Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 19 ERLENT , , Reuters FLOTTAFOLK frá þorpinu Racak í Kosovo sem flúði þaðan vegna árása serbneskra öryggissveita á sunnu dag eftir að þær myrtu 45 íbúa þorpsins. Fjöldamorð og fyrirsláttur NATO mun ekki verða til að tryggja sjálfstæði Kosovo vegna þess, að þetta mesta her- veldi í heimi óttast mannfall, segir breski blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Gwynne Dyer. Þess vegna muni þjáningar íbúanna halda áfram þar til Serbum sjálfum finnist nóg komið. „HIÐ alþjóðlega samfélag er ekki tilbúið til að sætta sig við grimmi- legar ofsóknir og morð á óbreyttum borgurum,“ sagði Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, sl. sunnudag _ og enginn viðstaddra fréttamanna fór að hlæja. Blaða- menn geta verið mjög kurteisir. „Serbnesku lögreglumennimir sögðu okkur að hlaupa,“ sagði einn þeirra fáu, sem lifðu af fjöldamorðin í þoi-pinu Racak í Kosovo en Fischer var einmitt að tala um atburðina þar. „Strax og við tókum á rás, fóru þeir að skjóta á okkur.“ Þeir voru þó miklu fleiri, sem fengu ekki tæki- færi til að reyna að forða sér. Er William Walker, bandarískur yfirmaður alþjóðlegu eftirlitssveit- anna í Kosovo, sá lík Albananna 45 í Racak sl. laugardag var hann yfir- kominn: „Eg á ekki orð til að lýsa þessu viðurstyggilega voðaverki. Að sjá lík þessara manna og andlitin, sem hafa augljóslega verið skotin sundur af stuttu færi.“ Walker sagði hreint út, að Serbar hefðu framið þennan glæp og Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu og einræðisherra í Serbíu, skipaði honum þá að hverfa úr landi innan tveggja sólarhringa. Skipaði hann líka svo fyrir, að landamærun- um skyldi lokað til að Louise Arbo- ur, helsti saksóknari stríðsglæpa- dómstólsins í Haag, kæmist ekki til Kosovo til að kynna sér fjöldamorð- in. Júgóslavneski herinn skaut aftur á yfirgefið þorpið og flutti 40 lík- anna til Pristina, höfuðstaðar Kosovo, hugsanlega með það fyrir augum að eyðileggja sönnunargögn. Og NATO, sem hótaði loftárásum í september vegna fjöldamorða Milosevics þá, reyndi að vera strangt á svip og hneykslað. Hvað sem öllum yfirlýsingum líð- ur, þá er ekki líklegt, að NATO sendi flugvélar sínar gegn herjum Serba í Kosovo, hvað þá í Belgrad. Það mun heldur ekki senda sína eigin hermenn til Kosovo til að stöðva manndrápin. Hvað er sérstakt við Kosovo? Hvers vegna ekki? NATO beitti að lokum flugher sínum gegn Ser- bum í Bosníu og batt um leið enda á þjóðarmorð, sem staðið hafði í þrjú ár. Hvers vegna vill bandalagið ekki gera það sama fyrir íbúa Kosovo? NATÓ hefur lagt blessun sína yfir sjálfstæði Slóveníu, Króatíu, Bosn- íu, Makedóníu, allra fyrrverandi lýðvelda í sambandsríkinu Jú- góslavíu nema Serbíu og Svart- fjallalands. Það studdi Króata í raun og beitti hernum í þágu Bosní- ustjórnar gegn Serbum. Því er samt haldið fram, að allt öðra máli gegni um Kosovo. Næstum 90% af tveimur milljón- um íbúa Kosovo era múslimar af al- bönsku þjóðerni og innan við 10% eru Serbar. Kosovo-Albanar réðu sínum málum sjálfir þegar Jú- góslavía var sambandsríki undir stjórn hins kommúníska einræðis- herra Josips Titos og þá voru Ser- bar aðeins stærsta þjóðarbrotið í ríkinu en ekki herrar þess. Kosovo var hins vegar aldrei formlega eitt af „lýðveldunum", heldur sjálf- stjórnarhérað í Serbíu. Var það gert af tilliti til Serba, sem líta á Kosovo sem helgan stað í sögu þjóð- arinnar. Að því vai' heldur ekki mik- ið fundið meðan réttindi albanska meirihlutans voru virt. Friðsamleg mótmæli ná ekki eyrum umheimsins Eftirmenn Titos virtu þennan samning allt þar til kom að Milos- evic, sem byrjaði valdabröltið 1989 með því að afnema sjálfstjórnar- réttindi Kosovo og setja öll ráð þess í hendur serbneska minnihlutanum. Ibúarnir, meirihlutinn, voru því æfareiðir en í níu ár beittu þeir að- eins friðsamlegum mótmælaaðgerð- um gegn serbneska ofbeldinu. Það var kannski vegna þess, að þeir beittu engu ofbeldi, að ekki var eftir þeim tekið enda voru stórveld- in upptekin af því að slökkva þá elda, sem Milosevic hafði kveikt í Króatíu, Bosníu og víðar. Að því hlaut hins vegar að koma, að Kosovo-Albanar risu upp og Milos- evic svaraði með kúgun og fjöldamorðum. Það varð aðeins til að reka allan almenning í fangið á uppreisnarmönnum. Serbar drápu a.m.k. 2.000 óbreytta borgara og gerðu fjórðung landsmanna heimilislausan í ágúst og september áður en NATO neyddi þá til að fallast á vopnahlé. Nú hafa manndrápin hafist aftur enda veturinn óvenjumildur og því hentugur til hernaðaraðgerða. Hvers vegna gi'ípur NATO ekki í taumana? Opinbert svar við þessari spurn- ingu er, að NATO geti ekki fallist á sjálfstæði Kosovo hvernig sem Ser- bar hagi sér vegna þess, að héraðið sé lögum samkvæmt hluti af Serbíu. Þetta er þó bara fyrirsláttur. Innan NATO óttast i raun enginn, að sjálf- stæði Kosovo verði notað sem for- dæmi af Böskum á Spáni eða að- skilnaðarsinnum í Quebec í Kanada. Ókyrrð eða áfram- haldandi fjöldamorð Svarið, sem gefið er undir fjögur augu, er allt annað. Það er, að sjálf- stætt Kosovo myndi sameinast Al- baníu og mynda stórt, múslimskt ríki, sem aftur gæti kynt undir ólgu meðal albanskra þjóðarbrota í Ma- kedóníu og Grikklandi. Þetta er út í hött. Engin ástæða er til að ætla, að vel menntaðir og tiltölulega velmegandi Albanar í Kosovo fari að binda trúss sitt við upplausnina og örbirgðina í Albaníu og hvað með það þótt þeir gerðu það? Albanar era fjórðungur íbú- anna í Makedóníu og þar gæti orðið einhver smávegis ókyi’rð en engin í Grikklandi þar sem þeir eru 2% landsmanna. Hér er annars vegar um að ræða hættu á dálítilli ókyrrð, hins vegar á áframhaldandi fjöldamoi'ðum. Hvers vegna lætur NATO þá ekki hendur standa fram úr ermum í stað þess að vera með innantómar hótanir, sem gera ekkert annað en grafa undan trúverðugleika þess? Svarið er þetta: NATO óttast mannfall í eigin röðum. Það er allt í lagi að beita flugvélum en til að tryggja sjálfstæði Kosovo þarf að beita landher. Það þýðir um leið, að einhvei'jir muni falla í valinn. Mesta hernaðarvél í heimi er al- gjört pappírstígrisdýi' vegna þess, að í'íkisstjórnir aðildarríkjanna hafa ekki kjark til að horfast í augu við afleiðingar þess innanlands, að ein- hverjir láti lífið. Þess vegna verða þjáningar Kosovo-Albana að halda áfram eða þar til tugir þúsunda manna hafa látið lífið, þorpin brennd til ösku og Serbum sjálfum finnst nóg komið. í kvöld er dregið I Vikingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáöu þér miða fyrir kl. 17 í dag. C ATH! AðeinsgHkr. röðin )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.