Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJtSMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Sótt hefur verið um við- bótarlán vegna 940 íbúða SVEITARFÉLÖGIN hafa sótt um heimildir til veitingar viðbótarlána vegna kaupa á um 940 íbúðum á öllu landinu og segist Gunnar S. Bjöms- son, formaður stjómar Ibúðalánasjóðs, eiga von á því að hægt verði að afgreiða nánast allar þessar umsóknir. Þá hafa sveitarfélögin einnig sótt um lánveitingar vegna 200-250 leiguíbúða. Gunnar sagði að niðurstaða varðandi viðbót- arlánin myndi liggja fyrir eftir fund stjórnar Ibúðalánasjóðs á morgun, miðvikudag, en þá er einnig áætlað að ákveða vaxtakjör á viðbótar- lánunum. Viðbótarlán koma til viðbótar al- mennu húsbréfaláni til þeirra sem uppfylla ákveðin skilyrði og gátu áður sótt um lán í fé- lagslega íbúðakerfinu. Gert er ráð fyrir að vaxtakjör á þeim ráðist af vaxtakjömm á hús- næðisbréfum sem seld em til að afla fjár til þessara lánveitinga. Sveitarfélögunum er skylt að leggja upphæð sem jafngildir 5% af viðbótar- lánum í sjóð til að mæta hugsanlegu útlánatapi í kerfinu. 1% vextir á lánum til Ieiguíbúða Gunnar sagði að umsóknir um leiguíbúðir væru nálægt 200-250 frá sveitarfélögunum á landinu öllu, eftir því sem hann best vissi, en umsóknir hefðu verið að berast alveg fram á síð- ustu daga, þó þær hefðu átt að berast fyrir 1. október síðastliðinn. Vextir á lánum til leiguíbúða era 1% sam- kvæmt heimildum í núgildandi lögum og verða þannig óbreyttir næstu tvö árin, í ár og næsta ár, að sögn Gunnars. Hann sagði að þar væri eingöngu um að ræða lán vegna leiguíbúða sveitarfélaga og gilti ekki um lán vegna leigu- íbúða félagasamtaka. Um vexti á þeim lánum gilti svipað og vexti af viðbótarlánunum, að þeir væm í ákvörðunarvaldi stjórnar Ibúðalánasjóðs. Gunnar sagði að fjöldi umsókna frá félaga- samtökum um byggingu leiguíbúða hefði ekki verið tekinn saman. Megináhersla hefði verið lögð á að vinna að tillögum um viðbótarlánin, þar sem meira lægi á þeim, og á öðrum atriðum yrði tekið í beinu framhaldi. Lán til leiguhúsnæðis sveitarfélaga geta numið allt að 90% af kaupverði og það sem á vantar þurfa sveitarfélögin að leggja fram. Gunnar sagði að einnig væri heimilt fyrir sveit- arfélögin, samkvæmt núgildandi lögum og reglugerð, að breyta ákveðnum hluta af inn- lausnaríbúðum í félagslega kerfinu yfir í leigu- íbúðir án þess að vaxtakjör á lánunum breytt- ust, en þau em 2,4%, auk þess sem heimilt væri að færa lánin upp í 90% af innlausnarverðinu. „Við höfum mjög rúmar heimildir í raun til þess að koma til móts við sveitarfélögin í þessum efn- um,“ sagði Gunnar ennfremur. Milljónatjón hjá fískeldisstöðinni Hólalaxi í óveðrinu Atta tonn af eldis- bleikju drápust Sauöárkróki. Morgunblaðið. VEGNA óveðursins um helgina varð verulegt tjón hjá fiskeldisstöð- inni Hólalaxi á Hólum í Hjaltadal. Að sögn Péturs Brynjólfssonar framkvæmdastjóra drápust um átta tonn af eldisbleikju sem komin var að markaðsstærð í eldi og einnig rösklega þrjátíu þúsund laxa- og bleikjuseiði í stöðinni. Orsakir óhappsins voru þær að ''«* vegna óveðursins krapaði svo í öll- um ám og aðflutningsæðum stöðv- arinnar að ekkert rennsli varð að stöðinni. Vaktmaður sem var á staðnum og síðar fleiri sem komust í stöðina um kvöldið reyndu það sem unnt var til björgunar. Erfiðlega gekk að kalla eftir að- stoð því símasambandslaust varð á svæðinu vegna óveðurs, auk þess sem veður og færð gerði mönnum erfitt fyrir. Stórvirkar vinnuvélar hefði þurft að kalla til ef laga hefði átt aðrennslið, en stöðin hafði verið nánast vatnslaus í tíu til fimmtán klukkustundir. Þegar tekist hafði að koma vatni að stöðinni var varaorka til dælingar á þrotum en rafmagns- leysi nánast alla helgina gerði björgunarmönnum mjög erfitt fyrir. Pétur Brynjólfsson sagði erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mik- ið tjónið væri en sagði að miðað við að í stöðinni hefðu verið um þrjátíu tonn mætti segja að vel væri slopp- ið. Tjónið lægi líklega á bilinu frá tveimur og hálfri og upp í fimm milljónir króna. Miklu hefði þó verið hægt að bjarga með birgðum af fljótandi súrefni sem til hefðu verið. Sem betur fer hefði ekkert tjón orð- ið á svæði stöðvarinnar í Fljótum. Barist í boltaleik ÍÞRÓTTIR utan húss eru stund- aðar af kappi meðal framhalds- skólanema og nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík eru þar framarlega í flokki. MR-ingar tóku að stunda hlaup í kringum Tjörnina um 1970 og aðrir skólar fylgdu í kjölfarið og bættu útií- þróttum við leikfimikennsluna. Það kemur þó ekki til af góðu að nemendur skólans sparka bolta í ís og snjó. Ástæðan er skortur á íþróttaaðstöðu í skólanum. „Þeir elska þetta, strákarnir, það er ekki það,“ segir Haukur Sveins- son íþróttakennari. Að vísu segir hann að stundum kvarti þeir þó yfir kulda, sérstaklega þeir sem ekki hafa með sér vettlinga, en menn veðrist bæði og herðist í kuldanum. „Það er eitt markmiðið að menn læri að klæða sig eftir veðri og yfirleitt gengur það vel, en ef menn vilja vera sérstaklega hetjulegir þá leyfum við þeiin það Iíka.“ Tilskipun um réttindi þungaðra kvenna ASI sendir ESA kæru á hendur íslenska ríkinu ALÞÝÐUSAMBAND íslands hefur sent kæru á hendur ís- lenska ríkinu til Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að fullgilda tilskipun Ewópu- sambandsins um réttarstöðu þungaðra kvenna á vinnumark- aði með fullnægjandi hætti. ASI hefur á undanförnum misserum þrýst á félagsmála- ráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um að standa við þær skuldbind- ingar sem felast í ESB-tilskip- un 92/85 um réttindi þungaðra kvenna með lögfestingu þeirra eða fuilgildingu með öðrum hætti. Heilbrigðisráðuneytið gagnrýnt Að sögn Haildórs Grönvold, skrifstofustjóra ASÍ, hefur fé- lagsmálaráðuneytið nú gefið út reglugerð varðandi vinnuvernd þungaðra kvenna, sem full- nægir þeim kröfum sem gerð- ar eru á grundvelli tilskipunar- innar. Hins vegar hefur heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið ekki brugðist við þeim þáttum sem að því snýr varðandi réttindi þungaðra kvenna til launagreiðslna ef þær þurfa að fara út af vinnu- markaði. Er kæran til ESA fyrst og fremst komin til vegna þessa. „Við teljum að þunguðum konum hafi ekki verið tryggð laun og réttindi eins og tilskip- unin gerir ráð fyrir ef þær þurfa að hverfa af vinnumark- aði vegna þungunar sinnai-. Við vefengjum jafnframt að fæð- ingarorlofsgreiðslur eins og þær eru á almennum vinnu- markaði í dag uppfylli ákvæði þessarar tilskipunar,“ segir Halldór. Tjón RARIK yfír 15 milljónir TALIÐ er að tjón Rafmagns- veitna ríkisins af völdum óveð- ursins um síðustu helgi sé á milli 15 og 20 milljónir króna. Kristján Jónsson rafmagns- stjóri telur að tjónið hefði að líkindum orðið mun meira ef áhersla hefði ekki verið lögð á lagningu jarðstrengja undan- farin ár. Rafmagnsveitustjóri segir jarðstrengi orðna ódýrari en áður og tækni við að plægja þá niður sífellt að batna. Ákvörðun um aukna áherslu á jarðstrengi á síðustu árum var m.a. tekin í kjölfar mikils tjóns sem varð á loftlínum í óveðrum 1991 og 1995. ■ Óveðrið/16 og 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.