Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um stofn- ana sam- félagið ✓ „Islendingar virðast bera ótakmarkað traust til þessa kerfis. Þeir eru hæstánægð- ir með að stofnanir samfélagsins skuli taka að sér að móta þá alla í sama form og fylgjast svo með því að þeir bregði ekki út afsettum reglum. “ Eftír Þröst Helgason Aíslandi er stofnana- samfélag. Venjuleg- ur íslenskur borgari má vart mæla orð frá munni, vart hreyfa legg, vart fínna til í sín- um auma kroppi þá er það skráð á plagg viðkomandi stofn- unar. Orð hans, gjörðir hans, upplifanir jafnvel - öll hans til- vera er meira og minna til skráð í skjalasöfnum stofnana. Og til hvers? Jó, þannig er hægt að hafa stjóm á lýðnum, þannig er hægt að merkja hann og fylgjast með honum, passa að hann geri ekkert sem stofn- unin myndi ekki vilja að hann gerði. Þannig er hver einstak- lingur eins konar leiksoppur, hann er viðfang VIÐHORF valds sem hann þekkir í raun út og inn vegna þess að honum hefur verið kennt að hugsa eins, vegna þess að hann hefur verið mótaður af því, af stofnunum þess allt frá fyrstu tíð. Lífíð hefst inni á stofnun og því lýkur þar yfirleitt líka. Tím- anum sem líður á milli þessara örlagastunda eyðir hinn venju- legi borgari í eilíft flandur frá einni stofnun til annarrar. Hann byrjar í leikskóla, svo grunn- skóla, gagnfræðaskóla, fram- haldsskóla og háskóla - ef hann er einn/ein af þeim sem fylgja straumnum. Að þessari löngu kerfísgöngu lokinni á að heita að hann hafí hlotið það uppeldi og þá menntun sem ætlast er til þegar hann gerist fullgildur þátttakandi í stofnanasamfélag- inu. Það er bara eins gott að ekkert hafí farið úrskeiðis, hann hafí ekki helst úr lestinni ein- hvers staðar á leiðinni og lent utan stofnana - og vonandi hef- ur hann ekki lent inni á ein- hverri af hinum stofnunum sam- félagsins, þá fyrst væri það nú svart. En sum sé, segjum sem svo að hann hafi haldið sér á spor- inu, þá stendur þessi rétthugs- andi maður frammi fyrir því að velja sér starf. Og eins og stað- an er í dag eru 20% líkur á því að hann fari að vinna hjá hinu opinbera, það er með öðrum orðum um það bil fímmti hver vinnufær maður á Islandi í starfí hjá einhverri af stofnun- um samfélagsins. (Einhverjum þykir þetta ef til vill ekki há tala en tii samanburðar má nefna að í ESB-ríkjunum er þetta hlut- fall 18%, í Bandaríkjunum 15% og í Japan aðeins 8%. Tekið skal fram að inni í íslensku tölunni eru ekki bankastofnanir og fleiri ríkisrekin íyrirtæki.) En ef hann er ekki einn af þeim sem beinlínis fara að starfa hjá einni þeirra stofnana sem hafa kennt honum að vera eins og hann er þá þarf hann að lifa með þeim á einn eða annan hátt: Hann sendir bömin sín í sömu skólana og hann sótti sjálfur, hann fylgist með samfélaginu í gegn- um ríkisfjölmiðlana, veikist hann leitar hann þjónustu opin- berra heilbrigðisstofnana og svo framvegis. I fæstum tilfellum er um einhverja aðra kosti að velja. Borgarinn heldur áfram sínu stofnanalífí, sínu opinbera, velvaktaða lífí. Allir verða jú að gera eins, öðruvísi gengur þetta ekki upp - allir í beina röð! Allir gangi í takt! Islendingar virðast bera ótak- markað traust til þessa kerfís. Þeir eru hæstánægðir með að stofnanir samfélagsins skuli taka að sér að móta þá alla í sama form og fylgjast svo með því að þeir bregði ekki út af settum reglum. Þeir eru meira að segja frekar gramir yfir því að stofnanirnar geti ekki tekið börnin þeirra að sér fyrr en þær gera. „Bamið mitt kemst ekki inn á ieikskóla fyrr en það verð- ur tveggja ára!“ hrópa þeir upp yfir sig bæði undrandi og æstir. Og auðvitað fyllast þeir réttlátri reiði þegar svo eitthvað fer úr- skeiðis í uppeldi stofnananna á bömum þeirra. „Hva! Er bamið mitt að sprengja skólann í loft upp?“ spyrja þeir, undrandi sem fyrr. „Getiði ekki haldið uppi neinum aga á skrílnum? Getiði ekki unnið vinnuna ykkar?“ Og ef senda á „terroristana" heim bregðast þeir hinir verstu við: „Nei, eruð þið frá ykkur, haldiði að börnin geti verið heima hjá okkur? Hvemig dettur ykkur þetta í hug? Við emm aldrei heima sjálf. Nei, þetta er ykkar vandamál, skólinn verður að leysa úr þessu og við treystum því að hann geri það. Annað myndi ekki ganga upp.“ Vitanlega er ekld að öllu leyti réttlátt að draga myndina upp með þessum hætti. Foreldrar em auðvitað afurð kerfísins; það beinir þeim inn á þessa braut þar sem þeir eiga að vinna og neyta og halda hagkerfinu gangandi en láta aðra um að ala upp bömin, láta stofnanimar taka ábyrgð á því hvemig ein- staklingar mynda samfélagið, láta þær um að aga þá og móta, kenna þeim að hugsa rétt - til þess em þær. Og þannig virðist þetta ætla að verða, enda: hvað er til ráða? Er þetta ekki einn allsherjar vítahringur? Það eina sem breytist er að stofnanimar verða stærri og stærri, fá fleiri og fleiri hlutverk, meiri og meiri ábyrgð, þurfa fleiri og fleiri starfskrafta (þeim hefur fjölgað um rúm 100% á síðastliðnum 35 ámm). Kerfið vex og vald þess eykst. Og hinn góði borgari dansar með. Þannig virðist það ætla að verða. Ráðstefnu- miðstöð HINN 5. janúar sl. samþykkti ríkisstjóm íslands að samgöngu- ráðuneyti og mennta- málaráðuneyti yrði heimilað að leita samn- inga við Reykjavíkur- borg um að ríki og borg beiti sér fyrir byggingu ráðstefnumiðstöðvar og tónlistarhúss. Sam- gönguráðherra skipaði nefnd í júlí 1997 sem fékk það hlutverk að kanna hagkvæmni þess að byggja ráðstefnu- miðstöðina í tengslum við tónlistarhús og vinna þarfagreiningu og var niðurstaða nefndarinnar í samræmi við ofangreinda ákvörðun. Aætlað er að byggingarkostnaður verði 3,5^1 milljarðar króna og er gert ráð fyrir að ávinningur þess að sameina ráðstefnumiðstöð og tón- listarhús, hvað stofnkostnað varðar, verði um 490 milljónir ki'óna auk þess sem rekstrarkostnaður verður lægri. Þessar staðreyndir munu vera ástæða þess að stjórnvöld hafa ákveðið að tengja þetta tvennt. Fyrir tæpum 7 árum var undirrit- aður samningur um stofnun Ráð- stefnuskrifstofu íslands og var markmiðið að auka funda- og ráð- stefnuhald á íslandi. Stofnaðilarnir sem undirrituðu þennan samstarfs- samning voru Flugleiðir, Ferða- málaráð, Reykjavíkurborg, Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Sam- band veitinga- og gistihúsa. Að- dragandi þess hafði verið býsna langur, en erlendir sérfræðingar höfðu í mörg ár bent á nauðsyn þess að stofna slíka skrifstofu. Meirihluti þeirra aðila sem skrif- uðu undir samstarfssamninginn um Ráðstefnuskrifstofuna, þ.e.a.s. Flugleiðir, hótelin og ferðaskrifstof- urnar, eiga nú ásamt öllum öðrum tegundum ferðaþjónustufyrirtækja aðild að hinum nýju Samtökum ferðaþjónustunnar. Eg held að fólk í íslenskri ferða- þjónustu sé sammála um að stofnun Ráðstefnuskrifstofunnar hafi verið heillaskref og með henni hafí mark- vissar verið unnið að því að mark- aðssetja ísland sem kjörinn stað fyrir ráðstefnur og fundi og vinnu- brögð víða orðið faglegri. Allt frá stofnun skrifstofunnar hefur verið rætt um nauðsyn þess að bjóða upp á fyrsta flokks ráð- stefnumiðstöð. Mark- miðið með byggingu ráðstefnumiðstöðvar er hið sama og með stofnun Ráðstefnu- skrifstofunnar, þ.e. að auka funda og ráð- stefnuhald með öllum þeim margföldunará- hrifum sem því fylgja. Ráðstefnugestir koma gjarnan utan háanna- tímans, kaupa meiri og oft margbreytilegri þjónustu en aðrir gestir og eru því mjög eftirsóknarverðir. Hótelrými í Reykjavík hefur aukist um 30% síðustu 3 árin. Með auknu ráð- stefnuhaldi sem fylgja mun nýrri Ferðamál Viðskiptavinirnir gera sífellt meiri kröfur, segir Erna Hauksdótt- ir. Þetta fyrsta skref sem nú er stigið í átt að byggingu ráðstefnu- miðstöðvar er því fyrst og fremst tækifæri fyr- ir ferðaþjónustuna. og glæsilegri aðstöðu er horft til þess að hægt sé að auka tekjur og nýtingu hótelanna utan háannar en á því er mikil þörf. Nú þegar fyrsta skrefíð í átt að byggingu slíkrar ráðstefnumið- stöðvar hefur verið stigið þarf að ýmsu að huga og vil ég nefna þrennt sem að mínu mati stendur upp úr: Forgangur ferðaþjónustunnar að ráðstefnuaðstöðunni Nokkur hótel hafa síðustu árin stórbætt ráðstefnuaðstöðu sína og þjónar sú aðstaða fyrst og fremst 100-200 manna ráðstefnum svo og minni fundum. Þegar stærri fundir og ráðstefnur eru haldin hér á landi hefur ferðaþjónustan þurft að notast við húsnæði þar sem hún hefur ekki forgang og hefur það komið niður á eðlilegum viðskipt- um. Þrátt fyrir góð áform og loforð um að ferðaþjónustan fái aðgang að opinberum byggingum, og má nefna Borgarleikhúsið sem dæmi, hafa þau áform reynst haldlítil og menningin alltaf haft forgang. Það er því lífsnauðsynlegt að reglur séu skýrar frá upphafi og ferða- þjónustan hafi fullkominn forgang að ráðstefnusalnum, sem taka mun allt að 750 manns, en geti sótt um aðgang að tónleikasalnum, sem mun taka u.þ.b. 1.300 manns, skv. ákveðnum reglum. Stóraukin markaðssetning Það er ljóst að með byggingu ráð- stefnumiðstöðvar þarf að stórauka markaðssetningu erlendis þar sem alþjóðleg samkeppni í funda- og ráðstefnuhaldi er gríðarlega mikil og þessi aukna aðstaða kallar á auk- in viðskipti. Þar þurfa allir hags- munaaðilar að koma að. Ríkið er stærsti hagsmunaaðilinn í ferða- þjónustu og fær mest í sinn hlut af tekjum af erlendum ferðamönnum svo það er afar þýðingarmikið að framlög hins opinbera til markaðs- setningar aukist myndarlega. Horfa þarf til þess sem hefur verið gert í nágrannalöndunum í slíkri mark- aðssetningu og leita samstarfs. Gæði þjónustunnar Nauðsynlegt er að auka gæði þjónustunnar og er þá gjaman horft til gististaðanna. Það er á verkefna- skrá Samtaka ferðaþjónustunnar að standa að flokkun gististaða á ís- landi og er nú unnið að undirbúningi hennar. Fram hefur komið að flokk- un gististaðanna er krafa markaðar- ins, hún auðveldar samskipti í sölu- starfi og hefur tilhneigingu til að auka gæðin. Það verður því búið að flokka gististaðina þegar ráðstefnu- miðstöðin tekur til starfa. Ailt þetta þarf að haldast í hendur. Viðskiptavinirnir gera sífellt meiri kröfur. Þetta fyrsta skref sem nú er stigið í átt að byggingu ráð- stefnumiðstöðvar er því fyrst og fremst tækifæri fyrir ferðaþjónust- una og aðra sem hagsmuna eiga að gæta að stórauka fjölda ráðstefnu- gesta og koma Islandi ofarlega á lista yfir eftirsóttustu ráðstefnulönd veraldar. Það er verðugt verkefni nú þegar ný öld er í sjónmáli. Höfundur er framkvæmdnstjríri Samtaka ferðaþjónustunnar. Erna Hauksdóttir Vansvefta þingmenn leiddir í gildru UM NOKKURT skeið hafa alvarlegar efasemdir verið uppi um lögmæti þess að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka, en skerðing þessi hefur ekki verið framkvæmd á gmnd- velli ótvíræðrar laga- heimildar heldur reglu- gerðar sem heilbngðis- ráðherra setur. Á síð- astliðnu ári kvaðst ráð- herra ætla að afnema þessa skerðingu í áföngum og fá fyrsta áfangann samþykktan á því haustþingi sem nú er afstaðið. Ekki gat ráðherra sagt hvenær fyrirhugað væri að endan- legt afnám kæmi til framkvæmda og vöknuðu þá þegar grunsemdir um að hér væri fyrst og fremst um kosningabragð að ræða, að ætlunin væri ekki að stíga skrefið til fulls. Á næstsíðasta þing- degi fyrir jól kom í ljós að hinn illi grunur hafði ekki verið að ófyrir- synju. Mitt í allri ringulreiðinni fékk ráð- herra samþykkt frum- varp þar sem að vísu er dregið úr skerðingunni en jaöiframt lögfest að tekjur maka skuli skerða tekjutryggingu öryrkja. Ekki nóg með það. I frumvarpinu er ekki að finna neina tímasetningu á hinu endanlega afnámi. Og þar sem hér á í hlut ráðherra sem ekki hefur umboð nema til vors verða það að teljast einkai' gróf svik. Svo mikil var leyndin og pukrið kringum þetta ráðslag að hvorki þingmenn né Öryrkjabandalagið fengu að kynna sér frumvarpið fyrr en á síðustu stundu, svo seint að fæstum þingmönnum gafst tóm til að ígrunda af einhverju viti þær upplýsingar og röksemdir sem Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður hafði látið heilbrigðis- og trygginganefnd í té nokkrum klukkustundum áður en svefnvana Alþingi samþykkti frumvarp ráð- hen’a. Rök Ragnars og varnaðar- orð lutu einkum að því að umrædd skerðing væri brot á stjórnarskrá og alþjóðasamningum um mann- réttindi. Þótt lítilsháttar kjarabót hafí vissulega falist í frumvarpinu urðu röksemdir lögmannsins til þess að stjórnarandstaðan ákvað að greiða ekki atkvæði, treysti sér ekki til að leggja lið þeim mannréttindabrot- um sem samhliða var verið að lög- festa. Rétt er þó að geta þess að áður en hin lögfræðilega gagnrýni kom fram af fullum þunga hafði Garðar Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.