Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ungir jafnaðarmenn funda um sjávarútvegsmál Segir að tekist sé á um kvóta í kosningomum Morgunbluðið/Þorkell ÁRNI M. Mathiesen sagði á fundinum að stærsta og besta röksemdin fyrir núgild- andi fiskveiðistjórnunarkerfi væri ár- angurinn sem hefði náðst. Ágúst Einars- son sagði að sjálfstæðismenn væru að freista þess að hafa frið um málaflokkinn fram að kosningum, en það skyldi þeim ekki takast. Hæstaréttar og löggjafar- valdsins að skilaboðin væru óljós. „Ef við eigum að bregðast við dómi og breyta lögum vegna þess að þau eru ekki í samræmi við stjórnar- skrána að mati Hæstaréttar, þá verður það að vera afar skýrt. Nákvæmlega jafn- skýrt og kveðið er á um 5. greinina í dómi Hæstarétt- ar.“ Árni sagði að kvótakerfið á Islandi væri eina fiskveiði- stjórnunarkerfið við norðan- vert Atlantshafið, sem stæði undir hagkerfi einnar þjóðar og stærsta og besta rök- semdin fyrir því að Islend- ingar ættu að byggja á nú- gildandi kerfi, væri árangur- inn sem náðst hefur. „Þessi einstaka staða sem okkar sjávarútvegur hefur gagn- vart öðrum sambærilegum atvinnuvegum í nágranna- ríkjunum." Utanríkisráðherra sinnir markaðsátaki s Islenskum fiski og öðru góðgæti veifað í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgimblaðid. JAFNAÐARMENN vilja ekki sátt við sérhagsmuni heldur við almanna- hagsmuni og telja að í alþingiskosn- ingunum í vor verði tekist á um þetta tvennt. Þetta kom fram í framsögu- erindi Ágústs Einarssonar, þing- flokki jafnaðarmanna, á fundi Ungra jafnaðarmanna í Reykjaneskjör- dæmi um sjávarútvegsmál í Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði á laugardag. Aðrir framsögumenn voru Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðisflokki og Heigi Hjálmai'sson, fulltrúi Grósku. Ágúst gagnrýndi núgiidandi fisk- veiðistjómun og sagði ríkisstjórnina hafa brugðist rangt við kvótadómi Hæstaréttar. „Ríkisstjórnin kaus að leggja málið upp þannig að afnema úreldingarreglur, sem ekki eru nefndar í dómi Hæstaréttar og taka upp stjórnkerfi eins aðila í útgerð á íslandi, þ.e. smábáta, í stað þess að gera það sem við lögðum til. Við sögðum að dómurinn kallaði á það að við yrðum að breyta því hvemig við úthlutum kvótanum," sagði Ágúst. Sagði hann að svar manna í sjáv- arútvegi yrði nýtt mál. „Málið fer aftur fyrir dómstóla og þá verður tekist á um úthlutun kvótans. Þetta er það sem skilur alveg á milli okkar og ríkisstjórnarinnar. Hún afgi'eiddi málið með því að gera nokkrar breytingar á smábátakerfinu og taka upp úreldingarregluna, en láta ann- að eiga sig. Sagði Ágúst að ríkis- stjórnin vissi að ekki yrði raunveru- lega dæmt í málinu fym en á kosn- ingadegi. Sagði Ágúst að sjálfstæðis- menn væru að freista þess að hafa frið um málaflokkinn fram að kosn- ingum, en það skyldi þeim ekki takast. I framsögu Árna M. Mathiesen kom fram að dómur Hæstaréttar væri skýr, en það vildi brenna við að menn læsu það út úr honum það sem þeim hugnaðist best sjálfum í sam- ræmi við eigin pólitísku skoðanir og reyndu að nota hann til að styðja þær í hvívetna. „Ef við eigum að túlka dóminn á sama hátt og Ágúst Einarsson, er hann mjög óljóst orð- aður. Ef við ættum að túlka hann á sama hátt og ríkisstjómin hefur gert í lagafrumvarpi, sem hún Iagði fram og er orðin að lögum, _þá er dómur- inn mjög skýr,“ sagði Árni. Viðbrögð ríkisstjórnarinimr voru rétt Hann sagði að viðbrögð ríkis- stjórnarinnar við dóminum hefðu verið rétt og að hann gæti ekki tekið það sem réttan hátt á samskiptum Fleiri greinar í stjórnarskránni en jafnræðisreglan Aðspurður úr sal, hvort Árni sæi ekki truflunina, sem skapaðist á markaðnum við það að sumum væri úthlutaður ókeypis kvóti á meðan aðrir þyrftu að greiða fyrir hann, sagði Árni að það væru fleiri greinar í stjórnarski-ánni en sú sem fjallaði um jafnræðisregluna og vitnaði til greinar um verndun atvinnugreina og sú grein hefði komið til álita þeg- ar kvótanum var úthlutað á sínum tíma. Hann taldi einnig að uppboð á kvóta myndi leiða til mun meiri byggðaröskunar, en nú væri og greindi frá því að byggðaröskunin væri mjög dýr. „ISLENSKUR fískur er handan og ofan við annan fisk,“ út- skýrði Halldór Ásgríinsson ut- anríkisráðherra fyrir Frank Lykke, innkaupastjóra ISO- kjörbúðakeðjunnar, og Peter Kristiansen verslunarstjóra er hann heimsótti glæsilega versl- un ISO á Austurbrú í Kaup- mannahöfn. Með heimsókn sinni var ráð- herrann að styðja við framtak Utflutningsráðs um markaðs- færslu íslenskra afurða í Dan- mörku. Og þótt fískborð ISO sé glæsilegt þá vita þeir sem sam- anburðinn hafa milli íslensks og dansks físks að utanríkisráð- herra hefur mikið til síns máls. Þeir sem standa að mark- aðskynningu erlendis eru þakk- látir í hvert skipti sem íslenskir ráðherrar sinna markaðsmál- um, því reynslan sýnir að heim- sóknir þeirra geta opnað dyr, sem annars eru lokaðar og þannig skapað sambönd. ISO-búðin á Austurbrú og sá neytendahópur sein sóst, er eftir að þjóna virðist í fljótu bragði vera einmitt sá hópur sem kynni að meta íslenskar afurð- ir. Frank Lykke segir að við- skiptavinirnir séu fólk, sem kunni að meta gæði og vistvæn- ar afurðir og sé tilbúið til að greiða verð, sem sé hærra en býðst í ódýrari búðum. „Imynd Islands sem ómengað land, þar sem til dæmis sauðfé er á beit í ómengaðri náttúru og nýtur þess, sem náttúran býður upp á, en er ekki fóðrað með vaxtar- hormónum, höfðar örugglega til viðskiptavina okkar,“ segir Lykke. í búðinni er boðið upp á lainbakjöt. Um þessar mundir fæst þar fryst kjöt, en um pásk- ana verður nýtt kjöt á boðstól- um, að sögn Torben Vogters sem starfar að verkefni á veg- um Útflutningsráðs um inark- aðsráðgjöf erlendis. Torben hefur búið á íslandi, starfað í dönskum verslunum og hefur verið ötull að koma íslenskum vörum að. Eins og er selur ISO 160 skrokka á viku, en þrisvar á ári er lambakjötið auglýst sérstaklega og þá tvöfaldast salan. íslenskt vatn frá AKVA hefur einnig reynst góð sölu- vara. Islenskar fískafurðir eins og sfld, harðfískur, íslenskt krydd og kavíar em til sölu í ISO og stöku sinnum nýr eldislax, sem þó kemur oftast frá Noregi og Færeyjum. Lykke var þó hugsi yfir ábendingum utanríkisráð- herra um að flogið væri til Dan- merkur tvisvar á dag og mikil þekking til staðar á Islandi um flug á físki, þar sem slíkt væri þegar tíðkað til annarra Ianda. „Við vildum gjarnan kynna ís- lenskan, nýjan fisk, því við leggjum áherslu á vistvænar vörur, fisk og lambakjöt." 18 ára síbrota- maður í tveggja ára fangelsi HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag 18 ára pilt, Kristján Markús Sívarsson, í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi, vegna margháttaðra hegningarlagabrota, þar á meðal líkamsárása, hnífa- burðar, hótana, eignaspjalla, vörslu fíkniefna og fjölda innbrota. Kristján hefur áður gerst sekur um ýmis brot á almennum hegn- ingarlögum og ítrekað rofið skil- orð. Kristjáni var gefíð að sök að hafa að kvöldi 18. september 1997 við biðstöð SVR á Lækjartorgi í Reykjavík slegið ungan mann tvisvar hnefahögg í andlitið, fyrst inni í strætisvagni, sem var þar kyrrstæður, og þessu næst eftir að hafa dregið hann út úr vagninum, slegið hann aftur í andlitið, með þeim afleiðingum að sá sem fyrir Athugasemd frá Indriða G. Þorsteinssyni VEGNA sjónvarpsgagnrýni í Morgunblaðinu sl. laugardag hefur gætt óánægju með orðanotkun vegna samkyn- hneigðra. Þeir, sem hefur sárnað þetta, eru beðnir afsökunar á rangii og ólöglegri orðanotkun Indriði G. Þorsteinsson. varð nefbrotnaði. Ekki þekktust þeir fyrir né átti ákærði nokkuð við hinn sökótt. Gegn andmælum ákærða þótti sök sönnuð. Einnig taldist sönnuð árás ákærða á tæplega fímmtugan mann við áramótabrennu við Ægi- síðu í Reykjavík aðfaranótt 1. jan- úar 1998. Sló ákærði fómarlambið í félagi við annan mann með krepptum hnefa í andlit og líkama og sparkaði þvinæst margsinnis í andlit hans. Önnur brot sem ákært var fyrir játaði Kristján á sig. Þannig var hann sakfelldur fyrir hótanir og hnífaburð á almannafæri með því að hafa að kvöldi 17. desember 1997 að Hafnarstræti 18 í Reykja- vík dregið upp hníf með tæplega 10 sm löngu hnífsblaði og strokið honum um læri manns á þrítugs- aldri. Var framferðið til þess fallið að vekja ótta hjá viðkomandi um líf sitt og velferð. Kristján játaði að hafa unnið eignaspjöll með því að hafa að kvöldi 19. nóvember 1997 hent steini inn um rúðu bif- reiðar héraðsdómara við Héraðs- dóm Reykjavíkur þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Öldugötu. Þá var Kristján sakfelldur fyrir á annan tug innbrota og þjófnaða á tímabilinu frá 28. mars til 23. maí 1998 einn eða í félagi við aðra. Ennfremur var hann dæmdur fyr- ir vörslu fíkniefna, amfetamíns og hass sem fundust á honum við handtöku. mœi Morgunblaðið/Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir HALLDOR Ásgrímsson og aðrir sem skoðuðu ISO-verslunina virða fyrir sér íslenskar vatnsflöskur sem eru meðal íslenskra afurða sem á boðstólum eru í dönskum verslunum. Frá vinstri eru Torben Vogter, markaðs- ráðgjafi í Danmörku fyrir útflutningsráð, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Peter Kristiansen verslun- arstjóri í ISO-versIuninni á Austurbrú, Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Róbert Trausti Árnason, sendiherra íslands í Danmörku. Yfirlýsing frá Sverri Hermanns- syni f.h. Frjálslynda flokksins MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt yfírlýsing frá Sverri Her- mannssyni, fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Yfírlýsingin er svohljóð- andi: „Framganga ríkisstjórnarinnar og þingmeirihluta hennar með ný- settri löggjöf í kjölfar kvótadóms Hæstaréttar, er hrakleg hvernig sem á hana er litið. Efnisniðurstöður í forsendum og dómi Hæstaréttar eru þar að engu hafðar. Beitt er einhvers konar pólitískri lögfræði til að láta ógert að gera það, sem rétturinn kallaði eftir. Hin nýju lög gera ekkert annað en fjölga þeim einyrkjum í útgerð í sjávarbyggðunum víðs vegar um land, sem finna sig knúna til að selja undan sér atvinnutæki sín og veiðiheimildir og veikja þannig enn lífsvon þessara byggða. Enn sýnir þessi þingmeirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokksins viðhorfum almennings fyrirlitningu sína, því að fyrir liggja vísbendingar um, að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar séu ósáttir við þessa þykjustulausn. Væntanlega er það sami hluti þjóðarinnar, sem um árabil hefur mælzt andvígur gildandi kvótaút- hlutun, kvótaframsali og öllu því, sem þar af leiðir, brottkasti á afla í hafí að verðmæti milljarðar króna á ári, eyðingu sjávarbyggða, lokun á nýliðun í greininni og sölu ein- stakra manna á sameign þjóðar- innar fyi-ir tugi og hundruð millj- óna króna, þegar þeir kjósa að hætta rekstri, jafnvel gjaldþrota fyrirtækja. Markmið Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins er bersýnilega að fleyta réttaróvissunni, sem hann hefur búið til með viðbrögðum sín- um við dómi Hæstaréttar, fram yf- ir kosningar. Og ófriðarblikurnar á himni ís- lenzks þjóðfélags hrannast upp.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.