Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 37 MINNINGAR + Halldóra Jóns- dóttir fæddist í Haukaholtum í Hreppum 1909. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 25. jan- úar siðastliðinn. Foreldrar hennar vöru Jón Jónsson kenndur við Gróf í Hreppuni og Guð- finna Einarsdóttir. Grófar-heitið festist síðan við heimili þeirra á Oldugötu í Hafnarfirði. Hall- dóra var elst 13 systkina, en þau voi-u Aðalheið- ur, f. 1911, d. 1994; Guðrún Marsibil, f. 1912; Ágúst Ottó, f. 1914, d. 1987; Svanhvít Jónína, f. 1915; Friðrika Margrét, f. 1918, d. 1990; Sigrún Sumarrós, f. 1920; Björgvin, f. 1921; Jón, f. 1922, dó ungur; Jón Ragnar, f. 1923; Þórunn Valgerður, f. 1925; Aðalsteinn, f. 1928; og Þegar ég lít til baka og hugsa til Dóru systur minnar kemur mér fyrst í hug reisn, dugnaður og hátt- prýði. Þessum kostum var hún svo ríkulega búin. A svo barnmörgu heimili sem í Gróf kom það iðulega fyrir að báðir foreldrar þurftu að vinna úti, stund- um langtímum í burtu frá heimilinu. Það kom þá í hlut elstu systur, Dóru, að sjá um heimilið og líta eftir yngstu systkinunum. Þetta fórst Dóru svo vel úr hendi að eftir var tekið og haft á orði hvílíkur dugnað- ur væri í þessari stúlku, sem þá var sjálf aðeins barn að aldri. Þegar hún stálpaðist varð hún fljótlega eftir- sóttur vinnukraftur. Vann hún löng- um í fiski og þegar um ákvæðisvinnu var að ræða, eins og við þvott á salt- fiski, var hún jafnan með þeim af- kastamestu. Hún hafði alla kosti sem góða húsmóður mega prýða og eftir erfiðan vinnudag fékkst hún við út- saum og fínustu hannyrðir hvenær sem stundir gáfust. Það fer ekki hjá því að eftir Dóru væri tekið hvar sem hún fór um á ís- lenskum búningi með höfuðið reist, bjart yfirlit og mikið fallegt hár. Hún vai’ glæsileg, góðleg og yfirlæt- islaus. Sigursteinn Heiðar, f. 1931. Halldóra giftist Sveinbirni Sveins- syni klæðskera hinn 20.12. 1930. Þeim varð ekki barna auðið en tóku þrjú fósturbörn, sem eru: Ingólfur Haf- steinn Sveinbjörns- son, f. 26.3. 1932, d. 1954; Jón Ingi Sig- ursteinsson, f. 15.6. 1937, og Erla Sig- rún Sveinbjörns- dóttir, f. 12.3. 1944. Halldóra fluttist til Hafnar- fjarðar með foreldrum sinum 1912. Þar ól hún allan sinn ald- ur. Sveinbjöm lést fyrir aldur fram árið 1961. Útför Halldóru fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfírði á morgun, mánudaginn 1. febrú- ar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Að ofansögðu má ráða að Dóra bjó manni sínum og börnum hlýtt og fagurt heimili, enda áttu þau hug hennar allan. Ingólf Hafstein son þeirra hjóna tók út af togara 1952 og var það Dóru þungur þai-mur sem skildi djúp sár eftir sig. Eg minnist þess að eftir sonarmissinn varð lagið „Litli vin“ með sínum kveðju- og fyrirbæna- texta henni mjög kært og hugstætt. Sveinbjöm lést árið 1961 og eftir það hélt Dóra heimili með börnum sínum Erlu og Jóni Inga á Öldugötu 4 (Nýju Grófí) um árabil. Það var oft glatt á hjalla á heimili Dóru og Sveinbjöms. Sveinbjörn settist gjaman við orgelið og við systkinin sungum langtímum úr ís- lensku fjárlögunum, mest raddað. Dóra hafði fallega rödd eins og hún átti kyn til og hafði unun af að syngja. Þetta endaði venjulega með því að Dóra bauð upp á kaffi og góm- sætar kökur. Sem drengur fór ég oft í sendi- ferðir fyrir Dóru systur. Mér var það ljúft, af því að jafnan var vel tekið á móti manni, sultardropinn þurrkað- ur af nefinu og einhverju smáræði stungið upp í munninn. Á stríðsárunum fékk Sveinbjöm lóð undir sumarbústað í Kaplakrika, þar sem nú er íþróttavangur FH, þá var engin byggð þar nærri. Þar ríkti kyrrð og friðsæld með fallegum laut- um og angan af hraungróðri. Á þess- um stað var fjölskyldan öll sumur og þar var gaman að koma. Og margt eitt kvöld og margan dag, þó einkan- lega um helgar, var systkinahópur- inn þar saman kominn hjá Dóru og Sveinbirni. Var þá gjaman gengið út í kvöldkyrrðina og sest í einhverja af mörgum lautunum sem þarna var að finna. Við sungum gjarnan „Kvöld- blíðan lognværa kyssir hvem reit“ eða „Til austurheims vil ég halda“. Þetta voru hrífandi stundh- sem syst- ir vor Halldóra kunni vel að meta. Söngur með ívafi af lóukvaki og seið- andi nið frá Urriðakotslæknum sem þarna liðaðist hjá. Hvílík dásemd, friðsæld og ró. Síðustu æviár sín dvaldist Hall- dóra á Sólvangi. Þar naut hún góðr- ar umönnunai- alls starfsfólks. Eg veit að ég mæli fyrir hönd barna hennar og systkina er ég flyt bestu þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana þar. Þar sem þú ert nú horfin til feg- urri landa systir góð kveð ég þig með þessum orðum: Eg ekki mun fjalla um ðnnur fljóð en aðeins þig, mín systir góð. Þú vísaðir okkur veginn. Og það sem einhvers virði er við ávallt gátum lært af þér uns hittumst hinumegin. Aðalsteinn Jónsson. Elsku langamma. Síðan þú fórst á Sólvang fyrir fjórum ámm, veiktist og fórst að gleyma hver ég væri smátt og smátt hef ég saknað þín svo mikið og langað að fá þig til baka eins og þú varst, tala við þig um allt og ekkert og heimsækja þig án þess að fá tár í augun. En samt finnst mér gott að vita að þú ert komin á þinn sælunnar stað hjá Jesú eins og í vís- unni sem þú söngst svo oft fyrir mig. Ef einhver á það skilið að sitja í himnaríki þá ert það þú, elsku amma mín. Elsku amma, vinkona mín. Ég mun sakna þess að sjá þig, sitja hjá þér, drekka góða kaffið þitt og segja þér frá hvað er að gerast í lífi mínu en nú getur þú fylgst með því sjálf á himnum. Ég veit að við munum ein- hvern tímann hittast aftur og ég ætla bara að kveðja þig þangað til. Ég elska þig og megi guð varð- veita sál þína. Vertu yfir og allt í kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ó, amma, ó, amma ó, ansaðu mér því ég er að gráta og leita að þér þú fórst út úr bænum, þú fórst út á hlað þú fórst upp til Jesú á sælunnar stað. Þín keipastelpa, Erla Anna. Amma mín, nú hefur þú sofnað þínum sjúpa svefni og Guð hefur kallað á þig og verður hann mjög ríkur að fá þig til sín. Þú varst ein- stök og yndisleg kona og það voru margar góðar stundir sem við áttum saman. Þú kenndir mér margt og sagðir mér til í lífi mínu og þú varst alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef eitthvað vantaði eða var að. Það eru til margar góðar minningar um þig, en sú besta minning sem ég á um þig var í örmum þér. Þar var hlýtt og gott. Ég verð þér ævinlega þakklát- ur fyrir það sem þú gerðir fyrir mig. En svo kemur að kveðjustund og það er sárt að vita að þú sért farin, en elsku amma, ég veit í hjarta mínu að þú ert ánægð núna þar sem þú ert komin aftur til hans afa sem þú saknaðir svo innilega mikið. Kæri Guð viltu passa hana ömmu mína sérstaklega vel hjá þér þangað til ég hitti hana aftur. Amma mín, það verður alltaf sökn- uður í hjarta mínu. Þú átt þar sér- stakan stað hjá mér. Takk fyrir allt, þú varst best. Bjami. Kær móðursystir mín Halldóra Jónsdóttir eða Dóra frænka í Gróf er látin 89 ára að aldri. Langi-i og fag- urri ævi er lokið. Ég vil með fáum orðum fá að kveðja mína kæru frænku og þakka henni fyrir allt það sem hún veitti mér frá unga aldri. Ég var svo lánsöm sem barn að fá að alast upp í sama húsi og Dóra frænka og naut umhyggju og kær- leika hennar og eiginmanns hennar Sveinbjörns Sveinssonar sem látinn er fyrir allmörgum árum. Ég eignað- ist líka góða vini í börnum þeirra þeim Jóni Inga og Erlu. Ávallt tóku þau mér opnum örmum þegar ég kom upp á efri hæðina. Ég var ekki ein um að eiga þar alltaf griðastað heldur var heimili þeirra opið öllum, þannig vildu þau hafa það og þannig leið þeim best. Heimili þeirra í Gróf var glæsilegt og hafði hún frænka einstakt lag á að búa til mikla fegurð úr hlutunum. Hún var mikil hann- , yrðakona og hafði yndi af því að skapa fallega hluti og erum við margar frænkurnar sem höfum notið leiðsagnar hennar í prjónaskap en flíkin var aldrei eins og hjá henni frænku. Það var oft glatt á hjalla í Gróf þegar systkinahópurinn hennar Dóru og fjölskyldur þeirra komu saman, söngurinn var þá í fyrirrúmi og man ég söngljóð eins og „Til Austurheims vil ég halda“ og „Fýkur yfir hæðir“, þá naut Dóra frænka sín. Öll systkinin fengu í vöggugjöf mikla sönghæfileika og höfum við sem yngri erum alist upp við gleði . söngsins sem er aðalsmerki „Grófarættarinnar“. Og alltaf var gaman að upplifa með Dóru gleðina þegar Aðalsteinn bróðir hennar söng lagið „Litli vin“ sem hún hélt svo mikið upp á. Á heimili Dóru frænku heyrði ég fyrst rætt um jafnréttismál, stöðu verkakonunnar og baráttu fyrir sömu launum fyi-ir sömu vinnu. Hún var ekki hávær hún frænka mín þeg- ar málin voru rædd, en einhvern veginn var það svo að þegar hún tal- aði hlustuðu allir. í mörg ár hélt Dóra frænka heim- ili með Erlu dóttur sinni og hennar fjölskyldu. Hún fékk að fylgjast með börnum hennai- vaxa úr grasi og alla , tíð tók hún virkan þátt í uppvexti þeii-ra. Dóra dvaldi á eigin heimili og naut umönnunar Erlu og tengdason- ar sín Viggós allt þar til heilsan brást. Síðustu æviárin dvaldi Dóra á sjúkrahúsinu Sólvangi. Hún bar sér- stakt og mikið traust til Braga Guð- mundssonar yfirlæknis sem er bróð- ui-sonur Sveinbjörns, eiginmanns hennar. Ég færi Braga, hjúkrunar- fræðingum og öðru starfsfólki á Sól- vangi kærar þakkir fyrir góða um- önnun og hlýhug í hennar garð. Ég kveð þig kæra frænka, þakka þér gleðistundimar og samfylgdina í gegnum tíðina um leið og ég minnist einstakrar vináttu og samhugar ykk- ar mömmu alla tíð. Við á Sunnuveginum sendum Jóni Inga, Kristínu, Erlu, Viggó, barna- börnum og barnabarnabörnum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð blessa ykkur og styrkja. Guð blessi minningu Hall- dóru Jónsdóttur. Kristín Pálsdóttir. HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR + Vigdís Bjarna- dóttir fæddist á Fjallaskaga í Dýra- firði 13. júní 1914. Hún andaðist sunnu- daginn 24. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir Sigríðar Gunnjónu Vigfús- dóttur og Bjarna Sigurðssonar. Hún átti fjórtán systkini. Vigdís giftist Jóni Hákoni Björnssyni árið 1936. Börn þeirra eru Hanna Kolbrún Jónsdóttir, f. 21. aprfl 1936, gift Halldóri Ólafi Ólafssyni, og Björn Jóns- son, f. 6. maí 1941, d. 5 septeni- ber 1996. Vigdís og Jón Hákon Þín braut er þyrnum þakin, hver þyrnir falskur koss. Eg sé þig negldan nakinn sem níðing upp á kross. Ég sé þig hæddan hanga á Hausaskeljastað.- Þann lausnardaginn langa var líf þitt fullkomnað. (Davíð Stef.) Elsku amma. Við eyddum fjöl- mörgum stundum saman á sunnu- dögum við að drekka kaffisopa, spjalla saman um lífið og tilveruna og hlusta á sálma sem þú áttir á plötum. Þá hlustuðum við stundum á sálminn „Á föstudaginn langa“ Nú ert þú farin og því verða samveru- slitu samvistir. Seinni eiginmaður Vigdi'sar var Stein- þór Guðjónsson frá Bolungarvík. Hann lést árið 1977. Vigdís verður jarð- sungin frá Fossvogs- kirkju á morgun, mánudaginn 1. febr- úar, og hefst athöfn- in klukkan 15.Vigdís Bjarnadóttir fæddist á Fjallaskaga í Dýrafirði 13. júní 1914. Hún andaðist sunnudaginn 24. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir Sigríðar Gunnjónu Vig- fúsdóttur og Bjarna Sigurðsson- ar. Hún átti fjórtán systkini. stundir okkar ekki fleiri. Þú hefur losnað við líkama þinn eins og þú hafðir þráð og tilhugsunin um að nú ert þú ef til vill búin að hitta Bjössa frænda er afar góð. Missir minn er mikill, ekki síst vegna þess að þú ert eina foreldri foreldra minna sem ég fékk tækifæri á að kynnast. En mér ber ekki að vera vondur eða sár út í lífið þrátt fyrir að þú ert ekki lengur hjá mér. Þau tuttugu ár sem við átt- um saman voru mjög gæfurík og ég er þakklátur fyrir þau. Þú varst yndisleg manneskja. Þú studdir mig í öllu sem ég gerði og gafst mér allt sem ungur drengur getur látið sig dreyma um. Síðustu ár ævi þinnar fékkst þú sjaldan tækifæri til að fara út fyrir dyr. Þess vegna man ég svo glöggt hversu ánægður ég var þegar þú komst í fermingar- veisluna mína. Það var fyrir tæp- lega sjö árum. Núna er ég stoltur yfir að þú hafir lagt á þig allt það erfiði sem því fylgdi, fyrir mig. Það var yfírleitt stutt í brosið þitt og hláturinn var oftast skammt undan og það mun seint gleymast. Síðustu mánuðum ævinnar eydd- ir þú á deild L-3 Landakoti. Ég vil þakka starfsfólkinu þar fyrir alúð og umhyggju sem það sýndi þér og okkur fjölskyldunni. Það skal ég ávallt muna. Að síðustu vil ég kveðja þig með erindum eftir Davíð Stefánsson, sem minnir mig á síðustu dagana sem við áttum saman. Það heitir „Við dánarbeð". Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng að þar heyrast englar tala, og einn þehra blakar bleikum væng svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hjjótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt ogsvanurábláanvoginn. Jón Hákon Halldórsson. Tengdamóðir mín Vigdís Bjarna- dóttir andaðist í Landakotsspítala 24. janúar eftir erfiða sjúkralegu. Hún var af þeirri kynslóð sem þurfti að heyja ei-fiða baráttu fyrir lífs- nauðsynjum. Hún var ein af 15 systkinum. Erfitt var að fæða allan þann hóp eins og gefur að skilja. Þess vegna þurfti hún að yfirgefa foreldra sína og Fjallaskagann og fara í fóstur að Alviðru í Dýrafirði. Eflaust hefur þetta markað spor í lífstfi hennar. Nægjusemi og spar- semi var hennar merki, vel var hald- ið á öllu sem hún hafði milli handa. Aldrei var lifað um efni fram og eng- um skuldað. Því miður eru þessar dyggðir að engu hafðar í dag. Hún unni sveit sinni af alhug og talaði oft um Fjallaskagann og Lambadalinn, en þar bjuggu foreldrar hennar lengst af. Afkomendur Bjama og Sigríðar Gunnjónu, foreldra Vigdís- ar, eru um 300. Tengdamóðir mín fylgdist vel með ættingjum sínum, gladdist við komu hvers nýs fjöl- skyldumeðlims og hélt nákvæma skrá um fjölda ættingja. Hún gladd- ist við velferð þeirra og hryggðist ef eitthvað fór úrskeiðis hjá þeim. Þannig tók hún í hjarta sínu þátt í lífi þeirna og starfi þótt samfundir við þá hefðu mátt vera fleiri. En í hraða nútímans virðist fólk ekki hafa tíma til að rækta fjölskyldu- böndin. Síðustu æviárin dvaldi hún mikið ein heima, og undi sér við að hlusta á tónlist og lesa bækur. Hún var söngelsk mjög, enda söng hún á yngri árum í Kirkjukór Patreks- fjarðar og Kirkjukór Nessóknar, ásamt Alþýðukómum. Nú er komið að leiðarlokum. Áttatíu og fjögur urðu árin. Ég þakka samfylgdina síðustu 25 árin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafóu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Halldór Ólafur Ólafsson. Hver lítil stjarna sem lýsir og hrapar er ljóð, sem himinninn sjálfúr skapar Hvert lítið blóm sem ljósinu safnar er ljóð um kjamann sem vex og dafnar. Hvert lítið orð sem lífinu fagnar er ljóð um sönginn sem aldrei þagnar. (Davið Stefánsson.) Kæra vinkona. Mér kom þetta ljóð í hug þegar ég frétti að þú varst horfin héðan. Það er margs að minnast. Kynni okkar voru ekki löng, en . samt fannst mér eins og ég hefði þekkt þig alla tíð. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá þér daglega um tíma. Þú liggj- andi í rúminu þínu sem var heilt heimsveldi, þú eins og drottning sem stjórnaðir með mikilli reisn og mildi. Mikið var gaman að sitja á skrafstólnum þínum og hlusta og spjalla um alla heima og geima og allt sem þú vissir um menn og málefni bæði í fortíð og nútíð. Ljóðið lá þér á tungu leikandi létt og mun ég seint gleyma því hvern- ' ig þú fórst með ljóð eins og besta leikkona. Ég veit að nú er Pétur búinn að parkleggja fyrir þig og heimkoman þín verður blómum stráð. Þakka samfylgdina. Þín vinkona Helga Pálsdóttir. VIGDÍS BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.