Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 43 MINNINGAR + Sigurður Kr. Sveinbjörnsson, fyrrv. forsljóri, fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1908. Hann lést á Landa- kotsspítala hinn 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Krist- jánsson, bygginga- meistari í Reykjavík, og kona hans Sigríð- ur Sigurðardóttir húsmóðir. Systkini Sigurðar eru Ingi- berg, f. 19.6. 1907, d. 28.6. 1907, Sveinbjöm H., f. 30.1. 1911, d. 5.4.1912; Óskar, f. 22.8. 1915, d. 1997, forstjóri í Reykjavík, var kvæntur Jónu Ágústsdóttur, Júlíus Hafsteinn, f. 8.12. 1921, nú Iátinn, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, var kvæntur Þóm Kristjánsdóttur; Erla María, f. 3.12. 1930, ekkja í Garðabæ eftir Ingólf Jónsson. Kona Sigurðar var Ingibjörg Ingimundardóttir, f. 16.2. 1908, d. 26.11. 1989, húsmóðir. Böra Sigurðar og Ingibjargar: 1) Karl, f. 28.2. 1930, d. 13.9. 1947. 2) Sveinbjörg, f. 23.3. 1938, skrifstofumaður, var gift Gunn- ari Þormar, þau skildu. Börn þeirra em: Kristín, f. 1962, Andrea, f. 1964, Ólafur, f. 1967, og Sveinbjörn, f. 1968. 3) Guð- mundur Már, vélsmiður, f. 27.4. Þegar vinur minn og félagi í Odd- fellow-reglunni, Sigurður Svein- bjömsson, er nú látinn hlýt ég að minnast hans af langri og góðri við- kynningu. Hann var elstur núlif- andi félaga í okkar stúku. Meðan heilsa hans og aðstæður leyfðu var hann ötull félagi og fundarmaður. Hann hafði mikla ánægju af sam- skiptum við félaga sína þar eins og annars staðar, því Sigurður var mjög félagslyndur maður og þráði góð og vinsamleg tengsl við alla, sem hann kynntist. Ég kynntist Sigurði Sveinbjöms- syni á ámnum 1941-43. Um þær mundir var hann að hefja sjálfstæð- an atvinnurekstur í vélvirkjun og ég nýkominn heim frá námi. (Um hið mikla framtak Sigurðar í at- vinnugreininni munu aðrir rita.) Með okkur hófust nokkur sam- skipti og viðkynning óx. Ingibjörg eiginkona Sigurðar og Guðrún kona mín kynntust einnig vegna nábýlis okkar, svo að góður og heilsteyptur félagsskapur varð úr milli þessara fjölskyldna. Heimili Sigurðar og Ingibjargar var okkur ávallt hinn kjörni „vina- bær“ og gagnkvæmt. Þegar tæki- færi gáfust var það í mörg ár að við fómm saman í ferðalög, meðal ann- ars til Kanaríeyja og víðar. Þegar Karl sonur þeirra hjóna, fallegur ungur maður, traust og styrkur við framtíðarrekstur fyrir- tækis Sig. Sveinbjörnssonar lést, var eins og heimurinn hryndi þeim. Sigurður kom til mín frá sjúkrahús- inu, sem sonur þeirra var á, var mjög beygður og sagði mér að von- in um líf drengsins væri mjög lítil. Þetta fráfall varð þeim hjónum ævi- löng sorg. Sigurður var ávallt hinn sanni vinur þeirra, sem minna máttu sín. Hann mátti ekkert aumt sjá án þess að fínna fyrir því, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Hann var mikill dýravinur og talaði oft við mig um samskipti sín við dýr. Ekki þurfti annað en að kisa kæmist ekki inn til sín ef kalt var úti, þá aðstoðaði Sigurður með því að taka kisu inn til sín, og því kunni kisa vel. Þetta lýsir best viðkvæmni velhugsandi drengs, sem greiða vill úr öllum vanda lífsins, eftir bestu getu, þótt ýmsar ástæður hafí oft hamlað því. Þegar Ingibjörg eiginkona Sig- urðar lést var eins og Sigurður tap- aði allri stoð óg heimilið varð hon- um tómt og líflaust, þrátt fyrir góða 1951 (kjörsonur), kvæntur Mflu Sig- urðsson. Böm þeirra em: Sigurð- ur Ingi, f. 1992, og María Theresa, f. 1993. 4) Karl Frank, f. 28.11. 1955 (kjörsonur), framkvæmdastjóri, kvæntur Svölu B. Jónsdóttur. Synir þeirra em: Róbert Amar, f. 1977, Sig- urður Reynir, f. 1993, og Þórður Ágfúst, f. 1995. Sigurður hóf snemma sjálf- stæðan atvinnurekstur og stofn- aði Vélaverkstæði Sig. Svein- björnssonar hf. árið 1940. Fyr- irtækið flutti í Skúlatún 6 árið 1942, og í nýtt og stórt verk- smiðjuhúsnæði í Garðabæ árið 1969, en þá störfuðu á milli þrjátíu og fjörutíu manns þar. Sigurður var stofnandi skipa- smiðastöðvarinnar Nökkva hf. i Garðabæ árið 1960 og skipa- smíðastöðvarinnar Stálvíkur hf. í Garðabæ árið 1961. Sigurður starfaði í Meistarafélagi járn- iðnaðarmanna, sat í stjórn þar í tíu ár og var prófdómari í vél- virkjun. Utför Sigurðar fer fram frá Laugarneskirkju á morgun, mánudaginn 1. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. umhyggju barna þeirra og annarra, þó vildi hann hvergi annars staðar búa eða vera nema sem gestur. Hann þráði félagsskap á heimilinu og naut hans þegar bamabörnin voru þar í návist hans. Samt vant- aði hann mikið. Honum fannst hann vanta umhyggju og nærfæmi, sem hann áður hafði. Sigurður fór reglulega til kirkju þegar því varð við komið. Þangað fór líka oft Lív Jóhannsdóttir. Hún hafði misst mann sinn fyrir nokkrum árum. Ástand þeirra var því að nokkm líkt. Hún bjó í næsta húsi við Sigurð og kunningsskapur þeirra varð nánari. Þau styrktu hvort annað sem félagar í missi þeim, sem þau höfðu bæði orðið fyrir. Þennan félaga sinn missti Sigurður svo eftir stutt og góð kynni. Sigurður var dulvís á vissu sviði. Hann sagði mér oft frá því að hann, bæði á ungum aldri og einkum hin síðari ár, hefði orðið var sýna, sem hann tengdi öðm lífi. Til dæmis sá hann oft ljósklædda vem örstutta stund við rúmið sitt er hann að morgni vaknaði eftir góðan nætur- svefn. Á öðrum sviðum fannst mér Sigurður hafa tilfinningu fyi-ir óorðnum hlutum án þess að hann gæti rökfært hvernig eða hvers vegna. Við minnumst Sigurðar, sem hafði þann góða eiginleika að vera sérstaklega sáttfús maður, ef eitt- hvað bar út af. Hann ætlaðist einnig til hins sama af öðram, sem hafði þau áhrif, að þótt maður ætlaði að vera snúinn næst er við hittumst, þá gufaði það upp og allt var gleymt þegar Sigurður, með öllu sínu létta viðmóti og glaðværð, hóf umræður um allt annað efni. Við vottum öllum vinum og vandamönnum Sigurðar hluttekn- ingu, virðum minningu hans og biðj- um honum blessunar Guðs. Guðrún og Friðgeir Grímsson. Einn af framherjum iðnaðar í Garðabæ hefur nú lokið jarðvist sinni. Sigurður Sveinbjörnsson hef- ur, frá því hann ungur maður stofn- aði íyrirtæki sitt Vélaverkstæði Sig. Sveinbjömsson hf., borið hag og velferð íslensks iðnaðar fyrir brjósti. Framsýni þessa unga manns var líka mikil enda hefur hlutverk iðnaðar á þessum níutíu áram frá því han fæddist tekið því- líkum stakkaskiptum í heiminum, að ég efast um að nokkur hefði get- að séð það íyrir þá. Af reynslu og framsýni þeirra manna sem ruddu brautina njótum við sem nú störfum að iðnaði nokk- urs, því mikið af því hefur gengið í erfðir á svo löngum tíma. Við starfs- menn Vélaverkstæðis Sigurðar ehf. höfum getað byggt okkar starf á reynslu og framsýni Sigurðar Sveinbjörnssonar og munum ævin- lega vera honum þakklátir fyrir það. Hann lagði granninn að þeirri starfsemi sem við sinnum, bæði hvað varðar verksvið og verkmennt- un. Fylgdist hann með starfi okkar af áhuga og oftsinnis kom hann í heimsókn, bæði til að fylgjast með starfi okkar og eins til að miðla okk- ur af reynslu sinni. Ég veit ekki hvort tekinn hefur verið saman sá fjöldi vélvirkja eða rennismiða sem lærðu eða störfuðu með Sigurði, en ekki þætti mér ólík- legt að þeir fylltu einhver hundrað. Efast ég ekki um að þeir hafi allir notið góðs af þeirri menntun og reynslu, hvernig svo sem þeir hafa nýtt sér hana á lífsleiðinni. Það eru ekki mörg ár síðan ég kynntist Sigurði Sveinbjömssyni, þá fullorðnum manni. Sýndi hann mér alla tíð vinskap og hlýhug, enda var hann ósínkur á að gefa mér ráð og miðla af reynslu sinni. Oft kom fram í tali okkar að rekstur iðnaðar í gegnum tíðina hefði ekki alltaf ver- ið auðveldur og rekstraramhverfið oft andsnúið, enda vita allir hvernig fór fyrir járniðnaðinum. Sérstak- lega þeim sem lýtur að skipum og útgerð. Þrátt fyrir allt var Sigurður nokkuð sáttur við lífsverkið og minnist ég sérstaklega hve ánægð- ur hann var með að geta haldið upp á 90 ára afmælið sitt í nóvember sl. Hafði hann þó haft misjafna heilsu nokkur undanfaiin ár og gerði sér betur grein fyrir því en nokkur okk- ar hinna til hvers myndi draga að lokum. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð, en minning um gamlan mann mun lifa, mann sem var áberandi í samtíðinni, mann sem var dugmikill og framsýnn. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir við- kynninguna. F.h. starfsmanna Vélaverkstæðis Sigurðar ehf. Sigurður Stefánsson. Hjartans þakkir til ykkar allra, nær og fjær, sem sýnduð okkur samúð, hlýhug, vináttu og styrk við andlát og útför okkar ástkæru KRISTBJARGAR ODDNÝJAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Áshamri 63, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Arnar Richardsson, Bertha Marfa Arnarsdóttir, Óskírð Arnarsdóttir, Þórsteina Pálsdóttir, Þórður Karlsson, Sigurbjörn Árnason, Edda Daníelsdóttir, Þórdís Þórðardóttir, Eyþór Þórðarson, Guðný Steinsdóttir, Richard Sighvatsson. SIGURÐUR KR. SVEINBJÖRNSSON + Ástkærfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KR. SVEINBJÖRNSSON fyrrverandi forstjóri, Gullteigi 12, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánu- daginn 1. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Sveinbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Már Sigurðsson, Mila Sólrún Sigurðsson, Karl Sigurðsson, Svala Jónsdóttir, barnabörn og langafabörn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, VIGDÍS BJARNADÓTTIR frá Fjailaskaga I Dýrafirði, Framnesvegi 57, sem andaðist á Landakotsspítala sunnu- daginn 24. janúar, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Hanna Kolbrún Jónsdóttir, Halldór Óiafur Ólafsson, Vignir Steinþór Halldórsson, Lilja Björg Guðmundsdóttir, Jón Hákon Halldórsson, Anna Fanney Hauksdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURJÓNU MARTEINSDÓTTUR, áður Leifsgötu 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar- staða, séra Ragnars Fjalars Lárussonar, félaga úr Schola cantorum, Harðar Áskels- sonar og Kvenfélags Hallgrímskirkju. Karítas Óskarsdóttir, Sævar Magnússon, Svanborg Óskarsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Þórir Óskarsson, Kristín Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, STEFANÍA ÞÓRSTÍNA ÍVARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður Hátúni 8, lést á Landspítalanum að kvöldi fimmtudags- ins 28. janúar. Sæmundur Magnússon, Guðný Hinriksdóttir, Lúðvík Andreasson, fvar Sæmundsson, Ingibjörg B. Sveinsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför, ÁSBJÖRNSJÓNSSONAR, Borgarnesi. María Ásbjörnsdóttir, Dóra Erna Ásbjörnsdóttir, Sjöfn Ásbjörnsdóttir, Sonja Ásbjörnsdóttir, Jón Halldór Ásbjörnsson, Sigurgeir Ingimarsson, Vigþór H. Jörundsson, Örn R. Sfmonarson, Kristín Þorsteinsdóttir og afabörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.