Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 11 FRÉTTIR Formaður smábátafélagsins Reykjaness gagnrýnir breytingar á fískveiðistjórnun Lögreglustjóri Bið eftir aflahámarkskerfinu óhagstæð sóknardagabátum JÓNAS Jakobsson, formaður smábátafélagsins Reykjaness, gagnrýnir að samkvæmt breytingum á fiskveiðistjórnunarlögum, sem samþykktar voru í kjölfar á dómi Hæstaréttar, þurfí sóknardaga- bátar að bíða fram til fískveiðiársins 2000/2001 áð- ur en þeir geti fært sig yfir í aflahámarkskerfi. Hann telur að sóknardagakerfið, eins og það muni líta út fram að þessum tímamótum, sé smábáta- sjómönnunum mjög óhagstætt vegna reglna um hámarksafla. Þetta kom fram á fundi Sjálfstæðis- félagsins Njarðvíkings um sjávarútvegsmál í fyrrakvöld. Framsögumenn á fundinum voru Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðheiTa og Kristján Pálsson þingmaður. „Maður, sem er í svokölluðu B-kerfi, með blöndu af línu og handfærum, getur nú veitt í 32 daga,“ sagði Jónas. „í fyrra gat laginn maður breytt þessum 32 dögum í hundrað tonn [af fiski], það er að segja um það bil þrjú tonn í ferð. Nú verður hann tekinn út með þaki á þrjátiu tonn.“ Breytingar Alþingis til hins verra Jónas lýsti þeirri skoðun sinni að leggja ætti sóknardagakeifið af með öllu. Hann sagði að í meðfórum Alþingis og sjávarútvegsnefndar hefði kvótafrumvarp ríkisstjórnarinn aðeins tekið breyt- ingum til hins verra fyrir smábátasjómenn. Þor- steinn Pálsson og Kristján Pálsson tóku báðir und- ir að fæstar þeirra breytinga sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu á Alþingi hefðu verið til góðs. Þorsteinn sagði að sjávarútvegsráðuneytið og Landssamband smábátasjómanna hefðu á sínum tíma átt góðar viðræður um skipan mála fyrir smábátana. Þær hefðu þó truflast töluvert af dómi Hæstaréttar. „Þeim var þó haldið áfram og lauk á þann veg að góð sátt var um breytingar sem hefðu leitt okkur inn í tiltölulega einfalt og skýrt kerfi fyrir smábátana.“ Þorsteinn sagðist bera ábyrgð á þeim breyting- um sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu í með- fbrum Alþingis, á sama hátt og aðrir þingmenn Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞEIR sem til máls tóku á fundi Sjálfstæðisfé- lagsins Njarðvíkings í fyrrakvöld, þar á með- al Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, voru sammála um að breytingar Alþingis á kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar hefði að flestu leyti verið til hins verra. sem greitt hefðu frumvarpinu atkvæði sitt. „Á hinn bóginn get ég tekið undir þá gagnrýni sem hér hefur komið fram á þær breytingar sem gerð- ar voru á frumvarpinu í meðferð þingsins. Kerfið sem við lögðum upp með, í sátt við forystu Lands- sambands smábátaeigenda, var gert flóknara og að því er ég held verra í heild fyrir smábátaeig- endur.“ Gjaldtaka verði þróuð áfram Þorsteinn rakti í máli sínu sögu kvótakerfísins og ræddi meðal annars hugmyndir um veiðileyfa- gjald. Hann benti á að eiginfjárstaða og hagnaður í sjávarútvegi væri að jafnaði minni en í öðrum at- vinnugreinum og að sjávarútvegurinn ætti í sam- keppni við ríkisstyrkt fyrirtæki í öðrum löndum. Oráðlegt væri við þessar aðstæður að leggja þung- ar byrðar á atvinnugreinina. Hann benti einnig á að sjávarútvegurinn hefði í raun gi’eitt skatt á veiðiheimildir allt frá árinu 1983, sem hefði verið að smáaukast og stæði nú undir öllum eftirlitskostnaði í greininni og kostn- aði við Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Skatturinn næmi nú um 700 milljónum króna. Til samanburð- ar nefndi hann að heildarhagnaður af fiskveiðum á undanfórnum ánim hefði verið að jafnaði um 1,5-2 milljarðar króna. „Ég tel hins vegar að það sé ekkert óeðlilegt að eftir því sem staða greinarinnar batnar verði hald- ið áfram að þróa gjaldtöku af þessu tagi þannig að hún standi undir kostnaði samfélagsins af fisk- veiðunum, en það verður að gera í ljósi samkeppn- isstöðunnar, menn geta ekki haft nein önnur við- mið í þeim efnum. Ég held að það væri mjög eðli- legt verkefni, ekki síst í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar, að þær greiðslur, sem hafa farið til Þróunarsjóðsins, gætu runnið til þess að standa undir kostnaði við rekstur Hafrannsóknastofnun- ar, en ríkið tæki yfir skuldbindingar Þróunar- sjóðsins. Þar með myndi sjávarútvegurinn kosta allt veiðieftirlit og allar rannsóknir á þessu sviði.“ Þorsteinn sagði að gjaldtaka yrði að þróast í takt við stöðu greinarinnar. „Það er engin ástæða til þess að segja að sjávarútvegurinn greiði aldrei gjald af notkun auðlindarinnar, enda hefur það aldrei verið stefnan, hann hefur gert það allt frá fyrsta degi.“ Jónas Jakobsson vakti máls á því hvort að leyfa ætti smábátasjómönnum að stækka báta sína í kjölfar breytinga á lögunum. Þorsteinn sagði að málið hefði verið nokkuð rætt en ekki hefði verið talið nauðsynlegt að taka afstöðu til þess strax. Það yrði þó að gera fljótlega, en sennilega yrði það þó ekki fyrr en hann hefði látið af störfum sj ávarútvegsráðherra. Nokkuð var rætt á fundinum um það hvort Reyknesingar ættu möguleika á því að fá hluta af þeim kvóta sem Byggðastofnun hefur fengið til ráðstöfunar til að styrkja byggðarlög sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Bent var á í þessu sambandi að mikill kvóti hefði færst frá Reykjanesi. Þorsteinn taldi ólíklegt að Reyknesingar yrðu aðnjótandi aðstoðar Byggða- stofnunar, líklegra væri að kvótinn færi á staði á borð við Breiðdalsvík. Ríkislögreglu- stjóri rannsak- ar skattabrot SKATTA- og efnahagsbrot eru af- brot sem lúta rannsókn Ríkislög- reglustjóra en ekki lögreglustjóra í hverju umdæmi, segir í svari Böðvars Bragasonar lögreglustjóra í Reykjavík við erindi borgarráðs um meint skattsvik einstakra vín- veitingahúsa í Reykjavík. I erindi borgarráðs frá því í nóvember sl. til lögreglustjóra segir að ítrekaðar fréttir hafi borist af meintum skattsvikum einstakra vínveitingahúsa í Reykjavík. Bent er á að þrátt fyrir að verulegur árangur hafi náðst hvað varðar skil á opinberum gjöldum sé ljóst að enn sé víða pottur brotinn og kröfur borgaryf- irvalda ekki uppfylltar. Því óski borgarráð eftir afstöðu lögregl- unnar í Reykjavík til þess hvort rannsóknir á skattskilum þessara aðila og mögulegri svartri at- vinnustarfsemi gefi tilefni til aft- urköllunar vínveitingaleyfis. I svari lögreglustjóra segir að áfengislög kveði á um umsögn lög- reglustjóra vegna útgáfu vínveit- ingaleyfa. Ekki sé tilgreint frekar um innihald þeirrar umsagnar en umsækjendur þurfi meðal annars að leggja fram sakavottorð. Þá seg- ir: „Skatta- og efnahagsbrot eru af- brot sem lúta rannsókn Ríkislög- reglustjóra en ekki lögreglustjóra í hverju umdæmi fyrir sig sbr. 5. gr. lögreglulaga. Af þeim sökum er staðarlögreglu ekki alltaf kunnugt um meint brot á skattalögum fyrr en málið er komið á ákærustig." Jafnframt bendir lögreglustjóri á að reglugerð sé ókomin og að rétt þyki að bíða hennar. HVALUR af tegundinni norðsnjáldri. Norðsnjáldri en ekki andanefja HVALURINN sem rak á fjöru undir Enni milli Olafsfjarðar og Hellissands er ekki af tegundinni andanefja eins og haldið vai- í fyrstu heldur af tegundinni norðsnjáldri, sem er tegund af ætt svínhvela. Svínhveli lifa á úthöfunum og reka mjög sjaldan. Þau skiptast í nokkrar tegundir. Ef það er rétt að um norð- snjáldra sé að ræða er það einungis í annað skipti sem hval af þeirri tegund rekur hér við land svo vitað sé, en áður rak slíkan hval fyrir austan árið 1992. Gísli Víkingsson, dýrafræðingur, sem hefur með hvalarannsóknir að gera á Hafrannsóknastofnun, sagði að það væri frekar sjaldgæft að hvalir af þessari tegund rækju á land, þar sem þeir lifðu djúpt út í úthöfunum, væru miklir kafarar og kæmu sjaldan nálægt ströndum. Svínakjöt á útsölu MILLI 20 og 40% verðlækkun er á svínakjötsútsölunni í öllum verslun- um Nýkaups sem hefst í dag og stendur meðan birgðir endast. Að sögn Árna Ingvarssonar innkaupa- stjóra eru tæp 15 tonn í boði. „Þetta er árvisst í janúar eða febrúar," sagði Árni. „Svínabændur standa frammi fyrir því að þurfa að slátra svínunum á ákveðnum tíma. Þeir hafa því oft valið þann kost að lækka verðið í stað þess að frysta kjötið og geyma en við það fellur það í verði.“ Sem dæmi má nefna að kíló af svínalæri kostaði 495 krónur en er nú boðið á 389 krónur, kíló af svínarifjasteik með puru kostaði 398 krónur en kostar nú 298 krón- ur, kíló af lærisneiðum kostuðu 798 krónur en kosta nú 639 krónur og kíló af úrbeinuðum svínahnakka kostaði 1.198 krónur en kostar nú 899 krónur. Nokkrar tegundir hefðu þó fundist hér á landi og sér sýndist af mynd- um að dæma að um norðsnjáldra væri að ræða, en það yrði ekki end- anlega staðfest fyrr en hausinn af skepnunni bærist til tegundar- greiningar. Ef það reyndist rétt væri þetta í annað skipti sem hval- ur þessarar tegundar ræki hér á land. Gísli sagði að um kvendýr væri að ræða, fullvaxið í kringum fimm metra langt. Þrjár tegundir svín- hvela hefðu rekið á land hér, en auk norðsnjáldra kölluðust þær skugga- nefja eða gáshnallur og króksnjáldri. Hins vegar væri enn verið að upp- götva nýjar tegundir af þessum svín- hvelum. Þeir hefðu aldrei verið veiddir og lifðu svo djúpt í úthöfun- um að það væri sjaldgæft að menn kæmust til að skoða þá. I bók um íslenska hvali segir að kvendýr af þessari tegund verði um 5,1 metri að lengd og eitt tonn að þyngd, en karldýr verði um 5,5 metr- ar og vegi 1,3-1,5 tonn. Lífslíkur dýr- anna eru óþekktar samkvæmt bók- inni og það sama gildir um stofn- stærðina og í hversu miklu magni dýrið er á íslensku hafsvæði. Föstudagur - Þorramaöborð ^ / „Dinner & dancing" Þórir Baldursson, Edda __'j / Borg og Birgir Baldursson leika og syngja. I Laugardagur - Þorrahlaðborð og þorragánga - glæsileg uppákoma fyrir útivistarfólk. „Dinner & dancing" Þórir Baldursson, Edda Borg \ og Birgir Baldursson leika og syngja. P I M L A N < iíesulus1 uþþúr 'föeins Pessa &nu helgi ásamt þjóðlegu eftirréttahlaóborði um helgina. ísa orralilaðborð Sunnudagur - Þorrahlaðborð Þórir Baldursson leikur „dinnertónlist". Verð 2.650 kr. SIMI: S62 0200 Nýr og spennandi sérréttamatseðiU. Sturla Birgisson matreiðslumeistari Perslunnar keppir fyrir íslands hönd í Bocuse d'or '99. Sam- kvæmt skilgreiningu Steingríms Sigurgeirssonar blaðamanns Mbl. er Bocuse d'or óopinber heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.