olafur Sigurþórsson, hefur nýtt útihúsin þar. Olafur sagði að þetta veður væri það versta sem hann myndi eftir, rúður úr flestum dráttarvélum hans hefðu brotnað, þótt þær hefðu verið í því skjóli sem reynt var að finna, göt væru á rúðum íbúðarhúss eftir steina, eins og eftir byssukúlur, hringlaga göt án nokkurra spmngna og lýsti það að hluta þessum veður- ham sem þó væri ekki hægt að lýsa með orðum. Víða annars staðar urðu bændur undir Eyjafjöllum fyrir tjóni í þessu fárviðri, allt að 17 vindstigum sem ekkert íslenkt orð nær yfir. Snjóflóðahættan liðin hjá FARFUGLAHEIMILI í jaðri Seyðisfjarðar var opnað aftur á sunnudag eftir að hafa verið rýmt vegna snjóflóðahættu um helgina. Sextán pólskir farand- verkamenn, sem búa á farfugla- heimilinu og fengu inni í sum- arhúsum Seyðfirðingafélagsins á meðan snjóflóðahættan var yfirvofandi, hafa því komið sér fyrir á nýjan leik á farfugla- heimilinu. Oveður ger- ir usla í Skagafírði Sauðárkróki - Þegar snjóraðnings- menn á Siglufjarðarleið komu að bænum Krossi í Óslandshlíð rétt íyr- ir klukkan átta á sunnudagsmorgni var ljóst að veralegt snjóflóð hafði fallið úr hlíðinni fyrir ofan bæinn. Hafði það að mestu stöðvast við veg- inn en þó farið lítillega yfir hann. Ljóst var að þarna höfðu allmörg hross lent í flóðinu sem hafði einnig sópað með sér öllum girðingum á stóru svæði og tvístrað stæðu af heyrúllum, á annað hundrað talsins, sem gengið hafði verið frá rétt ofan vegarins. Heimamenn á Krossi fóru þegar að bjarga hrossunum en flóðið var um sjö hundruð metra breitt, hafði tekið 26 hross og voru tvö þeirra dauð þegar að var komið. Björgun- arsveitarmenn úr Hofsósi komu fljótlega á vettvang og fór þá að ganga fljótar að ná skepnunum og að sögn Guðjóns Björgvinssonar á Krossi var því lokið um hádegi. Ljóst er að um verulegt tjón er að ræða þar sem girðingar á nokkurra kílómetra kafla eyðilögðust og bróð- urparturinn af heyinu er stór- skemmdur eða ónýtur, auk hross- anna sem drápust. Þá sökk trilla í höfninni á Hofsósi og er talið að ísing hafi hlaðist svo mjög á hana að hún hafi loks sokkið undan þeim þunga. Morgunblaðið/Björn TRILLA sökk undan ísingu í höfninni á Hofsósi. ----------------- Snjóflóð í Dalsmynni og Fnjóskadal UM 700 metra breitt snjóflóð féll í Dalsmynni í Fnjóskadal, við bæinn Þverá og yfir Fnjóská og að eyðibýl- inu Skuggabjörgum handan árinnar. Erlingur Ai-nórsson bóndi segir tjón einkanlega á girðingum og skóglendi en flóðið féll hvorki á hús né olli slys- um á fólki. Erlingur segir mikinn snjó hafa safnast í hlíðina ofan við bæinn og þaðan falli iðulega lítil flóð. Hér var um flekaflóð að ræða og segir hann það hafa sópað með sér birkitrjám úr hlíðinni sín megin og það síðan náð inn í skógræktargirðingu hjá Skuggabjörgum þar sem skógi’ækt er stunduð. Talið er að flóðið hafi fallið aðfaranótt sunnudagsins. Það varð að fá aðstoð frá næsta bæ til að moka snjó frá íbúðarhúsinu hjá Erl- ingi svo heimilisfólkið kæmist út. Þá féllu flóð innarlega í Fnjóskadal, nálægt Þórðarstöðum, þar sem mikið er um orlofshús í eigu stéttarfélaga og fyi-irtækja. Virðist flóðið ekki hafa valdið tjóni á mannvirkjum. Sérfræð- ingar Veðurstofu íslands könnuðu flóðin í gær og halda því áfram í dag. Snjóflóðavakt var alla síðustu helgi á Veðurstofu Islands. Eru þá lögregla, Vegagerðin og almannavamaráð á viðkomandi stöðum upplýst um stöð- una. Vakt var vegna snjóflóðahættu um helgina á Seyðisfirði, Siglufirði og í Neskaupstað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.