Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur lokið sölusamningum fyrir loðnuvertíðina Loðnuverð fyrir Japans- markað lækkar um 8-16% SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfi’ystihúsanna hf. hefur gengið frá samningum um sölu á loðnu til Japans á komandi vertíð. Um er að ræða verðlækkun í jenum um 8-16% frá síðustu vertíð. Að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmda- stjóra markaðsmála og þjónustu hjá SH, vilja Japanir fá sem mest af meðalstórri loðnu eða 50-60 stk./kg. Gangi það eftir geti markaðurinn tekið við töluverðu magni. í fyrra voru 2/3 hlutar af útfluttu magni frá fslandi smáloðna eða yfir 60 stk./kg og magnið í heild ekki mikið. Ekki var samið um verð á stærstu loðnunni. Ki'istján segir samningaviðræður hafa verið erfíðar og slæmt efnahagsástand í Japan ein- kennt afstöðu kaupenda, auk þess sem afkoma framleiðenda í Japan, sem og hér heima, hafí ver- ið slæm á síðustu vertíð. „Loðnan var þá mjög smá og gæðin misjöfn. Japanir leggja nú áherslu á meiri gæði og að fá betur flokkaða loðnu en í fyrra. Smá loðna er dýr í vinnslu og fer í ódýrar pakkningar. Verði vertíðin í ár svipuð og í fyn’a má reikna með að áhugi framleiðenda hér á landi verði takmarkaður." Neysla á loðnu í Japan er um 30.000 tonn á ári. í fyrra komu 2/3 hlutar frá íslandi og 1/3 frá Kanada. Hlutur Kanada jókst þá mikið og sam- keppni jókst þannig til muna, en íslendingar hafa verið framarlega á markaðnum á liðnum fimm árum. Kristján segir þessa stöðu nú hafa breyst og samkeppni sé mun meiri, bæði frá Kanada og einnig muni Norðmenn hefja veiðar á loðnu eftir margra ára hlé. Loðnuhrogn Ekki hefur verið samið um verð á loðnuhrogn- um. Ki'istján segir markaðinn í Japan þó ágætan, birgðir eðlilegar og eftirspurnina góða. Samið verði um verð eftir vertíðina og fari verðið eftir framleiðslu á íslandi. Mikilvægt sé að framleið- endur hér á landi framleiði upp í gerða samninga, því þá geti verð orðið í meðallagi. Neysla loðnuhrogna í Japan er um 3.000 tonn á ári og hefur farið minnkandi á liðnum árum. Ein- göngu Islendingar framleiða fyrir markaðinn, en samkeppni er við önnur hrogn, s.s. síldarhrogn. Samfylking í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg 800 atkvæði á hádegi Um 800 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingar Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í Reykjavík um há- degisbil í gær, laugardag. Auk þess greiddu liðlega 450 manns atkvæði utan kjörfundar. Kjörfundur stóð frá kl. 10 í gær til kl. 21 og voru kjörstaðir á Grand hóteli þar sem myndin var tekin í gærmorgun, Hótel Sögu, í Gerðubergi í Breiðholti og Mið- garði í Grafarvogi. Talning at- kvæða hófst síðdegis á Grand hóteli og var fyrirhugað að birta fyrstu tölur klukkan 22. Þar hófst prófkjörsfagnaður klukkan 21.30. Reiknað var með að úrslit myndu liggja fyrir fljótlega eftir miðnætti. Guðrún Hálfdánar- dóttir fréttastjóri viðskipta GUÐRUN Hálfdánar- dóttir hefur verið ráð- in fréttastjóri við- skipta á Morgunblað- inu. Hún hefur verið umsjónarmaður við- skiptadeildar undan- farna mánuði og tók við því starfi af Birni Vigni Sigurpálssyni ritstj órnarfulltrúa, sem hafði umsjón með viðskiptablaði Morg- unblaðsins frá upphafi og síðar viðskipta- deild. Hann hverfur til annarra starfa á rit- stjórn Morgunblaðsins ásamt því að gegna áfram starfi umsjónarmanns Guðrún Hálfdánardóttir sunnudagsblaðsins. Guðrún er 32 ára að aldri. Hún hefur lokið BA-prófi í íslensku og fjölmiðlafræði frá Há- skóla íslands og námi í hagnýtri fjölmiðlun. Hún kom til starfa á viðskiptadeild Morg- unblaðsins vorið 1996 en haustið 1997 fór hún til starí'a á net- deild og síðar fréttavef Morgunblaðsins allt þar til sl. haust er hún tók við starfi umsjón- armanns viðskipta- deildar blaðsins. Guðrún Hálfdánar- dóttir á einn son. Gunnlaugur lætur af þing- mennsku MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnlaugi M. Sigmundssjmi al- þingismanni: „Ég hef ákveðið að láta af póli- tískum afskiptum og þar með þingmennsku að loknu yfirstand- andi kjörtímabili. Jafnframt hef ég ákveðið að þiggja ekki 1. sætið á framboðslista Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjördæmi fyrir kosningarnar í vor, eins og uppstillingarnefnd flokksins í kjördæminu hafði boðið og ég raunar þegið. Akvörðun mín um að draga mig í hlé er tekin algjörlega ágrein- ingslaust. Hún á sér engar aðrar ástæður en þá einu, að metnaður minn og áhugi stendur til annarra starfa en þingmennsku. Ég hef því ákveðið að snúa mér alfarið að öðrum störfum sem ég hef jafn- framt haft á hendi undanfarin ár. Ekki síst vil ég verja meiri tíma til starfa sem framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og þróunarfyrirtæk- isins Kögunar hf. Þegar ég var kjörinn alþingis- maður 1995 voru starfsmenn Kög- unar hf. 18 talsins, flestir í Banda- ríkjunum. A þeim tíma var mark- aðsverðmæti félagsins um 50 milljónir króna. Ég hafði því rýmri tíma en nú, þegar starfs- menn Kögunar eru orðnir um 50, allir starfandi hérlendis, og mark- aðsverðmæti félagsins hefur margfaldast. Kögun hf. er því í mjög örum vexti og glímir við fjöl- mörg afar spennandi verkefni inn- an lands og utan. Að auki hef ég með höndum ýmis önnur störf sem ég vil verja meiri tíma til.“ -----++-+--- Landsbókasafn Islands- Háskólabókasafn Lengri afgreiðslu- tími FRÁ og með morgundeginum lengist afgreiðslutími Landsbóka- safns Islands-Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík um einn til þrjá klukkutíma á dag og tekin verður upp sú nýjung að hafa safnið einnig opið á sunnu- dögum. Er þetta unnt eftir að safninu var eyi'namerkt aukin fjárveiting til að standa straum af kostnaði vegna meiri þjónustu. Safnið verður opið sem hér seg- ir frá 1. febrúar og út maí: Mánu- daga til fimmtudaga kl. 8.15 til 22; föstudaga kl. 8.15 til 19; laugar- daga kl. 9 til 17 og 11 til 17 á sunnudögum. Yfir sumarmánuð- ina er safnið opið 9-17 virka daga og 13-17 á laugardögum en frá 15. ágúst verður lengri afgreiðslutím- inn tekinn upp á ný. • • Orn Þórisson ráð- inn áskriftarstjori ÖRN Þórisson hefur verið ráðinn áskriftar- stjóri Morgunblaðsins. Starfið tekur til allrar dreifingar og sölu á blaðinu og er ætlað að efla þjónustu við áskrifendur. Örn er 41 árs gam- all. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og stundaði nám við Háskóla Is- lands í ensku og heim- speki á árunum 1980- 1982. Ái-ið 1983 hóf Örn störf hjá Miðlun ehf. Til að byrja með ÖRN Þórisson vann Örn að uppbygg- ingu á úrklippu- og upplýsingaþjónustu Miðlunar og frá árinu 1987 hefur hann starf- að sem framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Hann hefur jafnframt tekið ríkan þátt í upp- byggingu á símaþjón- ustu og útgáfustarf- semi Miðlunar. Örn er kvæntur Stellu Aðalsteinsdóttur skrifstofumanni og eiga þau tvö börn, Svövu, 11 ára, og Snorra, 8 ára. Fjármálatengsl ASÍ og atvinnurekenda mikil ► Herdís Dröfn Baldvinsdóttii' hefur rannsakað tengslanetið milli ASÍ og atvinnurekenda. /10 Nýtt kuldakast ►Aukin spenna einkennir sam- skipti Rússlands og Bandaríkj- anna. /12 Glöggt er gests augað ► Nefnd á vegum Evrópuráðsins sem rannsakar pyntingar hefrn' gert úttekt á fangelsismálum á Is- landi. /20 Stærstir þar sem við erum á annað borð ► í Viðskiptum/Atvinnuh'fi á sunnudegi er rætt við Harald Friðriksson í Ömmubakstri. /30 ► l-24 Dulmögn handan Dyrfjalla ►Af álfum, dýrum og mönnum í Borgarfirði eystra/l&12-15 Á gömlum grunni ►Verslunarrekstur hefur nú um langt skeið átt erfitt uppdráttar í Hafnarstræti en nú hefur ungt fólk opnað þar verslun þvert á þróunina. /2 Sofið í Samatjaldi ► Morgunblaðið á ferð i Finn- mörku til að kynna sér lífshætti á norðurslóðum. /6 C FERÐALÖG ► l-4 Puerto Vallarta ► Ein af mörgum perlum Mexíkó. /2 Hrikaleg fjöll og fagrar víkur ►Bætt aðstaða íyrir göngufólk í Borgarfirði eystra. /4 13 BÍLAR ► l-4 Hönnunarundrið Vel Satis ►Af Renault Vel Satis sem frum- sýndur var á bílasýningunni í París síðastliðið haust. /2 Reynsluakstur ► Gh'nilegri Opel Vectra með ýmsum breytingum. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Margmiðlunarfyrirtæki sameinast ►Gagarín og Lon og Don í eina sæng. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Minningar 37 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 16b Dægurtónl. 22b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.