Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 39
I Árnasafni í Kaupmannahöfn.
kemur ekki lengur inn í stofuna í
Stigahlíðinni þar sem Grethe sat í
litla sófanum með bók eða pappíra
fyrir framan sig og kannski dálítinn
vindil í öskubakka á borðinu en Jak-
ob með pípuna í stólnum við glugg-
ann. Þessi mynd verður þeim
ógleymanleg sem sáu. Þarna var
komið fólkið sem ég hafði ungur séð
á brúðkaupsmynd á hillunni í her-
berginu hennar Sigurlaugar á Fjalli.
Yfu- þeim mynd var alveg sérstök
bh-ta; yfu- hinni myndinni einstök
tign. Þau höfðu staðið saman alla tíð,
unnið saman stónnerk fræðistörf og
þýðingar, notið þess að lesa og
spjalla og hlusta.
Síðasta æviárið vai- Jakobi ali-
erfltt. Aldrei heyrðist hann þó
kvarta. Hann naut einstakrar að-
hlynningar, fyrst á Landakoti en síð-
ustu mánuðina á dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu í Skógarbæ. Fyrir hönd
ættingja og venslafólks leyfí ég mér
að þakka þá umhyggju um leið og ég
kveð minn ágæta frænda.
Baldur Hafstað.
Þegar hringt var til mín til Vínar-
borgar á sunnudagsmorgni og mér
sagt að Jakob Benediktsson væri lát-
inn kom sú fregn mér ekki á óvart.
Síðasta ár hafði verið honum að
mörgu leyti erfitt og í veikindum,
sem lögðust á hann skömmu fyrir
jólin, fóna síðustu kraftamir.
Við Jakob kynntumst fyrst fyrir
35 árum þegar ég hóf nám í íslensku
við háskólann. Hann kenndi þá ís-
lenskunemum miðaldalatínu á sinn
ljúfa og glaðlega hátt og átti það til
að hlæja niður í bringuna ef ein-
hverjum varð á að þýða mjög vit-
laust. Aldrei var minnsti vottur af ill-
girni eða hæðni í þeim hlátri. Þegar
námskeiðinu lauk langaði nokki-a
nemendur að vita hvernig þeir hefðu
staðið sig og tvö okkar tóku af skarið
og héldu til Jakobs á efstu hæð há-
skólabyggingarinnar þar sem Orða-
bókin var þá til húsa. Við vorum hálf-
kvíðin því að í þá daga báru stúdent-
ar virðingu fyrir kennurum sínum.
Ég stundi upp erindinu og Jakob
skellihló og sagði okkur að við gæt-
um verið áhyggjulaus. Mér létti og
ég fann hvað mér líkaði vel við þenn-
an mann. Oft rifjuðum við Jakob upp
þennan atburð og vorum sammála
um að þarna hefðum við orðið vinir.
Við kynntumst enn betur þegar
ég, tveimur vetrum siðar, fór að
vinna sem stúdent á Orðabók Há-
skólans og sú vinátta hélt áfram að
vaxa eftir því sem árin liðu. Við
skrifuðumst á öll árin sem ég dvald-
ist erlendis við framhaldsnám, á
sumrin vann ég á Orðabókinni undir
hans stjórn og sótti að lokum um
stöðu við Orðabókina þegar hann fór
á eftirlaun. Ásgeir Blöndal Magnús-
son tók við forstöðumennsku en mér
vai- veitt staðan sem losnaði.
Það var alltaf gott að heimsækja
Jakob og Grethe, konu hans, sem
lést fyrir fyrir fáeinum misserum.
Áhugi þeirra á störfum okkar hjóna
var sannur og umhyggja fyrir börn-
um okkar var einlæg eins og búast
má við af góðum vinum. Við spjölluð-
um oft lengi um fólk og fræðin, Jak-
ob með pípuna sína í hendinni,
Grethe oft með smávindilinn.
Jakob var óvenju starfsamur mað-
ur og kom miklu í verk á langri ævi.
Hann var mjög vel lesinn á mörgum
sviðum mannvísinda og fylgdist með
því helsta sem skrifað var í íslensk-
um fræðum og íslenskum bókmennt-
um eins lengi og sjónin leyfði. Hann
hafði þann mikla kost, sem öllum er
ekki gefmn, að hann gat miðlað öðr-
um af kunnáttu sinni og gerði það
með glöðu geði. Þeir voru ófáir sem
leituðu í smiðju til hans og fengu ráð
og leiðbeiningar.
Jakob hafði annan góðan kost sem
var sá að brúa kynslóðabilið. Hann
átti afar auðvelt með að umgangast
yngra fólk sem jafningja þannig að
ái-atuga aldursmunur þurrkaðist út.
Fyrir fáeinum árum var stofnaður
lítill félagsskapur sem hefur það að
markmiði að kynna Jón Ólafsson úr
Gi-unnavík og þótti sjálfsagt að bjóða
Jakobi heiðurssess í félaginu. Þann
sess þáði hann og sótti með okkur
fundi meðan heilsan leyfði. Þar var
hann einn af okkur og við munum öll
sjá eftir góðum vini.
Síðustu mánuðina dvaldist Jakob á
sjúki-adeild í Skógarbæ og þar leið
honum vel. Ég heimsótti hann daginn
áður en ég hélt utan í rannsóknaleyfi.
Við töluðum lítið en héldumst í hend-
ur og ég fann, þegar ég fór, að ég
hafði kvatt góðan vin í síðasta sinn.
Aðstandendum Jakobs sendum við
hjónin okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðrún Kvaran.
Nú er hann látinn hinn ljúfi
öðlingur, Jakob Benediktsson, í
hárri elli.
Þegar Kammermúsíkklúbbnum
var hrundið úr vör árið 1957, lágu
áskriftarlistar ii’ammi í bókabúð Sig-
fúsar Eymundssonar og meðal
fyrstu nafna þar voru nöfn hjónanna
Jakobs og Grethe Benediktsson og
hafa nöfn þeirra verið á listum
klúbbsins meðan þeim entist aldur
og sóttu þau tónleika hans meðan
þau höfðu heilsu til. í upphafi óraði
mig ekki fyrir því að samband mitt
við Jakob ætti eftir að verða svo náið
sem raun varð á. Árið 1967 var staða
Kammermúsíkklúbbsins veik. Af
ýmsum ástæðum lék vafi á að hægt
væri að halda starfseminni áfram.
Var þá reynt að mynda fulltrúaráð
og tólf manns boðaðir til fundar.
Mikil forföll voru og mættu aðeins
hjónin Þórarinn Guðnason og Sigríð-
ur Theódórsdóttir, Einar B. Pálsson
og Jakob Benediktsson og undirrit-
aður. Var ákveðið á fundinum að
hina nýju stjórn skyldu skipa Þórar-
inn, Einar, Jakob og undiiritaður.
Engum titlum var úthlutað innan
stjórnar en verkaskipting kom af
sjálfu sér. Samvinnan innan stjórnai’
var alltaf einlæg og sérstaklega
ánægjuleg. Síðar komu í stjórn
Kammermúsíkklúbbsins Runólfur
Þórðarson, Helgi Hafliðason og Sig-
urður Steinþórsson. Þórarinn
Guðnason féll frá fyrir nokkrum ár-
um og nú er Jakob ekki lengur til
ráðuneytis, en spor þeirra verða ekki
afmáð.
Faðir Jakobs, Benedikt Sigurðs-
son, bóndi á Fjalli í Seyluhreppi í
Skagafirði, var organisti og lærði
Jakob þar heima að leika á orgel, en
síðar lék hann einnig á píanó. Mikil
sönghefð var í Skagafh’ði og hefur
því tónlistin verið Jakobi aðgengileg
snemma. í dag búum við við enda-
lausa afþreyingarmöguleika og eig-
um erfitt með að gera okkur grein
fyrir því mikilvæga hlutverki sem
tónlistin gegndi á myrkum vetrar-
dögum á þeim afskekktu sveitabæj-
um, þar sem aðgengi var að henni,
en það mun hafa verið óviða. Jakob
hafði því alltaf ríka þörf fyrir að
hlýða á tónlist. Á Kaupmannahafnar-
dögum hans og Grethe, stunduðu
þau jafnan tónleika hinnar frábæru
Útvarpshljómsveitar í konsertsal
danska útvarpsins auk annarra tón-
leika, sem hann sagði okkur sam-
starfsmönnum sínum oft frá. Þau
hjónin komu heim til íslands árið
1946 og sóttu þau tónleika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar frá upphafi henn-
ar. Þegar Rostropovits lék að
Gljúfrasteini var Jakob tilkallaður til
að hlýða á leik hans. Sömuleiðis þeg-
ar Adolf Bush og Rudolf Serkin léku
þar. Jakob Benediktsson átti aldrei
bíl, en þegar von var á góðum tón-
leikum, lét hann ekki veður aftra sér,
heldur arkaði mót vindi, heldur lág-
vaxinn maður með svai-ta alpahúfu.
Jakob vai’ einstaklega fróður mað-
ur, langt út fyrir það, sem snerti
starfssvið hans. Um tónlist vissi hann
flestum mönnum meir, þeirra, sem
ekki hafa atvinnu af henni og var
smekkur hans í samræmi við það.
Áhugasvið hans voru fjölmörg og var
sjaldan komið að tómum kofunum
hjá honum. Svo virtist sem Jakob
hefði alltaf iesið eitthvað, sem snerti
það efni, sem til umræðu var. Hann
sagði ákaflega skemmtilega frá, með
hlýju, góðu orðavali og jafnan með
kímni, þar sem það átti við. Þvi var
Jakob jafnan miðdepill þar sem hann
kom á góðra vina fundi. Hann var
mæltur á fjölda erlendra tungumála
og hreif gjarnan erlenda gesti þegai’
hann rökræddi á þeirra máli. Ungt
tónlistarfólk, sem leikið hefur fyrir
Kammermúsíkklúbbinn, laðaðist að
þessum ljúfa og fróða manni, er slak-
að var á að loknum tónleikum.
Jakob náði háum aldri. I lokin
dvaldi hann á dvalarheimilinu Skógar-
bæ, þar sem hann undi sér vel. Kallaði
hann það heimili sitt. Ber að þakka
starfsfólki Skógarbæjai’ fyrir þá elsku
sem það sýndi hinum gamla manni.
Fram að síðustu vikum lífs síns
var Jakob fræðari. Þegar ég heim-
sótti hann í næstsiðasta skiptið rakti
hann fyrir mér skoðanir sínai’ á
ýmsu í frásögn Sturlungu og þegar
ég kvaddi hann, bað hann mig að
setja á hljómtæki sín, sem hann
hafði hjá sér, disk, sem honum hafði
áskotnast með söng Finns Bjarna-
sonar við undirleik Gerrit Schuil á
ljóðasöngvum eftir Schumann. Hafði
hann heyrt rætt um þennan frábæra
söngvara og hlakkaði til að heyra
hann. Lokaði hann svo augunum og
hlustaði. Hefur sennilega vitað að
ekki yrði notið miklu lengur. Það var
okkur hjónum mikil ánægja að kynn-
ast þessum merka manni. Það var
Kammermúsíkklúbbnum mikið happ
að fá hann til starfa. Fyrir það þökk-
um við.
F.h. Kammermúsíkklúbbsins,
Guðmundur W. Vilhjálmsson.
Hlýja; hlýja, kankvísi og heiðskír
skynsemi er það sem kemur í hug-
ann þegar hugsað er til Jakobs
Benediktssonar. Jakob var hlýr í við-
móti og óvenju örlátur við hvem
þann fróðleiksfúsan mann sem til
hans leitaði. En hann var að sama
skapi áhugalítill um yfirborðs-
mennsku, grillufangara og allar þær
bábiljur sem mark sitt setja á tíðar-
andann. Birta sígildrar kammertón-
listar, gleði góðra sönglaga veitti
honum óþrjótandi ánægju, en honum
leiddist ómerkilegt sull á sviði list-
sköpunar - og það sem honum leidd-
ist leiddi hann hjá sér. Hann var al-
vörumaður í sínum fræðum, en neit-
aði sér ekki um gleði lífsins. Það var
hátíðastund að fá að sitja hjá honum
kvöldpart yfu- viskýglasi og pípu, og
alltaf þótti mér hann þá vera hold-
gerving þeirra lýsingarorða sem ís-
lendingar hafa stundum um góða
menn; ræðinn og skemmtinn.
Fílólógía: þýðir það ekki ást á
texta? Jakob Benediktsson hafði
hana í ríkum mæli, og kom vel heim
að hann skyldi upphaflega vera
menntaður í klassískri fílólógíu.
Fróðari mönnum en mér ber saman
um að hann hafí haft einstakt vald á
þeim fræðum, fornklassískum sem
íslenskum. Hann þekkti stafina í
krók og kima, en könnun þeirra varð
honum aldrei flóttaleið frá glímunni
við innihaldið, einsog hefur borið við
í íslenskum fræðum. Þegar bók-
menntir og fræði voru annars vegar
var honum ekkert mannlegt óvið-
komandi. Hann leitaði sannleikans,
og sögulegrar túlkunar, hvort sem
viðfangsefnið var Landnáma eða
seinni tíma bókmenntafræði. Hann
var nógu vel að sér til að vera áhuga-
samur um það sem hann vissi ekki,
ófeiminn við hið óþekkta; við að
kynna sér nýjar stefnur í sínum
gi'einum, og merkilega opinn fyrir
djörfum kenningum - en moðreyk-
inn sá hann í gegnum einsog gler.
Ég varð í háskóla þeirrar gæfu að-
njótandi að vinna undir handleiðslu
hans að uppsláttarriti; hafi maður á
annað borð lært eitthvað um rit-
stjórn bóka var það þar, og engum
manni hef ég kynnst sem var jafn
slyngur og Jakob í því að skera krap,
einsog Engilsaxar segja: að brýna
fyrir manni að halda sig við kjai’na
máls og sleppa öllu kjaftæði.
Fyrir vikið leit hann heldur ekki á
islensk fræði og bókmenntir sem
eign útvalinna, og verulegur hluti
starfsorku hans var helgaður miðlun
þeirra, með þýðingum, eigin útgáf-
um og starfi að almennri bókaútgáfu.
Jakob og Grethe voru góðir vinir
Halldórs og Gunnþórunnar, afa míns
og ömmu, og eflaust hef ég notið
þess þegar ég var ráðinn til Máls og
menningar. En ekki síður nutum við
þess sem þá tókum ung til starfa að
Jakob hafði um 40 ára skeið átt hlut
að stjórn útgáfunnar. Hann var í
þeim efnum bæði fróðleiksbrunnui’
og víðsýnn unnandi góðra bóka; og
öfundsverður af því að eldast með
þessum hætti - að spyrja fremur „af
hverju ekki?“ en „af hverju í ósköp-
unum?“ þegar bryddað var uppá nýj-
um hugmyndum. Svo fremi sem
markmiðið væri útgáfa góðra bóka
tók hann þeim vel.
Hverjum manni hættir til að al-
hæfa útfrá sínu garðshomi. Halldór
Laxness lést í fyrra; með Jakobi-
Benediktssyni er auk alls annars
genginn þýðandi Halldórs og góðvin-
ur til áratuga. Er nema von að
manni finnist að lokið sé skeiði í ís-
lenskri menningarsögu; skeiði sem -
hvað sem öllu líður - þeir munu
minnast með söknuði sem náðu í
skottið á því.
Vertu kært kvaddur, Jakob.
Halldór Guðmundsson.
Vorið 1968 bar Háskólinn í Edin-
borg auðnu til að bjóða Jakobi Bene-
diktssyni heim, og þar flutti hann op-
inberan fyrirlestur þrem vikum áður
en íslendingabók og Landnámabók
birtust í sigildri útgáfu hans á vegum
Hins íslenzka fornritafélags. Rétt
eins og eðlilegt var þá fjallaði Jakob
um sköpun Landnámu í fyrirlestri
sínum, en hún þykir íslenskust allra
rita, og þó hefur hún verið kölluð
Uppreistarsaga (Genesis) þjóðarinn-
ar og Útferðarbók (Exodus) um leið.
Svo mikið er i Landnámu spunnið að
hún stenst hvers konar samanburð
við helstu ritningar annarra þjóða,
jafnvel þeirra sem byggja hlýjar
jarðir langt í landsuðri. Bókin rekur
örlög manna og kvenna sem gerðust
sjálfráðir útlagar úr heimalandi sínu
og settust að á fjarlægri eyju svo að
þeir gætu orðið frjálsir af ágangi
konunga og víkinga. Þeir sem sluppu
til íslands undan áþján Haralds
hárfagra þóttust þá vera komnir
heim til sín eftir langa útlegð, jafnvel
þótt þeir hefðu alið allan aldur sinn á
Hörðalandi, í Sogni eða einhverju
fylki öðru. Landnám íslands í heild
þykir einhver fegursti atburður sem
gerðist í Norðurálfu á víkingaöld, og
mikið kemur til þeirra landnema
sem hættu að vera Norðmenn og
gerðust höfundar nýrrar þjóðar.
Fyrirlestur Jakobs þótti afburða
góður, jafnvel þótt margh- áheyrend-
ur væru ófróðir um ísland og Land-
náma væri þeim lokuð bók áður en
hann fór að skýra leyndardóma
hennai’. Þótt nú sé liðið á fjórða ára-
tug síðan Jakob heillaði sundurleitan
hóp af skoskum fræðimönnum í fyrir-
lestrasal bakvið David Hume Tower,
þá eru enn á stjái menn sem minnast
þessa atburðar. Vitaskuld þekkti
Jakob Landnámu út í ystu æsar,
enda hafði hann fjallað um hana af
stakri alúð í útgáfu sinni. En fyrir-
lesturinn bar ekki einungis vitni um
örugga kunnáttu heldur var hann
gæddur þeim töfrum sem stafa af ást
fyrirlesara á viðfangsefni sínu og
virðingu fyrir áheyi’öndum. Jakob
var frábær vísindamaður á sínu sviði
og lét sér alla stund annt um íslensk
fræði en honum þótti einnig vænt um
að fá að kynna útlendu áhugafólki
einstæða menningu þjóðar sinnar.
Þróunarsaga Landnámu er kynngi
mögnuð, allt frá því að þeir Ari fróði
(1068-1148) og Kolskeggur vitri fóru
að safna skyldum fróðleik undir lok
elleftu aldar uns séra þórður Jóns-
son í Hítardal (d. 1670) jók við Land-
námu-gerð Björns Jónssonar á
Skarðsá (hub 1636) með efni úr
Melabók. En þeir sem einkum ork-
uðu á örlög Landnámu fyrr á öldum
voru þeir Styrmir fróði (d. 1245), St-
urla þórðarson sagnaritari (1214-84),
Haukm- Erlendsson lögmaður (d.
1334) og einhver snillingur frá Mel-
um í Melasveit sem gerði sér eintak
af Landnámu í upphafi fjórtándu
aldar. í fyrirlestri sínum rakti Jakob
þessa þróun af slíkum brennandi
áhuga að allir hrifust af. En full-
komnasta gerð Landnámu er tví-
mælalaust sú Jakobsbók sem birtist
árið 1968, enda felur hún í sér alla þá
vitneskju um eldri gerðir sem nú
verður ráðin af heimildum.
í ítarlegum formála að Land-
námu-útgáfu sinni fjallar Jakob af
meh’i nákvæmni og varkárni en for-
verar hans um sundurleit vandamál
sem vai’ða fornsögu vora. Hér skal
drepa snögglega á eitt þrætuefni.
Landnámu hefur oft verið beitt í því
skyni að rökstyðja tilteknar kenn-
ingar um uppruna íslendinga, en
Jakob bendir á að ekki sé hægt „að
draga af henni neinar öruggar álykt-
anir um þetta atriði. Um 130 land-
námsmenn eru taldh' komnir úr Nor-
egi; um rúmlega 50 er vitað að þeir
komu vestan um haf, þó að óljóst sé
um flesta hversu lengi þeir höfðu
dvalist þai’. Um mikinn hluta þeirra
er þess ekki getið frá hvaða landi
þeir komu, og í sumum tUvikum
verður það aðeins ráðið af keltnesk-
um nöfnum að þeir hafí verið ættaðir
úr löndum vestan hafs“ (cxxx. bls.).
Með því að landnámsmenn eru taldir
vera um það bil 430 er ærið vafasamt
að treysta því einu sem vitað verður
um eina 180.
Síðasta skiptið sem fundum okkar
Jakobs bar saman var í október í
haust. Við Baldur Hafstað frændi
hans litum inn í Skógarbæ, sem var
efsti gististaður Jakobs hér á jörðu.
Aldrei þraut hann efni til umræðu,
enda féll honum hvers konar þekk-
ing vel í geð, og honum þótti gaman
að skrafa og skeggræða um hlutina.
í þetta sinn bar fyrst á góma bók Ás-
geirs Blöndals Magnússonar um ís-
lenskar orðsifjar, en bjartari orða-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
uftóiiSyA
mim
587 9300 _
Skreytingar við
öll Uekifœri
Alvöru skreytinga-
verkstaði
Axrunsar
Rauðihvatnmur Kistuskreytingar
v/Suðurlandsveg, 110 Rvtk. Bruðarvendir
UTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
ADALSTRÆl’I 4H • 101 RLYKJAVÍK
I ÍK K1 STUVl NNÍISTOFA
EYVINDAR ARNASONAR