Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BILLY WILDER MEISTARI Billy Wilder sýnir John Lund hvernig hann vill að hann faðmi Marlene Dietrich í mynd- inni A Foreign Affair. FRÁ OFANVERÐUM íjórða ára- tugnum, fram á þann sjöunda, var Billy Wilder einn vinsælasti og hæfíleikaríkasti leikstjóri kvik- myndaheimsins. Einn þeirra sem gerðu tímabilið að gullöld Hollywood, og gott ef hann er ekki sá eini sem enn er á meðal okkar. Wilder er einn farsælasti leiksljóri allra tíma, vann til sex Óskarsverðlauna, sem er altént nálægt því að vera heimsmet. Þá framleiddi hann margar mynda sinna og skrifaði handrit þeirra veigamestu. Wilder var íjölhæf- astur kvikmyndagerðarmanna, verk hans spanna flestar tegundir mynda, á afrekaskránni má finna rökkurmyndir, grafalvarleg, há- dramatísk verk, í bland við flesta flokka gamanmynda, sem voru honum hugstæðastar. Skarp- greindur afkastamaður, húmoristi af guðs náð, stundum nokkuð kaldhæðinn, heiðarlegur og hafði frábært Iag á leikurum, aðstoðar- fólki og tækninni. Næmt auga fyr- ir myndmáli, handrit krydduð meitluðum tilsvörum, glögg- skyggni á ljósu punktana sem dekkri hliðina á samfélaginu; AIl- ir þessir eiginleikar tala til okkar er við njótum samvista við snill- inginn í gegnum verkin hans. Wilder var ekki aðeins traustur leikstjóri sem sjaldan brást, held- ur engu síður hugaður listamaður sem fjallaði um ýmsa mannlífs- bresti, eins og áfengissýki, fram- hjáhald og vændi, þætti sem á hafði nánast hvílt bannhelgi í kvikmyndaiðnaðinum. Þannig skipaði hann sér á bekk með gagnrýnum röddum í Hollywood, en öfugt við þá flesta, nutu mynd- ir hans flestar, óhemju vinsælda. Samuel (síðar Billy) Wilder, er fæddur í Austurríki 1906, er því farinn að klífa 10. áratuginn. Wilder er gyðingur, einn fjöl- margra sem áttu fótum ijör að launa undan blóðhundum Hitlers. Var kominn til Hollywood 1934, með stuttri viðkomu í París. I gamla heiminum hafði Wilder unnið sem blaðamaður og síðar handritshöfundur. Þegar vestur kom stóð hugur hans allur til kvikmynda. Þrátt fyrir tungu- málaerfiðleika komst Wilder að hjá Paramount, þar sem voru fyr- ir nokkrir frábærir listamenn með svipaðan bakgrunn, þ.á.m. Lubitsch, sem reyndist honum traustur bakhjarl. Ferli hans í Bandaríkjunum má skipta í tvennt. Árin sem hand- ritshöfundur og síðar leikstjóri hjá Paramount og síðara tímabil- ið, sem hófst snemma á sjötta ára- tugnum, í smavinnu við United Artists, Mirischbræðuma og handritshöfundinn I.A.L Di- amond. Hjá Paramount starfaði Wilder upphaflega sem handrits- höfúndur og hlaut fyrstu Óskarsverðlaunatilnefninguna af mörgum, fyrir gamanmyndina Midnight. Það var ‘38. Ári síðar var hann tilnefndur aftur, nú fyr- ir Garbomyndina Ninothchka, sem Lubitch stýrði fyrir MGM. Tvær tilnefningar fylgdu í kjöl- farið árið 1941, önnur fyrir Hold Lykillinn undir mottunni - („The Apartment“, (‘60)) irkirk Ungur starfsmaður (Jack Lemm- on), lánar forstjóranum (Fred McM- urray), íbúðina sína svo hann geti gamnað sér með einkaritaranum (Shirley McLaine), sem smúm saman heillar blókina uppúr skónum. Unaðs- leg mynd í alla staði, gædd hinum bestu „sjaplínsku" eiginleikum; mannleg, hlý, bráðfyndin og lýkur á farsælan hátt. Listilega gerð í alla staði, handritið ósvikin perla, sérstak- lega í kaldhæðnislegri lýsingu á stéttasamfélaginu og afvegaleiddu siðferði, jafnframt bráðfyndið og skiptir um gír gjörsamlega áreynslu- laust. Lemmon og McLaine óaðfinn- anleg og myndin hlaut verðskuldað Óskarinn sem besta mynd ársins, fyr- ir leikstjóm og handrit. Ómissandi. Back the Dawn, þar sem Charles Boyer leikur mann sem reynir að fá bandarísk- an ríkisborgara- rétt og giftist hrekklausri kcnnslukonu (Oli- via DeHavilland), í þeim tilgangi. Nú var Wilder orðinn virtur sem höfundur, en var ekki alltaf ánægður með þá meðhöndlun sem handrit hans fengu. Fylgdi því í fótspor starfs- bræðra á borð við Preston Sturges og John Huston og leikstýrði fyrstu myndinni, The Major and the Minor, ‘42. Wilder fann á sér að Paramount vonaði að hann félli á prófinu og snéri sér aftur alfarið að handritaskriftum, þeim varð ekki að ósk sinni; myndin sló óvænt í gegn. Hinn metnaðarfulli Wilder vildi stefna hærra, því bauð hann reyfarahöfundinum snjalla, Ra- ymond Chandler, til samstarfs við kvikmyndagerð bókar James M Cains, Double Indemnity, irkkk. Ur varð ein fyrsta og besta rökk- urmynd (film noir), kvikmynda- sögunnar. Aukinheldur fékk hann Fred MacMurray, ímynd hins alameríska, góða drengs, til að fara með aðalhlutverk skálksins (á móti Barböru Stanwyck). Leik- aravalið reyndist óaðfínnanlegt og setti í leiðinni efasemdarstimp- il á ameríska drauminn. Ég gæti tekið fyrir hátt í tug fjögurra-stjörnu mynda eftir Wilder, en formið býður uppá þijár. Ég mun því gefa þeim myndum sem ég hef séð, einkunn í textanum. Þeirra á meðal er hið átakanlega drama, Lost Weekend, (‘44), kkkk, fyrsta myndin sem tók af röggsemd og skilningi á áfengisvandanum. Aftur réð hann leikara þvert á ímyndina, að þessu sinni Ray Milland, kunnan úr hefjuhlutverkum. Myndin varð enn áhrifaríkari fyrir bragðið, færði leikaranum sín einu Óskarsverðlaun og sjálfur stóð Wilder uppi með tvenn; fyrir leik- stjórn og bestu mynd ársins. Hins- vegar líkaði ekki ráðamönnum Paramount grámuskulegur raun- veruleikablær myndarinnar, sem stakk í stúf við glansímynd fyrir- tækisins. Þeir vissu lengi vel ekki hvað þeir ættu að gera við horn- rekuna, geymdu hana uppí hillu uns þeir neyddust til að setja hana á markað með stórkostleg- um árangri (ofan á verðlaunin varð hún mest sótta mynd Wilders á fimmta áratugnum). Sunset Boulevard, (‘50), var miskunnar- laus ádeila á hræsnina í kvik- myndaborginni og síðasta verk Wilders í löngu og gifturíku sam- starfi við framleiðandann Charles Sígild myndbönd Sunset Boulevard (‘50) A A Á A KKKK Enn ein klassíkin, að margra dómi ein besta mynd kvikmyndasögunnar. Kaldhæðin, melódi-amatísk údeila á ofgnótt kvikmyndaborgarinnar með William Holden í hlutverld drykk- fellds handritshöfundar sem roskin, fallin kvikmyndastjama (Gloria Swanson), hefur tekið uppá arma sína. Hlífðarlaus skoðun á dekkri hliðum kvikmyndaborgarinnar, þeim sem verða undir. Jafnframt litið til baka á Hollywood þöglu myndanna með tilvísanir í myndir Swanson og þátttöku manna á borð við Buster Keaton, Cecil B, DeMille og ekki síst Eries Von Stroheim í hlutverki einka- þjóns gömlu stjömunnar. Ómissandi. Brackett. Næst á dagskrá var ein kaldhæðnasta mynd Wilders, A Ace in the Hole, (‘51), þar seni íjallað var um óprúttnar aðferðir fjölmiðla við að halda athygli við- skiptavinanna. Hún gekk ekki sem skyldi og við tóku nokkur sviplítil ár. Þá kom snilldarverkið Stalag 17, (‘53), raunsæ stríðs- mynd úr fangabúðum nasista, sem færði Wilder tilnefningu og Willi- am Holden Óskarsverðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki. Með kassastykkinu Sabrinu, (‘54), með Bogart og Audrey Hepburn, (berið hana saman við hörmung- ina með Juliu Ormond), lauk 18 ára starfsferli hjá Paramount. Fyrst lá leiðin til 20th Century Fox, þar sem til varð ein besta og vinsælasta mynd Marilyn Monroe, The Seven Year Itch, (‘55), kkk. Nú töku við góðir tímar hjá Mirischbræðrum, gullöldin hélt áfram. A Love in the Afternoon, (‘57), var fyrsta myndin fyrir UA, og á löngu og rómuðu samstarfi við I.A.L. Diamond. Rómantísk gamanmynd með Hepburn og Cary Cooper, sem hann tileinkaði vini sínum og velgjörðarmanni, Ernst Lubitsch. Þá var röðin kom- in að sjálfri Some Like It Hot, (‘58), annað meistaraverk, The Apartment, (‘60), fylgdi í kjölfar- ið. Eitt af afrekum Wilders var að leiða saman hesta þeirra Lemm- ons og Walters Matthaus. Það gerðist fyrst í The Fortune Cookie, (‘66), kkk, aftur í The Front Page, (‘74), kkk, og að lokum í Buddy, Buddy, (‘81), kkk, sem var síðasta mynd Wild- ers, sem þá var kominn undir átt- rætt. Áður hafði hann m.a lokið við One, Two, Three, (‘61), kkk'k, meinfyndinn kaldastríðs- farsa með James Cagney; Irma La Douce, (‘63), kkk, einn stærsta smellinn af mörgum í sögu Tóna- bíós. Fedora var síðan frumsýnd 1978, og reyndist síðasta stórvirki snillingsins skemmtilega. Some like it hot (‘59) kkkk Eitt af meistaraverkum gaman- myndanna gerist á bannárunum vestra. Tveir atvinnulausir tónlist- armenn (Tony Curtis og Jack Lemmon) verða óvart vitni að morði og fá mafíuna á hælana. Dulbúast sem meðlimir í kvennahljómsveit þar sem Marilyn Monroe er aðal- söngkonan. Ekki eitt dautt augna- blik. Wilder og Diamond dæla frá sér hverri drepfyndinni uppákom- unni á fætur annarri sem þremenn- ingamir túlka ógleymanlega. Og morðhundarnir jafnan vokandi í seilingarfæri. Joe E. Brown er einnig óborganlegur sem náungi sem verður ástfanginn af Lemmon - á kvenklæðunum. Omissandi. Sæbjörn Valdimarsson SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 55 Súlnasalur Frumsýning laugardaginn 20. feb. Sýningar síðan alla laugardaga til vors. Ladl og sjtlkialamir gera spaugsama útlekt á helrigðisástandi þjóðarinnar með áherslu á fslensku erfðasyndina. Er heilsuleysi Islendinga hin nýja auðlind? — Gamanmál, bæði sungin og leikin, og hárbeitt grfn f bland!! Saxi yfirlæknir, Doklor Klári, Heilbrigðisgeiri, Fröken Fingurbjörg og margir fleiri kanna heilsufar gesta og leita að mislagða gagnagrunninum. Meðal sjúklinga á geðgöðudeildinni: Þórhallur Sigurðsson Helga Braga Jónsdóttir Steinn Ármann Magnússon Haraldur Sigurðsson og fleirisjaldgæftilfelli Howser við hljöðfærin og Sárabandið Btíningar og andlitsgeiri: Gréta Boða Sviðsetning: Bjöm G. Björnsson Framreiddur verður spítalamatur að hætti htíssins: Matseðill Basilkryddaður lax með rcekjum og lárperumauki Pg Grísa- og lambasteikur framreiddar með sólþurrkuðum tómötum og myrkilssvepparjóma eða Grœnmetisréttur og Súkkulaðipíramídi með núgatfyllingu Hljömsveilin Saga Klass leikurfyrir dansi Söngvarar: SigrUn Eva Ármannsdóltir og Reynir Gtiðmitndsson Þriggja rétta kvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur kr. 5.500.- Sérstakur afsláttur fyrir hópa, 30 gesti eða fleiri. Sértilboð á gislingu. SJÓÍíRA Stilnasa Sannkölluð heilsubót f skammdeginu. Tryggið ykkur lyfseðil f tfma. Upplýsingar og bókanir í söludeild s: 525-9933 Hildur Sif Arnardötlir Frá kl. 13.00-17.00 virka daga. Radisson SAS SagaHotel Reykjavík OTTÓ - GRAFÍSK HÖNNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.