Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 15 LANDIÐ Fjarnám í búfræðum Morgunblaðið/Davíð Pétursson FRÁ undirritun samningsins. Grund - Bændaskólinn á Hvanneyri og Hugvit hf. gengu frá þjónustu- samningi er tengist miðlun upplýs- inga um Internetið s.s. fjarkennslu með vefhugbúnaði, heimasíðu og fleira. Við undirritun samningsins á Hvanneyri rakti skólastjórinn, Magnús B. Jónsson, ástæður þess að Bændaskólinn býður þessa þjón- ustu og sagði m.a.: „Bændaskólinn á Hvanneyi-i er nú að hefja fjamám í búfræði. A undar- fömum misserum hefur allmikið verið leitað eftir þessari þjónustu og virðist sem áhuginn sé vaxandi. Bændaskólinn fékk styrk á árinu 1998 frá Framleiðnisjóði landbúnað- arins til þess að byggja upp námsá- fanga í búfræðinámi til fjarkennslu. Nú er verið að ýta verkefninu á flot og era 19 nemendur skráðir í fjar- námið. Flestir þeima eru starfandi bændur enda var það forgangshóp- ur sem boðið var upp á þessa nýj- ung. Þá eru í hópnum fyrram nem- endur skólans sem ekki hafa að fullu iokið búfræðinámi en óska nú að ljúka því. Með búfræðinámi í fjar- námi gefur Bændaskólinn starfandi bændum sem ekki hafa áður lokið búfræðiprófi tækifæri til þess að auka við þekkingu sína og ljúka fag- menntun á starfssviði sínu. Þetta er því að okkar mati mikilsverður áfangi að því marki að efla menntun íslenskra bænda. Fjarnámið verður byggt upp á svipaðan hátt og hefðbundið bú- fræðinám. Nemendur verða innrit- aðir í skólann og fyn-a nám þeirra metið. Þeir velja sjálfir umfang námsins og hraða. Áætlað er að bjóða sem flestar námsgreinar skól- ans í fjarnáminu. Það verður þó lögð aðaláhersla á sérgreinar bú- fræðinnar en í samræmi við sam- komulag þar um verður nemendum vísað á fjarnám Verkmenntaskólans á Akureyri varðandi almennar und- irstöðugi'einar. Verklega hluta bú- fræðinámsins er ætlunin að kenna á námskeiðum sem haldin verða með reglulegu millibili. Það er ásetning- ur skólans að hafa skipulag námsins þannig að sem flestir geti notfært sér það. Samskiptin verða í upphafí í meg- indráttum með tölvupósti en í fram- tíðinni munu þau í meira og meira mæli fara fram á vefnum. I því skyni hefur skólinn fengið fyi’irtæk- ið Hugvit hf. til þess að byggja upp fjarkennsluumhverfí á vefnum og aðlaga núverandi upplýsingamiðlun skólans að nýju og íúllkomnara vef- umhverfi. Þetta er mikilvægt til þess að geta boðið fram fjarnám sem uppfyllir kröfur notendanna á hverjum tíma. Þá verður fjarfund- arbúnaður skólans nýttur til ákveð- inna verka í tengslum við fjarnámið. Vegna sérstöðu starfsmenntanáms með mikið af verklegum æfíngum er einnig gert ráð fyrir að nemend- urnir komi að Hvanneyri nokkram sinnum meðan á náminu stendur." Fyi-stu fjarnámsnemendurnir komu svo á kynningamámskeið á Hvanneyri daganna 7.-8. janúar þar sem verkefnið var kynnt, en nú þeg- ar hafa 30 manns sýnt fjarnáminu áhuga, þar af eru 19 þegar skráðir. Vill virkja öll kirkju- kórasambönd Hvammstanga - Á aðalfundi Kirkjukórasambands íslands, sem var haldinn á Akranesi, var kosin ný stjórn fyrir sam- bandið og er hún öll af Norð- urlandi. Formaður er Sigur- bjöng Kristínardóttir á Akur- eyri, aðrir í stjórn eru Garðar Eggeitsson á Kópaskeri, Karl Sigurgeirsson á Hvamms- tanga, Sigurdríf Jónatans- dóttir á Sauðárkróki og Þóra Ólafsdóttir Hjartar á Dalvík. Heimili sambandsins er hjá formanninum, Einholti 8Á, Akureyri. Á nýbyrjuðu ári og því næsta verða mikil hátiðahöld í' íslensku þjóðkirkjunni af til- efni 1000 ára kristnitöku á ís- landi. Ljóst er að þá verður ætlast til mikillar og virkrar þátttöku kirkjukóranna og organista. Á fundi stjórnar sambandsins hinn 8. janúar 1999 var ákveðið að leitast við að ná sambandi við öll kirkjukórasambönd sem til staðar eni vítt um land, en þau hafa sama starfssvæði og prófastsdæmin. Sum sam- böndin eru virk og hafa nokkra starfsemi, en önnur hafa ekki starfað árum sam- an. Stjórn Kirkjukórasam- bands Islands setur sér það markmið að virkja öll sam- böndin. MikiII fjöldi kirkjukóra er um allt land og er mikilvægt að unnið verði að samstarfí kóra sem starfa á samliggjandi svæðum. Það bæði eflir starf innan kór- anna og gefur kórstarfinu nýja vídd og tilgang. Kirkjukórasambandið inun hafa yfir nokkru fé að ráða og mun leitast við að veita þeim samböndum nokkurn fjárstuðning, sem hyggjast ráðast í samstarfsverkefni kóra í tilefni hátíðarhaldanna árin 1999 og 2000. Haukur Guðlaugsson söng- málastjóri sat stjórnarfund- inn og sagði frá áformum nokkurra sambanda um há- tíðahöld og m.a. útgáfu á söngverkum sem þar verða flutt. Hann sagði það von sína að sem víðtækust þátt- taka yrði með kirkjukórum við að taka þátt í hátíðahöld- unum og efla þar með söng- starf hverrar kirkju. Sagði hann skrifstofu söngmála- stjóra reiðubúna til að út- vega söngefni og leggja mál- inu lið. Fundur um atvinnumál í Stykkishólmi Fjárfestingafélag á Yest- urlandi í undirbúningi Morgunblaðið/KVM ERLA Kristjánsdóttir á teiknistofu sinni. Ný starfsemi í Grundarfírði Grundarfirði - Erla Kristjánsdóttir landslagsarkitekt hefur opnað Teiknistofuna Eik ehf. í Grundar- firði. Erla er landslagsarkitekt frá Landbúnaðarháskóla Noregs. Hún flutti til Grundarfjarðar haustið 1996 ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gíslasyni húsasmið, og tveimur börnum þeirra Fanneyju og Agli. Upphaflega réð Erla sig sem kenn- ara til Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfrði, en Jón réð sig til Pálmars Einarssonar trésmíða- meistara. Samhliða kennslunni tók Erla að sér ýmis hönnunar- og skipulags- verkefni fyrir sveitarfélög og ein- staklinga. Upp úr því hætti Erla að kenna og sneri sér alveg að lands- lagsarkitektúr. Erla hefur nú inn- réttað teiknistofu heima hjá sér að Hlíðarvegi 14, Grandarfrði. Við það hefur hún notið góðrar aðstoðar eig- inmanns síns. Það var svo fyrir mánuði síðan að Erla stofnaði form- lega Teiknistofuna Eik ehf. Verkefni Teiknistofunnar Eikar eru næg og segir Erla að það hafi komið sér þægilega á óvart hversu mikið sé leitað til hennar. En Erla vinnur nú bæði fyrir sveitarfélög á Vesturlandi og einstaklinga um allt land. „Vitund fólks og skynjun íyrir umhverfi sínu fer vaxandi og því leitar það ráða í auknum mæli hjá landslagsarkitektum. Sveitarfélög gera sér æ betur grein fyrir gildi vel unnins skipulags í tengslum við þróun byggðarlaga. T.d. verða sveitarfélög að vera vel vakandi fyr- ir því að nægar lóðir séu fyrir hendi. Gott og vænt skipulag byggða getur oft haft áhrif á það hvar fólk velur sér búsetu,“ sagði Erla. Hinar miklu breytingar og fram- farir í tölvu- og fjarskiptaheiminum gera það að verkum að Erla getur tekið að sér verkefni fyrir fólk um allan heim og átt samvinnu við fag- aðila sem búa annars staðar. Enda er Erla að hefja samstarf við Ragn- hildi Sigurðardóttur umhverfís- fræðing, frá sama skóla og Erla, en Ragnhildur er nýflutt að Álftavatni í Staðasveit, Snæfellsbæ. I gamni og alvöru má þannig segja að Snæ- fellsnesið sé í miðju heimsins ekki síður en stórar borgir. Erla segir að þessar tækniframfarir geri það að verkum að fólk á þessu sviði og sambærilegum geti í stórauknum mæli búið hvar sem er á landinu og veitt viðskiptavinum víða um heim fyrsta flokks þjónustu. Þess vegna ætti sveitarfélögum að vera kappsmál að hafa skipulag sitt og umhverf sem best úr garði gert. Stykkishólmi - Atvinnumálanefnd Stykkishólms boðaði foiTáðamenn helstu fyrirtækja í bænum til fund- ar um atvinnumál 11. janúar sl. Efni fundarins var að ræða stöðu og horfur í atvinnumálum bæjarins á nýbyrjuðu ári. Á fundinn mætti Ólafur Sveins- son frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands og kynnti hugmyndir um stofnun eignarhaldsfélags sem hefði það markmið að fjárfesta í atvinnulífi á Vesturlandi. Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í haust var skipuð nefnd til að vinna að málinu. Lagt er til að hlutafé verði 100 milijónir og það kæmi frá Byggðastofnun (40%), frá sveitarfé- lögum (40%) og frá fagfjárfestum (20%). Vilyrði liggur fyrir hjá Byggðastofnun og nú er verið að leita eftir svöram frá sveitarfélög- um. Svar hefur komið frá Akranes- kaupstað þar sem fram kemur að kaupstaðurinn verði ekki með að svo komnu máli. Ólafur Sveinsson telur að eignar- haldsfélagið muni hafa mikil áhrif á atvinnuþróun á svæðinu. Félagið muni stuðla að nýsköpun í atvinnu- lífínu, sem er ein stærsta forsenda fyrir að treysta og efla búsetu á Vesturlandi. Þörf á nýsköpun á Vesturlandi er mikil. Hlutfall starfa í framvinnslugreinum er hátt. Þær greiriar hafa átt á brattann að sækja á undanförnum áram. Sam- dráttur hefur orðið í landbúnaði og fiskveiðum. Með tilkomu Hvalfjarð- arganga hafa skapast ný sóknarfæri sem er mikilvægt að nýta. Fram kom hjá Ólafi að það mundi ráðast á næstu dögum eða vikum hvort af stofnun eignarhaldsfélagsins yrði. Farið var yfir verkefnastöðu hjá stærstu fyrirtækjum í bænum. Þar kom fram að horfurnar hjá flestum þeirra væra nokkuð góðar. Skelver- tíð lýkur í næsta mánuði og þá mun störfum fækka og eins eru ekki góðar horfur með rækjuvinnslu á þessu ári. Á fundinum komu fram hugmyndir um nýsköpun í atvinnu- málum sem leggja áherslu á að full- vinna meira sjávaraflann og eins skapast möguleikar þegar hitaveita tekur til starfa á þessu ári. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ATVINNUMALANEFND Stykkishdlmsbæjar ásamt forsvarsmönnum fyrirtækja í Stykkishólmi á fundi um horfur í atvinnumálum bæjarins á nýbyrjuöu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.