Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
j éSBH /HEE>D/U.ÍT/£> ' í þ/)£> EKU GULL SÓÐA-) i TIL HAAVNG 7XJ \/W6 LAH6AR
þée, 6Herr/e ) „ veeÐL/tUN/N / j i yÆ
1t/G) t/C3) ^ s°punuaa
im [ i W* mkf
r
Þessum í öftustu röðinni fannst þetta ekki vera mjög fyndið...
PtoygggjMafttft
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hápólitískt
áramótaskaup
Frá Ólafi R. Jónssyni: lega tilburði R-listans við að koma
ÞAÐ ER ekkert nýtt að vinstrimenn
misnoti ríkisfjölmiðlana í pólitískum
tilgangi. Nægir að nefna styrinn sem
staðið hefur um fréttastofur ríkisfjöl-
miðlanna. Einnig á vettvangi hins ár-
lega áramótaskaups Sjónvarpsins
hafa vinstrimenn haslað sér völl til að
koma áróðri sínum á framfæri. Flest-
um er í fersku minni áramótaskaupið
1994, sem Guðný Halldórsdóttir leik-
stýrði, þar sem gert var óspart grín
að Árna Sigfússyni. Kom hann sér
aldrei á pólitískum ferli sínum undan
þeirri ímynd sem þar var mótuð.
Þótti mörgum undarlegt að sá sem
tapað hafði kosningunum og stóð í
raun baksviðs skyldi vera aðalskot-
spónn alls grínsins á meðan þeim
sem sat í borgarstjórastólnum var
hlíft. Áramótaskaupið síðasta sló þó
öll önnur, og allar Spaugstofur, út.
Ráðherrann Ingibjörg Pálmadóttir,
sem verið hefur lengst allra í emb-
ætti heilbrigðisráðherra og þykir
hafa vaxið af verkum sínum, var aðal-
skotspónn skaupsins. I annarri
hverri senu var æpandi kerling sem
átti að vera ráðherrann og var spaug-
ið svo yfirgengilegt að flestum þótti
nóg um. Klykkt var út í ósómanum í
ósmekklegu lokaatriði þar sem ráð-
herrann dansaði nektardans. Spaug-
ið var út í loftið, ómai-kvisst og lítt
fyndið. Rýr efnistök í áramótaskaupi
á kosningaári sem bauð upp á ótelj-
andi atriði til að spauga með, vilji
menn vera á pólitískum línum. Ekk-
ert voru áhorfendur minntir á hlægi-
Kanntu
Frá Baldri Ragnarssyni:
ÞEGAR við teljum einn tug byrjum
við á einum og endum á tíu. Tug get-
um við fyrst nefnt þegar tíu einingar
hafa verið taldar. Bæði talan einn og
talan tíu tilheyra tuginum, sem og
allar tölumar þar á milli. Við teljum
því til og með 10. Talan 10 kallast
tugtala því með henni er fyrsti tugur-
inn fylltur. Ef við nú teljum áfram
næsta tug byrjum við á tölunni ellefu
og ljúkum þeim tugi með tölunni
tuttugu. Þannig getum við haldið
áfram og talið tíu tugi til að ná
hundraðinu. Talan 100 er síðasta tala
tiunda tugarins og fyrsta hundraðs-
ins. Hún fyllir fyrsta hundraðið og er
því bæði tugtala og hundraðstala.
Kallast hún öld í tímatalinu. Næsti
tugur og næsta hundrað hefst ekki
fyrr en við komum að tölunni 101.
Þannig mætast fyrsta og annað
hundraðið með tölunum 100 og 101 á
sama hátt og fyrsti og annar tugur-
inn mætast með tölunum 10 og 11.
Ekki getur það talist flókið að
telja. Samt virðast furðu margir
halda að níunda áratug aldarinnar
ljúki um næstu áramót. Því fer fjarri.
Áldamót eða árhundraða-skipti eru
þegar síðasti tugur fyrri aldar mætir
fyrsta tugi næstu aldar. Síðasta
tugár aldarinnar þarf þá vitanlega að
líða áður en næsta öld gengur í garð.
Þetta síðasta ár aldarinnar gefur öld-
inni jafnframt nafn sitt. Oldin okkar,
tuttugasta öldin, dregur nafn sitt af
árinu 2000. Næsta öld hefst þá með
árinu 2001 og lýkur með árinu 2100.
Við áramótin 2000 og 2001 mætir 20.
öldin þeirri 21. Þá fyrst eru aldamót.
Á sama hátt verða árþúsundaskipti
þegar síðasta ár fyrra árþúsunds
saman lista, ekkert voru þeir minntir
á neyðarleg skattsvikamál tveggja
frambjóðenda R-listans sem leiddu
til vandræðalegra hrókeringa í borg-
arstjóm, ekkert voru þeir minntir á
hlægileg loforð R-listans fyrir kosn-
ingarnar sem urðu enn hlægilegri
þegar þau voru öll svikin áður en árið
var úti, með útsvarshækkunum og
öðrum hækkunum. Eina atriðið þar
sem R-listinn, eða holdgervingur
hans, kom við sögu var þegar Ingi-
björg S. Gísladóttir gaf í eigin per-
sónu, að því er best var séð, pening í
bauk til góðgerðarmáls.
Tákn um heiðarleika, sanngimi,
réttsýni og góðlæti borgarstjórans
okkar allra, auglýsing borguð af
skattborgurum en skenkt frá vinum í
leikarastétt. Annað mál sem hefði
getað gefíð tilefni til spaugs er sund-
urlyndi vinstrimanna í sameiningar-
brölti þeirra. Þingflokkar vinstri-
flokkanna helmingast í viðræðunum,
sneiðar eru sendar manna á milli,
gamlir vaktmenn á Alþingi lýsa því
yfir að þeir hætta í pólitík og
fylgiskannanir sýna að kjósendur
hafa enga trú á sameinuðu framboði.
Þetta fannst engum sem að skaupinu
kom vera fyndið eða gefa minnsta til-
efni tii ádeilu. Það er þó lýðum ljóst
að ekki er minnst póhtík í því sem
ekki er minnst á eða ekkert kemur
fram um. Þetta ættu menn á RÚV að
vera farnir að skilja.
ÓLAFUR R. JÓNSSON,
Starrahólum 2.
að telja?
mætir fyrsta ári næsta árþúsunds.
Árþúsund er ekki annað en tugur
alda. Til að ljúka því árþúsundi sem
senn er á enda þarf sem fyrr að fylla
tuginn með síðasta tugári núverandi
árþúsunds; árinu 2000. Nýtt árþús-
und hefst ekki fyrr en því ári er lokið.
Þeir sem telja að næstu áramót
séu aldamót gera sig seka um þá
rökvillu að nota tölustafinn núll sem
fyrstu einingu talnakerfisins. Þannig
ljúka þeir hundraðinu með tölunni
99. Þeir sem þetta halda kunna ekki
að telja. Forsenda þeirra er röng. Við
byrjum ekki að telja á núlli því núll
merkir einfaldlega; „ekkert“. Að baki
því er engin eining.
Að fagna aldamótum um næstu
áramót er líkt og að halda upp á
fimmtugs-afmælið sitt á 49. afmælis-
deginum. Vissulega hefst þá fimm-
tugasta aldursárið en aðeins eru liðin
49 ár frá fæðingu. Því halda menn al-
mennt ekki upp á fimmtugs-afmælið
sitt fyrr en 50 ár eru að fullu liðin frá
fæðingu.
Fólki er kannski vorkunn að halda
að aldamót og árþúsundaskipti hefj-
ist þegar allir fjórir tölustafir ártals-
ins breytast eins og gerist um næstu
áramót. Slíkt gerist jú aðeins á þús-
und ára fresti. Þetta er svo sjaldgæf-
ur atburður að okkur skortir hugtak
yfir hann. Þótt vissulega séu það
tímamót þegar árið 2000 rennur upp
duga hugtökin aldamót og árþús-
undaskipti ekki til að lýsa þeim tíma-
mótum. Þau hugtök eru frátekin fyr-
ir þarnæstu áramót.
BALDUR RAGNARSSON,
kerfisfræðingur, Hjaltabakka 4,
Reykjavík..
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.