Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 45 Guð blessi minningu Arinbjörns Árnasonar og varðveiti þakklætið í hjörtum og lífí okkar allra sem nut- um samvista við hann. Sr. Olafur Jóhanusson. Við minnumst Arinbjörns frænda. Við munum alltaf hversu góður hann var okkur. Við kveðjum hann með söknuði, en vitum að hann er hjá Guði, sem vemdar hann og passar. Honum leið svo illa síð- ustu vikur lífsins að það er gott fyr- ir hann að hvíla hjá Guði um eilífð. Það gat enginn verið leiður í ná- lægð hans, því lífshamingjan fylgdi honum og gleðin. Hann gaf okkur stundum gotterí og leyfði okkur að spila. Við munum mjög vel eftir því þegar við fjöl- skyldan fórum í jólasamveru fönd- urhópsins í Seljahlíð. Þar voru dregnir málshættir. Við drógum miða sem á stóð: „Hafa skal holl ráð hvaðan sem þau koma“ og fengum kakó og ýmislegt annað góðgæti. Arinbjörn var mjög flinkur í höndunum. Við eigum margt eftir hann, t.d. púða og svuntu. Blessuð sé minning Ai-inbjörns að eilífu. Amen. Þínir einlægu vinir Jóhann og Auður Olafsbörn. Elsku frændi, þínum síðustu orð- um sem þú léðir í eyru mín nokkrum dögum fyrir andlát þitt á ég aldrei eftir að gleyma, svo hug- ljúf og örvandi sem þau voru. Þessi orð lýstu þér svo vel sem persónu. Hlýr, brosmildur, gjöfull og hvers manns hugljúfí. Sífellt varstu að koma manni á óvart með hug- myndaflugi þínu og krafti. Ekkert var þér óyfirstíganlegt og fljótur varstu að átta þig á t.d. hve tölvur voru gott verkfæri til skrifta sem þú hafðir svo mikið yndi af. Sálarró þín veitti mér kraft og gleði því spaug- samur varstu og það mat ég mikils í fari þínu ásamt góðmennsku. Það var lærdómsríkt að sjá vin- áttu ykkar ömmu, hve innileg hún var og hlý. Þrátt fyrir háan aldur ykkar beggja og aðstæður þannig að þið gátuð ekki hist sem skyldi þá rofnaði aldrei taugin á milli ykkar. Stöðugt var hringt á milli hvor ann- ars eða spurt um afdrif hins og svo loks er þið hittust féliust þið í faðma eins og árin hefðu skilið ykkur að til langs tíma. Þetta er eitthvað það fallegasta sem ég hef séð. Elsku frændi, ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur veitt mér á lífsleiðinni. Megi Guð vera með þér. Drífa Harðardóttir. Á kveðjustundum koma minning- arnar upp í hugann. Hver af annarri líða þær hjá og mynda hugljúfa mynd, sem aldrei gleymist, en geymist í helgireit. Þegar við nú kveðjum Arinbjörn Árnason, geym- um við minninguna um hann hver í sínum helgireit. Alltaf var hægt að fínna fyrir glaðlyndi ásamt því að rétta þeim hjálparhönd sem til hans leituðu um hvað sem var. Þessarar góðvildar fékk ég að njóta hjá þeim hjónum Arinbirni og Margréti haustið 1951 þegar ég fyrst kom til Reykjavíkur. Móðurbróðir minn hvatti mig, sveitastúlkuna, ávallt til dáða til þess að takast á við borgar- lífíð og veitti mér það brautargengi sem til þurfti. Á þeirra heimili mátti fínna fyrir miklum tónlistaráhuga þar sem börn þeirra ásamt Mar- gréti voru framúrskarandi tónlist- armenn og þessa alls naut Arin- björn til fullnustu þar sem hann var fagurkeri og hafði sterkt innsæi svo það ljómaði af honum. Skriftir voru honum mjög hug- leiknar og liggja eftir hann ætt- fræðirit, þjóðlegur fróðleikur og skáldsaga sem hann skrifaði á efri árum. Alltaf leit ég á Aiúnbjörn frænda sem minn annan föður því hann var svo gjöfuli á hjarta sitt og tilbúinn til að gefa allan þann tíma sem maður þurfti. Ég vil þakka þér, frændi, fyrir allt það sem þú hefur veitt mér á lífsleiðinni. Það hefur verið mér ómetanlegt veganesti. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins býr ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Með þessum fáu línum vil ég og fjölskylda mín votta Árna og fjöl- skyldu hans og öðrum ástvinum Ar- inbjarnar okkar innilegustu samúð. Guð blessi þig, frændi. Erla Kristófersdóttir. Magga og Arinbjöm eru komin. Þessi setning er mér mjög ofarlega í huga frá barnsaldri. Margrét föð- ursystir mín og Arinbjörn maður hennar komu á hverju sumri í heim- sókn að Bjargi til lengri og skemmri dvalar. Þau voru svo sannarlega aufúsugestir, sérstaklega okkur börnunum. Magga frænka var ein- staklega hlý og yndisleg kona, sem átti hug og hjarta okkar krakkanna á báðum bæjunum, og Arinbjörn, þessi stóri, rólegi, yfirvegaði og myndarlegi maður, bar með sér í sveitina sérstakt fas, sem ég minn- ist með virðingu. Þau áttu drossíu; drossíu, sem talandi var um í þess- ari fábrotnu jeppamenningu, sem þá einkenndi sveitirnar. Óðruvísi mér áður brá, en nú þykja jepparnir stöðutákn. Þegar þau voru komin norður þótti sjálfsagt að allir færu „suður í bæ“ að heilsa upp á Möggu og Arinbjörn og það var ávallt ynd- isleg stund því að enginn komst í sporin þeirra. Magga tók okkur eins og sínum eigin barnabörnum og Arinbjörn hafði einstakt lag á að tala við okkur eins og fullorðið fólk. Hann spurði okkur oft, dálítið kíminn, í þaula um ýmislegt, sem hann taldi að við gæt- um haft áhuga á að tala um og hafði einstakt lag á því, að láta okkur halda að hann hefði jafn mikinn áhuga á því sjálfur. Hann var ein- staklega góður hlustandi fyrir börn. Okkur þótti öllum vænt um hann. Svo hafði hann svo mikinn áhuga á því, sem haft var fyrir stafni á hverjum degi, og bústöi-fín voru honum allt að því eins og trúar- brögð. Þau voru líf hans og yndi þann tíma, sem hann dvaldi á Bjargi á hverju sumri. Hann stundaði bú- skap á yngri árum og ætlaði sér alltaf að verða bóndi aftur. Ég kynntist síðan þessum yndislegu hjónum enn betur, þegar ég bjó hjá þeim og Ái-na syni þeirra, þeim skemmtilega sómamanni, þegar ég var í 1. bekk í Versló á sínum tíma. Ég var síðan kostgangari hjá þeim árið eftir og átti þar skjól öll mín skólaár, eftir því sem mér sjálfum sýndist. Heimili þeirra stóð mér alltaf opið og sama átti við um önn- ur systkini mín. Lengst af bjuggu þau á Birkimel 6 í íbúð, sem ekki væri nú talin af stærri gerðinni, en gestrisnin og hjartahlýjan sá til þess að þar var ávallt hátt til lofts og vítt til veggja, jafnvel þótt þau hýstu þar fjölda fólks til lengri eða skemmri tíma. Þau voru einstaklega samtaka um að halda vel á sínu og láta enda ná saman og voru höfð- ingjar heim að sækja. Á Birkimel- inn voru allir ávallt velkomnir. Sá brennandi búskaparáhugi sem Arinbjöm bjó yfír alla tíð tók á sig ýmsar myndir og ýmislegt reyndi hann á því sviði í gegnum árin með góðum skilningi og dyggri aðstoð Möggu og Áj-na. Enginn vafi var á því, að það var draumur hans í ára- tugi að geta orðið bóndi og það stór- bóndi, en það átti ekki fyrir honum að liggja, en aldrei varð ég samt var við að það gerði hann bitran. Hann leit á það sem draum, sem ekki rættist, og tók því einfaldlega þannig. Arinbjörn var mikill drengskap- armaður og fastur fyrir. Hann var jafnframt litríkur einstaklingur, góður fjölskyldufaðir, hlýr og um- hyggjusamur, bókelskur og ágæt- lega hagmæltur og hefði vel getað orðið rithöfundur, ef hann hefði gef- ið sig að því. Hann var mikill dýra- vinur, hestamaður ágætur og stund- aði útreiðar um langt árabil og naut þess jafnframt að hirða um hestana sína. Hann var og einlægur trúmaður og oft fór ég með honum og Árna, frænda mínum, á samkomur í Fíla- delfíu, sem voru eftirminnilegar stundir. En fyrst og síðast var hann Möggu frænku minni góður og það þótti mér afar vænt um. Við Olöf og systkini mín og fjölskyldur sendum Árna, Lydiu, börnum þeirra og öðr- um vandamönnum samúðarkveðjur og minnumst með söknuði Ai'in- björns, þessa mæta manns, sem nú loksins fær að hitta Drottin Guð sinn í hæstu hæðum. Friðrik Pálsson. Látinn er í hárri elli Ai-inbjörn Árnason, ættaður frá Fitjum í Víði- dal. Við andlát hans koma upp margar og kærar minningar. Hann var seinni maður ömmu minnar, Margrétar Karlsdóttur frá Bjargi, og bjuggu þau saman í ástríku og farsælu hjónabandi í 58 ár. Arin- björn giftist ömmu árið 1933, en hún var þá ekkja með fimm börn á sínu framfæri. Sú ákvörðun segir okkur þá sögu, að hann miklaði ekki fyrir sér erfíðleika lífsins, heldur voru þeir til að sigrast á. Lífskjör fólks í kreppunni á 4. ára- tugnum voru um margt ólík því sem nú þekkist og ómegð og fátækt var nokkuð sem fólk óttaðist mjög. En bjartsýni og dugnaður var þeim hjónum gott veganesti. Reyndist Arinbjörn konu sinni og fóstur- börnum hinn traustasti eiginmaður og faðir og eignuðust þau hjón son- inn Árna, sem reynst hefur foreldr- um sínum stoð og stytta alla tíð. Heimili þeirra var á nokkrum stöð- um, m.a. á Lundi í Lundarreykja- dal og Gljúfurholti í Ölfusi. Lengst af stóð heimili þeirra á Birkimel 6 í Reykjavík, allt þar til þau fluttu í öldrunarheimilið Seljahlíð árið 1986. Þar nutu þau samvista um nokkur ár og sköpuðu sér enn einu sinni notalegt heimili sem gott var að heimsækja. Amma andaðist árið 1991. Arinbjöm var bókelskur maður og skrifaði einnig sér til gamans mikinn fróðleik um mannlífið og gamla tíma. Hann gaf út skáldsögu fyrir fáum árum og stóð einn að þeirri útgáfu. Hann tók tölvutækn- ina í sína þágu, kominn vel á aldur og safnaði í hana miklum fróðleik. Þá var hann einnig prýðilega hag- mæltur og eitt kunnasta ljóð hans, Húnaþing, er eins konar héraðs- söngur Vestur-Húnvetninga og er sunginn á hátíðarstundum í hérað- inu. Lýsir ljóðið því hve átthagaræt- urnar stóðu sterkar í vitund sveita- piltsins, sem þó bjó sína búskapar- tíð utan átthaganna. Eflaust hefur heiti ljóðsins ráðið nokkru um, að íbúar sameinaðs sveitarfélags í Vestur-Húnavatnssýslu hafa í tvígang valið Húnaþing sem fram- tíðarheiti á sveitarfélagið. Þar sera hljómar ótal óma, óskagestir Ijóðin þylja, fljúga svanir íjallasýn. Þar sem angan ungra blóma örvar gleði, starf og vilja. Þar er sveitin, sveitin mín. Heill sé þér um ævi alla, æsku minnar dvalarstaður, bæjafjöld og blómskrúð þitt. Yst við strönd og inn til fjalla auðnu njóti sérhver maður. Húnaþing, þú hérað mitt. Ættleggur móður minnar, Önnu Axelsdóttur, þakkar langa og fær- sæla samfylgd og saman biðjum við minningu Arinbjörns blessunar drottins. Fari hann í friði til Guðs síns. Karl Sigurgeirsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR frá Sauðholti, Furugerði 1, sem andaðist á Droplaugarstöðum sunnu- daginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.30. Þórdís Þorbergsdóttir, Gunnar P. Guðjónsson, Aðalsteinn J. Þorbergsson, Stella Stefánsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Þórdís Gunnarsdóttir, Þorbergur Aðalsteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Stefán Aðalsteinsson og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI TRYGGVASON kennari og rithöfundur, frá Víðikeri, Kópavogsbraut 1A, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 16. janúar. Margrét Björnsdóttir, Hildur Káradóttir, Gísli Eyjólfsson, Sigrún Káradóttir, Finnur Sveinsson, Rannveig Káradóttir, Úlfhildur Dagsdóttir, Erlendur Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGFÚS JÓNSSON, frá Ærlæk í Axarfirði, Skipholti 36, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 14. janúar sl. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 21. janúar kl. 10.30. Erla Sigurðardóttir, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Hulda María Mikaelsdóttír, Símon Sigvaldason, Hildur, Hulda, Erla María, Erla og Sonja. + Við sendum öllum hjartans þakkir, sem sýndu okkur vináttu og stuðning við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður ERLINGS ADOLF ÁGÚSTSSONAR rafvirkjameistara. Ingibjörg Kristín Gísladóttir, Gísli Erlingsson, Þuríður Bernódusdóttir, Ágúst Erlingsson, Sigurborg E. Violette, Robert Violette, barnabörn, Ágústa Ágústsdóttir og fjölskylda. + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, SIGURLÍNAR SIGURÐARDÓTTUR LONG, Vesturgötu 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogsdal. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Long, Þórarinn Haukur Hallvarðsson, Unnur L. Thorarensen, Oddur C.S. Thorarensen, Jónína Long, Anna Birna Long, Einar Long, Salína Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.