Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Aukin spenna einkennir samskipti Rússlands og Bandaríkjanna Nýtt kuldakast Eftir fundi Madeleine Albright og ráðamanna í Moskvu í liðinni viku er ljóst að kaflaskil hafa orðið í samskipt- um Rússa og Banda- ríkjamanna. Ásgeir Sverrisson fjallar um kuldakastið nýja í sam- skiptum ríkjanna og greinir frá helstu ágreiningsmálum. VAXANDI spenna ein- kennir samskipti Rússa og Bandaríkjamanna um þessar mundir svo mjög raunar að við hæfi virðist að tala um „kuldakast“ í því viðfangi. Madeleine Aibright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í liðinni viku fundi með rússneskum ráðamönnum í Moskvu og komu þar skýrt fram þau djúpstæðu deilumál, sem ríkin tvö takast nú á um. Hafa samskipti ríkjanna trúlega aldrei verið stirðari frá því að Flóabardaga lauk árið 1991 og sá mikli sam- starfsvilji, sem einkenndi framgöngu ráðamanna, einkum í Rússlandi, heyrir nú sögunni til. Þessi umskipti ættu ekki að koma svo mjög á óvart. Rússar líta al- mennt svo á að undirlægjuháttur hafi einkennt samskipti þeirra við Bandaríkin og aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins (NATO) fyrstu ár- in eftir lok kalda stríðsins. Úm þetta mat ríkir nánast algjör samstaða á meðal rússneskra stjórnmálamanna. „Umbótasinnarnir" svonefndu, sem hugnuðust leiðtogum Vesturlanda svo mjög, eru nú flestir horfnir á braut og skriðþungi þeirra í stjórn- málum Rússlands er lítill sem eng- inn. Voru þar enda á ferðinni rétt- nefndir byltingarmenn, sem ekki megnuðu að umbreyta efnahags- kerfi landsins og tryggja alþýðu manna bætt kjör. Þess í stað eru þeir frekar bendlaðir við þann stuld á þjóðarauðnum, sem einkenndi einkavæðingu ríkisfyrirtækja í Rússlandi. Borís Jeltsín forseti hefur að mestu verið óvirkur frá því hann var endurkjörinn árið 1996. Sökum heilsubrests er mjög óvíst að hann nái að ljúka kjörtímabili sínu og þeg- ar eru þeir sem hafa hug á því að verða hæstráðendur í Kreml teknir að láta til sín taka. Um þá menn má almennt segja að þeir telja að Rúss- um beri að sýna mun meiri ákveðni í samskiptum við vesturlönd og þá sérstaklega Bandaríkin. Auka beri varðstöðu um rússneska hagsmuni og kröfur um að fullt tillit verði til þeirra tekið. Átakafundur með Lúzhkov Þessu fékk Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að kynnast beint og milliliðalaust er hún sótti Rússa heim í ---------- nýliðinni viku. Skipulag heimsóknarinnar var allrar athygli vert því auk þess sem frú Al- ____________ bright ræddi við utanrík- “““ isráðherra og forsætisráðherra Rússlands átti hún fund með Júrí Lúzhkov, borgarstjóra Moskvu, sem þykir einna líklegastur til að leysa hinn hruma forseta landsins af. Á fundi þeirra Lúzhkovs og Al- bright kom til óvenju snarpra orða- skipta. Embættismenn notuðu eftir fundinn hefðbundið málfar diplómata til að lýsa þeim ágreiningi, sem einkenndi viðræður þeirra. Frú Albright þykir hörð í hom að taka og Lúzhkov er þekktur fyrir flest annað MADELEINE Albright, utanríksráðherra Bandaríkjanna, ásamt Júrí Lúzhkov, borgarstjóra Moskvu, við upphaf fundar þeirra í Iiðinni viku. Reuters Enn er deilt um ABM- samninginn en umburðarlyndi gagnvart skoðun- um annarra. Þótt Luzhkov hafi enn ekki lýst formlega yfir því að hann hyggist gefa kost á sér í forsetakosningunum á næsta ári ganga fréttaskýrendur almennt að því sem vísu að hann sækist eftir þessu valdamikla emb- ætti. Alltjent taldi hann sig sýnilega fullfæran um að ræða helstu ágrein- ingsmál ríkjanna og þau eru fjöl- mörg nú um stundir. Rússar hafa andmælt loftárásum Bandaríkjamanna á Irak og kvartað undan því að sjónarmið þeirra í deil- unni sé hundsuð með öllu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Banda- ríkjamenn fái ávallt sínu framgengt. Jevgení Prímakov, núverandi forsæt- isráðherra Rússlands, er sérfræðing- ur í málefnum Mið- Austurlanda og ku vera í ágætu persónulegu sam- bandi við Saddam Hussein, forseta Iraks. Prímakov var enda sérlegur sendimaður Mikhaíls Gorbatsjovs, þáverandi Sovétleiðtoga í PersaJfóla- deilunni 1990. Greinilegt er að Príma- kov telur að Bandaríkjamenn hafi dregið úr skriðþunga hans gagnvart írak með því að blása til hemaðarað- gerða gegn Saddam forseta. Aukin- heldur hafa Rússar löngum átt góð samskipti við íraka og hafa litið svo á að landið sé á áhrifasvæði þeirra. Aukin áhrif í krafti hörku Málflutningur þeirra Lúzhkovs og Prímakovs er til marks um aukið sjálfstraust Rússa á vettvangi utan- ríkismála. Aðgerðir vesturlanda hafa orðið til þess að kalla fram þessa breytingu, einkum stækkun NATO til austure, sem verður staðfest formlega á leiðtogafundi bandalags- --------- ins í apríl í Washington, þvert á vilja Rússa. Og Rússar eru sýnilega prýðilega sáttir við eigin framgöngu og að hafa sagt gkilið við þá eftirgjöf, sem einkenndi samskipti þeirra og vesturlanda fyrstu árin eftir að kalda stíðinu lauk. Þannig sagði Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, í sérlega athyglisverðri ræðu 22. þessa mánaðar að Rússum hefði síðasta árið tekist að auka til muna áhrif sín á alþjóðavettvangi. „Flestar þjóðir gera sér nú Ijóst að óhugsandi er með öllu að alvarleg vandamál, sem skapast á alþjóðavettvangi verði leyst án beinnar þátttöku Rússa og með hliðsjón af hagsmunum þeirra.“ Þessi orð ráðherrans lýsa mjög vel RÚSSAR hafa mótmælt af hörku áformum Banda- ríkjamanna um þróun nýs gagneldflaugakerfis. þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hefur austur í Rússlandi. Hennar tók fyrst að gæta eftir að Jevgení Príma- kov var skipaður forsætisráðherra í ágúst í fyrra en hann hafði áður embætti utanríkisráðherra með höndum. Auk stækkunar NATO og árásanna á Irak, sem fyrr var getið hefur aukin harka einkennt fram- göngu Rússa gagnvart Bandaríkja- mönnum í Kosovo-deilunni auk þess sem deilur vegna hemaðarsamvinnu Rússa og írana hafa spillt þessum samskiptum. Rússum er sérlega umhugað um að láta til sín taka í Kosovo-deilunni enda em þeir bundnir Serbum trú- arlegum og menningarlegum tengsl- um. Ráðamenn í Moskvu hafa ákaft mótmælt hótunum Bandaríkja- manna og NATO um að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, verði með hervaldi þvingaður til að leita póli- tískra lausna á Kosovo-vandanum. Deilt um eldflaugavamir Nýtt ágreiningsmál hefur nú skot- ið upp kollinum og fékk Madeleine Albright að heyra það bæði frá Lúzhkov borg- arstjóra og öðr- um ráðamönn- um að lausn á því yrði ekki auðfundin. Hér ræðir um áform Bandaríkja- manna um að verja 6,6 millj- örðum Banda- ríkjadala (um 430 milljörðum króna) til viðbót- ar við það sem áður hafði verið ákveðið til að þróa nýtt gagn- eldflaugakerfi á jörðu niðri. Bandaríkja- menn halda því reyndar fram að Rússar hafi ekki aflað sér nægi- lega traustra upplýsinga um áætlun þessa enda beinist hún ekki gegn Rúss- um heldur sé hugmyndin sú að þróa varnar- kerfi á jörðu niðri til að unnt reynist að granda eldflaugum, sem svonefnd „útlagaríki“ á borð við Norður-Kóreu, kunna að nota til árása á Bandaríkin. Rússar hafa mótmælt áformum þessum kröftuglega og tekið fyrir að ABM-samningnum verði breytt. Hið sama gerði Lúzhkov á fundinum með bandaríska utanríkisráðherran- um. I tengslum við áætl- un þessa hafa Banda- rílq'amenn farið þess á leit við Rússa að samið verði um breytingar á _______ ABM-sáttmálanum svo- nefnda frá árinu 1972 um takmark- anir gagneldflaugakerfa. Rússar hafa löngum haldið nánast dauða- haldi í samning þennan og kunna menn að minnast þess að deilur um túlkun sáttmálans einkenndu mjög afvopnunarviðræður risaveldanna undir lok kalda stríðsins þegar Rússar héldu því fram að geimvarn- aráætlun sú sem jafnan var kennd við Ronald Reagan þáverandi Bandaríkjaforseta fæli í sér brot á ákvæðum hans. Tókust þeir Reagan og Gorbatsjov hart á um þetta atriði Umbótasinn- ar“ horfnir á braut á leiðtogafundinum í Reykjavík haustið 1986. Eldflaugakerfið nýja, sem Banda- ríkjamenn hafa afráðið að þróa, byggir raunar að nokkru leyti á þeim rannsóknum, sem gerðar voru í tengslum við geimvarnaráætlunina. í stað þess að varnarvopnum verði komið fyrir í geimnum er hins vegar stefnt að því að koma upp gagneld- flaugakerfum á landi, auk þess sem upprunalegar hugmyndir kváðu, hið minnsta, á um að slíkum vopnum yrði einnig unnt að koma fyrir í skip- um og jafnvel flugvélum. Stefnt mun að því að kerfi þetta verði komið upp í kringum 2005. Deilan um ABM-sáttmálann hefur aukinheldur kviknað á sama tíma og Bandaríkjamenn þrýsta ákaft á Rússa um að staðfesta START II- samninginn frá 1993 um fækkun langdrægra gereyðingarvopna. Kommúnistar, sem mestu ráða á þingi Rússlands, hafa þráast við að gefa vilyrði sitt fyrir staðfestingu og ætla má að tíðindin varðandi ABM- samninginn verði tæpast til að greiða fyrir henni. Varað við „vítahring“ efnahagsóreiðu Deilumálin eru fleiri. Rússai' kvarta mjög undan því að alþjóðleg- ar bankastofnanir á borð við Al- þjóðabankann og Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn setji úr hófi fram ströng skilyrði fyrir efnahagsaðstoð sinni. Þessar stofnanfr lúti og forystu Bandaríkjamanna. Frú Albright hélt í Moskvufórinni uppi vörnum fyi'fr afstöðu Bandaríkjamanna og gagn- rýndi harkalega fjárlög þau, sem stjórn Prímakovs hefur nú sam- þykkt. Sagði hún þau einkennast af óraunsæi enda væri aðeins um „töl- ur á pappír“ að ræða. Fjárlögin myndu ekki leysa vanda Rússa held- ur þvert á móti grafa undan láns- trausti þeirra og geta af sér „víta- hring“. Hún gaf heldur ekki til kynna að Bandaríkjamenn myndu reynast fáanlegir til að gefa Rússum eftir skuldir sínar eða breyta greiðslufyi’irkomulagi þeirra. Hins vegar kunngjörði hún að Banda- ríkjamenn hefðu ákveðið að auka fjárveitingar til styrktar lýðræði í Rússlandi um rúmai- 60 milljónir Bandaríkjadal (um 4,2 milljarða ís- lenskra króna) en undir þann út- gjaldalið fellur m.a. beinn fjárstuðn- ingur við dagblöð í Rússlandi, sem nú eiga í gríðarmiklum rekstrarerf- iðleikum. Oryggissamstarf í hættu? Þrátt fyrir skelfilegt efnahagsá- stand hafa hinir nýju ráðamenn í Rússlandi sýnilega afráðið að sýna mun meiri hörku í viðskiptum við vesturlönd og sérstaklega Bandarík- in. Líklegt má telja að þessari stefnu verði áfram fylgt enda Ijóst að áhrif Jeltsíns forseta fara ört dvínandi og nýir menn munu innan tíðar halda um valdataumana í Rússlandi. Ágreiningurinn varðandi stækkun NATO getur af ýmsum sökum talist alvarlegasta birtingarform kólnandi samskipta Rússa og Bandaríkja- manna. NATO-ríkin hafa margoft haldið því að ekki verði látið staðar --------- numið heldur sé frekari stækkun bandalagsins óhjákvæmileg. Öryggi- samstarf Rússa og ______ NATO á vettvangi bandalagsins kann að bíða skaða af. Þessi þróun þarf tæpast að koma á óvart. Með tilliti til sögu og hags- muna má halda því fram með nokkrum rökum að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna hafi verið „óeðlilega“ náin og átakalaus á síð- ustu árum. Þótt breyting hafi nú sýnilega orðið þar á verður því ekki haldið fram að frostavetur kalda stríðsins ríði yfir á ný. Kuldaskeið er hins vegar greinilega hafið og þar ræður mestu stefnubreyting nýrra ráðamanna í Moskvuborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.