Morgunblaðið - 20.01.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
KOLBEINN Bjarnason, Áshildur Haraldsdóttir, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau á æfingu í Salnum. Atli Heimir Sveinsson fylgist með.
Flaututónlist eftir Atla Heimi Sveinsson á Myrkum músíkdögum
FIMM flautuverk eftir Atla
Heimi Sveinsson verða flutt á
tónleikum Myrkra músíkdaga
í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30.
í einu verkanna, Tónamínútum, er
flautuleikurunum fjórum dreift um
lýmið, þar sem þeir kallast á; tveir
eru sinn til hvorrar hliðar á sviðinu
og hinir tveir eru uppi á svölunum,
einnig hvor í sínu homi. Að sögn
Atla Heimis gefur Salurinn mikla og
góða víðómun, betri en nokkru sinni
hefur heyrst hér á landi innanhúss.
Flautuleikararnir fjórh- ei-u þau
Guðrún Birgisdóttir, Martial Nar-
deau, Kolbeinn Bjamason og Áshild-
ur Haraldsdóttir og sjálfur leikur
Atli Heimir einnig á píanó í einu
verkanna, Xanties. Raunar segir
hann að til hafi staðið að halda tón-
leikana á síðastliðnu ári en vegna
anna flautuleikaranna hafi ekki
reynst unnt að ná þeim öllum saman
fyrr en nú. „Þetta fólk hefur allt svo
mikið að gera - sem er jú í raun og
veru mjög gott. Þetta er allt afburða-
fólk, hvert á sínu sviði,“ segir Atli.
Styrkur frá menningarmálanefnd
Reykjavíkurborgar, sem hann hlaut
á síðasta ári, gerir honum kleift að
háldá þessa tónleika. „Svo á ég smá
afgang og ætla að nota hann í aðra
tónleika bráðlega. Þar er ég að
hugsa um að hafa blásarakvintett
sem heitir Fimmhjóladrif.“
Fyrsta verkið á tónleikunum í
kvöld er Grand duo concertante I:
Handanheimar, fyrir tvær flautur og
tónband. Verkið kveðst Atli hafa
samið fyrir flautuhjónin Guðrúnu og
Martial árið 1991. ,,í okkar hópi er
verkið uppnefnt Ástir samlyndra
hjóna,“ segir hann. Þá er það verkið
Xanties fyrir flautu og píanó frá 1975,
þar sem Áshildur og Ath spila og tala
íjóð byggt á sagnabálki Prousts, I leit
að glötuðum tíma. Verkið var á sínum
tíma samið fyrir Manuelu Wiesler og
Snorra Sigfús Birgisson til flutnings í
einleikarasamkeppni í Helsinki - sem
þau unnu. Lethe er verk fyrir
bassaflautu, skiúfað árið 1986, og nú
flutt af Kolbeini Bjarnasyni. „Hann
hefur flutt Lethe oftar en nokkur
annar, enda er hin fagra, seiðmagn-
aða bassaflauta ekki algengt hljóð-
Fullkominn
víðómur í Salnum
færi. Mér finnst snilld Kolbeins njóta
sín vel í Lethe,“ segir Atli, en sam-
kvæmt goðafræði Fom-Grikkja er
Lethe nafn á fljóti í helheimum. Þeg-
ar drukkið er af vatni þess gleymast
allar jarðneskar sorgii-.
Tónsvið flautunnar
þanið til hins ýtrasta
Eftir hlé er komið að viðómaverk-
inu Tónamínútum, þar sem flautuleik-
aramir fjórir standa hver í sínu homi
og kallast á. „Þú upplifir fullkominn
víðóm, líkt og maður heyrir á Breiða-
firði þegai' fuglai'nir syngja í mismun-
andi eyjum. Þetta er ný hlið á þessum
sal, sem kemur svona prýðilega út.
Þetta vorum við bara að uppgötva
núna við æfingamar," segir tónskáld-
ið. Hvert lag er ein mínúta að lengd
og er hún gefin tU kynna með hvössu
málmgjallsslagi. Lögin má leika í
hvaða röð sem er, öll eða nokkur
þeirra. Atli segir þau augnabliks-
myndir hughrifa, sem reynt er að tjá í
tónum. Dæmi um nöfn þeirra eru
Karlatónar, Bamatónar, Kvennatón-
ar, Morguntónar og Gamlir tónai'.
Síðasta verkið á tónleikunum er
Kvartett númer 1 og er hér á ferð
frumflutningur á íslandi. Verkið var
pantað af Kuhlaukvartettinum í
Kaupmannahöfn sem frumflutti það
á tónlistarhátíð á Borgundarhólmi
1991. „Þetta er fjórþætt sónata með
ein- og tvfleikskadensum. Milliþættir
era hægir, jaðarþættir hraðir. Hver
flautari leikur á ýmsar flautur. Fyrir
utan fjórar venjulegar flautur era
notaðar fjórar pikkólóflautur, tvær
Þeir sem eru skilaskyldir vegna skatts á fjármagnstekjur á árinu 1998 eiga
að hafa fengið sendan gíróseðil til að standa skil á afdreginni staðgreiðslu.
Hér er átt við banka, sparisjóði, lögmenn, löggilta endurskoðendur, verð-
bréfamiðlara, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög og aðra sem hafa atvinnu
af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum eða annast
innheimtu fyrir aðra. Hlutafélögum ber að standa skil á afdreginni
staðgreiðslu af arði.
Gjalddatfi var 15. janúar 1999
0£i cindagi er 30. janúar 1999
Gíróseðilinn má greiða í bönkum, sparisjóðum, pósthúsum og hjá inn-
heimtumanni ríkissjóðs. Þeir sem ekki hafa fengið gíróseðil geta fyllt út
greiðsluseðil hjá innheimtumanni ríkissjóðs og skilað skattinum þar.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
altflautur og tvær bassaflautur. Tón-
svið flautunnar er þanið til hins
ítrasta,“ segir Atli um verkið í efnis-
skrá og bætir við að það sé samið
fyi'h' fjóra virtúósa og jafnræði sé
með þeim öllum.
Þess má geta að Atli Heimir er
upphafsmaður tónlistarhátíðarinnar
Myrkra músíkdaga, sem fyrst var
haldin árið 1980. „Hugmyndin var sú
að nota þessa eyðu sem verður í
menningarlífinu eftir jólin, þá er
myrkasti tíminn hér á Islandi. Við
Þorkell Sigui'bjömsson unnum að
þessu, hann stóð með mér eins og
klettur. I okkar vinnuplöggum kom
þetta nafn fyrir á ensku svona af og
til, Dark Music Days, við vissum ekk-
ert hvað við ættum að kalla þetta, svo
fóram við bara að tala um Myrka
músíkdaga. Nafnið vakti mikla at>
hygli og við fengum fyrirspumir víða
að utan úr heimi, um hvað væri eigin-
lega að gerast héma uppi á íslandi,"
segir hann og bætir við að það hafi
reynst mjög auðvelt að fá flytjendur
til að taka þátt í þessu á þessum tíma.
„Það virtist vera þörf fyrir einhvers
konar tónleikahald í janúai'. Tilgang-
urinn var að opna smiðju íslenskra
tónskálda, spila þau verk sem hefðu
komið fram ný, endmflytja íslensk
verk sem okkm' þótti merkileg og svo
að hafa samband til útlanda, en hlut-
fallið var í upphafi 70% innlend verk
og 30% erlend," segir hann.
Atli Heimh' hefm' möi'g jám í eld-
inum um þessar mundh'. Hann er að
ljúka við að semja tónlist við Sjálf-
stætt fólk, sem verið er að setja á
fjalimar í Þjóðleikhúsinu, og næsta
verkefni sem hann er að ýta úr vör
er ópera um ki’istnitökuna á Islandi.
„Þorsteinn Gylfason er núna að
skrifa texta, eða libretto, eins og það
heitir í óperam, litla bókin. Þetta er
stór ópera sem verður sýnd á vegum
Islensku óperannai' á ái'inu 2000,“
segir hann. Þá era einnig framundan
tvö stórverk hjá Sinfóníuhljómsveit
Islands. „Það er svíta úr Vikivaka,
sjónvarpsóperu sem ég gerði á sín-
um tíma, og svo er ný sinfónía sem
verður frumflutt í lok apríl, Sinfónía
númer 1, sem Bernharður Wilkinson
mun stjórna,“ segir Atli. Sinfónían á
sér nokkuð langan aðdraganda.
„Uppkastið varð til í París fyrir átta
eða níu árum, þegar ég dvaldi þar í
eitt ár, en svo dagaði það einhvern
veginn uppi,“ segir hann. Nú hefur
hann tekið bunkann fram aftur og er
að leggja síðustu hönd á verkið. Og
hann er búinn að gera langtímaáætl-
un: „Á næstu tíu áram ætla ég að
gera tíu sinfóníur," segir tónskáldið.
DAUÐINN
Á SLÆPINGI
KVIKMYJVDIR
II á s k ó I ab í ó,
Laugarásbíó
MÁ ÉG KYNNA JOE BLACK
(„MEET JOE BLACK") irk
Leikstjóri: Martin Brest. Handrits-
höfundar: Ron Osborn, Jeff Keno,
Kevin Wade og Bo Goldman. Kvik-
myndatökustjóri: Emmanuel Lu-
bezki. Tónskáld: Thomas Newm-
an. Aðalleikendur: Brad Pitt, Ant-
hony Hopkins, Claire Forlani,
John Weber, Marcia Gay Harden,
Jeffrey Tambor. 178 mín. Banda-
rísk. Universal Pictures 1998.
FJÓRIR handritshöfundar
boða ekki gott. Síst ef sá fjórði
(Bo Goldman), er þekktur „hand-
ritalæknir", sem oftast er kallað-
ur á staðinn ef allt er í óefni. En
jafnvel sjálfur Goldman (Gnuks-
hreiðríð, Melvin og Howard), get-
ur litlu bjargað að þessu sinni.
Hann hefði átt að skera og skera
niður. Stærsti gallinn við Má ég
kynna Joe Black, er hrikaleg, al-
gjörlega ónauðsynleg, þriggja
klukkutíma lengd.
Efnið er einnig vandmeðfarið.
Dauðinn í líki snyrtipinnans Joe
Black (Brad Pitt), kemur til mann-
heima til að fylgjast með fjölmiðla-
kónginum Bill Parrish (Anthony
Hopkins), síðustu dagana fyrir
brottfór hans héðan, og lóðsa hann
síðan yfir á sígræna velli himna-
ríkis. Flest fer eftir áætlunum hr.
Dauða, uns upp kemur óvænt
vandamál: Maðurinn með ljáinn
verður ástfanginn. Sú lukkulega
er Susan (Claire Forlani), yngri
dóttir og augasteinn Parrish.
Nóg um efnið. Það er glóra-
laust og hefði sjálfsagt getað not-
ið sín betur ef þessi rómantíska
gamanmynd hefði verið klippt
niður í normal lengd. Leikstjór-
inn, Martin Brest, hefur gert frá-
bærar spennu- og gamanmyndir
eins og Beverly Hills Cop,
Midnight Run og A Scent of a
Woman. Að þessu sinni er hann í
mestu ógöngum, leikstýrir á hálf-
um hraða - sem kemur nokkuð
vel út fyrstu 90 mínúturnar. Þeg-
ar á líður er maður hins vegar
farinn að óska þess að Joe Black
kippi öllu heila klabbinu í snatri
yfir í Edens grænan rann.
Það sem bjargar því sem bjarg-
að verður íMá ég kynna ... er
hörkufínn leikur hjá Hopkins og
Pitt. Forlani er aðlaðandi en
verður þreytandi vegna ógnar-
lengdarinnai', og aukaleikararnir
standa sig með prýði. Eins er
þessi klisjusúpa einkar fagmann-
lega unnin á öllum sviðum (enda
kostaði hún hartnær 100 milljónir
dala), og á allnokkur fyndin og til-
finningarík augnablik. Það er
bara alltof langt á milli þein-a.
Sæbjörn Valdimarsson