Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gagnagrunnurinn í New York Times: Líkt viö vændi og þrælasölu ^ ^ ",l ÞAÐ var kominn tími til að fjallkonan okkar færi að skila einhverjum krönum í þjóðarbúið. Umræður fyrir kosningarnar ekki táknmálstúlkaðar Lögfræðingur heyrnar- lausra kannar málsókn RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur hafn- að ósk Félags heymarlausra um að stjómmálaumræður fyrir kjördag vegna alþingiskosninga í vor verði táknmálstúlkaðar. Félagið hefur í framhaldinu falið lögfræðingi sín- um að kanna hvort mögulegt sé að stefna Ríkissjónvarpinu vegna þessa. Hafdís Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Félags heymar- lausra, sagði að sambærileg ósk hefði verið sett fram vegna borgar- stjórnarkosninganna í vor og þá hefði hún ekki fengist samþykkt. í nóvember hefði verið sótt um þetta vegna alþingiskosninganna og nú hefði borist svar þess efnis að ekki væri hægt að verða við þessari beiðni. Hún sagði að í bréfí félagsins til sjónvarpsins væri vitnað tU út- varpslaga, en þar sé kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli halda í heiðri lýðræðislegar grandvallarreglur mannréttinda og frelsi tU orða og skoðana. Vitnað var í mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna, en í 21. gr. væri fjallað um rétt hvers manns til að taka þátt í stjóm lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjáls- um kosningum. „Það er náttúrlega skilyrði fyrir því að þú getir tekið þátt í þessum kosningum að þú fáir upplýsingar um frambjóðendur,“ sagði Hafdís. Hún sagði að jafnframt sé talað um það í meginreglum Sameinuðu þjóðanna að aðildarríkin skuli nota viðeigandi tæki til að veita þeim sem séu heyrnarskertir eða ættu erfítt með að skilja talað mál að- gang að upplýsingum. Þá kvæðu kosningalögin einnig á um skyldur ríkisins til að kynna þá sem séu í framboði. Hafdís sagði að menntamálaráð- herra hefði einnig verið sent erindi vegna þessa þar sem óskað hefði verið eftir því að ráðuneytið upp- lýsti um afstöðu sína til þess hvort rétt hefði verið staðið að málum af hálfu sjónvarpsins. I svari mennta- málaráðherra sé vísað til þess að ákvörðun um tilhögun dagskrár sé að lögum í hendi stjómenda Ríkis- útvarpsins, en jafnframt kom fram að ráðuneytið teldi eðlilegt að nið- urstöðunni hafi fylgt nánari rök- stuðningur af hálfu Ríkisútvarps- ins. „Við eram búin að koma þessu máli til lögfræðings félagsins og það er verið að kanna þar hvort hugsanlegt sé að stefna sjónvarp- inu fyrir brot á stjórnarskránni, kosningalögum, útvarpslögum og þessum lögum sem ég nefndi,“ sagði Hafdís. Erfitt tæknilega og í framkvæmd Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, sagði að ástæðan fyrir því að ekki hefði verið hægt að verða við beiðni Fé- lags heyrnarlausra væri að tækni- lega og í framkvæmd væri mjög erfitt að túlka umræður í beinni útsendingu. Það væri til dæmis mjög einfalt að táknmálstúlka þegar um einn viðmælanda væri að ræða, en þegar umræður væra annars vegar, þar sem gera mætti ráð fyrir frammíköllum og öðru slíku, væri það erfiðleikum háð að gera það. Bjami sagði að hann hefði hins vegar í bréfí sínu til Félags heym- arlausra sagt að ef fram kæmi önn- ur hugmynd frá félaginu um stjómmálakynningu í sjónvarpi fyrir heyrnarlausa væri Sjónvarpið tilbúið til að kanna hvort raunhæft væri að framkvæma hana. Félagið hefði hins vegar tekið þá ákvörðun að ræða þessa hluti ekki frekar við Sjónvarpið eða kanna hvort ein- hverjir aðrir möguleikar væra fyrir hendi. Fyrirlestur um Njálu Ast og örlög renna saman í eitt FOGUR er hlíðin, til- brigði við stef í Njálu, er yfirskrift fyrirlesturs sem verður mánudaginn 1. febrúar í Odda. Hann er haldinn á vegum Félags íslenskra háskólakvenna pg Kvenstúdentafélags Islands. Hermann Páls- son flytur erindið. „Eg mun fjalla um sprett í Njálu þegar Gunnar á Hlíðarenda ákveður skyndilega á leið til skips að snúa við og fara aftur heim í Fljóts- hlíð. Njála er ákaflega vandað verk og allar vel gerðar sögur eru flóknar í eðli sínu. Hér er ekki ein- ungis um það að ræða að bóndi á Hlíðarenda í Fljótshlíð sé að dást að fegurð sveitarinnar held- ur er verið að gefa í skyn aðra atburði í ævi hans. Afturhvarf Gunnars varðar þó ekki einungis örlög hans sjálfs heldur einnig rás sögunnar í heild.“ -Hvernig tengist þessi setn- ing heildinni? „Menn sem lesa Njálu átta sig stundum ekki á því að at- burður skiptir jafnan miklu minna máli en lýsingin á hon- um. Lýsingin sem fólgin er í orðunum „Fögur er hlíðin“ minnir okkur á aðra staði í Njálu þar sem talað er um feg- urð og þá sérstaklega lýsinguna á Hallgerði sem síðar verður kona Gunnars. Hún er ung telpa vestur í Dölum þegar föð- urbróðir hennar segir: „Ærið fögur er mær að sjá og munu margir þess gjalda. Hitt veit ég eigi hvaðan þjófsaugu eru kom- in í ættir vorar.“ Mjmdir af ungri stúlku og fagurri hlíð fela í sér hugmyndir um mannleg örlög sem blasa ekki jafn glöggt við sjónum og lýsingarnar sjálf- ar. Myndir af náttúru eru stundum einskonar tákn sem benda til mannlegra örlaga. Þegar Gunnar snýr við og horf- ir á hlíðina þá veit hann að þessi fagra kona á heima í þessari fögru hlíð.“ Hermann telur að hér sé um að ræða atriði sem sé mjög merkilegt, ekki aðeins í Njálu heldur í ýmsum öðrum sögum. „Ást og örlög renna saman í eitt. Bakvið liggur annað sem er miklu rammara. Þegar Gunnar lýsir því yfír að Fljótshlíð sé fög- ur og snýr heim í hlíðina þá er hann að gefa í skyn að líf hans sé í hættu. Þetta á sér hliðstæðu í Grænlendingasögu." -Hvaða atburð í Grænlend- ingasögu ert þú að tala um? „Einn galdurinn við að átta sig á Njálu er að kunna skil á öðram sögum sem era með sömu hug- myndir. í Grænlendingasögu siglir Þorvaldur Ei- ---------- ríksson suður til Vín- lands eða annarra slóða vestanhafs. Þar kemur hann að skógi- vöxnum höfða og _____ gengur þar á land með foraneyti sitt. „Hér er fag- urt, hér vil ég bæ minn reisa,“ sagði hann. Skömmu seinna verður hann fyrir árás af inn- fæddum mönnum og áttar sig á að hann hafi verið særður til dauða. Þá segir hann: „Nú ræð ég yður að þér búið ferð yðar sem fljótast aftur á leið en þér Hermann Pálsson ► Hermann Pálsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1921. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslensku frá Háskóla íslands árið 1947 og námi í keltnesku frá Háskólanum í Dublin árið 1950. Hann kenndi íslensku við Edinborgarháskóla frá 1950-1988. Hermann er bú- settur í Edinborg. Eiginkona hans er Guðrún Þorvarðar- dóttir og eiga þau eina dóttur, Steinvöru, sem einnig er bú- sett í Edinborg. Atburður skipt- ir jafnan minna máli en lýsing- in á honum skuluð færa mig á höfða þann er mér þótti byggilegast vera.“ Þarna kemur fram nákvæmlega sama hugmynd og í Njálu, að valinn er fagur staður sem reyn- ist verða dánarstaðurinn." Her- mann bendir á að hér komum við að aðalatriði í frásögninni af Gunnari á Hlíðarenda þegar hann snýr aftur. „Hann uppgötv- ar það að hlíðin verði dánarstað- ur. Ymsar hugmyndir sem virð- ast óskyldar tvinnast saman í einn þráð og það er þessi þráður sem ræður öllu. Hér er um að ræða fegurð hlíðarinnar og Hall- gerðar og feigð.“ - Lesendur Njálu þurfa því að skoða hana í heild til að skilja hvert höfundur er að fara þegar fegurð Fljðtshlíðar er lýst? „Já, lýsingin á hlíðinni er ekki nema ofurlítill hluti af þeirri ver- öld sem heitir Njála. Gunnar veit að ef hann fer til útlanda og kem- ur heim aftur eftir þrjú ár þá verður hann aldraður maður sem heldur fullri virðingu alla sína ævi. Svo hafði Njáll spáð honum. En hann hafnar þessu fyrir viss- una um að hann verði drepinn innan skamms. Ástæðuna má greina í hetjulegri afstöðu. Það má kalla hana óttann við að aðrir haldi að maður sé ekki hugrakk- ur. Þetta er algengt fyrirbæri í fomsögunum og ein aðalkveikjan hjá Gunnari þegar hann snýr aft- _________ ur. Slíkur skilningur styðst við vísu Gunn- ars sem hann kveður í hauginum eftir að hann er drepinn. Þar segir hann að maður ”“' eigi ekki að vægja fyr- ir óvinum sínum heldur gera það sem honum sjálfum er að skapi. Enginn skyldi vanrækja þá vísu sem garpur yrkir dauður í haugi sínum.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 101, og hefst klukk- an 20. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.