Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar um álit Náttúruverndar vegna umhverfísmats Meta málið út frá gömlum forsendum Morgunblaðið/Þorkell VEL á annað hundrað manns fylgdist með fyrirlestrunum um kvótakerfið sem fluttir voru á Hótel Borg um helgina og fjölmargir tóku til máls í umræðunum á eftir. Er kvótakerfið rétt- látt eða ranglátt? GUNNAR Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mý- vatn, segist telja að Náttúruvernd ríkisins sé of fljót á sér að leggjast gegn nýju námasvæði verksmiðjunn- ar í Mývatni. „Við erum að vinna að ákveðnu umhverfismati sem við mun- um leggja fyrir á næstu vikum. Nátt- úruvernd mun fá það plagg í hend- urnar og þá _ er grundvöllur til að meta málið. Ég held að þeir séu að meta málið út frá gömlum forsendum en við erum að reyna að koma með nýtt sjónarhorn á málið.“ I umsögn Náttúruvemdar segir að stofnunin muni ekki samþykkja nýja vinnslutækni nema fyrir liggi rann- sóknir sem sanni ótvírætt að vinnslu- aðferðin, sem nefnd er undanskurður og felst í því að dæla kísilgúr úr nám- um á botni vatnsins án þess að raska botnlagi, eða einhver önnur ný vinnslutækni við vinnslu kísilgúrs hafi ekki í för með sér hættu á rösk- un á undirstöðum lífríkis Mývatns. Um það hvort hann telji að um- hverfismatið, sem nú stendur yfir, muni koma til móts við þessi skilyrði sagði Gunnar Öm að þessi nýja tækni hefði ekki verið reynd ennþá og krefðist vemlegrar fjárfestingar. „Það mun þurfa að leggja íyrir stjórn fyrirtækisins að fara út í það,“ sagði Gunnar Örn, sem tók við fram- kvæmdastjórastarfi um áramót. Hann sagði að undirbúningur væri kominn á góðan rekspöl og gert væri ráð fyrir að nýja tæknin yrði reynd fyrr en síðar og hann kvaðst telja að ekki væri hægt að dæma nýju aðferð- ina fyrr en hún hefði verið reynd. Hann sagði að í umhverfismatinu væri einnig lagt mat á efni skýrslu frá 1993 þar sem staðhæft hefði verið um áhrif setflutninga vegna kísilgúr- námsins á lífríki vatnsins. „Við emm ekki sammála þeirri niðurstöðu og þeirri túlkun og höfum látið vinna málið enn frekar og niðurstöður munu koma fram í umhverfismatinu, þegar það verður lagt fram.“ Deilt um afleiðingar Hann sagði að allir vissu að ein- hverjar breytingar yrðu á botni og lif- ríki vatnsins við kísilgúmám, jafnvel við mildari námaaðferðir eins og und- anskurð. Deilt væri um hve alvarleg- ar afleiðingamar væru. Ekkert vatn á Islandi væri jafnvel rannsakað og Mývatn en engar rannsóknir hefðu sýnt fram á stórfellda röskun á lífríki vegna Kísiliðjunnar. I rannsóknunum hafi oft verið einblínt á Kísiliðjuna en ekki tekið mið af öðram utanaðkom- andi þáttum, sem gætu haft áhrif á lífríki vatnsins, eins og t.d. Kröflueld- Kennsla hafin í Þingholts- stræti 18 KENNSLA er hafin í í Þingholts- stræti 18, gjöf Davíðs S. Jónssonar og barna hans til Menntaskólans í Reykjavík. Þessum tímamótum var fagnað í Hátíðarsal Menntaskólans sl. sunnudag og þakkaði Ragnheiður Torfadóttir, rektor skólans, bömum Elísabetar Sveinsdóttur og Davíðs S. Ólafssonar og minntist foreldra þeirra með þökk og djúpri virðingu. Elísabet Sveinsdóttir kom frá Danmörku 1939 og settist í fimmta bekk skólans það haust. I ávarpi rektors við þessi tímamót sagði m.a. að Davíð S. Jónsson hefði hringt í rektor tveimur dögum fyrir skóla- uppsögn 1996 og sagt: vÞið þurfið að fá Þingholtsstræti 18. Ég get afhent húsið í desember 1997.“ Rektor sagði að þetta hefði verið vorið sem skólinn fagnaði 150 ára afmæli, vorið sem Elísabet Sveinsdóttir dó, þau Davíð hefðu átt gullbrúðkaup og hún orðið fimmtíu og fímm ára stúdent. um. Einnig hefði verið sýnt fram á að tengsl milli Ytiiflóa og Syðriflóa væm óveraleg og því ættu framkvæmdir Kísiliðjunnar í Ytriflóa ekki að geta skýrt breytíngar í Syðriflóa. Gunnar Öm var spurður hvort álit Náttúmvemdar ríkisins fæli ekki í sér að lífríki vatnsins ætti að njóta vafans og sönnunarbyrði um áhrif kísilnámsins væri felld á aðstandend- ur Kísiliðjunnar. „Jú, en þeir, sem bera enga ábyrgð á mannfólki, eiga auðvelt með að gera það,“ sagði Gunnar Öm. Hann sagðist ekki telja framsetninguna við hæfi. „Islensk þjóð byggir á því að nýta náttúrana á öllum sviðum. Ég held að við getum ekki hent svona fyrirtæki frá okkur af því að ekki er hægt að sanna neitt. Við eram ekki búnir að gefast upp.“ Nýtt efnisnám matsskylt. að lögum Nýtt efnisnám Kísiliðjunnar hf. í Mývatni er matsskylt að lögum, sam- kvæmt upplýsingum Hólmfríðar Sig- urðardóttur hjá Skipulagsstofnun. Það umhverfismat sem Kísiliðjan lætur ráðgjafa sína vinna er væntan- lega frammat á umhverfisáhrifum. Slíkt mat geta framkvæmdaaðilar látið vinna að eigin frumkvæði en hafa samráð við aðra aðila, eins og Náttúravemd ríkisins. Athugunin er sett saman i skýrslu, frammats- skýrslu, og drög að henni yfirfer Skipulagsstofnun. Ef skýrslan berst Skipulagsstofnun aftur að lokinni yf- irferð framkvæmdaaðila er frammat- ið auglýst þannig að aimenningi gefst 5 vikna frestur til að gera athuga- semdir auk þess sem leitað er um- sagnar lögboðinna umsagnaraðila svo sem sveitarstjórnar og Náttúra- verndar ríkisins. Innan tíu vikna frá því skýrslan berst stofnuninni ber að kveða upp úrskurð um áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar á umhverfið. Stofnun- in hefur á þessu stigi ekki heimild til að hafna framkvæmd en hún getur leyft hana, leyft hana með skilyrðum eða úrskurðað um frekara mat. Ef krafist er frekara mats fer matsferlið aftur í gang og í úrskurði að því búnu getur Skipulagsstofnun heimilað við- komandi framkvæmd, gert kröfu um frekari könnun einstakra þátta eða lagst gegn framkvæmdinni. Öllum er heimilt að kæra úrskurð Skipulagsstofriunar til umhverfis- ráðaherra að loknu frammati og frekara matí. Það þarf að gerast inn- an 4 vikna frá því úrskurðurinn er kynntur og skal úrskurður ráðherra liggja fyrir innan 8 vikna frá því kæra barst honum. FISKUR, eignir og réttlæti er heiti á fyrirlestri Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórn- málafræði, sem hann fluttý á fundi Hollvinasamtaka Háskóla íslands i Gyllta salnum á Hótel Borg sl. laug- ardag. Þorsteinn Vilhjálmsson, pró- fessor í eðlisfræði og visindasögu, var til andmæla. Líflegar umræður spunnust að loknum framsöguerind- unum og kom þar fram ríkur vilji til þess að takmarka aðgang að fiski- miðunum þótt sitt sýndist hverjum um aðferðimar. Hannes Hólmsteinn mætti í fyrir- lestri sínum gagnrýni Þorsteins Gylfasonar heimspekiprófessors á m.a. kenningar lagaprófessoranna Sigurðar Líndals og Þorgeirs Örlygs- sonar um eðli veiðiheimilda. Kenn- ingar sínar hefur Þorsteinn sett fram í nýlegri bók sinni Réttlætí og rang- læti. Þar heldur Þorsteinn þvi m.a. fram að kvótakerfið sé ranglátt. Til þess séu margar ástæður, en ein hin mikilvægasta sé sú að upphafleg út- hlutun veiðiheimildanna samkvæmt veiðireynslu áranna fyrir 1984 hafi verið ranglát. Af þeim sökum verði að bylta eða breyta kvótakerfínu. Hannes hélt því hins vegar fram í er- indi sínu að upphafleg úthlutun veiði- heimildanna hefði verið eðlileg og réttlát. Taka hefði þurft tillit til ríkra hagsmuna þeirra, sem fulla atvinnu hefðu haft af veiðum og fundið i þeim mikið fjármagn, en hagsmunir hinna sem ekki fengu veiðiheimildir hefðu ekki verið skertir við úthlutunina. Hannes fjallaði einnig um nýgeng- inn dóm Hæstaréttar, en í forsendum dómsins segir að fimmta grein lag- anna um stjóm fiskveiða, sem kveður á um hverjir geti fengið að stunda fiskveiðar við Island stangist á við jafnræðisreglu og atvinnufrelsisá- kvæði íslensku stjómarskrárinnar. „Dómur Hæstaréttar vakti mikla at- hygli og töldu margir að hann væri Kvótakerfið og nýgeng- inn dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar var m.a. til umfjöllunar á fjöl- mennum fundi á Hótel Borg sl. laugardag. Arna Schram greinir frá umræðunum. áfellisdómur um sjálft kvótakerfið," sagði Hannes og hélt áfram. „Þetta er þó mikill misskilningur. Veiðileyfin vora ekki hluti kvótakerfisins og ann- ars eðlis en veiðiheimildimar. Þau vora sérleyfi, sem tiitekinn hópur manna, eigendur skipa, sem voru að veiðum árið 1988, fékk og aðrir ekki.“ Falleinkunn Hæstaréttar I erindi sínu hélt Þorsteinn Vil- hjálmsson því m.a. fram að í byrjun hefði fiskveiðistjómunarkerfið stað- ist réttlætiskröfur sem tímabundið bráðabirgðakerfi. „Hins vegar hefði mönnum þá þegar átt að vera ljóst að það mundi ekki standast réttlætis- kröfur tíl frambúðar sem varanlegt kerfi og það hefur nú komið óþyi-mi- lega í ljós. Jafnvel enn óþyrmilegar en menn gerðu sér í hugarlund íyrir- fram,“ sagði hann og bætti þvi við að þessi kenning sín um tímabundið réttlæti sem breyttist í ranglæti væri raunar ekki framiegri en svo að hún væri einmitt veigamikill þáttur í ný- gengnum dómi Hæstai'éttar. Þor- steinn sagði ennfremur að hægt væri að dæma fískveiðistjórnunarkerfið út frá mismunandi sjónarhóli. Til að mynda hefði kerfið staðist það verk- efni með ágætum að stýra heildar- veiði á Islandsmiðum miðað við veiði- þol fiskistofnanna, en benti jafnframt á að Hæstiréttur hefði gefið því fall- einkunn í réttlætis- eða jafnræðis- prófinu. Misjafnar skoðanir á kvótakerfinu komu fram í máli fundargesta að loknum framsöguræðum. Rafn Guð- laugsson sjómaður hélt því m.a. fram að brottkast á afla væri mun minna eftir að kvótakerfinu hefði verið kom- ið á og Sigurgeir Jónsson minnti m.a. á atvinnuréttindi þeirra sem ynnu á skipum. Guðmundur Kristjánsson, sem kvaðst starfa við útgerð, sagði það rangt að útgerðarmenn gerðu ekki neitt nema að selja kvóta og skýrði frá því að ólíkt því sem áður hefði verið, þegar takmarkið hefði verið að veiða sem mest, byggðist út- gerðin nú á því að ná aflanum á sem hagkvæmastan máta. Þá héldu nokkrir því fram að eitt meginvanda- mál kvótakerfisins væri hið frjáisa framsal og einn spurði um réttlæti þess að hægt væri að selja atvinnuna undan mönnum í ýmsum byggðum landsins og að þeir sætu síðan eftir í kuldanum í verðlausum húsum og án nokkurs viðurværis. Þorsteinn Vilhjálmsson sagði undfr lokin að það væri rangt að ekki hefði tekist að auka afrakstur fiskimiðanna og Hannes Hólmsteinn minnti á að frelsi eins manns takmarkaðist af frelsi annars. Kvótakerfíð væri því eðlileg frelsisskerðing í því skyni að varðveita sjálft frelsið. Skoðanakönnun DV Andstaða við Eyja- bakkalón 66% svarenda í skoðanakönnun DV eru andvíg miðlunarlóni við Eyjabakka, en slíkt lón er for: senda Fljótsdalsvirkjunar. í könnuninni, sem gerð var 11. janúar, var spurt: Ertu fylgj- andi eða andvígur uppistöðu- lónum orkuvera í Eyjabökkum, norðan Vatnajökuls? 28,7% sögðust vera fylgjandi en 55,5% andvíg. 13,5% voru óákveðin og 2,3% neituðu að svara. Af þeim sem tóku afstöðu var 34,1% fylgjandi og 65,9% andvíg. Meiri stuðningur við bygg- ingu lóns við Eyjabakka kom fram hjá íbúum á landsbyggð- inni. Ennfremur var meiri stuðningur við ión meðal karla en kvenna. Rétt rúmur helm- ingur stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins lýsti yfir stuðn- ingi við Eyjabakkalón, en rúm- ur helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins lýsti yfir andstöðu við lón. Mikill meiri- hluti stuðningsmanna Samfylk- ingar lýsti yfir andstöðu við lón og það sama á við stuðnings- menn annarra flokka. BÖRN og aðstandendur Davíðs S. Jónssonar og Elísabetar Sveinsdóttur ásamt núverandi og fyrrver- andi rektor MR og menntamálaráðherra: F.v.: Már Björgvinsson, Georgía Olga Kristiansen, Guðni Guð- mundsson, fyrrverandi rektor MR, Elisabet Dolinda Ólafsdóttir, Sigríður Davíðsdóttir, Ragnheiður Torfadóttir, rektor MR, Davíð Tómas Tómasson, Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra, Jón Pálmi Davíðsson, Guðrún Davíðsdóttir og Sveinn Georg Davíðsson. Á myndina vantar Erlu Davíðs dóttur og Jóhann Guðmundsson. Þessari höfðinglegu gjöf Davíðs og barna þeirra Elísabetar hefðu engar kvaðir fylgt, aðeins ósk um að hún mætti verða til að flýta því að Menntaskólinn fengi hús við sitt hæfi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RAGNHEIÐUR Torfadóttir, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík, og Björn Bjarnason mennta- málaráðherra í nýja húsnæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.