Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eeuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti lagði í nýlegri stefnuræðu sinni á Bandaríkjaþingi til að bandarískar almannatryggingar yrðu ijármagnaðar með fjárfestingum sjóða á hlutabréfamark- aði. Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti slíkra hugmynda. Lausn á velferðarvanda eða varasöm ríkisafskipti? ISTEFNURÆÐU sinni 19. janúar sl. lagði Clinton meðal annars til, að hluti af því mikla fjármagni, sem er í eft- irlaunasjóðum alríkisins, yrði notaður til fjárfestinga á verðbréfa- markaðnum. Hefur tillagan vakið mikla athygli en ljóst er, að ekki eru allir á eitt sáttir um hana. Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur til dæmis gagnrýnt hana harðlega og segir, að hún sé slæm, jafnt fyrir lífeyrisþega sem landsmenn alla.Bandaríska eft- irlaunakerfið er í sömu vandræðum og víðast hvai- annars staðar. Eftir um 15 ár, þegar hinir fjölmennu ár- gangar eftirstríðsáranna fara á eft- irlaun, mun það ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Ef ekkert verður að gert, kemur aðeins tvennt til greina: Annars vegar að skerða greiðslurnar eða hækka almenna skatta verulega. Ekki er við því að búast, að margir muni geta fleytt sér lengi áfram á eigin spamaði því að hann er lítill og hefur farið minnkandi. Á árinu 1997 var hann almennt 3,8% af tekjum eftir skatt, sá minnsti í meira en hálfa öld. 7% ávöxtun í stað 3% Tillaga Clintons til þjargar kerf- inu er í þremur liðum. I fyrsta lagi, að á næstu 15 árum verði þremur fjórðu af áætluðum fjárlagaafgangi, 189.000 milljörðum ísl. kr., veitt inn í eftirlaunakerfið. I öðru lagi, að 28.000 milljarðar kr. verði notaðir til að niðurgreiða frjálsan lífeyris- spamað í því skyni að létta þannig á framlögum hins opinbera, og í þriðja lagi, að 45.500 milljarðar kr. í hinum opinbem eftirlaunasjóðum verði notaðir til að fjárfesta á verð- bréfamarkaðnum. Tilgangurinn með síðastnefndu tillögunni er auð- Tillaga Bills Clintons Bandaríkjaforseta um að lífeyrissjóðakerfíð verði fjármagnað að hluta með fjárfestingum á almennum markaði hefur hlotið misjafnar undirtektir að því er segir í grein Sveins Sigurðssonar og margt bendir til, að hún verði mikið hitamál í bandarískum stjórnmálum á næstunni. vitað sá, að þannig megi ávaxta fjár- magnið betur en samkvæmt gild- andi lögum mega eftirlaunasjóðimir ekki fjárfesta í öðm en ríkisskulda- bréfum. Þar hefur ávöxtunin til jafnaðar verið 3% á ári þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu en 7% á verðbréfamarkaðnum. 45.500 milljarðar kr. era mikið fé en fjárfestingarsérfræðingunum óar það samt ekki. Á bandaríska verðbréfamarkaðnum em 770.000 milljarðar kr. í umferð og fyrrnefnd upphæð á 15 áram svarar til 252 milljarða kr. í nýju fé á mánuði. Til samanburðar er bent á, að á síðasta ári hafi fjárfestar komið með 980 milljarða kr. í nýju fé inn á banda- ríska verðbréfamarkaðinn mánað- arlega og í Evrópu 560 milljarða. Opinber afskipti ólijá- kvæmileg? Þótt sérfræðingarnir óttist ekki slæm áhrif þessa nýja fjármagns á markaðinn eru samt á því aðrar hliðar og Greenspan gerði nokkra grein fyrir þeim er hann kom fyrir þingskapanefnd fulltrúadeildarinn- ar aðeins sólarhring eftir að Clinton flutti stefnuræðuna. Þar varaði hann við hugmyndum um, að eftir- launasjóðirnir fjárfestu á verðbréfa- markaði og sagðist ekki trúa því, að unnt væri að skilja alveg milli sjóð- anna og opinberra afskipta. Taldi hann ástæðu til að ætla, að ávöxtun fjárins yrði jafnvel minni en nú er auk þess sem slæm nýting þess myndi draga úr framleiðni og þar með lífskjöram almennings. Greenspan benti á, að ávöxtun fjárfestingarsjóða, sem opinberir embættismenn stýrðu, væri yfirleitt 2-3 prósentustigum minni en einka- sjóðanna og hann sagði, að rann- sóknir sýndu, að ávöxtun eftirlauna- sjóða minnkaði í réttu hlutfalli við fjölda þeirra stjórnarmanna, sem væra pólitískt skipaðir. Greenspan ítrekaði síðan þessar skoðanir er hann kom fyrir fjárlaga- nefnd öldungadeildarinnar og sagði þá það, sem Clinton og aðrir stjórn- málamenn hafa forðast að nefna: Varanleg lausn á vanda eftirlauna- kerfisins hefur óhjákvæmileg í fór með sér skattahækkun eða skertar greiðslur. Clinton forseti og ráðgjafar hans telja, að unnt sé að koma á kerfi, sem komi í veg fyrir nokkur af- skipti hins opinbera af fjárfesting- um eftirlaunasjóðanna. Sömu skoð- unar eru tveir hagfræðingar, Henry Aaron og Robert D. Reischauer, sem hlynntir era hug- myndinni, en þeir leggja til í nýrri bók, að komið verði á fót óháðri stofnun eða ráði til að fara með þessi mál. Hafa þeir sem fyrirmynd bandaríska seðlabankaráðið, sem hefur verið laust við opinber af- skipti í 80 ár. Hagsmunaárekstrar Greenspan er ekki einn um að vara við því, að ríkið fari að fjár- festa í einkafyrirtækjum. Aðrir benda á, að embættismenn eða op- inberir fulltrúar, sem stýrðu fjár- festingunum, gætu lent í þeirri stöðu að vita ekki hvort þeir ættu heldur að miða við mestu, mögu- legu ávöxtun eða gera það, sem þeir teldu forsetanum eða þinginu þóknanlegt, t.d. í umhverfis- og fé- lagsmálum. Auk þess sé alltaf hætta á miklum hagsmunaárekstr- um og er í því sambandi bent á stórfyrirtækið Microsoft. Banda- ríska dómsmálaráðuneytið á nú í málaferlum við fyrirtækið, sem það sakar um einokunartilburði, en hvað nú ef hinir opinberu eftir- launasjóðir hefðu fest stórfé í fyr- irtækinu? Gæti það haft áhrif á málareksturinn og hefði kannski aldrei verið farið af stað með hann? Þeir, sem era andvígir fjárfest- ingarhugmyndum Clintons, velta því líka fyrir sér í hvaða fyrirtækj- um yrði fjárfest. Yrðu kannski litlu fyrirtækin útundan og hvað með fyrirtæki eins og tóbaksfyrirtækin, sem eru pólitískt úti í kuldanum? Áform þýzku stjórnarinnar um að hætta kjarnorkimýtingu Banni við endurvinnslu kj arnaúrgangs frestað Bonn. Reuters. BANNI sem þýzka stjórnin hefur fyrirhugað að setja við útflutningi geislavirks úrgangs til endur- vinnslu og ganga átti í gildi um næstu áramót verður frestað unz komið hefur verið upp öðrum möguleikum á losun slíks úrgangs. Frestunin afstýrir milliríkjadeilu við Frakka og Breta, en þeir höfðu hótað Þjóðverjum himinháum skaðabótakröfum vegna samninga sem kjamorkuendurvinnslustöðv- ar í Frakklandi og Bretlandi hafa við rekstraraðila þýzku kjarnorku- veranna. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, tilkynnti um frestun- ina á blaðamannafundi fyrr í vik- unni, eftir viðræður við frammá- menn orkufyrirtækjanna sem reka hin 19 kjamorkuver Þýzkalands. Herta Dáubler-Gmelin, dómsmála- ráðherra í stjóm Schröders, sagði í útvarpsviðtali að frestunin skap- aði svigrúm til að ná samkomulagi við Frakka og Breta. Schröder sagði að í fyrsta sinn hefðu fulltrúar orkuiðnaðarins fall- izt á áform stjómarinnar um að hætta í skynsamlegum áföngum nýtingu kjamorku til raforkufram- leiðslu. En talsmenn orkufyrir- tækjanna sögðu ógerlegt að nefna ákveðna dagsetningu fyrir lokun orkuveranna. Schröder sagði ekki hægt að standa við að bann við endur- vinnslu geislavirks úrgangs gangi í gildi í ársbyrjun 2000, þar sem ekki væri fyrir hendi nægilegt rými til að geyma úrganginn. Sam- komulagið við orkuframleiðend- uma felur í sér að þeim sé þá að- eins óheimilt að senda sinn geisla- virka úrgang til endurvinnslu ef þeir hafa engan aðran möguleika á að losna við hann. I Þýzkalandi eru starfræktar tvær geymslustöðvar fyrir geislavirkan úrgang en engin kjarnorkuendurvinnslustöð er í landinu. Óbein þjóðnýting Sumir gagnrýnenda Clintons segja, að það sé engu líkara en hann hafi endurappgötvað hina sænsku jafnaðarstefnu og raunar gott betur. Á sjöunda áratugnum beitti sænska stjómin sér fyrir því, að opinberu lífeyrissjóðimir fjárfestu í atvinnu- lífinu en dró síðan í land með það að veralegu leyti. Var ástæðan sú, að menn höfðu af því áhyggjur, að með opinberri fjárfestingu af þessu tagi væri í raun verið að fara bakdyra- megin að því að þjóðnýta fyrirtækin. Þess vegna vora settar miklar skorður við hlutabréfaeign sjóðanna og enn era mestar fjárfestingar sænsku sjóðanna í ríkisskuldabréf- um og lánum. Repúblikanar era almennt andvíg- ir tillögu Clintons og þein-a hugmynd er, að launþegum verði þess í stað heimilað að fjárfesta ákveðinn hluta af skattgreiðslunum hverju sinni. Þeir bera það líka fyrir sig, að hætta sé á allt of miklum ítökum hins opin- bera í atvinnulifinu þótt það sé raun- ar ekkert nýtt, að lífeyrissjóðir séu umsvifamiklir á verðbréfamarkaðn- um. Þannig er það til dæmis með marga eftirlaunasjóði í einstökum ifkjum Bandaríkjanna og víða í Evr- ópu. Svissneska stjórnin hóf að ijár- festa á verðbréfamarkaðnum þai’ í landi fyrir tveimur áram til að auð- velda sér fjármögnun eftirlaunakerf- isins en ljóst er, að núverandi fjár- mögnun þess dugir ekki. 1960 voru 4,4 vinnandi menn á bak við hvem líf- eyrisþega, 1994 vora þeir 2,9 og 2040 verða þeir aðeins tveir. Andstætt bandarískri hefð Eins og fyrr segir er fyrmefnd fjárfestingarapphæð ekki svo mikil, að hún muni stópta sköpum á sjálf- um markaðnum en hún gæti samt gert bandarísku alríkisstjómina að stærsta, einstaka fjárfestinum. Slík samsöfnun fjánnálalegs valds er hins vegar eitur í beinum margra Bandaríkjamanna og verði hug- mynd Clintons að veraleika, er lík- legt að þess verði krafist, að hið op- inbera afsali sér rétti til að hlutast til um stjóm fyrirtækja í krafti hlutabréfaeignar sinnar. Græningjar vonsviknir Fulltrúar Græningja vora að von- um vonsviknir yfir frestuninni, en neyddust til að sætta sig opinber- lega við þessa niðurstöðu. Kerstin Miiller, þingflokksformaður Græn- ingja, sagði að á kjörtímabilinu yrði sennilega fjóram af nítján kjam- orkuveram landsins lokað, en flokksmenn hennar hefðu viljað hafa þau mun fleiri. Deilan um kjamorkuna í Þýzka- landi hefur nú komið af stað um- ræðu um hana m.a. í Frakklandi, þar sem 80% raforkunnar er fram- leidd í kjamorkuverum. I skoðana- könnun sem Parísartímaritið VSD birti á íimmtudag sögðust 51% að- spurðra fylgjandi því að Frakkar lokuðu sínum kjamorkuveram. 39% vora á móti. 10% tóku ekki afstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.