Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 27 MENNTUN Kennsla á forrit á geisladiskum Kennsla á geisladiskum leysir kennslu á myndböndum af hólmi. Notendur Word 97 og Excel 97 geta numið fræðslu Snorra Karlssonar um forritin á geisladiskum. ISLENSK tölvukennsla á geisladiskum er nýjung sem Myndbandaskólinn hefur sett á markað. Um er að ræða kennslu í Word 97-ritvinnsluforrit- inu annars vegar og kennslu í Excel 97-tölvureikniforriti hins vegar. Áð- ur hafði skólinn gefið út námskeið á myndböndum. Höfundur kennslunnar er Snorri Karlsson en hann er einnig eigandi skólans ásamt Karli Sigurhjartar- syni. „Námskeiðin eru byggð upp á mjög einfaldan hátt og það er auð- velt að fara á milli kafla og velja út það sem hver og einn hefur mesta þörf fyrir,“ segir Snorri, „notandinn getur því hagað hraða og áherslum námsins að eigin þörí'um." Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að hafa námskeiðin að- gengileg til að læra og þægileg til að rifja upp. Forsendan var að not- endur væru einnig að vinna að raunverulegum verkefnum og myndu læra á forritin á sama tíma. Námskeiðin eru hvort um sig á tveimur diskum og er hvor diskur um það bil 90 mínútur að lengd. Fyrri diskar er ætlaður byrjendum og seinni lengi-a komnum. Snoni segist selja mest í íyrirtæki en einstaklingar hafi einnig sýnt mik- inn áhuga. „Geisladiskar virðast henta þeim betui' til kennslu en myndbönd,“ segir Snorri. Hann segir að fyrirtíeki með innanhússnet geti sett námskeiðin þangað og auðveldað með því starfsfólki aðgang að þeim. Snorri telur þetta vera viðamesta íslenska kennsluefnið á diskum sem enn hafi verið gert. Hann og starfs- menn Myndbandaskólans eru nú að vinna að öðru kennsluefni á diskum. Það er kennsla fyrir almenning um Netið og verður það stærsta verk- efnið sem skólinn hefur hingað til ráðist í. „Það verður í stóru upplagi og fer beint til notenda,“ segir Snorri og að það komi út í mars næstkomandi og verði dreift á al- mennan markað. Jón Helgi Óskars- son vinnur nú að kennsluhandriti um Netið. Video Trainmg Series Exccl Header and Footer 9 Dálkar á sídu EXCtL ile Edit View Insert Format lools Table Window Help í Bladsídunúmer . * Times New Roman » 10 - B / U Ingert AutoText ■> @ (9 («? U © V % |'ÍÉ!É!’:<P’ fl056 Header " KHfri a’Uilitatónmin II- f.rri'. Morgunblaðið/Ásdís KENNSLA á geisladiskum er nú viðamesta starfsemi Mynd- bandaskólans. Snorri Karlsson og Jón Helgi Óskarsson. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur UÓUtttV tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 SÝNISHORN af umhverfinu sem birtist nemendum. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Styrkir til jafnréttismála FRESTUR til að sækja um styrki til átaksverkefna (projects) á sviði jafnréttismála rennur út 1. mars nk. Umsóknar- eyðublöð og leið- beiningar fyrir umsækjendur er hægt að nálgast hjá Skrifstofu jafnréttismála. Styi'kirnir eru veittir innan 4. framkvæmdaáætl- unar ESB um jafnréttismál og geta allir sótt um, þótt þeir séu einkum ætlaðir sveitarfélögum, félagasam- tökum og aðilum vinnumarkaðar- ins. Áhugasamir hafi samband við Helgu Guðrúnu Jónasdóttur hjá Skrifstofu jafnréttismála (s. 552 7420 eða netfang helga@jafnretti.is). Ungmeiinaskiptaverkefni Næsti umsóknarfrestur „Ungs fólks í Evrópu“ er til 1. febrúar. Þessi umsóknarfrestur er fyiúr ung- mennaskipta- verkefni sem framkvæmd eru á tímabilinu 1. apríl til 31. ágúst 1999. Umsóknar- eyðublöð fást á landsskrifstofu UFE í Hinu húsinu, Aðalstræti 2. MEDIA Kvikmynda- og sjónvarpsáætlun Fyrsti skilafrestur ársins 1999 fyrir dreifíngu evrópskra kvik- mynda og sjónvarpsefnis er til 29. janúar nk. og fyrir dreifingu mynd- banda- og margmiðlunarverkefna til 9. apríl nk. Umsóknarfrestur fyrir þá sem sækja vilja um styrki til að halda námskeið rennur út 25. febrú- ar. Umsóknargögn og nánari upp- lýsingar fást á skrifstofu MEDIA upplýsingaþjónustunnai', Hallveig- arstöðum, Túngötu 14, 101 Reykja- vík, s. 562 6366, fax. 561 7171, net- fang. mediadesk@centrum.is Vinnufundur fyrir uinsækjendur Vinnufundur fyrir þá sem ætla að sækja um styrki fyrir mannaskipti í Leonardó-starfsmenntaáætlun Evrópusambands- ins verður haldinn í Tæknigarði, föstudaginn 22. janúar nk. kl. 12. Þátttaka tilkynn- ist í síma 525 4900. Minnum á umsóknafrest til 31. jan- úar 1999. Sérfræðingar til niats á umsóknum ESB auglýsii- eftir hæfum einstak- lingum til að meta umsóknir og hafa eftirlit með framgangi rannsókna- og tækniþróunaiverkefna í 5. rammaá- ætlun ESB. Sérþekkingar á ein- hverju eftirtalinna sviða er krafist: Nýting rannsóknaniðurstaðna og tækniþróunarverkefna, tækniyfir- færsla og nýsköp- un, alþjóðleg sam- vinna í vísindum og tækni, nýting mannauðs, hagfræðileg og félags- fræðileg áhrif. Nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á netsíðunni http://www.cordis.lu/expert-candi- dature, og hjá KER í síma 525 4902. Netfang: grimurk@rthj.hi.is Styrkir til lista og menningar Fyrsti og eini skilafrestur í KALEIDOSCOPE, lista- og menn- ingaráætlun Evi-ópusambandsins, fyrir árið 1999 er 2. mars nk. Fyrsti og eini skilafrestur ársins 1999 í RAPHAEL, áætlun Evrópu- sambandsins varðandi menningar- ai-fleifð, verður 26. mars nk. Umsóknargögn og nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu upplýsinga- þjónustunnar, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, s. 562 6388, fax. 562 7171, netfang: culturalcontactpoint@centrum. progrem| L=ONAia« OA V 4 ► Nýjar bækur • HEFÐB UNDIN setningafræði handa framhaldsskólum er eftir Ragnheiði Briem. í lesbók eru lyk- ilhugtök setn- ingafræðinnar skýrð og gefin fjöldamörg dæmi um hvert atriði. Gefin eru hagnýt ráð til að greina setninga- hluta og á þrem- ur stöðum í bók- inni er raðað upp minnis- punktum sem auðvelda nemendum mjög að ná tökum á efninu. I bók- inni eru rifjuð upp þau málfræðiat- riði sem eru nauðsynleg undirstaða í setningafræði. - í verkefnahefti sem fylgir bókinni eru fjölbreyttar æfingar og verkefni við hvern kafla lesbókar. Ragnheiður Briem er íslensku- kennari við Menntaskólann í Reykjavík og hefur skrifað kennslu- bók í stafsetningu, auk blaðagreina um stafsetningar- og málfræði- kennslu. Útgefandi er Mál og menning. Lesbókin er 117 bls., verð 1.999 kr., verkefnaheftið er 38 bls., verð 599 kr. Bækurnar fást einnig saman í pakka, verð 2.399 kr. Bækurnar eru unnar í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna prýðir höfðaleturs- skreyting eftir Gunnlaug S.E. Briem. La qerútsala á herra-, kven- og barnafatnaði frá heildversluninni Eddu hf. verður haldin í Sundaborg 11 dagana 20. og 21. janúar frá kl. 10.00-18.00 Gengið inn norðanmegin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.