Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrírnur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RAFRÆN
SKATTAFRAMTÖL
STÆRSTI hluti einstaklinga getur um næstu mán-
aðamót skilað skattframtölum sínum með rafrænum
hætti á Netinu. Þessi breyting léttir þeim og skattstof-
um sporin og minnkar verulega hættu á villum. Nýr
ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, lét svo ummælt
er hann kynnti þetta fyrirkomulag, að hann vissi ekki
til þess, að skattgreiðendur gætu annars staðar sent
framtöl sín til skattyfirvalda með rafrænum hætti.
Þessi breyting er því fjöður í hatt íslenzkra skattyfir-
valda verði reynslan góð og hún spari verulegt fé fyrir
skattkerfið eins og vonast er til.
Grundvallaratriði er, að framteljendur geti fyllilega
treyst því, að óviðkomandi komist ekki í framtöl þeirra í
höndum skattyfirvalda, því fyrir marga eru upplýsingar
um þá og fjölskyldur þeirra, sem þar koma fram, ekki
síður viðkvæmar en upplýsingar úr sjúkraskrám, sem
mestar deilur hafa staðið um síðustu mánuði.
Fyrir ári buðu skattyfírvöld svonefndum lögaðilum
(fyrirtækjum, félögum) að skila framtölum í stöðluðu
formi rafrænt og nýttu um 70% þeirra sér það. Reynsl-
an af því var góð. Stöðluð framtöl lögaðila hafa verið
þróuð áfram og í ár verður öllum lögaðilum gert að
skila skattskýrslum með þeim hætti. Þetta fyrirkomu-
lag sparar verulega vinnu og fyrirhöfn hjá skattyfir-
völdum og væntanlega einnig hjá framteljendunum
sjálfum.
Um 200 þúsund einstaklingar fá send framtalseyðu-
blöð, þar af fá um 150 þúsund sérstakan veflykil, sem
nauðsynlegur er til að senda framtölin rafrænt. Þeir,
sem fá tekjur erlendis frá, höfðu einhverjar rekstrar-
tekjur eða breyttu hjúskaparstöðu geta ekki skilað
framtölum sínum á Netinu rafrænt, en svo verður
væntanlega í næstu framtíð. Fram kom hjá ríkisskatt-
stjóra, að skattyfirvöld hefðu áhuga á að nýta sér upp-
lýsingar úr miðlægum gagnagrunnum til að setja inn á
framtölin, t.d. frá Fasteignamati, bifreiðaskrá og upp-
lýsingar af launaseðlum. Það sé þó ekki hægt frá bönk-
um nú. í framtíðinni nægir fyrir framteljandann að
kalla upp framtalið rafrænt og fullvissa sig um, að upp-
lýsingarnar séu réttar.
Augljóst er af þessum upplýsingum ríkisskattstjóra,
að mun einfaldara, fljótlegra og tryggara verður að
ganga frá skattframtölum í framtíðinni. Þetta er lofs-
vert framtak hjá skattyfirvöldum, sem á eftir að auð-
velda störf starfsmanna skattstofa og framtalsvinnu
framteljenda í framtíðinni.
RÆKTARSEMI VIÐ LANDIÐ
AVÉGEIRSSTÖÐUM í Fnjóskadal er sælureitur,
sem nokkrir einstaklingar hafa komið sér upp,
j systkin, sem kennd eru við bæinn Veisu, næsta bæ fyrir
norðan Végeirsstaði. Þar hafa þau á hartnær hálfri öld
plantað trjágróðri og er landið nú orðið viði vaxið, enda
skipta plönturnar, sem plantað hefur verið tugum þús-
unda. Það er fágætt að einstaklingar sýni landinu slíka
ræktarsemi sem þau Veisusyskinin.
Árið 1995 gáfu systkinin og afkomendur þeirra Há-
skólanum á Akureyri landið. Hann hefur gert sam-
starfssamning við Skógrækt ríkisins að Mógilsá um
áframhald skógræktar og rannsóknir í skógrækt og
náttúru svæðisins.
Það er til mikillar fyrirmyndar er fólk geldur svo vel
skuldina við landið. Ari fróði segir í Landnámabók að er
norrænir menn komu til landsins hafi það verið viði
vaxið milli fjalls og fjöru. Síðan hafa menn gengið svo
nærri gróðurfarinu að skógar voru nær eyddir um land
allt. Fnjóskadalur er vel til skógræktar fallinn, enda
þar einn fárra skóga sem lifað hafa af sambýlið við
mannskepnuna í þessu landi. Þar er Vaglaskógur og
hefur Skógrækt ríkisins aukið hann til mikilla muna.
En einkaframtakið í skógrækt er líka staðreynd og þar
geta menn einnig unnið stórvirki eins og dæmi Veisu-
systkinanna sýnir. Atorka þeirra og dugnaður er gott
fordæmi.
Samúel Hreinsson I
Hyggst breiða
markaðinn
út um Evrópu
Við íslandsbryggiu í Bremerhaven stendur
Fiskmarkaður Samúels Hreinssonar. Það
----------------------7-------------------
er ekki úr vegi því að Islendingur stendur
við stjórnvölinn og stór hluti físksins, sem
þar er landað, kemur úr íslenskum skipum.
Karl Blöndal ræddi við Samúel, sem taldi
hið opinbera á að einkavæða fískmarkaðinn
og er nú farinn að selja víða um norðurhluta
Evrópu eftir átök, sem að miklu leyti fóru
fram í fjölmiðlum.
SAMÚEL Hreinsson hefur átt
viðburðaríkt ár. Eftir að hafa
verið búsettur í Þýskalandi í
einn og hálfan áratug tók
hann í upphafi liðins árs yfír fisk-
markaðinn í Bremerhaven, sem fram
að því hafði verið ríkisrekinn, og rek-
ur hann nú með aðstoð konu sinnar,
Hafdísar Heimisdóttur. Hann gjör-
breytti öllu skipulagi, tölvuvæddi
markaðinn og hóf uppboð á Netinu
gömlum viðskiptavinum til mikillar
hrellingar. Þeir hótuðu að gera upp-
reisn, en Samúel stóð fast á sínum
hugmyndum um skipulag og nú hafa
þeir tekið nýja siði í sátt. Nú hyggst
hann breiða markaðinn út um Evr-
ópu.
Mest er að gera á fiskmarkaðnum
á mánudögum og þriðjudögum, en
þegar komið er fram á miðvikudag er
farið að róast. Samúel situr inni í her-
berginu þar sem uppboðið fer fram
og horfir út í salinn meðan hann rifj-
ar upp átökin við fiskkaupendurna í
upphafi árs. Verst þótti þeim að eiga
að vera í salnum meðan uppboðið fór
fram í stað þess að mega ganga milli
fiskikassanna á gólfinu og virða vör-
una fyrir sér.
„Þarna hékk kerfið... á því að
maður gæfi ekki eftir“
„Ég sagði þeim að við vildum allt
fyrir þá gera, en tveimur atriðum
myndum við ekki breyta," sagði Sam-
úel. „Við myndum selja allt inni í
þessu herbergi og það yrði allt selt
um tölvu. Um allt annað mætti semja,
en þeir, sem ekki sættu sig við þessi
tvö atriði, yrðu að kaupa fisk annars
staðar.“
Þarna var um að ræða menn, sem
allir höfðu lagt fram bankaábyrgð til
að fá að kaupa fisk. Samúel bauð
þeim að taka ábyrgðina til baka ef
þeir gætu ekki sætt sig við nýja siði.
„Það gerði enginn," sagði hann.
„En þetta var erfiður dagur vegna
þess að þarna hékk kerfið, sem mað-
ur hafði hugsað upp, á því að maður
gæfi ekki eftir. Hefðum við einhvers
staðar gefið eftir hefði þessi hug-
mynd um að breiða markaðinn út um
Evrópu hrunið.“
Hann kom þó til móts
við þá, sem vildu vera í
salnum hjá fiskkössunum
og skoða fiskinn um leið
og þeir buðu. Settur yrði upp hátalari
í salnum og kaupendumir gætu stað-
ið við kassana og boðið. Þeir ættu
hins vegar á hættu að ekki yrði tekið
eftir þeim í uppboðsherberginu.
Sagði Samúel að þeir hörðustu hefðu
þráast við í tvo eða þrjá daga.
Samúel sagði að kerfið hefði verið
þannig á meðan ríkisfyrirtækið FBG
rak fiskmarkaðinn að ekki hefðu allir
mátt kaupa.
„Menn urðu að hafa skrásett fyrir-
tæki hér í Bremerhaven og það voru
alls konar girðingar, sem höfðu verið
í hundrað ár,“ sagði hann. „Fiskverk-
andi í Dortmund, sem er ekki langt í
burtu, gat ekki komið og keypt á
markaðnum héma. Hann varð að
stofna fyrirtæki í Bremerhaven eða
kaupa af milliliðum, sem nóg var af
og tóku allajafna fimm pennínga á
pundið. Þessir aðilar gerðu einna
mestan uppsteyt og veittu einkavæð-
ingunni hvað harðasta andspyrnu."
Hitamál í fjölmiðlum
Kaup Samúels á fiskmarkaðnum
urðu mikið fjölmiðlamál og sagði
hann ótrúlegt að slík læti skyldu
verða vegna svo lítils fyrirtækis.
„Hér stóðu fundahöld í heilt ár,“
sagði hann. „Ég man að eitt kvöld
kom ég heim af fundi og settist fyrir
framan sjónvarpið til að horfa á frétt-
ir. Þar var sagt án þess að nokkur
maður hefði talað við mig að ég ætl-
aði að lækka launin um svo og svo
mikið og láta ýmislegt annað illt af
mér leiða. Ég fylgdist með þessu, fór
síðan að símanum og ætlaði að
hringja eitthvert - í sjónvarpsstöðina
- en þú lagar ekki svona, þetta er
skeð.“
Samúel sagði að sjónvarpsstöðin
hefði talað við verkalýðsleiðtogana,
sem hefðu sagt að það ætti að reka
starfsmenn markaðarins og ráða þá
síðan aftur á mun lægra kaupi: „Síð-
ar, þegar farið var að semja um kaup
og kjör, notaði ég vitaskuld þessar
tölur. Enda voru þær komnar frá
þeim.“
Hann kvaðst ekki hafa safnað úr-
klippum frá þessum tíma, en umfjöll-
unin hefði verið mikil, oft hálfar síður
í blöðunum. Ein ástæðan íyrir því
væri sennilega sú að þessi markaður
væri svo snar þáttur af borgarlífinu.
„Þessi viðbrögð voru kannski skilj-
anleg, en fyrir mig var það nýtt að
taka þátt í svona slag; að þurfa bæði
að breyta fyrirtækinu og .um leið að
berjast við pólitíska andstöðu,“ sagði
hann. „Eitt sinn hafði ég gengið frá
samningi við hina opinberu fyrrver-
andi stjórnendur markað-
arins og hafði verið gengið
frá því að pólitískt sam-
þykki fengist þegar
skyndilega barst bréf frá
samtökum fiskvinnslunnar þar sem
farið var fram á að samningurinn yrði
afturkallaður og ríkinu var ráðlagt að
ná fiskinum beint og þá án minnar
milligöngu. En ég náði þessu á end-
anum.“
Samúel kvaðst einnig vera heppinn
að hafa verið að vinna að þessu eftir
að núverandi sendiherra í Þýska-
landi, Ingimundur Sigfússon, kom til
starfa.
„Hann kemur úr viðskiptalífinu og
mér finnst hann vera sá fyrsti, sem
hefur sinnt þeim þætti mjög vel,“
sagði hann. „I fyrsta lagi fylgist hann
vel með því, sem íslendingar eru að
gera hér í viðskiptum. Einnig var
hann þegar á þurfti að halda tilbúinn
að leggja þessu lið. Stundum þurfti
maður að komast innarlega að stjórn-
völdum og þá var hann haukur í
horni. Maður má kannski ekki segja
svona, en eftir að hafa séð til hans
vinna held ég að best sé að taka menn
úr viðskiptalífínu í þessi sendiráð
vegna þess að þeir nálgast hlutina
öðruvísi."
Vildi losna við girðingar
og hömlur
Hugmyndin að einkavæðingu fisk-
markaðarins í Bremerhaven er nokk-
urra ára gömul og kvaðst Samúel
hafa rætt hana við embættis- og
stjórnmálamenn þar eð menn sæju í
raun litla ástæðu til að seija fiskinn í
gegnum markað á vegum hins opin-
bera.
„Við vildum gera þetta sjálfir,"
kvaðst Samúel hafa sagt. „Mér fannst
ekki líklegt að við gætum aukið um-
svifin með allar þessar girðingar og
hömlur. Enda var það fyrsta, sem við
gerðum, að segja að allar þessar girð-
ingar yrðu rifnar niður og segja að
allir yrðu jafnir og yrðu að leggja
fram bankaábyrgðir. Það fengi eng-
inn að kaupa fisk annars. Síðan gætu
nýir aðilar komið inn, menn, sem
kaupendur hér þekktu og hefðu verið
milliliðir fyrir, og farið að kaupa beint
inn.“
Eina leiðin að koma
á jafnræði
Samúel sagði að eina leiðin til að fá
nýja kaupendur til að bjóða í fiskinn
hefði verið að koma á jafnræði. Það
hefði hins vegar ekki gengið þrauta-
laust því að stóru fyrirtækin hefðu
talið sig langt yfir það hafin að þurfa
að leggja fram ábyrgð: „En við héld-
um okkur alveg við þetta því að ann-
aðhvort gekk þetta yfir alla eða þetta
næðist ekki fram því að það spyrst
náttúrulega um leið fái einhver und-
anþágu. Eins breytast aðstæður fljótt
í viðskiptum þannig að það er ekki
víst að sá, sem stendur fyrir sínu í
dag, geri það á morgun."
Samúel gerði miklar breytingar á
markaðnum þegar hann tók við
rekstrinum í upphafi árs 1998. Hann
gerði breytingar og keypti búnað fyr-
ir um tvær milljónir marka (um 80
milljónir króna). Hann á rúmlega
75% hlut í markaðnum, en ríkisíyrir-
tækið, sem áður rak hann, hélt eftir
tæpum 25%.
„Ríkið vildi ekki alveg sleppa
þessu," sagði hann. „En ég vildi ekki
hafa þá með. Það varð sátt um að ég
fengi 75,1%. En kannski er ekki hægt
að hafa betri hluthafa en ríkið, sem í
þessu tilfelli er sambandslandið
Bremen þótt ég vildi það ekki í upp-
hafi. En nú er ég alveg sáttur við
þetta.“
Örlítil aukning milli ára
og verð fer hækkandi
Samúel sagði að reynslan fyrsta ár-
ið hefði verið góð: „Þetta gengur
mjög vel og hvergi óborgaðir reikn-
ingar því að það eru ábyrgðir fyrir
öllu. A árinu höfum við selt örlítið
meira en árið á undan og okkur hefur
tekist að fá báta, sem hafa landað í
Cuxhaven, til að landa hér, sem er ár-
angur út af fyrir sig. Cuxhaven er
næsta hafnarborg við Bremerhaven
Kvótaskerðing
óréttlát við-
skiptahindrun