Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 56
Drögum næst á föstudaginn & HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings fHtfgtm&fftfeifr MORGUNBLADID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK KEA kaupir 60% hlut í Bifreiðastöð Islands Oddur Einarsson framkvæmda- stjóri BSÍ staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að starfsemi sérleyfishafa í húsnæð- inu kæmi til með að verða óbreytt, þrátt fyrir kaupin. „Meiningin er að núverandi starfsemi verði þarna áfram og þjónustan aukist síðan, bæði við ferðamenn og farþega. Síð- ar mun starfsemi í húsnæðinu aukast enn frekar og vershmarþjón- usta, sem KEA mun koma að, bæt- ast við,“ sagði Oddur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið að KEA hyggi á opnun Nettó-verslunar á staðnum, en eins og kunnugt er hefur KEA verið að leita fyrir sér með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu að undan- fömu fyrir slíka verslun, en fyrir- tækið rekur nú þegar Nettó-verslun í Mjóddinni. Oddur sagði að viðræður um mál- ið hefðu hafist fljótlega eftir að KEA var synjað fyrr í vetur um að setja á fót Nettó-verslun í húsnæði Jóns Ásbjörnssonar við Reykjavík- urhöfn. Óska eftir frekari byggingarheimildum Aðspurður hvort fyrirhugað væri að byggja við húsnæðið sem fyrir e:1 á lóðinni sagði Oddur að fyrir lægju byggingarheimildir og fljótlega yrði farið í viðræður við Reykjavíkur- borg um frekari heimildir. A bak við minnihlutann í hinu ný- stofnaða félagi eru, að sögn Odds, á annan tug sérleyfishafa, þeirra á meðal allir sérleyfishafar sem keyi'a frá Reykjavík. Eiríkur Jóhannsson kaupfélags- stjóri KEA staðfesti í samtali við Morgunblaðið, að KEA hefði samið um ofangreind kaup við sérleyfis- hafa og hygði á byggingarfram- kvæmdir við BSÍ, en sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu. -------...........■■■ Flutninga- bíll lokaði Kerlingar- skarði VEGURINN um Kerlingarskarð lokaðist í tvo tíma í gærkvöldi vegna þess að stór flutningabíll sat fastur þvert á veginum í norðanverðu skarðinu. Bíllinn var í brattri brekku er hann rann til í hálku. Hann snerist á veginum og stöðvaðist með fram- endann fram af brúninni. Bílstjór- inn slapp ómeiddur. Um svipað leyti og tókst að losa bílinn fór annar flutningabfll út af veginum í Kerlingarskarði sunnan- verðu. Rúma tvo tíma tók að losa hann, en ökumaðurinn slapp ómeiddur og bíllinn skemmdist ekki. Að sögn lögreglu í Stykkishólmi var færðin léleg í gærkvöldi og skyggni slæmt og áttu fólksbílar í nokkrum erfiðleikum með að kom- ast leiðar sinnar. Snjóflóðahætta í S-Þingeyjarsýslu Þjóðveginum um Ljósavatns- skarð lokað Leitað eftir auknum bygging- arheimildum á lóðinni KAUPFÉLAG Eyfirðinga, KEA, hefur keypt 60% hlut í Bifreiðastöð íslands, BSI, Vatnsmýrarvegi 10 í Reykjavík, af sérleyfishöfum, sem eftir kaupin fara með 40% hlutafjár. Stofnað hefur veríð félag um eignina; Vatnsmýrin ehf. Morgunblaðið/Ásdís Sprengt fyrir Torgbyggingu VERIÐ er að undirbúa undir- stöður fyrir Torgbygginguna við Kringluna í Reykjavík en þar á að rísa verslunarhús sem tengist bæði Borgarkringlunni og Kringlunni. Síðustu daga hefur verið unnið við sprengingar í grunninum og er stefnt að því að Ijúka honum um mánaðamót þannig að uppsteypa geti hafist. ÞJÓÐVEGI1 um Ljósavatnsskarð í S-Þingeyjarsýslu, frá Stóru- tjamaskóla og suður að Krossi, var lokað um miðjan dag í gær, vegna ^snjóflóðahættu. Sigurður Brynj- ólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsa- vík, sagði í samtali við Morgun- blaðið seinni partinn í gær að veg- urinn yrði tæpast opnaður á ný SIF eykur veltuna HEILDARVELTA SÍF-sam- stæðunnar nam á síðasta ári um 18,8 milljörðum króna, samanborið við 11,7 milljarða króna á árinu 1997 en það er um 61% aukning á milli ár- anna. I þessum veltutölum er búið að taka út öll innbyrðis viðskipti á milli móðurfélags og dótturfélaga samstæðunn- ar. Samtals voru seld um 43.300 tonn af fullunnum af- urðum hjá samstæðunni síð- asta ári, samanborið við um 38.400 tonn á fyrra ári og nem- ur aukningin um 21%. Velta og sala allra dótturfélaga sam- stæðunnar hefur aukist nokk- uð frá fyrra ári. Að sögn Gunn- ars Arnar Kristjánssonar, framkvæmdastjóri SIF hf., nemur velta samstæðunnar á síðasta ári rúmum einum millj- arði króna umfram þær rekstraráætlanir sem gerðar hafi verið fyrir síðasta ár og það sé það besta í sögu félags- ins frá því það var gert að hlutafélagi. ■ 61% veltuaukning/Bl fyrir umferð fyrr en í dag, miðviku- dag. „Það var talin hætta á snjóflóði við svokallaða Sandvík, þar sem vegurinn liggur raunar úti í Ljósa- vatninu en þar er þekkt snjóflóða- svæði. Eftir athugun í morgun, (gærmorgun) þótti ekki annað ráðlegt en að loka veginum. Þarna hefur verið mikil snjósöfnun að mati heimamanna og snjóflóðaat- hugunarmenn frá Veðurstofu Is- lands mátu aðstæður þannig að þarna væri veruleg hætta á snjó- flóði.“ Sigurður sagði versnandi veður á svæðinu og því yrði ekki hægt að meta aðstæður fyrr en veðrið gengi niður eða vindátt breyttist, hvenær sem það yrði. Einnig var nokkur snjóflóða- hætta í Fnjóskadal, þar sem snjó- flóð féllu um helgina. Þar var mikil ófærð á vegum í gær og var fólk á þessum svæðum hvatt til þess að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. ■ Snjóflóðið/14 Morgunblaðið/RAX Skipshundurinn Neró ÞAÐ er gaman að fylgjast með starfseminni við höfnina, jafnt fyrir tvífætlinga sem fer- fætlinga. Það finnst a.m.k. hin- um státna skipshundi Neró sem Iagði leið sína niður að Reykjavíkurhöfn í gær. Hann horfði dreymandi á smábáta- eigendurna frá bryggjunni við Kaffivagninn og virtist þess albúinn að skella sér á sjóinn. Búið að salta sfld í um 86 þúsund tunnur á vertíðinni Kvótinn langt kominn ÞAÐ sem af er sfldarvertíðinni hef- ur verið söltuð síld í um 86 þúsund tunnur hérlendis, að sögn Gunnars Jóakimssonar, framkvæmdastjóra Íslandssíldar hf. Hann segir að nú eigi aðeins eftir að salta í 5 til 6 þús- und tunnur upp í gerða samninga. „Síldveiðar hafa gengið vel eftir að síldin fannst fyrir vestan land á síð- asta ári. Ótíðin eftir áramót hefur hins vegar sett strik í reikninginn og minna veiðst en ég vonaðist eft- ir,“ segir Gunnar. Mest hefur verið saltað hjá Sfld- arvinnslunni hf. í Neskaupstað, eða í um 30 þúsund tunnur. Þá hefur verið saltað í um 13 þúsund tunnur hjá Samherja hf. á Eskifirði og í svipað magn hjá Borgey hf. á Homafirði. Nú eru aðeins eftir um 7.500 tonn af síldarkvóta vertíðarinnar, en þegar hefur verið landað um 81.800 tonnum af síld. Flest skip eru þegar búin eða langt komin með kvóta sína og var Húnaröst SF eina skipið á miðunum í fyrrinótt. ■ Saltað í/C2 Vill nýj a Nettó- verslun við BSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.