Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM -■*U SAMISKI leikstjórinn Paul-Anders Slmma. % % Kímnin er mannleg I DAG, á lokadegi Samavikunn- ar í Norræna húsinu, verður í boði kvikmyndasýning, fyrst fyrir börn og síðan fyrir full- orðna. Börnin fá að sjá tvær Samavika Norræna hússins stuttmyndir kl. 14, annars veg- ar eiknimynd- ina En tid pá hösten sem er samískt ævintýri og ástarsaga um dreng sem verður ástfanginn af dóttur sól- arinnar og hins vegar Samiska Barn sýnir samisk börn og um- hverfí þeirra, þar sem fylgst er með tveimur stúlkum súta hreindýraskinn. Sýning á tveimur myndum eftir einn fremsta kvikmynda- leikstjóra Sama, Paul-Anders Simma, hefst kl. 15. Hann vakti fyrst á sér athygli með stutt- myndinni Let’s Dance frá árinu 1992, sem hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga á stuttmyndahátíðum víða um Evrópu, og verður sýnd á eftir kvikmyndinni Sagojogan Mini- ERIK Kiviniemi sem ráðherr- ann í „Sagojogan Ministeri". steri frá árinu 1996. Sú mynd gerist í Lapplandi, og er á fínn- landssænsku, sænsku og norsku. Hún er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá manni sem notfærir sér óvenjulegar aðstæður sínar til að vinna trausts lítils bæjarfélags, og koma við sögu ýmsir sammann- legir þættir eins og kímni, græðgi, heiðarleiki og ást. J- X. Tímaritið Húsfreyjan efnir til sauma- oq prjónakeppni í samvinnu við Iðnaðarráðuneytið Utanáskriftin er: Tímaritið Húsfreyjan, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. þeir keppendur sem komast áfram taka 'pátt í lokakeppni sem fer fram í Súlna- sal Hótels Sögu sunnuíiaginn 21. mars. Keppnin er ætluð áhugafólki um prjóna- og saumaskap. Keppt verður í fjórum flokkum: 1. fl. Keppendur sauma flík á sjálfa sig. 2. fl. Keppendur sauma flík á börn. 3. fl. Keppendur prjóna flík á sjálfa sig. 4. fl. Keppendur prjóna flík á börn. bátttakendur senda inn 2 m)jnd\r af sér og/eða börnunum í flíkunum ásamt upplýsingum um nafn, heimili og síma. Skilafrestur er til 10. mars. Ferðavinningar frá Flugféiagi Islands eru í boði fyrir þá sem skara fram úr í hverjum iyrir sig og sá keppandi sem fær flest atkvasði gesta í sal í lokakeppninni hreppir ferðavinning til útlanda. Frekari upplýsingar gefur Margrét í síma 090 1371 frá og með nk. þriðjudegi. Rokk er tónlist, ekki lífsstill Er Sigurjón Skæringsson rokk- ari eða ekki? Hann er í Mæðu- söngvasveit Reykjavíkur sem er bæði kassagítardúett og full- skipuð rokksveit þegar þannig ber við. Annars sagði hann Hildi Loftsdóttur að búið væri að koma óorði á rokkara. SIGURJÓN hefur verið ár- um saman í rokkinu og rak m.a. rokkstaðinn Rósen- berg til nokkurra ára. „Rósenberg var bam síns tíma og þeir tímar eru liðnir,“ segir hann. „Þetta er svo undarlegt þetta þjóð- félag sem við lifum í. Þú getur fengið fólk til að koma inn á stað þar sem á að spila létta popptón- list. A réttu augnabliki er hins veg- ar hægt að dúndra á það hvaða Metallica-lagi sem er, og það verð- ur allt vitlaust. Þetta sama fólk dregur þú hins vegar ekki með villtum hestum til að hlusta á aug- lýsta rokkhljómsveit.“ Úr þungarokkinu „Upphaflega er Mæðusöngva- sveit Reykjavíkur stofnuð sem kassagítartríó. Allir þrír vorum við úr tveimur harðrokksveitum sem báðar lögðu niður störf um svipað leyti. Við Hlöðver Ellertsson og Jón Óskar Gíslason vildum gera eitthvað allt annað. Við höfðum spilað áleitið, hávaðasamt þung- arokk í mörg ár, en áttum rætur i einhverju öðru og útkoman varð þetta tríó. Hugmyndina að nafninu átti reyndar Flosi Ólafsson leikari. A árshátíð fyrir mörgum árum kynnti Flosi Ólafsson Tregasveit- ina til sögu undir þessu nafni sem ég greip á lofti og notaði síðan á eigið band. Af því tríói erum við Jón Óskar bara tveir eftir og rekum sveitina bæði sem ljúfa kassagítarsveit og hins vegar sem fullskipaða rokk- hljómsveit, undir sama nafni. Gam- all spilafélagi minn og fóstbróðir, Sigurður Reynisson trommari, er þriðji meðlimurinn, svo spilar Brynjar H. Brynjólfsson á bassa með okkur. Raunverulega fínnst okkur skemmtilegast að spila rokk og ról en með áralanga reynslu á bakinu höfum við spilað nánast hvað sem er, og vekjum yfírleitt óskipta athygli fólks þegar við mbl.is _ALL.Ty\f= e/TTH\SA£3 /JYTT bregðum okkur í hallærislegt kántrýstuð. Það er enn ein hliðin á sveitinni.“ - Hvað með frumsamið efni? „Já, við eigum fullt af fium- sömdu efni, en höfum ekkert verið að veifa því hingað til. Það er svo óskaplega leið- inlegt að spila sín eigin lög bara til að spila þau, ef enginn hef- ur svo áhuga á að heyra þau. Það mun samt koma að því, því maður er í tónlist til að skapa, en ekki bara til að vera gangandi karaoke- maskína." Plata er alvarlegt mál - Eruð þið búnir að vera lengi í þessu bandi? „Já, sveitin er stofnuð árið 1994 og verður því fimm ára á þessu ári. Kannski að afmælinu verði fagnað með plötuútgáfu, þótt eng- in ákvörðun hafi verið tekin um það. En mér finnst skemmtilegra að vera lumma á annan hátt. Það er mjög alvarlegt mál að gefa út plötu. I gegnum tíðina höfum við samið fjöldann allan af einföldum lögum; þriggja til fjögurra hljóma rokklögum með íslenskum text- um. Svo eigum við í hinni skúff- unni fullt af metnaðarfullri tón- list, sem við yrðum sakaðir um að reyna að sækja á erlendan mark- að, ef við létum nokkurn mann heyra hana.“ - Er það stór glæpur? „Nei, nei, kannski það bíði bara betri tíma. Við erum búnir að spila svo lengi og sjá svo marga leggja af stað með stóra drauma og verða svo fyrir sárum vonbrigðum, að maður forðast að gera sig að fífli með einverjum yfírlýsingum í tón- list almennt. Næstum því hver ein- asta hljómsveit sem hefur samið sín eigin lög, hefur verið að reyna að endursemja Stairway to Hea- ven, en það er bara ekki hægt. Það var gert einu sinni.“ Blúsinn er mamma rokksins - Eg hélt að nafnið gæfi til kynna að þið væruð blúshljómsveit. „Já, í eðli sínu eru öll lög blúslög. Einhver frægur rokkari sagði: „Blúsinn varð ófrískur og af- sprengið var nefnt rokk.“ Rokkið á allt rætur sínar í blúsnum.“ - Pannig að þið eruð alvöru rokkarar? „Nei, við erum bara hljómsveit. Ekki endilega rokkhljómsveit. Það er búið að koma óorði á orðið „rokkari“, það er búið að eyði- leggja það. Fólk sér fyrir sér rokk- ara sem útúrdópaðan, leðurklædd- an, altattóveraðan, andþjóðfélags- lega sinnaðan fávita. Eg vil halda því fram að við séum ekki þannig, og þar af leiðandi er ekki hægt að kalla okkur rokkara. En við spilum rokk. Fyrir mér er rokk ekki villt- ur lífsstíll. Rokk er tónlist.“ - Og hvar eruð þið aðallega að spila? „Við erum að spila út um allt land. I gær vorum við í Borgamesi, um næstu helgi á Akureyri, svo Vestmannaeyjum, Grindavík o.s.frv. I Reykjavík höfum við spil- að á Amsterdam og munum spila þar aftur.“ - Og lofið þá væntanlega góðu stuði hvar sem þið verðið? „Já, við vitum hvað við eigum að gera til að koma fólki í stuð og höf- um mjög gaman af því.“ Asgarður - Glæsibæ Eldri borgarar athugió! Caprí-tríó leikur öll sunnudagskvöld frá kl. 20.00-23.30 ......... . IrFÉLAG Allir velkommr _ EIDRI *l BORGARA Útsala Opið sunnudag 1 3-1 7 NIKE BÚÐIN Laugavegi 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.