Morgunblaðið - 20.01.1999, Side 50

Morgunblaðið - 20.01.1999, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Forvitnilegar bækur Kynjakett- ir - kisur og kisar „Bad Girls and Sick Boys“ eftir Lindu S. Kauffman. 328 bls. Uni- versity of California Press, Berkley, árið 1998. Eymundsson. 2.595 krónur. ÞÆR eru svolítið undarlegar, stelpurnar sem hér eru kynntar til leiks. Þær spyrja: Af hverju þurfa stelpur að vera sætar? Þær svipta hulunni af dulúð kvenlíkamans og leika sér að því að fara yfir mörk hins svokallaða velsæmis. Þær eru vondar stelpur. Og strákarnir eru engu betri. Þeir reyna einnig á þolrifm í fólki og bjóða viðteknum viðhorfum birg- inn. Þeir láta hengja sig upp á hvolfi allsnakta, eða sitja allsnaktir til sýnis inni í plastbúri eins og apar í dýragarði. Þeir eru sjúkir strákar. En þeir, eins og stelpumar, spyrja áleitinna spurninga. Hvar eru mörkin? Hvað er list og hvað er drasl? Hvað er fegurð og hvað er viðbjóður? Hvað eru líkamar og hvað er klám? Á hryllingur frétta- mynda rétt á sér en ekki hryllings- myndir? Verða viðkvæmar sálir ekki bara að herða sig í stað þess að reyna að banna þetta og hitt? Kynjakettirnir, stelpurnar og strákamir, láta engan segja sér fyr- ir verkum. Hvað þá að skipta sér af lífí þeirra og list. Sumir þeirra skrifa skáldsögur (J.G. Ballard), gera bíómyndir (De Palma), standa fyrir uppákomum („the painter Erró“) eða innsetningum. Sumir láta breyta andliti sínu (Orlan) til að sameina fegurð Mónu Lísu og Star Trek, og enn aðrir (Bob Flanagan) gera sér mat úr eigin píslarlosta. Tæpt er á viðkvæmum málefnum: Kynórum, kynhlutverk- um, klámi og and-klámi, hryllingi og látnu fólki. Umfjöllunin snýst um hin ýmsu „tabú“, ritskoðun og frelsi. Og þann sem þorir að sjá hlutina í öðru ljósi en ætlast er til. Það er kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Silja Björk Baldursdóttir RICHARD OPIE SKOÐAR GILDI VÖRUMERKJA HVERNIG manneskja kaupir „Omo“ og hver kaupir „Peril“? SÆLGÆTI er ekki lengur verðlaun og neytt á sérstökum stundum. Ljóð handa Vörumerki sem tákn- gerving heimsmyndar prinsessu gildi í vörumerkjum á síðustu ára- tugum en nokkru sinni fyrr, á sama tíma sem gildi fjölskyldu og trúar hefur dvínað. „Menningar- samfélög forðast innra tóm og vörumerkin hafa fyllt skarð fyrri gilda," segir Valentine. „Aukning gildis vörumerkja er ekki fyrirbæri sem eingöngu hefur átt sér stað eftir seinni heimsstyrj- öldina. Það má segja að í raun og veru hafí vörumerki alltaf verið mikilvæg. En í gamla daga vísuðu vörumerkin eingöngu í umrædda vöru. Þau voru ekki þær flóknu táknmyndir í heimsmynd okkar sem þau eru í dag. I dag er þvottaefnið „Persil“ nátengt hugmyndum okkar um heiminn og gildi hans. Vörumerkið snýst ekki eingöngu um fatnað og þvott heldur snýst líka um allar okkar hugmyndir um bamaupp- eldi. I vömmerkinu kristallast sú hugmynd að ef bömin þín séu ekki í tandurhreinum fótum hljótir þú að vera á framfæri ríkisins." Valentine segir að breyttar áherslur í gildi vörumerkja megi einnig merkja í viðhorfum manna til sælgætis, en Bretland hætti að skammta sykurvörur árið 1953. „Þegar hætt var að skammta sælgæti eftir stríðið vora búðirnar hreinsaðar út á tveimur tímum.“ En núna hugsum við ekki um súkkulaði sem verðlaun sem þú getir aðeins fengið þegar þú hefur unnið þér inn fyrir því. I dag er sælgæti sjálfsagður hlutur, eins- hvers konar óhollur málsverður, ekki sakbitið leyndarmál, og sýnir að við höfum þrdast frá viðmiði meinlætishugmynda sem eiga ræt- ur sínar í trúarbrögðum.“ Poems for a Princess. Ljóð handa prinsessu. Anchor Books á Bretlandi árið 1998. 480 blaðsíður. DÍANA prinsessa lést í bílslysi í París fyrir tveimur árum og olli fráfall hennar þjóðarsorg um heim allan, ekki síst meðal landa hennar á Bretlandi. Enda létu viðbrögðin ekki á sér standa. Milljónir manna mættu til að fylgjast með jarðarforinni og var henni sjónvarpað um alla jarð- arkringlu. Tárin flóðu og samúð- arkveðjum rigndi yfír konungsfjöl- skylduna og syni Díönu, William og Harry. Blóm seldust upp í búð- um og minningarlag um Díönu varð söluhæsta smáskífa frá upp- hafí. Svo voru hinir fjölmörgu sem hripuðu ljóð til minningar um prinsessu fólksins eins og hún var kölluð. Eflaust hafa ljóðin skipt þúsundum og hvert og eitt verið barið saman úr gjörvallri flóru til- finninganna, - sorg yfír fráfalli prinsessunnar, umhyggju fyrir ungu prinsunum, reiði vegna ósanngjarnar meðferðar á Díönu og ástar á minningu ungrar konu sem reyndi að láta gott af sér leiða. Þetta er að minnsta kosti tónn- inn sem bergmálar í 1.500 ljóðum sem valin voru til útgáfu í bókinni Ljóð handa prinsessu sem kom út í fyrra. Þar minnist fólkið prinsessunnar sinnar og í hverju vísuorði slær hjarta þjóðarinnar. Heiti Ijóðanna endurspegla hug höfunda en þau eru meðal annars „Díana, hjartadrottningin“, „Rós í París“, „Nýr engill á hirnnum" og „Góða nótt“. Sumir eru ekki sáttir eins og höfundur ljóðsins „Sekir!“ sem er harðort í garð gulu pressunnar. „Þeir geta reynt að réttlæta gjörð- ir sínar./Þeir geta reynt að réttlæta græðgi sína./En þeir geta aldrei réttlætt það/hvernig þeir tóku þig frá mér.“ „Þjóðin syi'g- ir“ er eitt Ijóðanna og víst er að þótt dofni yfir minningu Díönu á hún aldrei eftir að gleymast. Hennar á eftir að verða minnst sem prinsessunnar sem snerti strengi í brjóstum heillar þjóðar, kallaði fram ljóðskáldið í þúsund- um og verðskuldaði sannarlega nafnbót- ina prinsessa fólksins. Pétur Blöndal EF ÞÚ stendur við hilluna sem geymir þvottaefni í stdrmarkaðn- um og átt í erfiðleikum með að velja tegund geturðu huggað þig við það að fleiri eiga í sömu vand- ræðum. Er það þvottaduft sem þig vantar, fljdtandi þvottaefni eða þvottatöflur? Hvað segir val þitt um þig sem persdnu? Viltu að börnin þín fari með snjdhvít hand- klæði í skdlann eða hendirðu þvottinum einhvem veginn í vélina og gleymir honum síðan? Ef urmull tegunda vefst fyrir fdlki í dag getur það rétt ímyndað sér hvemig húsmæðmm leið á fímmta áratugnum þegar skömmt- unartímabili annarrar heimsstyrj- aldarinnar var lokið og ásýnd heimsins breyttist í gegnum sjdn- varp og vömúrval varð meira en nokkm sinni fyrr. Ný bdk hefur verið gefin út um neytendamenningu fímmta áratug- arins sem einkenndist af skærlit- um pakkningum og auglýsingum. Þvottavélar, heimilisvörar og vind- lingar virkuðu uppörvandi á nýjan og ört vaxandi hdp fdlks í heimin- um, neytendur. „Andlit sem geisluðu af gleði birtust hvarvetna f auglýsingum sem sýndu nútíma heimilislíf. Hvers vegna? Vegna þess að allt virtist vera auðvelt, hreint og skínandi," segir sagn- fræðingurinn Robert Opie í bdk sinni „The 1950s Scrapbook." Opie hefur lagt sig fram um að rann- saka auglýsingar og umbúðir vara á þessari öld. I bdkinni er fjöldi mynda af al- gengum heimilishlutum sem allir gefa til kynna öryggið og vissuna um betri tíð tímabilsins þegar for- sætisráðherrann Harold MacMillan sagði þessi fleygu orð árið 1957: „Aldrei hafa fleiri í þjdðfélaginu haft það jafn gott og nú.“ Vörumerki kærir heimilisvinir í bdkinni sýnir Opie fram á að margar vörur og vörumerki sem eru hluti neytendaumhverf- isins í dag eiga rætur sínar að rekja til fímmta áratugarins. Sem dæmi um það má nefna „Oxo“-súputen- inga sem breskir her- menn notuðu sér til matar í fyrri heims- styrjöldinni í skot- gröfunum, morgun- verðarkomið „Force“ sem kynnti í fyrsta skipti leik- fang í pakkanum sem síðar er orðið algeng söluaðferð og „Plasticine“- leirinn er enn til sölu. Hins vegar em aðrar vörar frá tímabilinu löngu fallnar í gleymsku og má þar nefna „Twink“-hár- liðunarvökvann, „Gaytime“-súkku- Iaðiisa og „Hillman“-bflana. „Eg held við séum mun fljdtari að aðlagast breytingum í dag held- ur en nokkra sinni fyrr í sögunni. Við samþykkjum veröldina sem við hrærumst í án spurninga um hvað hafi gerst áður,“ segir Opie, sem hefur í fyrri bdkum sínum rakið þjdðfélagsbreytingar í gegnum auglýsingar og vörumerki fyrir seinni heimsstyrjöldina. „Hug- mynd mín með bdkinni er að gefa lesendum innsýn í heim vöra- merkja svo það hafi betri yfirsýn um hvernig heimurinn í dag varð eins og hann er. Vörumerki dags- ins í dag era orðin svo nátengd neytandanum að það má nánast segja að þau séu kærir heimilisvin- ir. “ Á fímmta áratugnum vora ís- skápar munaðarvara og aðeins 30 prdsent heimila áttu ísskáp á þeim tíma. Stdrmarkaðirnir voru því með gerviísskápa til sýnis í versl- unum sínum sem innihéldu kjöt- stykki úr gúmmíl. Hins vegar seld- ust vörur í skærlituðum umbúðum á hillum verslana sem aldrei fyrr. „Fimmti áratugurimi stendur fyrir innreið bandarfska draums- ins, nýrra aðferða í markaðsfræð- um. Þar má finna upphaf afsláttar- tilboða, kynninga í verslunum og mikilvægis umbúðanna,“ segir Opie. Hann bætir við að pakkning- ar utan um þvottaefni á fímmta áratugnum sameinuðu list og hagnýtt gildi, „Tide“-þvottaefnið „ferskt og lifandi sem lætur þér fínnast hlutirnir ganga betur“ og „Dreft“ sem er „mjúkt og freyðandi lætur þér fínnast veröld- in minna hörð og hrjúf.“ Umbúðir era aðalatriði vörann- ar enn þann dag í dag og þvotta- efnisframleiðandinn Lever Brothers leggur á þær alla áherslu. Dregið var úr fjölda teg- unda þvottaefnis hjá fyrirtækinu 1996 um ijdrðung, eftir að rannsdknir sýndu að kaupendur eyddu að mcðaltali 13 sekúndum í það að velja tegund eins og Persil. „Við skoðuðum hvaða gildi kaupandinn tengdi vörunni og vöramerkinu, bæði hagnýtt gildi og tilfinningalegt gildi, og hvernig við komum til mdts við þær þarfir í umbúðum okkar vara,“ segir neytendafulltrúi fyrirtækisins Jim Ballington. „Við komumst að því að við voram að reyna að koma of mörgum skilaboðum áleið- is. “ Vörumerki sem trúarbrögð Virginia Valentine, sem hefur rannsakað menning- arlegt gildi samskipta á markaðnum, segir að Bretar hafí upplifað meiri merkingu og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.