Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIE FÓLK í FRÉTTUM Hæfileikakeppnin Útvarp nýrrar aldar Ferskar hugmyndir í fyrirrúmi BJARNI Ármannsson, forstjóri FBA, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, Skúli Helgason, fráfarandi dagskrárstjóri Bylgjunnar og Eiríkur Hjálmarsson, nýi dagskrárstjóri Bylgjunnar þegar keppnin um Utvarp nýrrar aldar var sett. HÆFILEIKAKEPPNI um gerð útvarpsþátta undir slagorðinu Útvarp nýrrar aldar var hleypt af stokk- unum á fimmtudaginn var í út- varpshúsi Bylgjunnar. Að keppn- inni stendur Bylgjan í samvinnu við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Islenska erfðagreiningTj. I tilefni keppninnar var tekið hús á þeim Skúla Helgasyni, fráfarandi dag- skrárstjóra Bylgjunnar og Eiríki Hjálmarssyni, sem í gær tók við stöðu dagskrársljóra Bylgjunnar. „Við erum að heita á allt efnilegt hæfileikafólk að senda okkur inn tillögur að útvarpsþáttum, handrit að klukkutíma löngum útvarps- þætti sem þarf að fylgja ákveðnum formerkjum. Eftir að dómnefndin hefur valið bestu handritin er síðan boðið upp á námskeið í vinnu- brögðum fyrir útvarp, svo fólk geti kynnst vinnu við útvarp," segir Skúli. Sama fólkið og fyrir tíu árum „Við erum að leita að fólki sem hefur ekki útvarpsstarf að aðal- starfi. Þeir sem hafa gert þátt og þátt eru alveg gjaldgengir í keppn- ina, en markmiðið er að fá nýtt fólk til liðs við þennan miðil. End- urnýjunin hefur ekki verið mjög hröð í þessum bransa. Við erum að sjá sama fólkið halda uppi útvarps- stöðvunum í dag sem voru þar einnig fyrir tíu árum.“ - Er verið að leita að einhverjum byltingarkenndum hug- myndum íþáttagerð? „Við erum að reyna að fá einhveijar nýjar hugmynd- ir, ferskleika og nýsköpun og yfirskrift keppninnar segir það sem segja þarf. Við erum að kalla eftir hugmyndum sem geta ver- ið fulltrúar nýrra tíma í út- varpsrekstri. En efnistökin eru fijáls. Þetta geta verið þættir um tónlist, bókmenntir, stjóramál, nýjar uppfinningar eða hvað sem mönnum dettur í hug,“ segir Skúli. „Við eram báðir í þeirri stöðu að hafa verið í útvarpi lengi og eram kannski helst að leita að nýju fólki með góðar hugmyndir, því við höfum kannski framkvæmt mikið af þeim hugmyndum sem við kom- um með í miðilinn,“ segir Ei- ríkur. - Eruð þið orðnir hugmyndasnauðir? „Nei, nei,“ segja þeir báð- ir hlæjandi í kór. „En ég held að það sé mjög hollt fyrir útvarp eins og aðrar greinar í atvinnulífinu að fá inn nýtt fólk, nýja strauma og ferskar hugmyndir," segir Skúli. Lokadagur tillagna í keppnina er 8. febrúar og Eiríkur vill að það komi fram að ef fólk er óöruggt í sam- bandi við hvernig koma eigi sínu efni á framfæri sé hægt að hringja í Bylgjuna og fá ráð- leggingar f því sambandi. I gær tók Eiríkur Hjálmarsson við stöðu dagskrárstjóra Bylgjunn- ar en Skúli er að breyta um vett- vang. „Ég er að fara að taka við starfi framkvæmdastjóra Reykja- víkur-menningarborgar Evrópu árið 2000. Starfið felst í því að hafa umsjón með þeim innlendu við- burðum sem verða í tengslum við þá hátíð. „Þetta er heljarinnar verkefni, líklega yfir 150 viðburðir sem verða á árinu.“ - Iivernig kom þessi staða upp? „Ég var reyndar ekki að hugsa mér til hreyfings. Hef verið mjög ánægður héraa á Bylgjunni," segir Skúli „en þessi hugmynd barst upp í hendurnar á mér og mér fannst starfið gífurlega áhugavert. En það verður þó með söknuði sem ég kveð Bylgjuna því þetta er lang- skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Dagskrárstjórastarfið leggst vel í Eirík Hjálmarsson, enda hefur hann unnið lengi við bæði útvarp og sjónvarp. „Eg get alveg sagt þér alla frasana," bætir hann við hlæjandi. „Ég tek við góðu búi og starfið er ögrandi. Undanfama mánuði höfum við skoðað alla þætti rekstursins og núna er kom- inn tími til framkvæmda," segir Ei- ríkur. Skúli bætir því við að það sé nauðsyn fyrir fjölmiðla að taka sér reglulega tímabil sjálfsskoðunar til að staðna ekki því markaðurinn breytist ört. „Við höfum verið í fremstu röð frá því útvarpsrekstur var gefinn fijáls og keppnin núna er liður okkar í því að halda því forystuhlutverki," segir Eiríkur að lokum. STÓRÚTSALA í verslun okkar að Stórhöfða 17 afsláttur af öllum vörum í versluninni. T.d. fótboltaskór barna á kr. 1000.- meðan birgðir endast. Verslunin er opin mánudaga - föstudaga kl. 10 - 18 Og laugardaga kl. 11 - 14 E.G. heildverslun Stórhöföa 17 sími: 587 7685 MYNPBÖNE Skugga- smiðurinn (Bram Stoker’s Shadowbuilder) U r a m a ★ >/2 Framleiðendur: Ash R. Shah, Dani Chuba. Leikstjóri: Jamie Dixon. Handritshöfundur: Michael Stoaki Kvikmyndataka: David Pelletier Tónlist: Gary Chang. Aðalhlutverl Michael Rooker, Tony Todd, Lawrence Bayne, Shawn Thompsc 90 mín. Kanada. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. REGLA presta telur skugga vera tært afsprengi ljóssins uni handleiðslu Quinlan erkibiski sem hefur ve að dafla í delt hliðum kristii ar trúa. Jac Vassey er pre ur sem reynir stöðva hina i reglu en eitth\ illilegt slcpf: þegar ha ræðst inn í gri safnaðarins. Michael Rooker, sem varð þek ur fyrir túlkun sína á hinum óhuj anlega Henry í kvikmyndii „Portrait of a Serial Killer", er g< ur leikari þó svo að kvikmym þær sem hann leikur í séu oft slakara taginu. Annar þekkt hryllingsmyndaleikari, Tony To („Candyman“ og endurgerðin „Night of the Living Dead“), stel senunni sem sérvitringslegur e búi með skemmtilegum ofle Brellurnar eru ekki nægilega sai færandi til þess að vekja óhug og margar senur eru af skuggamei aranum synda um í ræsinu á næ: áfangastað sinn. Þetta er ágæ hugmynd og nokkrar prýðile unnar senur eru í myndinni, en þ er allt of langt á milli þeirra verður myndin á köflum nokk langdregin. Ottó Geir Bo Englunum leiðist Borg englanna (City of Angels) D r a m a ★ Leikstjórn: Brad Silberling. Aðalhl verk: Nicolas Cage og Meg Ryan. 1 mín. Bandarísk. Warner myiulir, di ember 1998. Öllum leyfð. ENDURGERÐIR evrópsk mynda í Hollywood era algengar oftast misheppnaðar. „City of Ar els“ er lausl endurgerð meistaraverks þýska leikstji ans Wim Wer ers, „Himinn y Berlín“ og fi komlega m heppnuð. Lö sviplaus og u fram allt leið leg kvikmy sem þykist vera djúp og mikilva Stórri spurningu er varpað fram: jarðnesk ást meira virði en eilíft I Svarið hlýtur að vera sjálfgefið ] líf englanna er svo óáhugavert sjálfsmorð hlyti að vera flesti ómótstæðilegur möguleiki eftir s sem eins og mannsaldur í brans; um. Jafnvel stórstjörnurnar Ry og Cage era ekki nógu töfrandi að gæða þessa endaleysu lífi. N urstaða myndarinnar: það hlýtur vera meira fjör niðri. Guðmundur Ásgeirss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.