Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
T 1
fcELANDIC / íslenskar fyrirsætur
Er þetta þitt tækifæri?
Við kynnum módel/fyrirsætunámskeið sem hefjast
fimintud. 21. janúar og eru í 6 vikur/12 kennslustundir
• Hvernig ná má árangri
• Hvað veistu um myndatökur? Ljósmyndari frá New York kennir
• Hver nemandi fær video-bók
Nýkaupsverslun í Spöngina
Ahersla lögð á tilbúinn
mat og ferska vöru
Islenskir tómatar
komnir í verslanir
FYRSTU íslensku tómatarnir komu
á markað í gær. Að sögn Kolbeins
Ágústssonai- hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna er um að ræða mjög
takmarkað magn núna fyrstu vik-
urnar.
„Tómatarnir eru að koma á mark-
að viku fyrr en í fyrra. Með hverju
árinu sem líður koma þeir fyrr á
markað og eflaust er þess ekki
langt að bíða að þeir verði á boðstól-
um allt árið ef viðunandi raforku-
verð fæst.
Uppskeran lítur vel út og íslensku
tómatai’nir eru allir seldir í bökkum
og merktir framleiðanda. Tómatarn-
ir sem komnir eru á markað núna
eru frá Guðjóni Birgissyni á Melum
og það má geta þess að þeir eru ekki
tíndir grænir.“
FRAMKVÆMDIR hefjast fljótlega
við byggingu Nýkaupsverslunar í
Spönginni í Grafarvogi og búist er
við að verslunin verði opnuð innan
árs.
Að sögn Finns Árnasonar, fram-
kvæmdastjóra hjá Nýkaupi, verður
verslunin á nýju þjónustusvæði í
Spöng en Þyrping sér um allar
byggingarframkvæmdir á þessu
svæði. Þar er einnig gert ráð fyrir
þjónustu, eins og hreinsun, mynd-
bandaleigu, heilsugæslu og apóteki.
„Spöngin er vaxandi hveiil og við
teljum að verslun af þessum toga
sem býður upp á hátt þjónustustig
og ferskleika eigi erindi þangað."
Finnur segir að hönnun verslun-
arinnar sé á lokastigi. Hún verður í
1.500 fermetra húsnæði og grunn-
hugsunin á bakvið þessa búð er sú
sama og í öðrum Nýkaupsbúðum
sem á að fara að breyta á næst-
unni.
„Við byrjum á því að breyta Ný-
kaupi á Seltjamarnesi. Auk þess
sem útliti búðarinnar þar verður
gjörbreytt verða áherslurnar aðrar
en þær hafa verið til þessa. Með
þessum breytingum fá aukið vægi
það sem ég vil kalla matarlausnir
fyrir viðskiptavini. Um er þá að
ræða tilbúinn og hálftilbúinn mat
sem þýðir að minni tími en ella fer í
matargerðina. í því sambandi má
geta þess að við verðum með mikið
Ferskt grænmeti vítamínríkt
Vítamínin eyðileggjast
síður með gufusuðu
Morgunblaðið/Júlíus
FINNUR Árnason framkvæmdastjóri Nýkaups segir
að verslunin í Spönginni verði opnuð innan árs.
tilbuinna
úrval af kjúklingaréttum og um
þessar mundir erum við að vinna að
vöruþróunarverkefni með forsvars-
mönnum hjá Holtakjúklingi.
Afrakstur þeirrar vinnu verður von-
andi fleiri nýjar og spennandi út-
færslur af kjúklingaréttum.“
Finnur segir að heiti maturinn í
Nýkaupi hafi átt miklum vinsæld-
um að fagna og nú er sérstakur
vöruþróunarhópur að vinna að þró-
un heitra,
rétta.
Þegar hann er innt-
ur eftir því hvort
þjónustustig starfs-
fólks hækki í kjölfar
breytinga segir hann að
það sé meiningin og sér-
stök þjónustunámskeið standa
nú yfír fyrir staifsfólk.
„Við hefjum framkvæmdir í Ný-
kaupi á Seltjamarnesi næstu daga
og þeim á að vera lokið í byrjun
mars. Þær verða gerðar í fjórum
þrepum. „Við byrjum á anddyi-inu,
stækkum það og tekin verður ný
stefna í búðina þar sem tilbúinn
matur verður áberandi og fersk
vara, eins og ávextir, grænmeti,
kjöt, fiskur, brauð og kökur. Síðan
verður ráðist í breytingarnar stig af
stigi fram í mars.
Næst verður síðan ráðist í breyt-
ingar á Nýkaupi í Kringlunni."
ö
ít
usik
ÞAÐ er ekki hvað síst á veturna sem
okkur veitir ekki af vítamínum í lík-
amann. Ferskt grænmeti á að vera
ríkt af vítamínum en þó nokkuð
getur tapast við matargerð.
Spergilkál (brokkolí) inniheld-
ur til dæmis C-vítamín og
ýmis önnur vítamín og
steinefni, t d. bæði A-
vítamín, járn og kalíum. En
C-vítamínið getur eyðilagst
fljótt ef meðhöndlunin er ekki rétt.
~ nýju tölublaði norska neytendarits-
ins Forbruker rapporten er talað um
að í um 100 grömmum af fersku
spergilkáli geti verið um 100 mg af C-
vítamíni (L-askorbínsýru). í Forbru-
ker rapporten er sagt frá tilraun sem
gerð var með mismunandi suðuað-
ferðir og vítamínmagnið síðan at-
hugað.
I ljós kom að eftir að búið er að
gufusjóða það í um sjö mínútur er
nánast sama magn af C-vítamíni
eftir. Sama á við um suðu í ör-
bylgjuofni. Vítamíninnihaldið
minnkaði á hinn bóginn um
helming þegar það var soðið í
miklu vatni í potti. Verst kom
suðan út þegar frosið
spergilkál var soðið í vatni. Þá
voru bara um 25% C-vítamíns-
ins eftir þegar það kom á
kvöldverðarborðið. Sé kálið
soðið í vatni borgar sig að nota
suðuvatnið í matargerðina, sós-
una eða pottréttinn til að njóta
vítanu'nanna sem tapast, hafa út
í vatnið.
Mælt er með að einstakling-
ar fái um 60 mg af C-vítamíni
daglega og 60 g af spergilkáli
innihalda það magn sé það
ferskt og rétt matreitt.
og Sport
Músik og Sport ehf. - Reykjavíkurvegi 60 - Símar 555-2887 og 555-4487
(^mb l.is
ALLTAf= G/T-THXSAÐ NÝTl
H0TEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16
NYTT H0TEL A BESTA
STAÐ í MIÐB0RGINNI
VETRARTILB0Ð
Verðfrá kr. 2.700 á mann í 2ja manna berbergi.
Morgunverðarblaðborð innifalið.
Frír drykkur á veitingabúsinu Vegamótum.
Sími 511 6060, fax 511 6070
www.eyjar.is/skjaldbreid
. * Choreography, uppsetning á tískusýningu, kennt að setja upp sýningu
* Ganga á palli/snúningar, ganga milli borða/posing
• Starf fyrirsætunnar, heilsa-, förðun-, viðtöl og fleira
m * Erlendir gestakennarar
I • Þekkt umboðsskrifstofa frá London sendir fulltrúa sinn til að leita að
| nýjum andlitum
% * Myndir teknar af öllum í vinnubók, sem þú færð að eiga og þarft að
vinna með
HAFIN ER LEIT AÐ ELITE-STULKU 1999 - ERT ÞAÐ ÞU?
Innritun frá kl. 10-16.00. Upplýsingar í sími 588 7799/588 7727,
enigma@islandia.is Skeifunni 7,108 Reykjavík