Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJARNI GUÐBJÖRNSSON fyrrverandi bankastjóri og alþingismaður, lést að morgni föstudagsins 29. janúar. Gunnþórunn Björnsdóttir, Björn Ragnar Bjarnason, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Gunnar Þór Bjarnason, Jóhanna Einarsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, dvalarheimilinu Hlið, áður til heimilis í Víðilundi 10, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni miðvikudagsins 27. janúar. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Maria Árnadóttir, Bjarni Árnason, Karin Bernhardsson, Árni fsak og Alma. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN JÓNSSON rafvirki frá Þingeyri, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju mánu- daginn 1. febrúar kl. 14.00. Kristjana Guðsteinsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Sigurður Þ. Gunnarsson, Sigurður G. Guðjónsson, Lára Lúðvígsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÓSKARSSON hrl., fyrrverandi borgarlögmaður, Gnoðarvogi 68, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 2. febrúar kl. 13.30. Erfisdrykkja verður í Iðnó að athöfn lokinni. Ragnheiður Jónsdóttir, Þorbjörn Magnússon, Óskar Magnússon, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hildur Magnúsdóttir, Haukur Magnússon, Sofffa Marteinsdóttir, Magnús Óskarsson, Gabríela Hauksdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG LÁRUSDÓTTIR frá Sarpi, Skorradal, Grænuhlíð 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju- daginn 2. febrúar kl. 13.30. Ragnhildur Hannesdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Björn Þorsteinsson, Auðbjörg Hannesdóttir, Helga Hannesdóttir, Hans Árnason, Vilhjálmur Hannesson, Guðmunda Jónsdóttir, Hanna Hannesdóttir, Garðar Einarsson, Hjördís Hannesdóttir, Haraldur Magnússon, Jónas Hannesson, Sigurlaug Ingimundardóttir, Lárus Hannesson, Dröfn Halldórsdóttir, Valborg Hannesdóttir, barnabörn og barnabamabörn. JAKOB BENEDIKTSSON bók hefur aldrei verið ort á móður- máli voru. Jakob kunni vel að meta þetta rit og höfund hennar, enda voru þeir vinir og samherjar við Orðabók háskólans meðan Jakob rit- stýrði henni. Þeir kunnu báðir að meta fegurð einstakra orða ekki síð- ur en móðurmálsins í heild. Frá Orð- sifjabók Ásgeirs barst talið að atviki sem löngum vakti angur og ugg með hugsanda fólki; þegar Asgeir var unglingur í menntaskóla var honum vikið af menntabraut fyrir að skrifa pólitíska grein í vikublað eitt, og fyr- ir bragðið komst hann ekki í háskóla fyrr en þónokkrum árum síðar. Fróðlegt var að hlýða á frásögn Jak- obs af slíku glappaskoti ráðamanna sem báru þó hag íslenskrar menn- ingar fyrir brjósti. Síðasta daginn sem Jakob dvaldist í Edinborg vorið 1968 röltum við í búðir sem höfðu gamlar bækur á boðstólum. Efth- langa göngu og marga fróðlega staði komum við að lítilli fornsölu rétt fyrir lokun. Þótt Jakob hefði skoðað sæg af bókum um daginn þá rakst hann ekki á neina sem hann langaði til að eign- ast. En svo kynlega bregður við að hann er naumast kominn inn fyrir dyr á síðustu búðinni niður við Leith Walk, þegar hann kemur auga á bók sem hann hafði leitað um áratugi ár- angurslaust. Þetta var stútungskver á latínu um píningu Olafs helga og jarteiknum: Passio et miracula beati Olavi, sem var gefíð út í sáralitlu upplagi árið 1881, og þótti okkur það býsna merkileg jarteikn í sjálfu sér að Jakob gat nú eignast þessa sjald- gæfu bók fýrir sáralítið verð og hlaut því nokki'a umbun fyrir þann fróð- leik sem hann lét Skotum í té. Afrek Jakobs Benediktssonar á sviði íslenskra fræða eru mörg og mikil, þótt hér hafi fás verið getið. Auk rita um Amgrím lærða og rann- sókna á sundurleitum sviðum átti Jakob drjúgan þátt í verkum ann- arra fræðimanna, enda var hann ein- staklega fús að leiðbeina yngri mönnum og leiðrétta. Hann bar hag fræðanna sjálfra fyrir brjósti og gladdist yfir því sem vel var gert. Aldrei gætti öfundar í fari hans. Jak- ob vai' di'englyndur maður og ein- arður, vingóður og vinfastur. Hermann Pálsson. Látinn er í hárri elli yflrmaður minn og samstarfsmaður við Orðabók Háskólans um rúma tvo áratugi, Jak- ob Benediktsson. Þegar ég kom að Orðabókinni sumarið 1955, voru þar einungis fyrir tveir starfsmenn, Jakob og Asgeir heitinn Blöndal Magnússon. Jakob leit áreiðanlega ekki á sig sem sérstakan yfirmann okkar As- geirs, heldur sem forstöðumann Orðabókarinnar og jafningja okkar við orðabókarstörfin. Þannig fannst mér það vera öll okkar samstarfsár. Auðvitað stóð hann a.m.k. mér miklu framar við mitt nýja verkefni, enda kom ég beint úr skólakennslu. Raun- ar hafði ég unnið nokkuð að rann- sókn og útbreiðslu skaftfellskra mál- lýzkuorða, svo að ég þekkti þá þegar örlítið til orðasöfnunar, og hafði auk þess notfært mér ýmislegt efni, sem komið var í seðlasafn OH og varðaði rannsókn mína. Ekki verður sagt, að ég hafi kynnzt húsbónda mínum mjög náið persónulega öll þau ár, sem við unn- um saman. Hins vegar var samvinna mín við hann og Ásgeir Blöndal við orðabókarstarfið ágæt. Ég þóttist skynja það, að Jakobi léti bezt að vinna störf sín í næði í herbergi sínu sem mest ótruflaður og njóta þess um leið að reykja pípu sína. Hann var líka með afbrigðum vinnusamur og vann af alúð við þau störf, sem honum voru falin. Um það bera öll þau fjölmörgu ritverk, sem hann lét fara frá sér um ævina, órækt vitni. Þær voru líka ekki margar stundirn- ar, sem hann var fjarverandi vinnu- stað sinn, enda heilsuhraustur alla sína löngu starfsævi. Ég lít svo á, að með Jakobi Bene- diktssyni sé genginn síðasti húman- istinn af gamla skólanum. Hann var lærður málfræðingur og bókmennta- fræðingur og lét sér fátt eða ekkert óviðkomandi innan síns fræðasviðs og raunar langt út fyrir það. Um það ber eftirfarandi saga, sem ég get ekki stillt mig um að segja hér að honum látnum. Eitt sinn ræddum við þrír í kaffi- hléi okkar um skiptingu herja eftir deildum og hver nöfn þær báru og eins um stig og gráður hermanna. Fannst mér með ólíkindum, hversu fróður Jakob var um þau efni. En gaman var að hlusta á nákvæmar skilgreiningar hans. Ég hafði svo orð á þvi síðar við mann, mjög kunnugan Jakobi, hversu mér hefði komið þetta á óvart. Þá sagði hann mér skýringuna á þessum vísdómi Jak- obs um svo fjarskylt efni fræðasviði hans og örugglega honum lítt áhuga- vert. Snemma á Hafnarárum hans kynntist hann ungri menntakonu, sem las fornleifafræði við Hafnarhá- skóla og síðar varð kona hans, Grethe Kyhl. Faðir hennar var ofursti í danska hernum. Jakobi mun hafa þótt ótækt að geta ekki rætt við tilvonandi tengdafóður sinn um þau málefni, sem honum myndu vera hugleiknari en tal um latínu og grísku, sem Jakob lagði stund á við háskólann. Tók hann sig því til og kynnti sér af sama dugnaði og hann sýndi við annað nám sitt allt, sem hann komst yfir um hernaðarlist. Þannig varð hann viðræðuhæfur við ofurstann. Vafalaust hefur honum líka fallið slíkt umræðuefni vel við væntanlegan tengdason. Um það getur það og vitnað, sem Jakob sagði mér sjálfur, að hann fór a.m.k. einu sinni með tengdafóður sínum út á Jótland, þegar hann var þar við her- æfingar og lá í herbúðum með hon- um. Þessi stutta saga lýsir hinum látna húsbónda mínum mjög vel. Ég hygg einmitt, að hann hafi látið sér fátt óviðkomandi, sem hann taldi ein- hvers virði að nema og festa sér í minni. Hann var frábær námsmaður og lauk öllum prófum með miklu lofi. Nafns Jakobs Benediktssonar heyrði ég getið þegar fyrfr eða um stríð og sá á prenti, því að hann lét snemma til sín taka í fræðum sínum og útgáfustörfum. Um þau störf munu áreiðanlega mér kunnugri menn skrifa, svo að ég sleppi þeim hér. Jakob gerðist forstöðumaður Orðabókar Háskólans 1948. Hafði hann því verið það í sjö ár, þegar ég kom þar til starfa. Hann hafði á síð- ustu Hafnarárum sínum unnið við þá miklu orðabók yfir íslenzkt fornmál, sem hleypt var af stokkunum á veg- um Árnanefndar skömmu fyiir 1940. Var hann þess vegna ekki með öllu ókunnur orðabókargerð, þegar hann kom að Orðabók Háskólans. Samhliða störfum sínum á OH fékkst hann í hjáverkum áfram tölu- vert við útgáfustörf og önnur bók- menntastörf. Þar ber vitaskuld hæst hið mikla doktorsrit hans um Arn- grím Jónsson lærða, sem hann varði við Hafnarháskóla 1967. Enda þótt Jakob ynni störf sín við Orðabók Há- skólans af alúð, eins og áður segir, hafði ég það alltaf einhvern veginn á tilfinningunni, að honum hefði látið betur að fást við þau fræðistörf önn- ur, sem hann hafði áður sinnt, en sitja alla daga við orðtöku rita og seðlaskriftir í því sambandi. Um það getur borið nokkurt vitni, að hann hóf einmitt að starfa aftur við þau efni, þegar hann varð sjötugur og vék úr sæti orðabókarstjóra, eins og staða hans nefndist þá. Vann hann ýmislegt á því sviði allt fram á síð- ustu ár. Jakob var einnig svo hepp- inn að halda andlegum kröftum sín- um og áhuga nær tO síns skapadæg- urs, þótt líkamleg heilsa og sjón tækju að daprast. Einn óbrotgjaman minnisvarða reisti Jakob sér við orðabókarstörf sín, sem má ekki liggja í þagnargildi. Þar á ég við orðtöku hans á orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, sem er frá 18. öld og einungis til í handriti, víða torlesnu og með latneskum skýr- ingum og auk þess með alls konar fróðleik, sem kom lítt orðabók við og dreifðum víðs vegar um handritið. Jakob brauzt í gegnum allt handritið, sem er mikið að vöxtum í fólíó-broti, og kom orðum og öðru efni þess á seðla Orðabókarinnar. Hygg ég, að engum öðrum en Jakobi hafi I raun verið fært að inna þetta verk af hendi. Þar kom latínukunnátta hans og mik- il þekking á mörgum sviðum að ómet- anlegum notum. Nú er orðabók Grunnavíkur-Jóns aðgengileg öllum þeim, sem áhuga hafa á orðfræði, þjóðfræði og ýmsu öðru, og geymd al- veg sér í söfnum Orðabókarinnar. Áður en ég skilst við þess orð mín um Jakob Benediktsson, finnst mér ég verða að geta eins í fari hans, sem ég tók vel eftir. Þau hjón eignuðust því miður enga afkomendur. Hins vegar minnist ég þess, þegar börn mín og eins önnur börn komu á Orðabókina, hversu mjög hann lét sér annt um að sinna þeim og spjalla við þau. Var sýnilegt, að hann hafði mikla ánægju af slíkum heimsókn- um, enda gaf hann sér góðan tíma til að sinna þeim. Böm mín minnast þessa enn í dag. Þar kom fram barn- gæzka Jakobs. Sama mátti segja um Grethe konu hans. Þessi fátæklegu orð um minn gamla húsbónda læt ég nægja, þótt margt sé ósagt, enda veit ég, að aðrir verða til að tíunda ýmislegt annað til viðbótar því, sem hér hefur komið fram. Ég þakka honum að síðustu langt samstarf og sendi um leið að- standendum hans samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Jón Aðalsteinn Jónsson. Eitt af stórvirkjum Jakobs Bene- diktssonar á sviði íslenskra og evr- ópskra fræða var útgáfa og rann- sókn á verkum Amgríms lærða. Kalla má táknrænt að hann skyldi beina sjónum sínum að tímabili end- urreisnar og húmanisma. Sjálfur var hann meiri endurreisnarmaður og húmanisti en nokkm- annar íslenskur fræðimaður um hans daga, og líklega allt frá Áma Magnússyni. Ómetan- legt hefur verið fyrir íslensk fræði og Háskóla Islands að hafa Jakob hér mitt á meðal okkar í hálfa öld, mann sem tengdi íslensk fræði hér- lendis við uppmna þeirra hjá Arn- grími og lærdómsmönnum í Höfn og mundi sjálfur Finn Jónsson, læri- svein Konráðs Gíslasonar. En því fór fjarri að þeir fræðastraumar sem Jakob veitti hingað væm bundnir við íslensk fræði. Á námsámm hans stóðu klassísk fræði og söguleg mál- vísindi með miklum blóma við Hafn- arháskóla. I því fræðastarfi tók hann þátt, og það gaf honum víðari sýn en flestum öðmm. Jakob hlaut að verðleikum marg- víslegt lof og viðurkenningu fyrfr verk sín en sókn eftir frægð og frama var fjarri skapi hans. Hann var ekki kenningasmiður eða rit- deiluglaður, heldur varkár, hófsamur og sanngjarn. Hann gekk til verka sem þurfti að vinna og honum fannst þess virði að vinna, smárra og stórra, og beitti þar miklum og víð- feðmum lærdómi sínum, skörpum skilningi og ótrúlegu minni til að varpa Ijósi á margt sem áður var myrkri hulið. Til að leggja mat á verk hans fjöldamörg, þýðingar, út- gáfur og rannsóknarritgerðir, þyrfti heilan hóp fræðimanna. Sú útgáfa hans sem oftast er vitnað til er vafa- laust íslendingabók og Landnáma, frábærlega vönduð og aðgengileg. Eitt af stórvirkjum Jakobs var þátt- taka í ritstjórn og samningu Kultur- historisk leksikon for nordisk midd- elalder I-XXI, en frá og með 3. bindi var hann íslenskur ritstjóri verksins ásamt Magnúsi Má Lárussyni. Rit þetta er langmerkasta uppflettirit sem til er um miðaldir Norðurlanda, ómissandi hverjum sem stundar rannsóknir á því sviði. Hlutur ís- lensku ritstjóranna er þar bæði mik- ill og góður. Annað uppflettirit sem Jakob ritstýrði með prýði og samdi allmikinn hluta af er Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Það verk tók hann að sér eftfr að hann komst á eftfrlaunaaldur, eftir þriggja áratuga starf við Orðabók Háskólans, og var þó ekki í neinum vandræðum með að tileinka sér þær nýjungar sem helst- ar voru í bókmenntafræði. Nafn Jakobs Benediktssonar mun lifa lengi í þeim fræðum sem hann stundaði, og söknuður ríkir nú meðal margra vina hans hér og erlendis. Yfir minningu hans verður heiðríkja í hug- um allra sem fengu að kynnast hon- um. Hann var sannarlega „lítillátur, ljúfur, kátur“ og örlæti hans við aðra fræðimenn verður aldrei fullþakkað. Vésteinn Olason. • Fleiri minningargreinar um Jakob Benediktsson bíða birtingar og munu birtast ( blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.