Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 21 NEFNDIN lýsir þungum áhyggjum af því að tveir unglingspiltar, 16 og 17 ára, skuli vera í fangelsinu Litla-Hrauni innan um fullorðna fanga. og meðferð sé gi’einilega skammt á veg komin á Islandi. Ekki séu félags- ráðgjafar starfandi í neinu fang- elsanna og eini undirbúningurinn undir frelsið sé stutt áfengis- og vímuefnameðferð í lok afplánunar. Það sé því ekki að furða að hátt hlut- fall fanga leiðist aftur út í afbrot. Mælt er með því að íslensk stjórn- völd móti endurhæfingar- og með- ferðaráætlanir fyrir fanga. Erlendur Baldursson furðar sig á því að því sé haldið fram þarna án rökstuðnings að hátt hlutfall fanga leiðist aftur út í afbrot hér á landi. Ef miðað sé við endurkomur í fang- elsi þá sýni íslenskar tölur að um það bil helmingur fanga á síðari árum sé í sinni fyrstu afplánun. Það þýði að endui’komur séu um 50%. A Norður- löndum sé talan yfirleitt á bilinu 60- 70%. Heilsuvernd Nefndin telur að ástand heilsu- gæslu á Litla-Hrauni hafi versnað síðan í heimsókninni 1993. Þannig sé ekki reglulegt samráð milli læknis fangelsisins og sálfræðings þess. Enginn geðlæknir heimsæki fangels- ið reglulega frekar en önnur fang- elsi. Eins vanti tilfinnanlega að hjúkrunarfræðingur starfi við fang- elsið til að hafa eftirlit með lyfjagjöf, tryggja trúnað um heilsufarsmálefni fanga og hafa umsjón með heilsu- gæslu og fíkniefnameðferð. Það sé ekki heppilegt að fangaverðir hafi aðgang að lyfjum og afhendi þau fóngum. Vímuefni Nefndin telur að þörf væri á virk- ari og fjölbreytilegri aðgerðum til að hjálpa föngum að draga úr neyslu vímuefna. Um 40-45% íslenskra fanga noti róandi lyf. Ekki sé boðið upp á meðferð nema við lok vistunar- tímans og þá ekki fyi'ir alla sem á henni þurfa að halda. Augljóslega óski margir fangar eftir því að kom- ast fyrr í meðferð. Það úrræði að vera með vímuefnalausa deild hrökkvi einnig of skammt. Nefndin telur að vímuefni séu jafnvel út- breiddari í fangelsinu Litla-Hrauni nú en árið 1993 og segir að margii' fangavarðanna hafi staðfest það. Því fylgi einnig hætta á ofbeldi milli fanga. Þannig biðji fjölmargir fangar um að þeim sé haldið í einangrun til þess að verða ekki fyrir bai'ðinu á öðrum föngum. Erlendur Baldursson telur það fjarri lagi að meira sé af ólöglegum vímuefnum á Litla-Hrauni nú en fyr- ir 5-6 árum. Eftirlitið sé hins vegar miklum mun strangara og skráning- in einnig. Hann segir að á árinu 1998 hafi fangar 8 sinnum beðið um að fá að fara í einangrunarklefa yfir nótt eða í skemmri tíma. Astæðurnar séu fjölmargar. Þá lýsir nefndin þungum áhyggj- um af því að tveir unglingspiltar, 16 og 17 ára, skuli vera í fangelsinu Litla-Hrauni innan um fullorðna fanga. Þeir fái enga sérstaka með- ferð sem hæfi aldri þeirra. Mælist nefndin til þess að þegar verði gripið til aðgerða til að tryggja að föngum á Fagnað að Síðu- múlafangelsið skuli hufu verið tekið úr notkun og uðfungelsið að Litla-Hrauni hafi tekið stakka- skiptum. Endurhæfing og meðferð fanga skammt ó veg komin ú íslandi. unglingsaldri sé haldið aðskildum frá fullorðnum. Fjarlægð frá Reykjavík Nefndin heimsótti einnig fleiri stofnanir en fangelsin þar sem fólk er til meðferðar. Meðferðarheimilið Stuðlar fær afskaplega jákvæða um- sögn í skýrslu nefndarinnar. Ailur aðbúnaður sé mjög góður, nóg starfsfólk, vel menntað og áhuga- samt og skipulag til fyrirmyndar. Nefndin heimsótti réttargeðdeild- ina að Sogni í Ölfusi sem hún hafði einnig gert árið 1993. Ytri aðbúnaður sjúklinganna er afbragðsgóður að sögn nefndarinnar. En nefndin kveð- ur starfslið of fámennt og einlitt. Hjúki'unai’fræðingar hafi verið fjórir 1993, en nú séu þar 1,8 stöðugildi, en þess má geta að sjúklingar voru sex þegar nefndin kom í heimsókn. Eng- h' hjúkrunarfræðingur séu á deild- inni um nætur og helgar og óviðun- andi sé að ófaglært starfsfólk annist geðsjúka um nætur og helgar, þótt hjúkrunarfræðingar og geðlæknir séu á bakvakt. Nefndin ítrekar til- mæli um að hjúkrunarfræðingum sé fjölgað. Þá séu hvorki sálfræðingur, iðjuþjálfi né félagsráðgjafi á deild- inni. Leggur hún til að tafarlaust verði bætt úr þessu. Nefndin beinir því til stjórnvalda að endurskoða starfsmannafjölda og íhuga stað- setningu deildarinnar. Væri hún nær höfuðborgarsvæðinu væri auðveld- ara að fá fólk til starfa og halda með- ferðarsambandi við þá sem útskrif- ast. Eins og nú sé málum komið sé hætt við að færri útskrifist en efni standi til. Ekki geymslustofnun Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni, segir tillögur nefndarinnar sanngjarnar og ugglaust hefði mátt bæta ýmsu við. Hann undirstrikar nauðsyn þverfaglegrar mönnunar, þ.e. sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa, á þessari geðdeild. Einnig leggur hann áherslu á að samstarf við aðrar deildir og stjómvöld þurfi að vera sem best, starfsemin og framkvæmd réttargeðlækninga þarfnist aukins skilning og bætts lagagrunns. Hann kveður starfsfólk Sogns mjög jákvætt varðandi aukið samstai’f við Litla-Hraun með samnýtingu starfskrafta og bætta geðheilbrigðisþjónustu fyrir augum. Hann segir það mikinn misskilning að geðdeildin á Sogni sé geymslu- staður, en bæta þurfi útskriftar- og eftirmeðferðarmöguleika með aukn- um úrræðum og lagagrundvelli. Þá muni deildin í framtíðinni geta tekið við fleiri nýjum sjúklingum og þess sé mikil þörf. Þeir fjórir fyrrverandi öryggisgæslusjúklingar sem útskrif- aðir séu hafi staðið sig prýðilega og farið í öllu að ráðum deildarinnar og séu í meðferðarsambandi. ÚTSALAN HAFIN Bally-skór 30-40% afsl. Karlmannaskór 30-50% afsl. SKÓUERSLUN KÚPAUOGS HAMRflBORG 3 • SÍMI SS4 17S4 HTH eldhús leitar að endurseljanda á íslandi HTH er einn af stærstu og þekktustu framleiðendum eldhúsinnréttinga á Norðurlöndunum Okkar núverandi umboðsmaður hefur ákveðið að draga sig í hlé. Þess vegna leitum við nú að nýjum samstarfsaðila á íslandi. Við bjóðum meðal annars: Eitt þekktasta vörumerki í Danmörku: HTH. Frábært framleiðslu- og sölukerfi, sem styður við bakið á þér, m.a. með sýningar- eldhús, þjálfun, markaðssetningu og framleiðsluþróun ásamt daglegum stuðningi. Þú leggur til: Frumkvæði og dugnað. Þjónustulund og löngun til að selja. Þekkingu á viðkomandi markaði. Sannfærandi árangur í sölumennsku. Örugga fjárhagsstöðu. Óskað er eftir að samstarfið hefjist sem allra fyrst. Ef þetta vekur áhuga þinn biðjum við þig vinsamlegast að senda upplýsingar og áform til: HTH Kökkener A/S Industrivej 6 6870 Ölgod Danmark Att: Eksportchef Merete Meier Andersen mmmmm mmmm— # HTH er stærsti eldhúsframleiðandi í Danmörku — með um 860 starfsmenn og veltu upp á — 700 milljónir dkr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.