Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Námumenn ganga til Bukarest til að krefjast launahækkana og hafna viðræðum Ruddust í gegn- um varðhring lögreglunnar Bumbcsti Jiu. Rcuters. UM 10.000 rúmenskir kolanámu- menn gengu í gær í átt að Búkarest eftir að hafa ruðst framhjá hundruð- um lögreglumanna, sem reyndu að hindra göngu þeirra. Námumennim- ir hafa verið í verkfalli í hálfan mán- uð til að krefjast launahækkunar og höfnuðu tilboði stjórnarinnar um samningaviðræður. Námumennirnir eru frá bænum Bumbesti Jiu, um 270 km norðvestur af Búkarest, og hófu gönguna á mánudag. Þeir grýttu lögreglumenn, sem reyndu að stöðva gönguna við mynni Jiu-dals. Lögreglumennimir svöraðu með því að beita táragasi en það dugði ekki og verkfallsmennirnir ruddust í gegnum varðhring lögregl- unnar. 19 námumenn vora fluttir á sjúkrahús, flestir vegna táragassins, og einn lögreglumannanna særðist alvarlega og nokkrir lítilsháttar. Emil Constantinescu kallaði helstu ráðhema stjómarinnar og yf- irmenn hersins og leyniþjónustunnar á sinn fund til að ræða málið. Victor Babiuc varnarmálaráðherra var sagður hafa boðist til að beita hern- um til að stöðva gönguna. Verkfallið úrskurðað ólöglegt Námumennirnir hunsuðu tilboð Radus Vasiles forsætisráðherra um viðræður við leiðtoga þeirra í Búkarest ef þeir hæfu störf að nýju. Héraðsdómstóll úrskurðaði í vik- unni sem leið að verkfallið væri ólög- legt en námumennirnir sniðgengu úrskurðinn. Þeir krefjast þess að laun þeirra verði hækkuð um 35% og að tvær kolanámur, sem vora lokað- ar í fyrra, verði opnaðar á ný. Fulltrúi stjórnarinnar bauðst til að ræða við námumennina á íþróttaleik- vangi í Bumbesti Jiu en þeir höfnuðu því. Rúmensk yfírvöld hafa bannað verkfallsmönnunum að efna til mót- mæla í Búkarest. Námumennirnii- gengu berserksgang í höfuðborginni árið 1990 þegar þeir mótmæltu um- bótum stjómvalda og óeirðimar urðu til þess að fyrstu stjóminni eft- ir hran kommúnismans var vikið frá. # Reuters RUMENSKIR kolanámumenn kljást við hundruð lögreglumanna, sem reyndu að stöðva göngu þeirra til Búkarest í gær. Jeltsín sagður á batavegi Jordaniukonungur snýr heim eftir sex mánaða fjarveru Sagður vilja tilnefna son sinn ríkisarfa Reuters HUSSEIN Jórdaníukonungur veifar til Jórdana sem söfnuðust sam- an á götum Amman til að fagna honum eftir heimkomuna frá Banda- ríkjunum þar sem hann fór í lyfjameðferð vegna krabbameins. Moskvu. Reutcrs. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var sagður á batavegi í gær, tveim- ur dögum eftir að hann var færður á sjúkrahús í Moskvu með blæð- andi magasár. Akveðið var þó form- lega að ferð forsetans til Frakk- lands, sem ráðgerð var í næstu viku, yrði frestað þar til um miðjan mars. Jevgení Prímakov forsætis- ráðherra ákvað að fara til ná- grannaríkisins Kasakstans þrátt fyrir veikindi forsetans. Læknar Jeltsíns hafa sagt að lík- lega verði hann á sjúkrahúsinu í að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Ráðgert er að hann gangist undir magasjárskoðun í dag til að hægt verði að skera úr um hvort lyfja- meðferð dugi eða hvort skera þurfi hann upp. Talsmaður Jeltsíns sagði að for- setanum liði miklu betur og hann væri farinn að lesa skjöl og dag- blöð. Hann væri með eðlilegan hita og blóðþrýsting og blæðingin hefði verið stöðvuð. Oleg Sysújev, aðstoðarskrifstofu- stjóri Kremlar, sagði að Jeltsín héldi enn um stjórnartaumana og væri fær um að gegna helstu skyldustörfum sínum. Fjárlagafrumvarp samþykkt Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti framvarp stjórnarinnar til fjárlaga þessa árs við aðra umræðu af fjórum í gær. Skömmu áður höfðu kommúnistar lagt fram breytingartillögu um að dregið yrði úr endurgreiðslum er- lendra lána til að hægt yrði að auka útgjöldin til velferðarmála. Stjómin hafnaði tillögunni og frumvarpið var samþykkt óbreytt með 297 at- kvæðum gegn aðeins 54. Nokkrir þingmenn höfðu krafíst þess að Prímakov tæki þátt í um- ræðunni um frumvarpið, en forsæt- isráðherrann ákvað hins vegar að fara til Kasakstans í boði Núrsúlt- ans Nazarbajevs, sem sver emb- ættiseið forseta í dag, en hann var endurkjörinn nýlega. Amman. Reuters. HUNDRUÐ þúsunda Jórdaníu- manna flykktust út á götur Amman í gær til að bjóða Hussein Jórdaníu- konung velkominn heim, en sex mánuðir eru nú síðan hann hélt til Bandaríkjanna í því skyni að leita sér lækninga vegna krabbameins í eitlum. Hussein, sem er 63 ára, gekk í gegnum erfíða lyfjameðferð á Ma- yo-stofnuninni í Bandaríkjunum en kom til Jórdaníu í gær frá London þar sem hann hefur dvalist síðustu vikumar til að ná aftur íyrri styrk eftir að lyfjameðferðinni lauk. Segja talsmenn konungsins að hann hafí náð fullum bata. Hussein ávarpaði þjóð sína frá London síðastliðinn laugardag og sagðist þá vart geta beðið eftir því að komast heim til Jórdaníu. Kvaðst Hussein nú undirbúa mikilvægar breytingar sem ætlað væri að draga úr þeirri óvissu sem Jórdaníumönn- um finnst einkenna framtíð ríkisins. Ekki kom fram í sjónvarpsávarpi Husseins hverjar þessar breytingar væru, en líklegt þykir að þær teng- ist vangaveltum manna um hver skuli erfa konungdæmið að Hussein gengnum. Akveðið var fyrir þrjátíu og fjór- um áram að Hassan prins, yngri bróðir Husseins, myndi verða kon- ungur eftir Hussein, en að undan- förnu hefur þótt æ líklegra að Hussein hygðist endurskoða þessa ákvörðun og tilnefna í staðinn elsta son sinn, hinn átján ára gamla Hamza prins. Þótti sem þessum getgátum væri gefínn byr undir báða vængi þegar konungshöllin gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem ekki var áréttað, eins og venjulega er gert, að Hassan væri ríldsarfi. Sagði einungis að Hussein myndi taka þá ákvörðun sem best tryggði þjóðarhag. Margir erlendir stjórnarerind- rekar era sagðir hafa áhyggjur, verði gengið framhjá Hassan, sem er fímmtíu og eins árs. Hann hefur nefnilega haft yfírumsjón með þró- un efnahagsmála í landinu undan- farna áratugi og þykir tákn um þá traustu stjórnarhætti í Jórdaníu sem fært hafa landinu stöðugleika þrátt fyrir að Mið-Austurlönd séu að öðru leyti mikið óróasvæði, eins og kunnugt er. Á hinn bóginn segja frétta- skýrendur að Hussein hafi á sjúkra- beði sínu mjög leitt hugann að þeirri arfleið sem hann mun skilja eftir, en fjörutíu og sjö ár era nú lið- in síðan hann varð konungur í Jórdaníu. Mun Hussein nú gjarnan vilja afhenda einhverjum sona sinna konungdæmið og þykir líklegast að Hamza prins verði fyrir valinu, eins og áður sagði, en þeir feðgar eru sagðir afar nánir. Dvaldi Hamza t.d. við sjúkrabeð fóður síns í Banda- ríkjunum, einn bræðra sinna. Farsæll konungur Hussein var sjálfur táningur þeg- ar hann varð konungur í Jórdaníu árið 1952. Hann þykir hafa verið af- ar farsæll konungur og er jafnframt talinn eiga mikinn þátt í þeim ár- angri sem þó hefur náðst í deilum Israela við nágrannaþjóðir sínar á undanfömum áratugum. Jórdanía átti um áratuga skeið í stríði við fsr- ael og tapaði Vesturbakkanum í þeima hendur í stríðinu árið 1967. Þegar löndin loksins sömdu frið árið 1994 sagði Hussein að langþráðum áfanga hefði verið náð. Hussein hefur reynt að stuðla að úrlausn deilumála ísraela og Palest- ínumanna og stóð t.d. fársjúkur upp af sjúkrabeði sínu í október á síð- asta ári og heimsótti Wye Mills- plantekruna, þar sem fulltrúar deilenda reyndu að komast að sam- komulagi. Þótti Hussein afar veik- burða á að líta og veltu margir því fyrir sér þá hvort Jórdaníukonung- ur stæði við dauðans dyr. Þótt því sé nú haldið fram að Hussein hafí náð fullum bata hafa veikindi hans engu að síður vakið menn til um- hugsunar um hvað taki við þegar hann fellur frá. Höfn Freetown á valdi ECOMOG HERSVEITIR Efnahags- bandalags Vestur-Afríkuríkja, ECOMOG, sem hafa barist við uppreisnarmenn í Sierra Leo- ne, sögðust í gær hafa náð höfninni í Freetown, höfuðborg landsins, á sitt vald. Það ætti að auðvelda matvælaflutninga til borgarinnar, sem hefur ver- ið einangruð vegna átakanna við uppreisnarmennina. Starfs- menn hjálparstofnana segja að matvælabirgðimar í Freetown séu á þrotum og óttast hung- ursneyð meðal íbúanna, blossi átökin upp að nýju. Vikulangt vopnahlé, sem uppreisnarmennirnir lýstu yf- ir, hefur verið í gildi í tvo daga. Fréttastofa kaþólsku kirkjunn- ar í Róm skýrði frá því í fyrra- kvöld að uppreisnarmennimir hefðu rænt ellefu nunnum og prestum frá ftalíu, Indlandi, Spáni og Kenýa. Aitken játar á sig meinsæri JONATHAN Aitken, sem sagði af sér sem aðstoð- arráðherra í stjórn breska íhaldsflokks- ins fyrir tveimur ár- um, játaði í gær að hafa gerst sekur um meinsæri og tilraun til að hindra framgang réttvísinnar í hneykslismáli sem varð honum að falli. Aitken hafði höfðað mál gegn dagblaðinu Guardian og Granada-sjónvarpinu vegna ásakana um að kaupsýslumað- ur frá Saudi-Ai-abíu hefði greitt hótelreikninga hans í París. Hann játaði að hafa bor- ið ljúgvitni vegna málsins og gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir honum í júní. Schröder hafnar bótum til Breta BRESKA stjómin hefur mót- mælt ummælum Gerhards Schröders, kanslara Þýska- lands, þess efnis að Þjóðverjar þurfí ekki að greiða Bretum bætur vegna þeirrar ákvörðun- ar þýsku stjórnarinnar að rjúfa samninga um endurvinnslu kjarnorkuúrgangs erlendis. Samningar Þjóðverja um end- urvinnslu í kjarnorkustöðinni í Sellafield era metnir á 1,2 milljarða punda, andvirði 138 milljarða króna. N-kóresk hjón leita hælis STJÓRNARERINDREKI frá Norður-Kóreu og eiginkona hans, sem hurfu í Berlín á dög- unum, hafa óskað eftir hæli i Bandaríkjunum sem pólitískir flóttamenn, að sögn dagblaðs í Suður-Kóreu í gær. Þýska ut- anríkisráðuneytið kvaðst ekki geta staðfest að hjónin hefðu flúið til Bandaríkjanna. Aitkcn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.